Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 4
Eftir mánuð varpast loks upp á hvíta tjaldið hin langþráða mynd, ís vill bara virðingu lenski draumurinn Myndin er gerð eftir semTiíaut annað sæti á Stuttmyndadögum í Reykjavík fyrir 2 árum. Fljótlega eftir það fóru hjolin að snúast, Júlíus Kemp bauðst til að framleið^ og leikstjórinn Róbert Douglas fór á fullt í undirbúningi á sömu mynd í fullri lengd Þórhallur Sverrisson fer með aðalhlutverkið í Draumnum sem er merkilegt fyrir þær sakir að fyrir utan leikrit í barnaskóla hafði hann aldrei leikið fyrr enn í stuttmyndinni. „Leiklistin hefur alltaf blundaö í mér. Þó var mitt helsta afrek á því sviði aö leika í leikriti í barnaskóla áöur en Róbert Douglas talaöi viö mig,“ segir Þórhallur Sverrisson, aöalleikarinn í íslenska draumnum. Iceland Airwaves: Önnur tónlist- arhátíð! í október í fyrra voru haldnir í Flugskýli 4 á Reykjavikurflugvelli tónleikar er gengu undir nafninu Airwaves. Þar komu fram nokkr- ar af ferskustu hljómsveitum landsins og vönduðu þær sig mik- ið fyrir útsendara erlendra plötu- fyrirtækja. Margar hljómsveitir vöktu athygli en það er nokkuö ljóst að Airwaves-tónleikamir nú í ár eiga eftir að vekja enn meiri at- hygli. Já, Reykjavík mun hýsa aðra tónlistarhátiö árið 2000, nán- ar tiltekið 19. til 21. október. Á vefsiðunni www.stof- an.is/airwaves má sjá dagskrá hátíðarinnar. Þar er listi yfir þá tónlistarmenn sem koma fram (og tóndæmi frá flestum) og nákvæm tíma- og staðsetning. Fókus mun skýra betur frá Airwaves-tónlist- arhátíðinni á næstunni. Þeir sem koma fram: The London Suede, The Flaming Lips, Thievery Corporation, Sigurrós, Móa, Bang Gang, XXX Rottweiler- hundar, Quarashi, Múm, Emiliana Torrini, Kanada, Botnleðja, Delp- hi, Apparat, Magga Stína, Páll Óskar, Jagúar, Súrefni, Minus, Maus, Stjörnukisi, Brainpolice, 200.000 naglbítar, Traktor, Land og synir, Skítamórall og Dead Sea Apple. Auk þess verða haldin kvöld með Thule, Skýjum ofar, Virkni og Groove Improve. Þar sem þeir koma fram: Skautahöllin, Laugardalshöllin, Gaukur á stöng, Spotlight, Rex, Thomsen, Kaffi 22, Astró, Prikið, Vegamót og KafFibarinn. Frá Flugskýli 4. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að hafa fengið að halda hlut- verkinu í kvikmyndinni. Ég veit ekki hvort þeir voru búnir að spá í einhverjum öðrum en að leika i henni er án efa þaö skemmtilegasta sem ég hef gert. Hún er sérstök, brýtur í bága við það sem hefur ver- ið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð upp á síðkastið,“ segir Þórhallur Sverrisson sem leikur aðalhlutverk- ið í íslenska draumnum. Búlgarskar Opal Þórhallur býr í Kópavogi en ólst upp í Bifröst í Borgarfirði. Reynsla hans af leik þegar Róbert fékk hann til að leika í stuttmyndinni var lítil. „Ég lék í litlu leikriti í barna- skóla. Það er ekki mikið. Mig hefur alltaf langað til að leika og ég hef ekki farið leynt með það. Sameigin- legur vinur okkar Róberts lét okkur vita af hvorum öðrum þegar hann og Ingibjörg Magnadóttir voru að fara að gera Islenska drauminn. Það gekk vel og myndin var fin. Ári seinna talaði Róbert ciftur við mig og sagði mér frá næsta skrefi," segir Þórhallur og neitar því ekki að per- sónan í myndinni, Tóti, sé aö miklu leyti byggð á honum sjálfum. „Ég gaf mikið úr sjálfum mér. Síð- an tók ég brot héðan og þaðan og skellti þeim inn i persónuna. Þannig er ég líkur Tóta aö mörgu leyti. Hins vegar er ég ekki jafn róttækur og hann. Að auki er ég ekki með um- boð fyrir Opal sígarettur frá Búlgar- íu, er ekki skilinn og er ekki helg- arpabbi. En ég er fótboltaáhugamað- ur,“ segir Þórhallur en hann og Ró- bert leikstjóri lentu einmitt í smárimmu þegar átti að ákveða hvaða lið væru i uppáhaldi hjá Tóta. Róbert heldur með Man. Utd. og Fram en Þórhallur heldur meö Liverpool og Val. Þannig eiidaði Tóti með því að halda upp á Man. Utd. og VÚ. Létt