Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 13
„Þeir hjá SVR hafa verið mjög liölegir. Þeir voru að vísu hræddir við tvö verk en það eru óþarfa áhyggjur," segja Hlynur Helgason og Þóroddur Bjarnason, skipu- ieggjendur Bezta Hlemms í heimi. „Hugmyndin kviknaði fyrir ári. Þá langaði okkur til að gera eitt- hvað af viti eftir að við höfðum skynjað lognmollu í listaheiminum. Síðan fullunnum við hugmyndina, sóttum um styrk hjá Menningar- borginni og fengum hann,“ segir Hlynur Helgason en hann og Þór- oddur Bjarnason fara fremstir í flokki níu listamanna sem taka und- ir sig skiptistöðina á Hlemmi í dag. Enn meira áreiti „Við vorum að leita að virkilega krefjandi stað til að takast á við og Hlemmur er eins langt frá því að vera svokallað „white cube“ gallerí og mögulegt er, gallerí þar sem ekk- ert er nema rými fyrir listamann- inn til að fylla upp í. Þar af leiðandi er þetta góð áskorun," segir Þórodd- ur og bætir við að auk þess hafi það smellpassað aö gera eitthvað fyrir borgarmenninguna þar sem Menn- ingarborgin er með miklar náttúru- áherslur (sbr. listaverkin við strandlengjuna og Rauðavatn). „Á hverjum degi ferðast tíu þús- und manns um Hlemm. Fæstir taka hins vegar eftir staðnum," tekur Hlynur við. „Þegar við söfnuöum listamönnunum saman byrjuðu þeir að stunda Hlemminn og horfa betur í kringum sig. Þá fyrst sáu þeir hvað það ægir saman miklu áreiti á þessum stað, bæði hvað varðar arki- tektúr, fólksstreymið og spennuna í loftinu. Síðan komum við og bætum enn meira á áreitið.“ Undarlegt umhverfi Hópurinn samanstendur af lista- mönnum sem hafa sýnt það og sann- að að þeir ráða við erfiðar aðstæð- ur. Eins og margir vita er það æski- legt að verkin standi fyrir eða segi eitthvað og margir flaska á því þeg- ar þeir þurfa að glíma við flókin rými. „Fólk byrjaði fljótlega að miða sig við Hlemm og sögu staðarins. Þetta er ónýtt miðstöð, þó svo að eiginlegt hjarta borgarinnar slái þarna. Vandamálið við staðinn eru öfl fyr- irbærin sem eru stödd í kring. Beint á móti er lögreglustöðin, þarna er Tryggingastofnun, Náttúrufræði- stofnun og Heilbrigðisráðuneytið. Svona skiptistöð á auðvitað heima við stórt og flott torg,“ segir Þórodd- ur en hann er sá aðili í hópnum sem sér um ádeiluna á apparötin í kring með því að koma fyrir ellefu metra hárri lyftu fyrir utan Hlemm. Þeir félagar láta vel af samstarfi við starfsmenn SVR, allt frá gæslu- mönnunum á Hlemmi til þeirra sem veittu leyfið. „Þeir hjá SVR eru búnir að vera mjög liðlegir," segir Hlynur. „Þeir voru að vísu hræddir við tvö verk, annars vegar stóru álkúluna sem ívar Valgai’ðsson kemur fyrir inni, héldu kannski að hún myndi rúlla yfir gamlar konur, og hins vegar vatnskeppina hennar Lilju Bjarkar Egilsdóttur. En það eru óþarfa áhyggjur." Partí á Hlemmi Sýningin stendur í mánuð, til 28.8., og einnig má fræðast um hana og listamennina á Netinu á vefsíð- unni tacticalart.net/exintem. Þá er einnig fyrirhugað að gefa út bók í tengslum við hana. Þar sem svo margir ganga um Hlemm á hverjum degi hljóta listamennimir aö búast við einhverju hnjaski. „Við gerum ráð fyrir fikti og fór- um ekki að gráta ef eitthvað skemmist. Annars eru sum verkin þannig að ekkert er hægt að hrófla við þeim og aðrir gera ráð fyrir því að þurfa að halda verkunum við þennan mánuð. Þar fyrir utan á list- in að vera tákn tímans hverju sinni. Við erum ekki að gera listaverk með það í huga að þau eigi eftir að standa eftir 300 ár,“ segir Þóroddur. 1 kvöld kl. 20 verður haldið opn- unarboð og þá ætlar hann að bjóða fólki að stíga í lyftuna fyrir utan Hlemm auk þess sem Sara Bjöms- dóttir flytur gjöming. Boðið lítur vel út hjá strákunum þar sem þeir ætla að bjóða gestum og gangandi upp á hvítvín og góöa stemningu. „Við ætlum að bjóða öllum á svæðinu í boðið," segir Þóroddur. „Þannig bendum við fólki á það að skipuleggja ferðir sínar þannig að það fari um Hlemm um áttaleytið. Það er fátt betra en að vera á leið- inni í partí og lenda í upphitun á Hlemmi. Þetta er góður timi til að taka strætó." ■íei sæta! Prófaðu það nýjasta! 'imm flottir augnilfiiggar og fimm varalitir saman í skemmtilegum umbúdum. Útsölustaðir: Lyf og heilsa - Apótek og helstu snyrtivöruverslanir Dreifingaraðili: Cosrnic ehf., sími 588 6525 Afmcelispylsiir Afmœlid stendur yfir dagana 27.j úö til 13. dgúst og allan þann „ tíma bjódum vid upp á pylsur i og kók á adeins 99 krónur. sc | Þannig ad pad" verdur sann- I köllud' afmcelisstemmning 1 og mikid fj ör. Við höf um sent inn á öll heimilisérstakt afmceliskort. 100 heppnir vidskiptavinir fá 10.000 króna vöruúttekt ef peir versla í XKEA dagana 27.júlítil I3.ágúst. Framvísacíu kortinupegar pú verslar og sj ácí u hvort heppnin er med- pér!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.