Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 3
g f n i Hljómsveitin Klamydía X sigraði í hljómsveitakeppninni Rokkstokk árið 1998 og gaf eftir það út sína fyrstu plötu. Eftir smápásu hefur hljómsveitin nú skipt um nafn og kemur fram á Gauknum annað kvöld og kynnir efni af væntanlegri plötu sinni. Fókus fékk helminginn af hljómsveitinni Kalk til að segja sér hvað væri í gangi og hvort tón- listin væri enn jafn gamaldags og á síðustu plötu. Við erum ágæt í hófi ív Hljómsveitin Kalk lofar góöri stemningu á tónleikunum á Gauknum á morgun og hvetur fólk til aö nota einstakt tækifæri tii aö berja hijómsveitina augum ókeypis. „Við erum að vinna að nýrri plötu sem mun koma út væntan- lega í september eða október. Hún er eiginlega alveg tilbúin, það er bara eftir að klára að taka upp sönginn og mixa hana. Svo erum við að fara að opna vefsíðuna kalk.is," segir Kalkfólkið þegar það er spurt um tilefni tónleik- anna. Platan seldist upp í kostnað Nafnið Kalk hljómar eflaust ekki kunnuglega í eyrum fólks en hljóm- sveitin hefur nýverið skipt um nafn eftir að hafa gefið út plötu undir nafninu Klamydía X. Sveitin sigr- aði í hljómsveitakeppninni Rokk- stokk árið 1998 og gaf í fyrravor út plötuna Pilsner fyrir kónginn sem fékk ágætar viðtökur. „Jú, hún seld- ist upp í kostnað og það var aðeins farið að græða á okkur,“ segja þau. Liðskipan hljómsveitarinnar hefur haldist óbreytt frá upphafi, þau Ás- laug söngkona, Bragi gítarleikari, Snorri bassaleikari, Þráinn gítar- leikari, Jón Geir trommari og Ölli hljómborðsleikari sem er reyndar að fara út í framhaldsnám. En af hverju skiptu þau um nafn? „Þetta er orðið svo gamalt band, nafnið kom upp í menntaskóla sem einhver brandari. Það má segja suma brandara lengi en kannski ekki í 4-5 ár,“ segir Snorri. „Við fengum samt furðu mikið af nei- kvæðum viðbrögðum við nafnaskipt- in,“ segir Bragi. „Fólk vildi að við héldum sama nafninu þannig að við erum að leita á nýjan áheyrenda- hóp,“ segir Áslaug í léttum tón. Aðspurð segja þau að það sé al- gengur misskilningur að hljómsveit- in sé úr Keflavík en sá stimpill komst á eftir sigurinn í Rokkstokk. „Við erum ekki úr Keflavík en þeir eru alveg rosalega góðir við okkur.“ Ellilykt af tónlistinni „Við ætlum eiginlega að gefa plötuna út sjálf, það er spurning hvort Kiddi og Keflavíkurgengið í Gjorby kemur eitthvað að þessu, en þeir gáfu út fyrri plötuna okk- ar,“ segir hljómsveitin um útgáf- una í haust og eiga við Kidda sem er meðlimur í Fálkum frá Kefla- vík en hefur komið sér upp mynd- arlegu upptökustúdíói. En hvernig tónlist má fólk búast við? „Þetta er bara rokk,“ segir Bragi. „Vonandi dálítið heild- stæðari en fyrri platan." „Já, fyrri platan hefði getað verið svona safnplata," segir Ás- laug. „Við gefum hana aftur út eftir 10 ár,“ bætir Snorri við. „Já, nei, þetta er melódískt rokk, ég er eiginlega farin að skil- greina þetta þannig," segir Ás- laug um plötuna. „Hins vegar er svolítið ellilykt af þessu,“ segir Bragi. „Nei, láttu ekki svona, við erum hægt og rólega að færa okk- ur inn í síðasta áratug," segir Snorri. Eru líka koverband Tónleikarnir annað kvöld hefj- ast klukkan 21 og standa í um einn og hálfan tíma. Eftir það verður boðið upp á hefðbundið ball á Gauknum þar sem hljóm- sveitin Undryð leikur fyrir dansi. Fritt er inn og segja krakkarnir að fólk fái hvergi betra tækifæri en núna til að koma og hlusta. En spila þau alltaf sína eigin tónlist? „Ja, við erum svona beggja blands, við leikum líka fyrir dansi,“ viðurkenna þau. „Við fór- um í það eftir að við sáum að við gætum ekki lifað á tónsmíðum einum saman. Það eru kovertón- ieikarnir sem borga upp þessa plötu.