Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V Spurning dagsíns Ætlar þú að sjá Utangarðs- menn um helgina? Vilhjálmur Guðmundsson, í millibilsástandi: Nei, ég hef aldrei veriö aödáöandi þeirra. Marianna Ósk Hölludóttir afgreiöslumaöur: Nei, því miöur kemst ég ekki. Ragna Sól, fráviki: Já, ég ætla auövitaö í Höllina. Georg Pétur Sveinbjörnsson, atvinnulaus: Já, meö Rögnu Sól. Asta Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég kemst ekki. Sigrún Einarsdóttlr nemi: Nei, ég er aö vinna alla helgina. Kristnihátíð „...er tækifæri fyrir Þjóðkirkjuna til að nema staðar og spyrja hvernig betur megi þjóna Kristi... “ Athugasemd Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur skrifar: Jónas Kristjánson ritstjóri fer mikinn í forystugrein DV þann 13. júlí sl. Tilefnið er nýafstaðin Kristnihátíð á Þingvöllum og um- mæli Sigurbjöms Einarssonar bisk- ups, sem vafalaust voru máluð full- sterkum litum enda skapheitur maður að tjá sig um brennandi hjartans málefni. Það skýtur þó skökku við, þegar einhver stóryrt- asti maður landsins telur sig þess umkominn, af nokkru yfirlæti, að vanda um við óumdeildan andans mann þjóðarinnar og væna hann um gífuryrði. Það er óhætt að segja að þar hafi knapinn Jónas algjör- lega misst taumhald á tungunni, þeirri vandsetnu ótemju. Nú þykist ég vita að margt af því sem ritstjórinn lætur vaða séu yfir- borðsgárur og risti ekki djúpt. Ég er til að mynda einn af fjölmörgum unnendum íslenska hestsins og hef — viö forystugrein „Það skýtur þó skökku við, þegar einhver stóryrtasti maður landsins telur sig þess umkominn, af nokkru yfirlæti, að vanda um við óumdeildan andans mann þjóðarinnar og væna hann um gífuryrði. “ á honum mikla trú þó ég trúi ekki á hann. Enda hefur mér aldrei hug- kvæmst aö ég væri að blóta Frey þótt ég taki hnakk minn og leggi á og ríði út mér til ómældrar gleði og hugarhægðar. Hvað þá að ungt fólk á öllum aldri, sem hrifst af orku- miklum söng Bjarkar, sé á kafi í frjósemisdýrkun. Hér þykir mér rit- stjórinn ríða fram úr sjálfum sér og rugla saman óskyldum hlutum á stökkinu. Við endumærumst og hvílumst þegar við tökum til kost- anna sprettharðan fák eða njótum Pegasusar með margvíslegu móti. En í trúnni finnum við merkingu og til- gang fyrir lífið og sátt í dauða, jafnt hestamenn sem listamenn, ritstjórar sem prestar. Jónas talar um stofnun fyrir helgisiði og einskorðar þjóðkirkjuna við þá nauðsynlegu starfsemi á stór- um stundum í lífi einstaklinga og þjóðar. Þar finnst mér hann þó bæði vera skammsýnn og þröngsýnn. Verkahringur kirkjunnar er svo miklu víðari og margt af því sem best er gert í trúmennsku við Krist verður aldrei mælt eða sett undir sjóngler fjölmiðla. Að sjálfsögðu er stöðug þörf fyrir gagnrýni og endur- mat og Kristnihátíðin á ÞingvöOum er tækifæri fyrir Þjóðkirkjuna til að nema staðar og spyrja hvemig betur megi þjóna Kristi og sannleikanum í kærleika. Það síðastnefnda má nefni- lega aldrei vanta. Eitt eða tvö ess? Elríkur Brynjólfsson skrifar: I DV mánudaginn 17. sl. var oröið Ægissíða gert að umtalsefni. Þar var réttilega bent á að við umrædda