Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Qupperneq 14
DV FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fíkniefni eru núna óheft Þegar sólarstrandarhátíð ungmenna var haldin í Naut- hólsvík um daginn, hélt lögreglan því fram, að hún hefði séð þekkta fíkniefnasala í hópnum. Samkvæmt því veit lögreglan um suma fíkniefnasala án þess að gera neitt í því. Það vekur efasemdir um hæfni hennar í starfi. Ef lögreglan getur ekki tekið fíkniefnasala höndum vegna skorts á sönnunargögnum, ætti hún að geta fylgt þeim eftir, hlerað síma þeirra og fundið slóðir til heildsal- anna, sem sjá götuhornasölum fyrir efnum. Hún ætti að geta rakið slóðina frá endapunkti viðskiptanna. Reynslan sýnir, að þetta getur hún ekki. Allur þorri fíkniefna, sem lagt er hald á, finnst í innflutningi, það er að segja í gámum úr skipum, í pósti og við komu farþega á Keflavíkurvelli. Það eru tollverðir, sem finna efnin, þótt lögreglan taki svo við málunum og fylgi þeim eftir. Stóru fíkniefnamálin i fréttum fjölmiðla hafa undan- tekningarlaust hafizt vegna upplýsinga frá upphafspunkti ferils efnanna en ekki vegna upplýsinga frá endapunkti hans. Þetta segir athyglisverða sögu um árangursleysi baráttunnar gegn fíkniefnaneyzlu í landinu. Ekki er síður merkileg sú staðreynd, að verðlag fíkni- efna sveiflast ekki, þótt hald sé lagt á stóra farma af fíkni- efnum í innflutningi. Það segir okkur, að innflutningur- inn sé svo mikill, að ekki sjái högg á vatni, þótt tollgæzl- an detti einstöku sinnum i lukkupottinn. Fyrir nokkrum árum opnaðist svigrúm fyrir bjána, sem fóru ógætilega og létu kerfið taka sig í bakaríið. Það er eina umtalsverða breytingin, sem orðið hefur í viðskipta- heimi fíkniefna. Bjánarnir sitja nú á bak við lás og slá og hafa látið yfirvegaðri heildsölum eftir markaðinn. Niðurstaða kosningaloforða og annarrar hræsni stjórn- málamanna er því sú, að fíkniefnamarkaðurinn heldur sínu striki með óskertu framboði og verðlagi fíkniefna, þótt upp komi fíkniefnamál, sem kölluð eru stór. Þau eru samt ekki nógu stór til að raska markaðinum. í ljósi þessa ástands er óhætt að kalla þá hræsnara, sem eru andvígir þvi, að sala ólöglegra fíkniefna verði tekin úr höndum glæpaflokka og afhent ríkisvaldinu, og segja, að slík lögleiðing fíkniefna muni auka fíkniefnaneyzlu og þar með magna óhamingju og ógæfu í landinu. Reynslan sýnir okkur, að þvert á móti má búast við óbreyttri óhamingju og ógæfu í landinu, ef viðskiptin yrðu flutt frá glæpaflokkum til löggiltra fíkniefnasala á borð við Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og lyfjabúðirn- ar í landinu. Óheft ástand verður ekki meira óheft. Ríkið stundar sjálft verzlun með fíkniefni, sem eru verri viðureignar en sum ólöglegu fíkniefnin og sama er að segja um sum lyfin, sem afgreidd eru gegn lyfseðli sam- kvæmt heimild löglegra yfirvalda. Það þjónar engum til- gangi að láta annað gilda um ólögleg fikniefni. Með þvi að kippa sölunni úr höndum ólöglegra aðila og fela hana ríkinu og umboðsmönnum þess, er fótunum kippt undan glæpaflokkum, sem hvarvetna hafa reynzt þjóðfélaginu hættulegastir. Þannig missir