“ „Og ég meina af hverju ekki,“ segir Snorri. „Fyrst við getum verið skemmtilegt koverband af hverju ekki aö gera það líka.“ „Nei, nei, við erum ágæt, ágæt i hófi,“ segir Áslaug. „Ekki í hvaða hófi sem er.“ Spútniksjónvarps- fólkið á SkjáEin- um hefur stimplað sig vel inn þrátt fyrir ungan aldur en nú eru lögð drög að enn frek- ari fjölbreytni í dagskrárgerð með haustinu. Fókus kannaði hvað yrði í boði en yfirmenn stöðvarinnar eru þó þögulir sem gröfin. Eftir vel heppnaðan fyrsta vet- ur eru SkjásEins-menn farnir að huga að þeim næsta og má víst telja að stefnt sé að þvi að stimpla sig enn frekar inn í vit- und ungu kynslóðarinnar og von- andi eitthvað meira. Yfirmenn stöðvarinnar eru þögulir sem gröfin um hvað verði að finna í haustdagskránni en nokkur at- riði hafa fengist staðfest. Um síðustu helgi fór starfsfólk stöðvarinnar í skemmtiferð upp á Langjökul til að fagna góðum árangri og þjappa hópnum sam- an fyrir komandi haust og með í för voru nokkur af nýjum andlit- um stöðvarinnar. Alls verða 16 íslenskir þættir á dagskránni í haust og hefur Fókus heimildir fyrir a.m.k. þrem nýjum. Finnur. Þór Vilhjálmsson sem verið hef- ur einn fréttamanna stöðvarinn- ar, auk þess að taka að sér þátt- inn Allt annað, endrum og sinn- um mun til að mynda verða einn nýrra dagskrárgerðarmanna og þá mun sæti plötusnúðurinn -Sóley einnig bætast í hópinn. Auk þeirra tveggja mun Rósa* Guömundsdóttir, sem lengst af hefur verið kennd við skemmti- staðinn Spotlight, verða með þátt seint á kvöldin, þar sem tek- in verða fyrir ýmis málefni, og ef við þekkjum Rósu rétt mun ekki verða skafið utan af hlutunum. Þáttur Rósu verður í beinni út- sendingu með einhverjum inn- skotum og má víst telja að hann eigi eftir að vekja umtal. Annars hefur ákvörðun verið tekin um það að dagskráin leng- ist til muna og fjöldi erlendra þátta mun bætast í hóp þeirra sem fyrir voru. Hæst ber líkleg- ast þáttinn Survivor, sem hefur gert allt vitlaust í Bandaríkjun- um, en í honum er venjulegt fólk látið bjarga sér hjálparlaust á eyðieyju þar sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarana. Það virðist því vera nóg fram undan á SkjáEinum og fólk ætti að verða rétt stillt í haust en Fók- us mun að sjálfsögðu upplýsa meira um dagskrána þegar nær dregur. Þórhallur Sverrisson: Aðalleik- arinn í ís- lenska draumn- um Javier Gil: Beraði sig í íslenskri náttúru Rut Reginalds: Vinnur með þeim bestu í heimin- um Verslunar- mannahelgin: Hvar verður besta fyllirí- ið? Safn-sum- arplötur: Gotterí fyrir sæl- kera Túpílakar: Litlir og Ijótir eins og við Þor- steinn Guðmundsson: Er ólympíufari Myndlistarsýn- ingin: Bezti Hlemmur í heimi Magnús Unnar Ijósmyndari: Lítill strákur í stórborg :1 í f X Ö Rsrai'jj'WiinyaftaBiiaFi Stvlluopsteipa hittir Maanús Pálss. Stórstiðrnuræma Jet Lee á að devia Mel Gibson i þióðrembu f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók E. 01 af þórhalli Sverrissyni i 1 i I i i i i i i 28. júlí 2000 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.