Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Frettir Sveinbjörn Jónsson endurreisir heimili sitt á Hellu eftir Suðurlandsskjálftana: 3 milljónir króna úr eigin vasa - menn fá ekki nýjan Benz fyrir Trabant, segir byggingatæknifræðingur Viðlagatryggingar „Það liggur fyrir að Viðlagasjóður borgar ekki meira en brunabótamatið hljóðar upp á en sökkullinn er ekki inni í brunabótamatinu og þær 2-3 milljónir sem í hann fara koma úr mínum vasa,“ segir Sveinbjöm Jóns- son, íbúi á Freyvangi 12 á Hellu, sem missti heimili sitt í þjóðhátíðarskjáift- anum 17. júní síðastliðinn. Sveinbjöm hefur nú haflð byggingu á nýju einbýlishúsi sínu af svipaðri stærð og það sem eyðilagðist í Suður- landsskjálflanum fyrri. Hann er sá fyrsti sem hefur enduruppbyggingu á húsi sem skemmdist í skjálftanum á Hellu en hann reiknar með að flytja inn fyrir jól. Þrír aörir hafa fengið leyfi fyrir endumppbyggingu húsa sinna en hafa ekki farið út í fram- kvæmdir en sá kostnaður fólks sem hlýst af leigu á meðan húsnæðisleysi varir og kostnaður við að rífa ónýt hús er borgaður með styrkjum frá sveitar- félögum og Rauða krossinum. En ljóst er að endurbyggingarkostnaður húsa verður ekki dekkaður með bótum við- lagatryggingar. „Ég stend mjög vel miðað við marga aðra því ég hef engar skuldir á bakinu en það er ljóst að sumir munu eiga erfitt með þetta,“ segir Sveinbjöm. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, segir talsverða óvissu umlykja það hve stóran hluta af DV-MYNDIR HILMAR ÞOR Uppbygging Sveinbjörr Jónsson, íbúi á Freyvangi 12 á Heliu, sem missti heimiii sitt í þjóöhátíöarskjálftanum 17. júní síöastliöinn. Sveinbjörn hefur nú hafiö byggingu á nýju einbýlishúsi sínu af svipaöri stærö og þaö sem eyöilagöist. uppbyggingarkostnaði muni borga. Viðlagasjóður DV-MYND HILMAR ÞÓR Uppbygging hafin Guömundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, segir mikiö verk fram undan viö aö koma öllu í þaö form sem var fyrir jaröskjálftana á Hellu. Hreppsskrifstofan fórekki varhluta af náttúruhamförunum en þar komu sþrungur í veggi og myndir féllu af veggjum. Komiö hefur í Ijós aö Viölaga- trygging nægir ekki til aö endurreisa hús. „Brunabótamatið á að vera end- urstofnsverð en þess era þegar dæmi þar sem brunabótamatið er lægra en endurstofnsverðið. Svo verður að taka tillit til þess að fólk er að byggja alveg nýtt og þá er þetta verðmætari eign en áður,“ segir hann. Guðmundur segist vænta þess að því fólki verði hjálpað sem eigi í vand- ræðum með að endurbyggja heimili sín. „Það væri hægt að veita þeim styrki eða gera sérstakar ráðstafanir eins og mig minnir að hafi verið gerðar í Súðavik eftir snjóflóðið. Þá vora sett bráðabirgðalög um endurmat á þeim fasteignum sem þar vora, enda er ljóst að mörg af þessum mötum héma era orðin gömul og oft hafa hús verið gerð upp síðan þá. Það væri einfaldast í þessu að gera endurmat til nútíma- hátta þannig að brunabótamatið end- urspegii raunverulegt verðmæti," seg- ir hann. Benz fyrir Trabant Freyr Jóhannesson byggingartækni- fræðingur, sem starfar með Viðlaga- tryggingu íslands, þvertekur fyrir að Viðlagatrygging muni bæta meira en branabótamat segir til um. „Brunabótamatið er hæsta talan sem við borgum og það er hvorki löglegt né eðlilegt að borga nýtt hús fyrir gamalt. Maður fær ekki nýjan Benz fyrir gaml- an Trabant og þessar hugmyndir koma frá þeim sem era að fiska í gruggugu vatni,“ segir hann. Að sögn Freys á trú fólks um að það eigi að fá ný hús upprana sinn að rekja til raglingslegra laga frá 1995 sem Fast- eignamat ríkisins túlkaði á þann hátt að meta skyldi nývirði húsa. „Þessum lögum var breytt í fyrra og það náðist í gegn vegna þess að trygg- ingafélögum og bændum þótti ótækt að fólk væri að borga af húsunum eins og þau væru ný. Við höfum verið að berj- ast við þennan draug í 4 ár,“ segir hann. Hann segist ekki telja að fólk muni eiga í vandræðum með að koma sér upp heimilum á ný. „Það era mjög fá hús sem era alveg ónýt og þótt fólk geti kannski ekki byggt sér sambærileg ný hús fyrir and- virði brunabótamatsins þá hefúr verið til nóg af húsum á markaðnum í þétt- býli úti á landi,“ segir Freyr. -jtr Námsflokkar Reykjavíkur meö námskeið fyrir útlendinga: Aðsókn í íslenskunám sprengir allt mmmmm i Bara