Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Side 24
28 ______________________________________FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Tilvera DV í fiö 1 K V I N N II Kristnihátíð kaþólsku kirkjunnar í dag hefst hátið Kaþólsku kirkj- unnar á íslandi og kaþólska safnað- arins í Landakoti. Hátíðin er há- punktur hátíðahalda kirkjunnar á yfirstandandi ári í tilefni að því að 2000 ár eru liðin frá fæðingu Krists og þúsund ár frá því kristni hófst á íslandi. Hátiðin hefst með messu í dag kl. 18 í dómkirkjunni í Landa- koti. Jóhannes Gijsen biskup syng- ur messuna og predikar og minnist heilags Þorláks, vemdardýrlings Is- lands. Hátíðahöldin standa fram á sunnudag. Klúbbar ■ SVEINBJORN A THOMSEN Herra Sveínbjörn er mættur á Thomsen og sér um funkhouse diskó í kvöld þar sem auövitað er að finna góö tilboð á barnum eins og alltaf í miöri viku. Krár ■ CHRONIC KVOLD A 22 Þaö er Chronic kvöld á efri hæö Café 22 í kvöld og mæta nokkrir skemmtilegir piltar á svæöiö til aö skemmta fólk- inu. Dj Fingaprint, B-Ruff, Big-G og Dj Platurn eru mennirnir sem rokka húsið í kvöld þannig fólk veröur bara aö halda sér. Pjass___________ ■ Peanut Factorv A Tuborgdjassi nr. 4 á „heitum fimmtudegi" í Deiglunni í kvöld leikur djasskvartett frá Kaupmannahöfn. Kvartettinn, sem kallast Peanut Factory, var stofnaður áriö 1999 af Hauki Gröndal, Stefan Pasborg og Jesper Lövdal. Kvartettinn hefur tvívegis komiö fram á Copenhagen Jazzfestival. Aögangur er ókeypis á tónleikana sem hefjast kl. 21.30. Kabarett ■ SOGUSYNING OG ISLENSKI HESTURINN I.OIfushöllinni aö Ingólfshvoli í Ólfusi er nú í fýrsta sinn hérlendis boöiö upp á sögusýningu tengda íslenska hestinum. Sýningin er í þremur leikþáttum þar sem íslenska hestinum er fýlgt í gegnum 1000 ára sögu þjóöarinnar. I fýrsta þætti er fjallað um Faxa, stoltan og sterkan hest, annar þáttur greinir frá niöurlægingartímabili íslenska hestsins og þjóöarinnar og sá þriöji sýnir okkur hestinn eins og hann kemur okkur fýrir sjónir nú á dögum. Á meðan á sýningu stendur gefst fólki kostur á aö njóta þriggja rétta máltíðar. Sýningar eru frá fimmtudegi til sunnudags og hefjast kl. 19. Myndlist ________________ ■ Keizo Ushio Sýning japanska myndhöggvarans Keishos Ushios í Hafnarborg stendur enn yfir. Einnig getur fólk lagt leiö sína í Ljósaklif, Itka í Hafnarfiröi, og skoðað vinnuferli listamannsins. Sýningu Ushios lýkur sunnudaginn 23. júlí nk. Opnanir ■ GALLERÍ NEMA HVAÐ Þeir halda áfram aö vera sniðugir, krakkarnir í Galleri Nema hvaö. Fyrst breyttu þeir galleríinu í fiskabúr og svo byrjuöu þeir aö bjóöa listamönnum að hengja hugöarefni sín upp í rýminu. Músíkhvatur startaði dæminu en nú tekur listneminn Maggi Logl viö af kauða og heldur uppi merki íslenskr- ar æsku. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Alnæmissamtokin fá peningagjöf Árni Friðrik Ólafarson, varaformaður Atnæmissamtakana, tekur við 650.000 kr. frá Rósu Guðmundsdóttur, skemmtanastjóra á Spotlight. Alnæmissamtökin fá peningagjöf: að „þetta þýði að samtökin hafi úr meira fé að spila til fræðslu- og for- vamarstarfa því þessir peningar eru fyrst og fremst hugsaðir til þess. Alnæmissamtökin eru illa fjársvelt af ríki og borg, peningar sem við fáum þaðan duga engan veginn i það sem við erum að reyna að gera í forvarnarmálum. Við erum að reyna ná til krakkanna í