ríkið ekki hluta af valdi sínu í hendur forríkra glæpakónga. Baráttan gegn fíkniefnum hefur nefnilega tvíþætt gildi. Það er ekki bara mikilvægt að hamla gegn neyzlunni, heldur er líka mikilvægt að koma í veg fyrir myndun hættulegra valdamiðstöðva, sem grafa undan sjálfu þjóð- skipulaginu með ógnunum og mútum og glæpum. Þeir, sem býsnast yfir skoðunum af þessu tagi, skipa sér i flokk ómerkilegra hræsnara, sem hafa ekkert málefna- legt fram að færa til lausnar fíkniefnavandans. Jónas Kristjánsson • • Ofgahægrimenn Ég tel að einstaklingur- inn eigi að vera frjáls und- an sífeUdum afskiptum rík- isvaldsins. Ég tel reyndar einstaklinginn eiga heimt- ingu á slíku frelsi. Og þetta á við um alla, hverrar trú- ar, kyns eða kynþáttar, þeir kunna að vera. Hver og einn hefur rétt til að haga lífi sínu eftir sinu höfði svo lengi sem hann beitir ekki aðra ofbeldi og ríkisvaldið hefur ekki rétt til þess að hugsa fyrir menn og skipu- leggja lif þeirra. Af þessum sökum kalla ég mig hægrimann. Með jöfnu millibili íjalla fjölmiðl- ar um svokallaða „öfgahægrimenn", nú síðast var það Jörg Haider frá Austurríki sem fékk þennan titil. Til rökstuðnings þessari nafngift benda þeir á ýmis ummæli hans sem gefa til kynna aödáun á Adolf Hitler, sem þeir telja einnig að hafi verið öfga- hægrimaður. „Öfgahægrimaðurinn" Hitler Adolf Hitler var leiðtogi Þjóðem- issósíalistaflokks Þýskalands eins og flestum er kunnugt. Eftirfarandi til- vitnun í þennan fyrirlitna kanslara er að finna í bók- inni Hitler talar eftir Her- mann Rauschning. Þar seg- ir Hitler m.a. þetta: „Hver athöfn og hver þörf einstak- lingsins verður þannig háð eftirliti og umönnun flokks- ins, sem fulltrúa almEmna- heillar. Þar verður ekki um að ræða neinar undanþág- ur né neitt olnbogarými, þar sem einstaklingurinn á með sjálfan sig. Þetta er sósíalismi, hitt er hégómi, þótt einstaklingar eigi framleiðslu- tækin.“ Enn fremur segir Hitler: „Hvers vegna ættum vér að þurfa að baksa við að þjóðnýta banka og verksmiðjur? Vér þjóðnýtum menn- ina sjálfa." Ef að hægristefnan felst í minni afskiptum ríkisvaldsins af lífi ein- staklingsins, hvemig getur þá öfga- hægristefna gengið út á alræði ríkis- valdsins yfir einstaklingnum og af- nám einstaklingsfrelsis? Viðurnefni vinstrimanna Það er ljóst að Hitler og fasisminn hafna valdi einstaklingsins yfir eig- Hafsteinn Þór Hauksson laganemi „Ef hœgristefnan felst í minni afskiptum rikisvalds af lífi einstaklingsins, hvemig getur þá öfgahœgristefna gengið út á alrœði ríkisvaldsins yfir einstaklingnum og afnám frelsis hans?“ - Nú síðast var það Jörg Haider sem hlaut titilinn öfgahœgrimaður. in lífi, rétt eins og kommúnistarnir kenningar eiga það sameiginlegt að gerðu, og gera. Þessar stjómmála- virða að vettugi rétt manna til þess Tögl og Á síðustu áratugum hefur margt gerst á hinum pólitíska vettvangi í heiminum sem hefur haft sterk áhrif á skilning okkar á umheiminum. Eitt af því sem hvað sterkast hefur greypst í vitundina er andúðin sem upplifa hefur mátt gegnum fjölmiðla á einkennum hins kommúníska veruleika. Smituð af þessum hug- myndum stóðum við því til dæmis