EES-fatafellur Frá því að ný lög um nektar- dansmeyjar frá löndum utan EES- svæðisins tóku gildi 26. maí síðast- liðinn hafa 20 atvinnuleyfisum- sóknir borist Útlendingaeftirliti og Vinnumálastofnun. Þessar um- sóknir eru samkvæmf heimildum blaösins einskorðaðar við tvo nektardansstaði, Óðal og Club Seven, sem þýðir samkvæmt bók- inni að allar fatafellur hinna nekt- ardansstaðanna eru frá löndum EES-svæðisins. Dagur sagði frá. Mörg skemmtiferðaskip í dag mun ferðaskrifstofan Atl- antik taka á móti fjórum skemmti- ferðaskipum á Akureyri og í Reykjavík. Hér er um fjölmenn- asta dag sumarsins að ræða hvað varðar ferðir ferðamanna af skemmtiferðaskipum hér á landi. Vísir.is sagði frá. Fór lek af staö Sjópróf hafa ekki farið fram enn vegna þess atburðar er Æskan SH sökk suður af Látrabjargi sl. laug- ardag. Þau fara fram hjá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni á Pat- reksfirði, á vegum Héraðsdóms Vestfjarða á næstu dögum. Dagur greindi frá. Landsbankinn gagnrýndur Forstjóri Is- landsbanka-FBA segir Landsbank- ann ekki geta vikið sér undan því að hafa átt frum- kvæði í lokun gjaldeyrisvið- skipta. Seðla- bankastjóri segir bankann ekki hafinn yfir gagnrýni. Gott sé að hún hafi komið úr báðum áttum. Dagur greindi frá Þyrlan í viögerö Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LÍF er vart væntanleg úr viðgerö fyrr en eftir verslunarmannahelg- ina. Vélarbilun kom í ljós eftir sjúkraflug síðastliðinn sunnudag. Stöö tvö greindi frá. Aödáandi - ekki elgandi nÞorsteinn Vil- helmsson, fyrrum eigandi í Samherja og nú stóreigandi í Hraðfrystihúsinu - Gunnvör á ísafirði og stjómarformað- ur, segir það fjarri öllum sanni að hann hafi keypt stóran hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Totten- ham Hotspur. Dagur greindi frá. - þótt ekki hafi verið unnt að senda út kynningarbréf í sl. mánuði Gríðarleg aðsókn er að námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga sem Náms- flokkar Reykjavikur standa fyrir. Námsflokkamir gátu að vísu ekki fengið hsta yfir nö&i þeirra útlendinga sem nýfluttir era til landsins hjá Út- lendingaeftirlitinu þegar leitað var eft- ir þeim í júni sl. Tilgangur með beiðni Námsflokkanna var að senda fólkinu bréf til að kynna íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Beiðni um nafnalista var lögð fram með góðum fyrirvara áður en önnin í íslensku- kennslu hófst. Útlendingaeftirlitið gat ekki orðið við henni vegna bilunar í tölvubúnaði þannig að fólkið fékk eng- in kynningarbréf. Engu að síður er að- sóknin mjög mikil því tæplega 400 manns stunda nám á vegum Náms- flokkanna i sumar. Útlendlngar f íslenskunáml Hátt í 400 útlendingar leggja nú stund á nám í íslensku hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Kennslan fer fram á þremur stööum í þorginni, Austurbæjarskól- anum, Miöbæjarskólanum og í Þönglabakka í Mjódd. Þessi mynd var tekin í kennslustund. „Þetta kom varla að sök því hér er yfirfúllt af fólki,“ sagði Guðrún Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Náms- flokka Reykjavíkur, við DV um nafnalistana. „Ef við hefðum fengið einhverja lista hefðum við ekki getað bætt fleiri við hjá okkur. Hugsanlega hefúr þessi kennsla farið fram hjá einhveijum af þessum sökum en skilaboðanetið meðal fólksins virðist vera nokkuð gott.“ Jóhann Jóhannsson hjá Útlend- ingaeftirlitinu sagði að ekki hefði reynst unnt aö setja saman nafha- lista fyrir Námsflokkana þegar um þá var beðiö vegna bilunar í tölvu- búnaði. Nú væri kerfið komið í lag, listamir tilbúnir og ekkert þvi til fyr- irstöðu að Námsflokkamir gætu fengið þá. -JSS íslendingur farinn Víkingaskipið íslendingur er lagt af stað frá Narssaq á Græn- landi til L’Ans aux Meadows á Ný- fundnalandi. Áöur en lagt var í hann kom áhöfnin saman í Þjóð- hildarkirkju og baðst fyrir. Ferðin til Nýfundnalands er tæpar 700 sjó- mílur. Morgunblaðið greindi frá. Hrói rændur Brotist var inn á Hróa hött við Hringbraut i fyrrinótt. Vaktmenn Securitas fóru á staðinn þegar vaktkerfið fór i gang en urðu einskis varir. Þegar framkvæmda- stjórinn kom til vinnu um morg- uninn sá hann að búið var að brjótast inn á skrifstofuna. Litlu var stolið. Morgunblaðið greindi frá. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.