efstu bekkjum grunnskóla og í fyrstu bekkjum framhaldsskólanna og við höfum líka farið í félagsmiðstöðv- arnar. Þetta starf er algerlega unnið í sjáifboðavinnu og stundum borga menn ferðir úr eigin vasa, en skól- amir úti á landi hafa þó stundum borgað þær. Landlæknisembætið hefur styrkt þetta framtak annað slagið en það virðist vera tilviljun- um háð hvenær það gerir það. Við vorum til dæmis að reyna að fá styrk til að dreifa smokkum á tón- leikum Utangarðsmanna en fengum neitun. Fjárstuðningur frá rikinu lækk- aði úr 500.000 krónum í 250.000 í ár þannig að okkur munar svo sannar- lega um þessa viðbót. Eitt af vanda- málum okkcir er að við náum ekki til yngra fólksins hvorki hvað varð- ar forvarnir né þeirra sem hafa smitast. Við fáum að sjálfsögðu ekki neinar upplýsingar frá læknum um þá sem greinast með HlV-veiruna og getum því ekkert gert fyrir fólk nema það leiti til okkar.“ Alnæmissamtökin reka félags- heimili á Hverfisgötu 69 í Reykjavík og þar er rekin öflug félags- og Náum ekki til yngra fólksins - helmingur af miðaverði eins kvölds á sjö skemmtistöðum Fyrir skömmu færði Rósa Guð- mundsdóttir, skemmtanastjóri á Spotlight, Alnæmissamtökunum peningagjöf frá nokkrum skemmti- stöðum í Reykjavík. Upphæðin, sem er 650.000 kr„ slagar hátt í það sem samtökin fá í opinbera styrki í ár en sú upphæð er 750.000 kr. Rósa segir að peningamir séu gjöf frá nokkrum skemmtistöðum í Reykjavík sem ákváðu að gefa hluta af tekjunum eitt kvöld. „Þetta er helmingurinn af miðaverði á sjö stöðum, þ.e. Spotlight, 22, Thomsen, Nelly’s, Astró, Óðali og Skuggabarn- um. Samtökin leituðu til min um aðstoð og þegar ég fór að vinna heimavinnuna hugsaði ég: „What the hell“, við getum þetta alveg ef við stöndum saman. Ég leitaði því til nokkurra staða og við söfnuðum 650.000 kr. á einu kvöldi.“ Náum ekki til yngra fólksins Ámi Friörik Ólafarson, varafor- maður Alnæmissamtakanna, segir fræðsluþjónusta. Fólk sem greinist með HTV-smit getur leitað til félags- ráðgjafa á vegum samtakanna og fengið upplýsingar um sjúkdóminn. Almenningi er einnig boðiö að koma og kynna sér starfsemi sam- takanna. -Kip Endurnýting í Hveragerði: Gömul húsgögn öðlast tilgang DV, HVERAGERDI:__________________ Það vakti forvitni fréttaritara DV í Hveragerði þegar sást til tveggja stúlkna sem báru stóla, borð og fleira langa vegu með fram Hamrinum hér í Hvera- gerði. I ljós kom að þær Ester Erla Jónsdóttir og Þórey Indriða- dóttir voru að safna húsgögnum og ýmsu öðru til þess að nýta kjallara í húsi tengdafóður Þór- eyjar. Nýlega voru ruslagámar bæjarins fluttir að Ullarþvotta- stöðinni og þar fundu stúlkurnar ýmsa nýtilega hluti. „Við náðum þessu áður en búið var að henda því í gámana. Það er alveg ótrú- legt, hverju fólk hendir,“ sögðu þessar hressu stúlkur. „Við ætl- um að útbúa nokkurs konar tóm- stundaherbergi í kjallaranum, en nú stendur hann alveg auður og ónotaður. Hér fundum við flott borð, stráhúsgögn og fleira, og þetta verður voða fínt hjá okkur. Fæturnir brotnuðu reyndar und- an borðinu nú á leiðinni, en það verður fljótt gert við það,“ sögðu stúlkurnar. Fréttaritari getur vel tekið undir það að flísalagt borð- ið var ekkert slor. -EH Úr ruslinu í tómstundaherbergi Þórey Indriðadóttir og Ester Erla Jónsdóttir hvíldu sig augnablik í „nýja“ sófanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.