Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 14
í f ó k u s
j’
SniUingurinn hann Sævar hefur
komið fyrir myndum af konum sem
eru ekki með þennan týpíska súper-
módelvöxt í gluggunum sínum.
Þetta eru málverk sem sýna konur
naktar, með nettar loðnur og
lafandi maga og brjóst. Þetta er mál-
ið. Þrátt fyrir allar uppáferðasögur
sem þið heyrið töffarana í vinnunni
segja ykkur um hinar og þessar fyr-
irsætur er þetta sannleikurinn í
málinu. Þó svo að þetta séu ekki
akkúrat þær konur sem flestir karl-
menn vilja klifra upp á þá eru þetta
engu að síður þær konur sem flest-
ir fara upp á. Sævar Karl veit af
þessu og vill að karlmenn þjóðar-
innar horfist í augu við það. Hann
er snillingur sem er í senn mjög
meðvitaður um tísku, konur og list.
f ó k u s
Það er fátt eins
sorglegt og að sjá
unga sveina labba út
úr GK í buxum sem
ná rétt niður fyrir
hné. Þetta er greini-
lega einhver tiska sem hefur þótt
rosaflott i útlöndum þar sem hit-
inn nær upp fyrir 12' á sumrin.
Því miður gengur þetta ekki upp
hér á landi sökum veðurs. Út um
allan bæ sjást strákar sem telja
þetta vera réttu leiðina til þess að
vera svolítið „artífartí" með góð-
ærisblæ á sama tíma. Það gæti
verið að þetta virkaði í heimspeki-
deild Háskólans en úti á götu, það
er annað mál. Það er alveg sama
hvað Amar Gauti lætur í sig mik-
ið permanent og hversu stuttum
buxum hann gengur í - það virkar
einfaldlega ekki. Það væri aftur á
móti annað ef strákamir í GK
myndu innleiða gömlu, góðu
Speedo-skýlurnar...
Magnús Unnar
Jónsson er 25
ára Seltirningur
sem fyrir 4 árum
söðiaði um og fór í
Ijósmyndanám úti
í London. f dag
hafa myndir hans
hafa birst í Dazed
& Confused og
Maggi er að leggja
lokahönd á
Ijósmyndabók um
ísland. Fókus hitti
kauða og ræddi
við hann um
framtíðina.
Eins og við er að búast er það fyrsta
sem Magnús gerir þegar hann sest inn
á Mokka að leggja frá sér Snap shot-
myndavélina. Hann er fyrst spurður
hvemig það kom til að myndir eftir
hann birtust í fimm tölublöðum af
breska timaritinu Dazed & Confused
í röð en það byrjaði með tveimur síð-
um og endaði með átta.
„Þetta byggist voða mikið á því að
„networka" vel við fólk. Ef þú gerir
það og hefur eitthvað að bjóða þá tek-
ur fólk eftir því. Ég sýndi þeim möpp-
una mína og þeim leist vel á og ég fékk
að gera tvær blaðsíður í blaðinu með
strák sem sér alltaf um þær. Síðan geri
ég eitthvað fyrir utan það ef þeim
finnst það vera eitthvað sem hentar
mér,“ segir Magnús og er strax spurð-
ur hvernig efni hann hafi verið að taka
fyrir blaðið.
„Ég er bara að gera venjulegar ed-
itorial-greinar, ég gerði grein um ís-
land, svo er ég líka búinn aö gera
tískuþátt. Ég vil samt ekki kalla þetta
tískuþátt, ég vil kalla þetta eitthvað
annað."
Neitað í Myndlistaskólann
Magnús Unnar lauk námi í London
College of Printing á dögunum eftir
fjögurra ára nám. Aðspuröur segir
hann að tæknilega séð hafi hann lítið
verið að læra að taka myndir, hann
hafi bara fengið að læra það sem hann
vOdi læra og gert það sem hann vOdi
gera. Hvernig fannst honum sKólinn?
„Hann hefur áOavega mjög gott álit,
þessi skóli. Ég hef ekkert slæmt um
hann að segja og er mjög ánægður með
þetta. Enda er það ekki skólinn sem
skiptir máli, það er bara hvað maður
gerir. Þú gætir verið með hann á Ak-
Magnús Unnar lauk nýveriö námi i Ijósmyndun í London og hefur þegar fengið fimm verkefni fyrir Dazed & Confused.
ureyri eða Isafirði og gert eins góða
hluti.“
Magnús segist hafa veriö búinn aö
taka myndir í mörg ár. En hvernig kom
þaö til aó hann fór til London?