götu í Reykjavík eru ólíkar merk- ingar, annars vegar Ægisíða og hins vegar Ægissíða. En svo tekur blaöa- maðurinn sér það bessaleyfi að segja að tveggja essa útgáfan sé röng! Þetta er alröng niðurstaða. Það skal ég útskýra enda er mér málið skylt. Ég bjó nefnilega lengi í húsinu númer 129 við Ægissíðu og ber nokkra ábyrgð á skiltinu utan á húsinu en DV birti mynd af því. Orðið Ægissiða er sett saman úr orðunum ægir og síða. í slíkum til- fellum er um þrjá möguleika að ræða hvað varðar fyrra orð sam- setningarinnar. Það má hafa í þol- „Það er einmitt þetta sem gerir tunguna svo heillandi... Menn mega ekki dæma mál- far rangt fyrir það eitt að vera öðruvísi en það sem maður notar sjálfur. “ falli eintölu, eignarfalli eintölu eða eignarfalli fleirtölu. Stundum skiptir máli hvaða leið er valin. Tökum dæmi af orðinu mánaðamót sem sumir skrifa mán- aðarmót. í þessari samsetningu er heppilegra að hafa orðið mánuöur í eignarfalli fleirtölu, mánaöa, því þaö eru ævinlega tveir mánuðir sem mætast. Oftar skiptir þetta þó litlu máli. Dæmi um það er Ægissíða eða Ægisíða. Annars vegar er orðið ægir í þolfalli eintölu, það er ægi og úr verður Ægisiða, hins vegar í eignarfalli eintölu ægis og úr verð- ur Ægissíða. Hvort tveggja hárrétt! Menn verða svo að eiga það við eig- in sérvisku hvora leiðina þeir velja. Mín sérviska segir mér að skrifa Ægissíða. Ekki af því það er réttara en hitt heldur vegna þess að mér finnst það fallegra og það rímar betur við mál- vitund mína. Það er einmitt þetta sem gerir tunguna svo heillandi. Ólíkar útgáf- ur orða, framburðar og beygingar eru oftar en ekki jafnréttar. Menn mega ekki dæma málfar rangt fyrir það eitt að vera öðruvisi en það sem maður notar sjálfur. Dagfari Fjölmiðlasýki ungpólitíkusa Samband ungra framsóknarmanna harmar víst í ályktun þá afstööu Heimdalla að lögleiða beri dóp. Dagfara er spum hvort ungir framsólmarmenn haldi að einhverjir hafi beðið spenntir eftir þessari ályktun. Að einhver maður, kona eða barn, láti sig nokkru skipta hvað ungum framsóknarmönnum þyki um dóp. Fjölmiðlum þykir þó ástæða til að skýra frá. Það er þó ekki sanngjamt að beina spjótum að ungum framsóknarmönnum því það eru Heimdallar sem eru fjöl- miðlaglaðastir allra stjómmálaungliða. Vart er hægt að kveikja á fréttum sjón- varpsins án þess að einhver fulltrúi þeirra blási sig út í stíl við fyrirmyndim- ar og sjónvarpsstjörnurnar Jón Steinar og Hannes Hólmstein. Ef Heimdallar eru ekki að loka Ríkisútvarpinu eða stríða skattinum em þeir að selja brauð og bjór og fyr- ir tilviljun eina eru allir fjölmiðlar landsins við- staddir. Það er svo gaman þegar Heimdallar sprella. Séu þeir raunverulega menn „hugsjóna" sinna skulu þeir gjöra svo vel að selja kókaín og alsælu á Lækjartorgi - fyrir framan fjölmiðla líkt og hefðin segir til um. Séu Heimdállar raunverulega menn „hugsjóna“ sinna skulu þeir gjöra svo vel að selja kókaín og alsœlu á Lœkjartorgi - fyrir framan fjölmiðla líkt og hefðin segir til um. Þótt Heimdallarnir séu öfgakenndastir í fjölmiðlagleðinni eins og öðm ganga hinar ungliðahreyfingamar fyrir sömu