sennilega mörg agndofa þegar Berlinarmúrinn féll formlega og óður Beethovens og Schillers til frelsisins hljómaði í beinni útsend- ingu. En hver voru þá þessi einkenni kommúnismans sem gladdi menn svo mjög að voru á undanhaldi? Hvers kyns kúgun var auðvitað hræðileg. Misbeiting valds hafði tek- ið á sig fjölmargar myndir og flestar slæmar. Eitt af þvi sem virtist ganga hvað mest fram af fólki á Vestur- löndum var þó það hve skipulega upplýsingum var haldið frá fólki. Hve sannleikurinn var að okkar mati afbakaður til að viðhalda eigin ímynd í þessum löndum. Við lifum á því svæði heimsins þar sem hver einstaklingur býr við mest frelsi. Ekki tryggir þó okkar vestræna sam- „Að geta selt tíma á símalínum sem er sú leið sem farin er inn á Netið, er eins og að hafa fengið leyfi til að rukka alla þá um aðgangseyri sem vilja nálgast bœkur eða blöð. “ Meö og á móti Löngu tímabært „Það er löngu orðið tímabært, burtséð frá þessu hörmulega rútu- slysi á sunnudag- inn var, að lögleiða notkun bílbelta í langferðabílum og öðrum fólksflutningabílum, t.d. strætisvögnum. Við þekkjum mörg dæmi um al- varleg slys þar sem fólk kast- ast til inni í þessum stóru far- artækjum og slasar þannig bæði sjálft sig og aðra farþega. í starfi mínu fæ ég iðulega fyrirspurn- ir frá áhyggjufullum foreldrum barna sem fara í skólaferðalög eða í aðrar ferðir á vegum leikskóla og tómstundanámskeiða. Fólk tryggir öryggi barna sinna í heimilisbilnum en verður svo að sætta sig við að börnin sitji laus í rútum og strætis- vögnum. Á það hefur verið bent að rútubílar, sem lenda á hvolfi, fullir af fólki sem spennt er í bílbelti, þoli ekki þungann og kunni að leggjast saman við slíkar aðstæður. Mér fmnst þau rök þó ekki vega nógu þungt til þess að eldri rútur séu undanþegnar bílbelt- um, því í flestum tilfellum leggjast rútur á hliðina. Alla vega má segja að þar séu meiri hagsmunir fyrir minni.“ Ragnheiöur Davíósdóttir forvarnarfulltrúi VÍS hagldir félag öllum þegnum svæðis- ins full mannréttindi. Hinar óskemmtilegri hliðar kapít- alismans eru auk þess fam- ar að teygja sig miklu lengra inn í líf hins almenn borgara en okkur er ætlað að halda. Faðmlög kúgunarinnar Gefum okkur það að að- gengi að upplýsingum og menntun sé eitt af því sem einkennir, eða í öllu falli sé stefnt að að einkenni, hinn frjálsa heim. Lýðræði raunveruleik- ans gengur jú ekki nema einstakling- arnir séu í stakk búnir til að taka þátt í því. Samfélag okkar er að breytast svo hratt að líklegt er að reynsla langafa og langömmu úr torfkofum í einbýli þéttari byggða með bílum, flugvélum og útvarpi blikni við hliðina á því sem við eig- um eftir að upplifa á næstu áratug- um. Netið hefur alla burði til að breyta lífi okkar mjög mikið og hafa áhrif á stefnu og þróun á öllum helstu sviðum mannlífsins. Aðgengi að Netinu er því lykilatriði í framtíð- arþróun. En það er þarna sem við svo sorglega líkjumst því sem viö fordæmum hvað mest. Það er þama sem kommúnismi og kapítalismi mætast í faðmlögum. Það er þarna sem okkur hefur mistekist svo herfi- lega að skapa og varðveita frelsi ein- staklingsins og aögengi hans. Því