„Ég var búirrn að vera í Myndlista-
og handíðaskólanum í eitt ár en þeir
neituðu mér um áframhald. Ég þurfti
því að leita út á við ef ég ætlaði að
læra eitthvað. Á tímabili var ég brjál-
aður yfir að vera neitað en fór svo að
leita út á við og vissi af þessum skóla,
auk þess sem mig hafði aOtaf langað tO
að búa í einhverri stórborg. Þetta var
því mitt tækifæri tO að koma mér út í
hinn stóra heim og ég fór aleinn tO
London, pínkulítOl strákur sem vissi
ekki neitt.
Það var ekki bara það að fara í skól-
ann heldur að búa á öðrum stað og sjá
aðra hluti. Ég kom út og hélt að ég
væri rosalega klár Ijósmyndari en
komst svo að þvi að maður fær ekki að
sjá aOt hérna heima, maður fær ekki
aðgang að öBu. Maður getur ekki skoð-
að ljósmyndabækur og séð hvað er i
gangi svo maður sé ekki eitthvað að
djöflast hérna og komi svo út og sér að
það eru miBjón manns búnir að gera
sama hlutinn."
Grein og bók um ísland
Eitt af þeim verkefnum sem Magnús
hefur gert fyrir Dazed er grein um ís-
land sem var tvær opnur um fólk sem
hefur verið að gera góða hluti hér
heima og á alþjóðlegan mælikvarða.
Magnús segir að þetta hafi verið fólk
sem ritstjórinn hafi heyrt um eöa tek-
ið eftir þegar hann var á íslandi, fólk
eins og Bára og Hrafnhildur, Guðjón
í OZ, múm, Hrönn Sveins, Gabríela,
Eiður og Einar Snorri. Hann hefur
einnig unnið myndaþátt fyrir japanskt
blað og segist fila Japana afskaplega
vel. Þá er hann að vinna að ljósmynda-
bók um ísland. „Þetta er bók þar sem
fólk sér landslagið og fólkið og fær tO-
finningu fyrir köldu veðri. Ég ætla að
gefa hana út erlendis, enda er hún fyr-
ir útlendinga til að kynnast landinu."
Er ekki gott aö vera strax kominn
inn undir hjá svona frœgu blaói eins og
Dazed?
„Ég veit ekki hvemig á að svara
þessu. Þetta er mjög góð byrjun. Þetta
blað hefur vissan standard sem hjálpar
mér auðvitað."
Lokaspurningin sem Magnús fœr er
hvort planið sé aó búa erlendis að ei-
lífu:
„Það er ekkert hægt að segja um það
núna. Ég er aBavega sáttur i London
núna, hef eignast marga vini og þetta
hentar vel upp á vinnuna. Hvort mað-
ur verður þama tO lengdar kemur
bara í ljós, kannski á ég eftir að ílytja
mig um set, en draumurinn er auðvit-
að að geta búið úti um aBt, verið með
íbúðir úti um aBt. Eins og staðan er
núna er þó aBt óljóst, ég er enn bara
Maggi litli úti í heimi."
hverjir voru hvar
meira a.
www.visir.is
Hollywood-kóngurinn Sigurjón Sighvatsson
er ekki aö skafa utan af hlutunum þegar
hann tekur sig til og fyrir síðustu helgi hélt
hann glæsilega veislu fyrir Siggu konu sína
sem átti afmæli á dög-
unum. Veislan var hald-
in í Ásmundarsafni og
mættu ýmis fyrirmenni
eins og Jón Ólafsson
viðskiptajöfur, Jón
Baldvin Hannibalsson
ásamt sendiherra-
frúnni Bryndísi
Schram, forseti vor
Ólafur Ragnar Gríms-
son ásamt sinni heittelskuðu Lundúnamær
Dorrit Moussaeff, Svava í 17, Þorgeir Ást-
valdsson og Ásta konan hans, Egill Ólafs-
son leikari, Jakob Frímann Magnússon
Stuðmaður, Baltasar Kormákur leikari og
Lilja Pálmadóttir kona hans, skötuhjúin
Freyr Plúton og Linda í Crylab og loks Ingi-
björg Pálmadóttir, ráöherra heilbrigðis-
mála okkar íslendinga.
