Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 29 DV Tilvera Bíófréttír Kvikmyndaútfærslan á American Psycho frumsýnd á morgun: Hrottafengnasta og um- deildasta bók seinni tíma? American Psycho eftir bandaríska rithöfundinn Bret Easton Ellis er meðal umdeildustu skáldsagna seinni tíma. Hún segir frá Patrick Bateman, sjarmerandi uppa sem veður bæði í peningum og kvenfólki. Hann er þó ekki allur þar sem hann er séður því í frístundum sínum drepur hann kvenfólk á hrottafullan hátt. Drápslýs- ingamar í bókinni voru grófari en áður þekktist (a.m.k. frá hendi virts höfundar) og upphófust snemma mikl- ar deilur um gildi bókarinnar. Margir hötuðust við hana og sögðu Ellis ala upp kynslóð kvenhatara og fjöldamorðingja en þeir sem hrifust sögðu hana hvassa gagnrýni á banda- riskt samfélag þar sem veruleikafirr- ingin er slík að hrottafengin dráp eru vart annað en leikur. Þótt innihalds- ins vegna sé skiljanlegt af hverju bók- in kom ekki út í íslenskri þýðingu verður að teljast furðulegt að umræð- an um innihald bókarinnar skuli ekki hafa ratað hingað til lands. Allt frá út- komu hennar árið 1991 hefur hún þó selst bæði vel og reglulega hérlendis sem erlendis og margir lesenda mynd- að sér sterkar skoðanir á henni. Á fóstudaginn verður frumsýnd mynd gerð eftir bókinni og því vel við hæfi að leita álits Mikaels Torfasonar og Bjöms Þórs Vilhjálmssonar á henni og væntinga þeirra til myndarinnar. Á erindi við íslendinga í dag Mikael Torfason gekk í skáldsögu sinni Fölskum fugli lengst íslenskra rithöfunda í grófum ofbeldislýsingum. Hann haíði þetta að segja um Americ- an Psycho: „Bókin er ágæt og þá sér- staklega ofheldisatriðin. Þau era mjög vel útfærð og áður en ég las bókina hafði ég hvorki lesið né séð annan eins viðbjóð. Patrick Bateman er auk þess mjög heildstæð persóna og hélt manni við efnið þó hann endurtæki sig aðeins of mikið. En í heildina var þetta skemmtileg og fersk bók sem kom á tíma þar sem ofbeldi var mjög fyndið og sniðugt. Bókin var náttúrlega innlegg í þessa tilraunastarfsemi sem Tar- antino og aðrir vora að gera á fram- setningu ofbeldis um svipað leyti. En hér heima þekkti maður enga uppa á þessum árum og ég hugsa að hún eigi meira erindi við íslendinga í dag en þá. Bateman er ofsalega upptekinn af merkjavöram og nafnspjöldum og svona hlutum sem maður ímyndar sér að starfsfólkið á Skjá einum hugsi soldið um. Það er því nokkuð traust að myndin sé að koma. Nú getur mað- ur tengt hana íslandi í huganum. Ég býst auðvitað við miklu af Christian Bale leikur morðóða uppann I American Psycho, en með önnur heistu hlutverk fara Willem Dafoe, Jared Leto, Reese Witherspoon, Samantha Mathis og Chloe Sevigny. Leikstýran Mary Harron skrifar einnig handritið eftir samnefndri sögu Bret Easton Ellis. Mikael Torfason rithöfundur. „Ofbeldisatriðin eru mjög vel útfærð og áður en ég las bókina hafði ég hvorki lesið né séð annan eins viðbjóð. “ myndinni þó ég efist um að hún geti verið jafn fersk og bókin var á sínum tíma. Bókin er náttúrlega búin að hafa þau áhrif sem sagan hafði og því varla hægt að ætlast til að myndin geri mikið meira en að sýna bókina án endurtekningana sem þar voru. Sem gæti auðvitað þýtt að hún verði miklu skemmtilegri en þessi annars ágæta bók.“ Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntafraeöingur. „Mér finnst hún fjalla um ameríska drauminn eins og hann birtist í neystudýrkun Trump-áratugarins og segir skýrt og skorinort að um martröð hafi verið að ræða. “ Misskilin satíra Bjöm Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur er höfundur þátt- anna Að baki hvíta tjaldinu sem flutt- ir era um þessar mundir á Rás 1. Hann hefur likt og Mikael ákveðnar skoðanir á verkinu: „Mér fannst bók- in góð, betri en ég átti von á. Ellis er alltaf dálítið svipaður sjálfum sér en ætli American Psycho sé ekki best heppnaða bókin hans. Ég held að þetta sé satíra þó ég minnist þess að viðbrögðin við henni þegar hún kom út hafi verið afar hörð, og hún ekki lesin þannig af öll- um. Ég held að hún hafi ekki haft nein áhrif á samfélagið að öðru leyti en því að umbótasinnar og góðborgar- ar hlupu upp til handa og fóta í æs- ingnum við að mótmæla henni. Það er annað mál að mér finnst hún fjalla um ameríska drauminn eins og hann birtist í neysludýrkun Tramp-áratug- arins og segir skýrt og skorinort að um martröð hafl verið að ræða. Kvikmyndin þarf að vera öfga- mynd, bókin kallar tvímælalaust á það, og það sem ég óttast er að þvert á móti verði einhverjum meginstraum- um fylgt í aðlöguniimi. Það er náttúr- lega fyrirfram gefið að slettuatriði bókarinnar verða ekki kvikmynduð, myndin þarf því væntanlega að ná kaldhæðninni og ádeilunni fram á kraftmikinn hátt og gera það að út- gangspunktinum. Ef það tekst þá held ég maður geti átt von á góðu. Ef ekki þá verður þetta bara enn eitt dæmið um misheppnaða aðlögun þegar mað- ur segir á leiðinni út, bókin var miklu betri.“ American Psycho verður framsýnd á morgun í Bíóborginni, Kringlubíó og Nýjabíó Akureyri og Keflavík. -BÆN Molly Shannon leikur Mary Katherine sem grípur til örþrifaráða til að fá almennilegan koss. Stúlkan sem enginn vildi kyssa Sagabió frumsýnir á morgun bandarísku gamanmyndina Superstar - Dare to Dream, sem fjcillar um Mary Katherine Gallag- her, óásjálega skólastelpu sem að- eins á sér einn draum og það er að ^ einhver myndarlegur piltur kyssi hana og það engan mömmukoss, heldur almennilegan koss eins og í bíómyndum. Þegar enginn fæst til að kyssa hana þá tekur hún til sinna ráða og tekur þátt í sam- keppni, þar sem verðlaunin eru ferð til Hollywood og möguleikar á að leika lítið hlutverk í kvikmynd. Samkvæmt hennar hugmyndum ættu strákamir að verða vitlausir í hana þegar það fréttist að hún hafi leikið i kvikmynd. Hver vill ekki kyssa kvikmyndastjörnu.... * í aðalhlutverki er Molly Shannon og er myndin byggð á persónu sem hún leikur í hinni vinsælu gam- anseríu í bandaríska sjónvarpinu, Saturday Night Life. Molly Shannon bjó til Mary Katherine Gallagher þegar hún var í námi í New York háskólanum og segir hún að það fyrsta sem henni hafi dottið í hug hafi verið að búa til taugaveiklaða stúlku sem alltaf er að taka duglega í hendumar á fólki og veit aldrei hvenær hún á að sleppa handtak- inu. Molly Shannon hefur verið í Sat- urday Night Live hópnum síðan 1995. Auk þess sem hún reglulega kemur fram í hlutverki Mary Katherine Gailagher þykir hún góð eftirherma og túlkun hennar á Courtney Love, Lizu Minnelli og Monicu Lewinsky er með því besta sem Saturday Night Life býður upp á. Hún hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal axm- ars A Night at the Roxbury, Analyze This og Never Been Kissed. -HK ,staklinga Bílar í eigu ui - verulegur < ^.-aa.jáii bílar án útborgunar 1. gjalddagi í haust, e5a þegar þér hentar best. ÉyRORA BljLASALA SSlU „Tákn um fraust" fax58l 1566. ww evropa.is - www evropa.is - www evropa.is ■ www evrot AFSLATTUR VISA/EURO SKULDABRÉF BÍLALÁN BÍLASAMNINGAR Lengri opnunartími fimmtudaga til kl 21.00, föstudaga til kl 21.00. BILAR I OLLUM VERÐFLOKKUM opa.is - www evropa.is - www evroc *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.