Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V Lögregluvarðstjóri á Patreksfirði segir óvenjuslæmt ástand ríkja á staðnum: Óhófleg drykkja unglinga og ófriður - þeir hafa ekkert að gera, segir forstöðumaður félagsmiðstöðvar Mikið hefur borið á drykkjuskap unglinga með tilheyrandi ófriði á Patreksfirði um helgar í sumar. „Ég veit ekki af hverju þetta er, það er bara búiö að vera óvenjuslæmt ástand í sumar,“ sagði Jónas Þór lögreglumaður sem gegnir stöðu varðstjóra á Pat- reksfirði. „Málið er það að þau hafa enga viðveru. Þau hafa ekkert að gera,“ sagði Sigurbjöm Sævar Grétars- son, unglingaráðgjafi og forstöðu- maður félagsmiðstöðvar sem Vest- urbyggð rekur fyrir 12 til 16 ára unglinga. Félagsmiðstöðinni er hins vegar lokað á sumrin og þá er lítið inn að vera fyrir alla unglinga á Patreksfirði. En yngri unglingar valda minni vanda en þeir eldri. Jónas Þór sagði að aðaldrykkjulæt- in væru í fólki á aldrinum 17 til 24 ára, eða eftir að félagsmiðstöðin er þeim lokuð. „Á meðan bömin eru í grunn- skóla er nóg að gera fyrir þau. En á milli 16 og 18 ára hafa þau ekki neitt. Þau þjóna engum í þjóðfélag- inu. Þetta er bara einhver glufa og þetta er það sem krakkarnir skynja. Þau verða bara að bíða þar til þau verða fullorðin,“ sagði Sig- urbjöm. Hann bætti því viö að það auð- veldaði ekki málin að unglingum frá 16 ára aldri er hleypt inn á sveitaböll þar sem mikil drykkja Patreksfjöröur Drykkjuskapur og fyllirísólæti unglinga á Patreksfiröi valda lögreglu og unglingaráögjafa staöarins miklum áhyggjum. tíðkast oft. Þótt börnin megi ekki drekka áfengi samkvæmt lögum er þeim þaö litlum vandkvæðum bundið að nálgast áfengi á þessum böllum. Einnig sagði Sigurbjöm að svo virtist sem foreldrar heföu lít- inn áhuga á því að virða útivistar- tíma bamanna, en foreldrar og heimili unglinga skipa stærstan sess í forvömum gegn óhóflegri drykkju áfengis. Það vekur athygli að í samræmdu prófunum vorið 1999 féllu 22 af 23 nemendum 10. bekkjar grunnskólans á Patreksfirði. Hvort sú staðreynd tengist drykkju ungmennanna á Patreksfirði er óvíst. Ekki nógu harðir? Fjórir fastráðnir lög- reglumenn eru á Patreks- firði, ásamt þremur hér- aðslögreglumönnum sem aðstoða þá um helgar. Jónas útskýrði að ef fólk væri vistað i fangageymsl- um lögreglunnar væru tveir lögreglumenn bundn- ir við fangavörslu. Því væri reynt að komast hjá því að vista fólk svo fleiri menn gætu sinnt almenn- um löggæslustörfum. Jónas bætti því við að hann og samstarfsmenn hans kysu frekar að setjast inn á kafiistofu með ófrið- arseggjunum og tala við þá til þess að róa þá niður heldur en að stinga þeim í steininn. „Kannski stafar þetta af því að við erum ekki nógu harðir að setja fólk inn. Það kann að vera skýringin á því að menn komast upp með meiri ólæti því við erum að reyna að lappa málin og laga þau til heldur en að setja fólk inn,“ sagði Jónas. -SMK Niðurstöður rannsókna á slysinu við Grímsstaði: Kom skökk inn á brúna Skökk á brúna Niöurstööur rannsókna hafa sýnt aö ekiö var skakkt inn á brúna og haföi þaö þessar skelfilegu afleiöingar. Óvíst er aö eins heföi fariö heföi Lögreglan á Húsavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu um nið- urstööur rannsókna á rútu þeirri er lenti í slysinu við Grímsstaði á sunnudag. Svo virðist sem rútan hafi kom- ið skökk inn á brúna yfir Hólsels- skíl með þeim afleiðingum að aft- ari hluti hennar lenti á brúarstöp- ul. Við það kastaðist bifreiðin til og lenti úti í brúarhandriðinu hægra megin. Við þetta gáfu sig og slitnuðu festingar á fram- hjólastelli rútunnar. ökuritaskífa bifreiðarinnar hefur gefið til kynna að ekið var á 75 km hraða. Hámarkshraði á veginum var 80 km. Af lýsingum lögreglunnar á Húsavík og sjónarvotta slyssins er óvíst að það sama hefði verið upp á teningnum hefði brúin verið tvi- breið. -ÓRV Veðríö á morgtm REYKJAVIK AKUREYRI Sólaríag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóö Árdegisflóó á morgun 23.09 04.00 20.57 09.17 23JLS 03.20 01.30 13.50 SkýHngar ö vfi&iiriáJínum Rofar til í kvöld Sunnan 