Helgin var aö sögn kunnugra góö á Astró
um helgina og sást meðal annars til Ijós-
myndarans Baldurs Braga, Sigurjón og
Kjartan voru mættir á efri hæöina, svo og
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson knattspyrnu-
maður, lögfræöingur Þróttar og formaður
ungra jafnaöarmanna, en meö honum var
Jakob Frímann Magnússon, leiðtogi Græna
hersins. Pétur Blöndal alþingismaöur leit
viö og Lóa og Kristín úr Karen Millen voru
mættar ásamt vinkonum sínum. Gassi á
Mónó og Jón Gunnar Geirdal og frú létu sjá
sig og þaö sama geröu Ragnar Már Gunn-
arson veröbréfapjakkur sem mætti meö
Arnari Gauta Eurovisionpilshönnuöi og
nokkrum vel völdum skvísum. Tj the Dj. tók
út stemninguna svo og Ásgeir klippari. Ant-
onio tískumógull og Harpa vinkona hans
fylgdu í kjölfariö ásamt stuöboltanum
Venusi. Lilja Nótt, Arngunnur, Christine,
Atli og Oddgeir mættu á svæöiö aö vanda
og Karó mætti vinkon-
um sínum en Einar Kári
og co og Stefán Stein-
sen létu fara vel um
sig. Snorri Jónsson ex-
24-7 var mættur og þá
sást til Jóhönnu Bóel,
Önnu Rakelar
Talskutlu, Samma
spólu og Valdísar Gunn-
arsdóttur ofurskutlu.
Óskar Guöjóns saxófónleikari mætti meö
fylgdarliöi sínu og Simbl klippari stóö fyrir
sínu ásamt Gunna Hafliöa. Rósa á
Spotlight vekur alltaf eftirtekt og var helgin
engin undantekning þar á en auk hennar
gat fólk fengiö aö berja augum stjörnur eins
og Bryndísi fyrrum Ungfrú Reykjavík,
Simma.com, Elísabetu M á Hard Rock,
ísleif Thomsen mann og nýjasta hjólið á
Skjá 1, Jóa á Óperu, Júlla Kemp, ívan
Burkna og Hannes Hólmstein sem mættir
voru í Rauöa herbergiö á meöan systurnar
Geirþrúöur og Sigga tóku sporiö.
Jón Ólafsson Skífukóngur hélt heljarinnar
veislu um síöustu helgi
sem var auðvitaö vel
sótt af hinum ýmsu fyrir-
mennum. Veislan var
auövitaö svona veisla til
að sýna ríkidæmið og
var haldin í félagsheimil-
inu Dreng rétt hjá Kjós.
Jón bauö nokkrum vel
völdum í veiöi í Laxá f
Kjós og var þar á meöal
Mick Hucknall, söngvari Simply Red. Mick
gat þó ekki séö sér fært aö mæta en veisl-
an fór fram engu aö síöur. Á svæöinu voru
auk Jóns meöal annars Bolll og Svava í 17,
Páll Magnússon fréttastjðri og fréttaþulur á
sjónvarpsstöö Jóns, Ólafur Jóhann Ólafs-
son rithöfundur og stórlax í Bandaríkjunum,
Geir Sveinsson handboltakappi, Eyþór Arn-
alds Íslandssímamógúll og Móa, hans ekta-
kvinna, Þórólfur Árna-
son í Tal, Hreggviöur
Jónsson, framkvæmda-
stjðri Noröurljósa Jóns,
Svavar Örn, tískulögga
Jóns, Ásta í Eskimo,
Linda Pétursdóttir sem
þótti mjög þreytuleg og
auövitaö fullt af liöi úr
verðbréfageiranum sem
er auövitaö aðalfólkið í dag. Þá haföi hinum
ýmsu fyrirsætum veriö boöiö á svæöiö en
þær létu ekki sjá sig frekar en Simply Red.
Helgin var tekin meö trompi á Skuggabarn-
um eins og svo oft áöur og byrjaöi geimiö
meö Patriot partíi á föstudaginn til aö
fagna frumsýningu myndarinnar. Meöal
þeirra sem létu sjá sig þessa helgina voru
Karó Centrum-gella og Sigga Halla hár-
prúöa, Jóna Lár flugfreyja rétt kíkti viö en
Venus mætti i fullum skrúöa ásamt Rósu
Spotlight gellu. Mick Hucknall, rauöhæröa
viöriniö í Simply Red, lét fara vel um sig í
Gyllta salnum ásam toppunum frá Para-
mount Pictures en á allt öörum vígstöövum
og í öðrum gír voru Ásta
og Keli úr Stundinni okk-
ar. Hanna lagerpæja hjá
íslensk ameríska dans-
aöi sem aldrei fyrr og
einnig brá fyrir Díönu
Dúu og Gúra á meöan
Jón Gunnar Geirdal og
frú sneru aftur eftir stutt
frí. Goggi Pizza 67
töffari var sprækur og
Júlli Kemp mætti ásamt ívanl Burkna, graf-
íker frá Fróöa. Sverrir ex-Tungl maöur var i
rétta girnum og Heklu staffiö skemmti sér
augljóslega vel. Þá mætti Nanna dansari
ásamt glæsilegum vinkonum sinum í gæsa-
stuöi og Lúlli fótboltakappi rak lestina, aö
vanda rétt stemmdur.
14
f Ó k U S 28. júlí 2000