stéttskipting kommúnismans er í raun ekki svo ólík þeirri skiptingu sem fram kemur í þjóðfélaginu þegar kapítalisminn fær að ráða. Stéttskipting grundvölluð á efnahagslegri stöðu er ná- kvæmlega eins og sú sem skapaði sérstökum hópum gífurleg forréttindi eins og gerðist austantjalds. Milliliðir græða Það hlýtur að vera óska- staða hins sannkapítalíska fyrirtækis að hafa tögl og hagldir á einhverju því sviði sem snertir í raun mannréttindi einstakling- anna og er um leið eitt sterkasta áhrifaaflið til breytinga í samfélag- inu. Þessa stöðu hafa símafyrirtækin. Að geta selt tíma á símalínum, sem er sú leið sem farin er inn á Netið, er eins og að hafa fengið leyfi til að rukka alla þá um aðgangseyri sem vilja nálgast bækur eða blöð. Eða rukka leikhúsgesti fyrir það að ætla í leikhús áður en þeir greiða svo fyrir sjálfan aðgöngumiðann. Vefurinn hef- ur mótast til hins verra í þessu um- hverfl og símakostnaður og svo ótölu- legt magn auglýsinga hellist yfir sak- lausa notendur. Þessi mikilvæga leið að upplýsingum, menntun og menn- ingu hefur verið sett í hendur einka- fyrirtækja sem þegar upp er staðið hafa þá eina skyldu að skila hluthöf- um sínum arði. Þetta kyrkingartak á framtíð okkar með innbyggðri stétt- skiptingu á grundvelli efhahags er svo stórt á skala mistaka í stjórnun að líkja má við það að hafa selt lýð- ræðið hæstbjóðanda. Sigfríður Björnsdóttir í langferðabíla Falskt öryggi ; m .... „Því miður er | því svo farið að flestar rútur hér- ^ lendis eru einfald- lega ekki nógu sterkbyggðar svo hægt sé að setja í þær öryggisbelti. Eldri rútur eru ekki smið- aðar með öryggisbelti í sæt- um fyrir augum og þarf að breyta þessum bílum mjög mikið eigi beltin að gera gagn. Það væri því ekkert annað en falskt öryggi sem fælist í þvi að setja belti i gamlar rútur því beltin gera að sjálfsögðu ekkert gagn ef undir- stöðurnar halda ekki. Ég þekki dæmi um rútu sem var send utan í þeim til- gangi að setja í hana öryggis- belti. Þrátt fyrir að vera þetta nýleg þurfti að styrkja allan gólfflötinn sérstaklega og setja nýjar sætisfestingar. Slíkar breytingar eru afar kostnaðarsamar. Það jákvæða í þessum efn- um er hins vegar að nýjar rútur, sem fluttar eru hingað til lands, eru mun öruggari og nær undantekningalaust eru þær búnar þriggja punkta beltum í öllum sætum.“ Þórir Garöarsson eigandi Allrahanda Oryggismál langferðabifreiöa hafa verið mjög í umræðunni að undanförnu, ekki síst vegna hins hörmulega slyss við Hólsfjöll um síðustu helgi. Menn velta nú fyrir sér hvort setja eigi öryggisbelti í rútur en um það eru skiptar skoöanir. i Skoðun að stjórna lífum sínum sjálfir. En þrátt fyrir þetta sjá fréttamenn yfir- leitt ástæðu til þess að fara öðrum og mildari orðum um kommúnista. Á meðan að Augusto Pinochet, sem þeir telja öfgahægrimann, er sagður einræðisherra er talað um kommún- istann Fidel Castró sem forseta Kúbu. Talað er um Brezhnev og Khrústsjov sem fyrrum leiðtoga Sov- étríkjanna í stað þess að nefna þá einræðisherra, sem þeir vissulega voru. Vinstri og hægri Sífellt er um það ritað hversu munurinn á hægri og vinstri hefur minnkað