lögmálum. Séu formannskosningar hjá bræðrum þeirra og systrum í SUS leggja forkólfamir fjölmiðla undir sig og senda hvor öðrum skeyti - almenningi í land- inu til mikilla leiðinda. Það jafnast þó engan veginn á við það skelfingarástand sem myndast þegar Vaka og Röskva takast á i háskólapólitíkinni. Þegar kem- ur að kosningum í háskólanum hættir Dagfari hreinlega að lesa Moggann enda hann orðinn uppfullur af greinum um „ástand mála“ i háskólanum; þ.e. fyrir- komulag á einkunnaskilum, lengd kennslustunda og aðgengi aðalbyggingar- innar. Stendur landsmönnum ekki á sama? Ættu fjölmiðlar ekki að spara að- eins dekrið við ungliðana? Nógu oft mun- um við þurfa að horfa upp á þá sem sjá draum sinn rætast um að verða „alvörupólitíkus“. Að lokum vill Dagfari að sið fjölmiðlaglaðra ungpólitíkusa taka það fram að hann hefur ekki sofið hjá Víkverja. Þeir eru ekki einu sinni sam- an. Bara vinir. _ p . Tryggingavernd A1 Capone Sveinn skrifar: í dag geta allir tryggt sig og eignir sínar fyrir skakkafollum. Hins vegar þegar á reynir og fólk þarf að sækja bætur þá er lögfræðingaskarinn hjá tryggingafélögunum sjaldnast tilbú- inn að fallast á bótagreiðslur og þess eru mörg dæmi. Hægt er að fara með málið fyrir dómstóla og það getur kostað 800.000 tapist málið. Lögfræð- ingur viðkomandi gerir honum grein fyrir að greiða þurfi tryggingu fyrir hugsanlegum fjármunum sem af málarekstrinum getur stafað. Þetta eru slæmir kostir fyrir launa- fólk og ótækir. VÍS býður viðskiptavinum sínum í dag vemd fyrir málarekstri og kostnaði upp á 830.000 kr. hvort sem málið snýr að VÍS eða öðru félagi. Þarna var það sem A1 Capone klikk- aði þvi hann tók ekki fram að vernd- in væri einnig gagnvart sjátfum sér. Fossvogsdalurinn Umferðaræð síðan hvenær? Á rúntinum Ónefndur skrifar: Má ekki bjóða ykkur á rúntinn niður í Fossvogsdal? Þar eru góðir göngustígar og hægt að keyra eins og hver vill, það má alveg. Svo virtist í það minnsta vera þegar ég var þar um daginn að hjóla og mætti fjórum bílum; þurfti að stíga af hjólinu og teyma það meðan bUamir fóra hjá. Það er ekkert mál að komast með bíla þangað en það er ekki í lagi. Ég tUkynnti þetta tU lögreglu. „Takk fyrir að láta okkur vita,“ og það kom engin lögga. Ég hringdi aftur; ekkert. Hvar er löggæslan á höfuðborgar- svæðinu? P.S. Ég fékk sekt um dag- inn fyrir að vera með framhjólið á bUnum mínum uppi á gangstétt. Vellystingar íslendinga Viö kunnum ekki gott aö meta. Skömmumst okkar Einar skrifar: Við íslendingar höfum verið bless- unarlega lausir við hörmungar en jarðskjálftarnir um daginn vöktu okkur tU umhugsunar og voru góð áminning um smæð okkar og hverf- uUeika tUverunnar. Það er nefnUega kominn tími tU að einhver hreyfi við okkur og veki af blundi dekursins. TUvéran er ekki sjálfsagður hlutur. Við hendum mat meðan aðrir svelta. Lærum að þakka fyrb það sem við höfum og reynum að verða betri menn, svo okkur hendi ekki eitthvað enn verra. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst S netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKlavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.