8 til 13 m/s veröa fram eftir degi og súld eða rigning sunnan- og vestanlands - dálítil rigning um tíma noröaustan til síödegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Suðvestan 5 til 10 og rofar víða til I kvöld, J^VINDÁTT ^ <—HITI 15\ ,10o * 'VINDSTYRKUR I metrtnn á sekúndu ^FROST HBOSKÍRT íD O o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w O W Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA © w + ===== ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fært fyrir alla um Kjöl Helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. Víöa er unnið aö vegagerö og eru vegfarendur beönir um aö sýna sérstaka tillitssemi. Hálendisvegir eru nú flestir færir fjallabllum. Enn þá er ófært inn í Hrafntinnusker og um Öxi. Talið er fært fyrir alla bíla um Kjöl, í Landmannalaugar af Sigöldu og um Kaldadal. Þykknar upp norðaustanlands Gert er ráö fýrir sunnan 8 til 13 og rigningu sunnan- og vestan til á morgun en þykkna á upp noröaustanlands. Laugai Surmird, Vindur: 8-13 Hiti 10° «1 22° Sunnan- og suövestanátt, súld eóa rigning á Suóur- og Vesturlandl en bjartvlóri norftan- og austanlands. Hltl vifta yflr 20 stlg á norftaustanverftu landlnu. mu Manud, Vindur: 5-10 m/9 Hitfi 10° til 20° Suftlæg átt og hlýtt i veftri, léttskýjaft um landlft norftan- og austanvert en súld meft köflum vift sufivestur- og vesturströndlna. MU Vegaframkvæmdir: Bættar sam- göngur í Suðursveit DV. SUDURSVEIT: Vegaframkvæmdum í Suður- sveit er lokið að sinni eftir að bundið slitlag var lagt á rúmlega 6 km vegarkafla frá Staðará austur fyrir Hestgerði. Að þessari fram- kvæmd lokinni er eftir þriggja km vegarspotti í framhaldi af þessum, með óbundnu slitlagi eða svokall- aður malarvegur, á leiðinni frá Reykjavíkur til Homafjarðar. Að sögn Reynis Gunnarssonar, um- dæmisstjóra hjá Vegagerðinni, er ekki kominn neinn tími á þessa þrjá km, það er gamla sagan að ekki hefur náðst samkomulag um vegarstæðið en vonir standa til þess að þetta verði boðið út á næsta ári. Núna er verið að vinna að endurbótum á veginum yfir Öxi og lagður verður vegur og settar rennur í læki og ár. Segir Reynir að eftir næsta sumar ætti vegurinn að verða fær öllum bílum. Vegur- inn yfir Öxi er um 20 km og hefur aðeins verið jeppavegur og einung- is fær yfir sumarið. Leiðin milli Djúpavogs og Egilsstaða sem er 146 km, styttist um 60 km þegar farið er yfir Öxi. Vegurinn yfir Öxi er lokaður allri umferð eins og er á meðan vegagerðarmenn eru að vinna þar. -JI Ekið á kind Bíll skemmdist mikið eftir árekstur við sauðkind sunnan við Húsavik, á móts við Saltvík, i gær- morgun. Þrennt var í bílnum, allt í bílbeltum, og slapp fólkið ómeitt. Bíllinn varð óökufær og var fluttur bmt með dráttarbíl. Kindin drapst samstundis við áreksturinn. -SMK Tónleikar í gufubaöi Stórhljómsveitin Big Band Bru- tal, sem skipuð er mörgum af efni- legustu tónlistarmönnum þjóðar- innar af yngri kynslóðinni, er að leggja upp í tónleikaferðalag til Finnlands. Þar mun hljómsveitin leika í einu stærsta gufubaði Finn- lands þar sem venjan er að tón- leikagestir séu klæddir handklæði einu fata. Sjálf mun hljómsveitin vera alklædd að venju. -EIR Vindur: 5-10 m/s Hiti 10°tíl 20° Áfram suftlæg átt og hlýlndl. Léttskýjaft verftur um landlft norftan- og austanvert en súld meft köflum vlfi suftvestur- og vesturströndlna. AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ ST0KKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCEL0NA BERLÍN CHICAGO DUBUN HAUFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG BnÉSCE skýjaö skýjaö alskýjaö skúrir rigning skýjaö rigning rigning skýjaö skýjaö alskýjaö skýjað rigning alskýjaö rigning heiöskírt þokumóöa léttskýjaö alskýjaö hálfskýjaö skýjaö skýjaö skýjaö súld skýjaö léttskýjað léttskýjaö heiöskírt léttskýjaö alskýjaö alskýjaö þokumóöa hálfskýjaö rigning rigning léttskýjaö 11 9 9 9 8 10 8 9 9 11 17 14 17 15 10 11 19 13 22 14 15 13 15 14 14 4 16 14 20 13 9 18 26 17 14 16 9 UW.YSINGUM FRA VEOURSTOFU ISIANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.