eftir að vinstriflokkamir hófu að hvítþvo sig af kommúnisma og færa sig nær miðju. Og það má svo sem vel vera að fréttamenn jafnt sem aðrir eigi erfitt með að fóta sig í öllum hugtökunum. En eitt er ljóst, á meðan að menn sem berjast fyrir frelsi einstaklingsins eru kallaðir hægrimenn, ætla ég að biðja frétta- menn um að geyma kommana, fas- istana og alla þá-sem boða alræði Stóra bróður, undir einhverjum öðr- um hugtökum. Hafsteinn Þór Hauksson Ummæli deCODE - Ingólfur grunlaus „Stund sannleikans er runnin upp fyrir þúsundir íslenskra fjárfesta og lands- menn alla. í gærmorg- un var útboðsgengi bréfa deCODE genet- ics, móðurfélags ís- lenskrar erfðagreiningar ehf., til- kynnt 18 dollarar hver hlutur..." „Þegar Ingólfur Arnarson settist að á þessu skeri datt honum ekki í hug að rúmum ellefu hundruð árum sið- ar yrði stofhað fyrirtæki sem byggði grunn sinn á einangrun eyjunnar og fordómum hennar gagnvart blöndun við erlenda aðila. Einangrun okkar hefur gert það að verkum að sam- eindalíffræðinga heimsins klæjar í lófana eftir að fá að kafa í einsleita erfðafræðikvilla okkEir...“ Viöskiptablaöiö 19.-25. júlí 2000 og febrúarblaö 1998. Stærsti einkahluthafinn „Seljendur meiri- hlutans töldu það mikilvægt við söluna að þetta yrði óbreytt. Auðvitað koma svo inn einhverjar nýj- ungar með nýjum meirihlutaeig- anda. Við munum eflaust bæta við þjónustuþáttum og þar af leiðandi nýjum starfsmönnum, m.a. frá Landsbankanum." Martin H. Young, forstjóri Heritable-bank- ans, í Morgunblaöinu 19. júlí 2000. Röng ákvörðun... „Hún kann að hafa verið röng og ég get tekið undir það með seðlabankastjóra að þetta voru óþarflega hörð viðbrögð en á móti verður Seðlabank- inn líka að horfa í eig- in barm og kanna hvort þeirra viö- brögð að morgni fimmtudagsins hafi verið rétt. Um það má einnig deila.“ Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri LÍ, í Degi 19. júlí 2000. Hálfsannleikur „Morgunblaðið sagði landsmönnum að ríflega helmingur Finna væri andvígur inngöngu Finnlands í hernaðar- bandalag... ef 71% eru ríflega helm- ingur þá hlýtur afgangurinn, þessi 29%, að vera tæplega helmingur. Sjá menn ekki Morgunblaðið i anda með baksíðufrétt á sínum tíma um að Kvennalistinn njóti stuðnings tæp- lega helmings kjósenda þegar sam- tökin mældust rétt undir 30% fylgi?“ murinn.is 17. júlT 2000. Mývatn á ekki sinn líka Mývatn er sérstæðasta og lífríkasta vatn lands- ins. Einstætt vistkerfi þess skapar því stöðu á heimsmælikvarða. Vatnasvæði Mývatns og Laxár er talið eitt af 40 mikilvægustu votlendis- svæðum jarðar og er á sérstakri skrá um vot- lendi sem varðveita beri á forsendum Ramsarsam- þykktar. Um Mývatns- og Laxársvæðið gilda sér- stök lög umfram almenn náttúruverndarlög. Með tilliti til þessara staðreynda er ekki að undra þótt kísilgúrvinnsla úr Mý- vatni hafi sætt mikilli gagnrýni aÚt frá upphafi þeirrar iðju fyrir 34 árum. Stórfellt inngrip í lífríkið Margir vísindamenn hafa rann- sakað hina ýmsu þætti vistkerfis vatnsins. Hvatamenn áframhaldandi vinnslu styðja mál sitt m.a. þeim rökum að ekki hafi með óyggjandi hætti verið sýnt fram á skaðleg áhrif