raunveruleikafirrtur „Þar sem ég hef ekki menntun í leiklist varð ég að umbreytast í Tóta, setja sálina með, til þess að geta leikið hann almennilega. Eftir því sem leið á tökurnar gekk það alltaf betur þangað til ég hafði nán- ast ekkert fyrir því. Þó held ég að sumir hafi stundum ekki alveg áttað sig á því að ég var að leika þegar ég var með einhver læti,“ segir Þór- hallur og bætir við að Tóti sé samt besta skinn. „Hann er bara létt raunveru- leikafirrtur. Þvi sem hann reynir að koma í verk þvælist hvert ööru. Það er af því að hann setur markið of hátt og reynir að gera allt í einu. Hann vill bara meika það, öðlast virðingu." Myndin var tekin síðastliðið sum- ar en tökumar kláruðust endanlega siöastliðið haust. Þá kom Hollívúdd- hvolpurinn Matt Keeslar til aö klára sín atriði. „Við fórum m.a. með honum nið- ur í Hljómskálagarð þar sem við spiluðum ruddalegan fótbolta. Það kom honum svolítið í opna skjöldu þar sem hann fékk ekki eins góða meðferð og hann er vanur vestan- hafs.“ Eggert fór á kostum I myndinni leikur Jón Gnarr, næststærsta hlutverkið, besta vin Tóta. Þar má einnig sjá Sigurjón Kjartansson, Laufey Brá Jónsdóttur, Hafdísi Huld, Þorsteinn Bachman, Guðrúnu Ásmunds og Gunnar Eyj- ólfsson. „Það var fjör að vinna með öllum þessum leikurum og gaman að sjá hvernig þeir tóku vel á móti spunan- um. T.d. sagðist Gunnar Eyjólfsson aldrei hafa unnið mikið með spuna en datt þó strax inn í taktinn. Spunaformið er vandmeðfarið. Þeg- ar leikurum er hleypt í spuna vilja þeir oft vaða yfir allt með látum. Þess vegna veröur maður aö halda aftur af sér og Róbert leyfði mér að sjá um það sjálfur. Það var gott vegna þess að bestu augnablikin komu oft óvænt. Þannig er það alltaf. Það sést t.d. glögglega í Með allt á hreinu. Spunaatriðin þar sem Eggert Þorleifs fór á kostum eru með þeim fyndnari sem hafa sést hér á íslandi. Kraftur augnabliksins er oft sá sterkasti." Þórhallur fékk þó ekki að spinna jafn mikið í sumar þegar hann var aö leika í kvikmyndinni Leirburður eftir Viðar Víkingsson. „Þar leik ég Kristján Viðar, einn af þremenningunum sem fóru inn. Þaö var gaman, þar fékk ég að gera allt aðra hluti en í Draumnum. Þaö er mikill ævintýrablær yfir kvik- myndagerð. Hún á vel við íslend- inga vegna stressins, að þurfa oft að vinna á hlaupum. Annars veit ég ekki hvort ég á eftir að leika meira. Það verður bara að koma í ljós. Núna er ég að klára frumgreinadeild Tækniskólans og er nýbúinn að eignast son þannig að ég er ekkert að stressa mig á þessum málum. Maður verður að hafa nokkur jám í eldinum." cr— H fiJÉðMIL ttttSfa. k A | B fif k Æ Sl 11 ■ (f 4.'/ ■ mmmm mk, Æí ! \iQj4f I ■ ImvI^s ▼ ft cr™~ AQUASOURCE Ert þú á aldrinum 15 til 25 ára? Þá á Biotherm fullt erindi til þín. Biotherm-vörurnar eru mjög vinsælar hjá ungu, hressu fólki víða um heim. Biotherm eru náttúrulegar snyrtivörur fyrir ungt fólk sem nýtur lífsins. Því ekki að prófa? Klipptu út auglýsinguna og farðu með hana á næsta BIOTHERM útsölustað og þar færðu fría gjöf. Þú getur valið um að fá hreinsi, andlitsvatn og rakakrem sem henta þurri, viðkvæmri, normal eða blandaðri húð. Vertu velkomin(n), það verður tekið vel á móti þér. (Líka ykkur, strákar.) Utsölustaðir: Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði - Bjarg, Stillholti 14, Akranesi - Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi - Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ - Hjá Maríu, Amaró, Akureyri - Hygea, Kringlunni - Hygea, Laugavegi 23 - Snyrtivöruverslunin, Glæsibæ. RAKABAÐ SEM JAFNGILDIR 5000 LlTRUM AF LINDARVATNII EINNI KRUKKU. Öflug rakagjöf sem slekkur þorsta húöfrumnanna tímunum saman. Rakafyllt kremið/hlaupiö veitir k velllðan og ánægjulega notkun. Þaö ». er ferskt, frískandi og fullt af virknl Hk. 5000 lítra llndarvatns. I I! m " f Ó k U S 28. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.