vinnslunnar á lífríkiö. Á hinn bóg- inn hefur því síður tekist að sanna skaðleysi kísilgúrnámsins og eru sérfræðingar einhuga um að vara við því stórfellda inngripi í líf- ríkið sem kísilgúmám- ið er þótt þeir taki mis- jafnlega sterkt til orða. Frá upphafi kísilgúr- vinnslunnar og rekst- urs verksmiðjunnar hefur það legið fyrir að hér væri um tima- bundinn atvinnurekst- ur að ræða. Tvívegis hefur vinnslu- og rekstrarleyfi verið framlengt vegna mik- ils þrýstings þeirra sem þarna hafa at- vinnu og hagnað af rekstrinum. Síðast i apríl 1993 var gefið út slíkt leyfl sem miðaði að því að tryggja rekstrargrundvöll Kís- iliðjunnar allt til árs- ins 2010. Um leið var gert samkomulag milli umhverflsráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og Náttúruvemdarráðs, þar sem fram kemur sá skilningur allra málsaðila að með útgáfu leyfisins væri verið að gefa svigrúm til að hætta kísilgúrtöku úr Mý- vatni. Nú voflr yfir sú hætta að það samkomulag verði einskis virt. Kísilgúrsjóður í bílasafn Á sama tíma var stofnaður sérstakur sjóður til að stuðla að aukinni íjölbreytni at- vinnulífs i Mývatnssveit og vinna þannig gegn neikvæð- um áhrifum af lokun verk- smiðjunnar á samfélag sveit- arinnar. Hvorki ríkisvaldið né sveit- arstjóm hafa hins vegar gert nokkuð í því að búa samfélagið undir óhjá- kvæmilegar breytingar af völdum lokunar Kísiliðjunnar þrátt fyrir ít- rekaðar áminningar. Ríkisvaldið hefur með því sýnt verulega ámælis- vert ábyrgðarleysi. Framtaksleysi sveitarstjórnar sýnir væntanlega að þar vilja menn ekki gera ráð fyrir öðrum möguleikum en að halda vinnslunni áfram hvað sem það kost- ar. Forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra opnaði á dögun- um gagnmerkt bíla- og vinnuvéla- safn á Ystafelli í Köldukinn. í frétt Morgunblaðsins af atburðinum segir m.a.: „Halldór, sem manna mest hef- ur stuðlaö að því að gera þetta glæsi- lega safn að veruleika, þakkaði sér- staklega stuðning Alþingis, Kisilgúr- sjóðs, bílaumboða og fjölda sjálfboða- liða.“ Hér er ekki verið fela hlutina. Sjóðurinn, sem nota átti til að að stuðla að aukinni fjölbreytni at- vinnulífs í Mývatnssveit, er m.a. nýttur til að byggja yfir gamla bíla í Köldukinn! Einstakt í veröldinni Nýfallinn úrskurður Skipulags- stjóra ríkisins um áframhaldandi kísilgúrvinnslu úr Mývatni vekur bæði hryggð og furðu og verður vafa- laust kærður til umhverfisráðherra. Mývatns- og Laxársvæðið er einstakt í veröldinni fyrir náttúrufegurð og lífríki. Landslagið er óvenjulegt og jarðsaga þess sérstæð. Svæðið á ekki sinn lika í viðri veröld hvernig sem á það er litið. Með hliðsjón af nátt- úruvemdargildi Mývatns- og Laxár- svæðisins og með tilliti til varúðar- reglunnar telur undirrituð einboðið að hafna beri með öllu áframhald- andi vinnslu kísilgúrs úr Mývatni. Kristín Halldórsdóttir „Með hliðsjón af náttúruvemdargildi Mývatns- og Laxársvœðisins og með tilliti til varúðarreglunnar telur undirrituð einboðið að hafna beri með öllu áframhaldandi vinnslu kísilgúrs úr Mývatni. “ Kristín Halldórsdóttir fyrrverandi alþingiskona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.