Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 Skoðun DV Af því bara „Heföi ekki veriö ráö aö gefa þessu ákveöinn reynslutíma og e.t.v. heföi þetta þá reynst skemmtileg nýjung?“ Laugavegurinn: Af hverju lokun? Ferðu í Ijós? Ester Sigurðardóttir hárgreiðslukona: Nei, þaö er ekki hollt, fullt af útfjólu- bláum geislum. Ingibjörg Þórisdóttir hárgreiðslukona: Nei, mér finnst leiöinlegt í Ijósum. Halldór Sigfússon rakari: Nei, þaö er slæmt fyrir húöina. Laufey Friðriksdóttir hárgreiðslukona: Já, ég tek svona tarnir, maöur veröur að hafa smálit. Kristín Ásgeirsdóttir: Nei, ég tek ekki lit. Jörgen Albertsson: Nei, ég læt sólina duga. Steindór skrifar: Ekki er nú öll vitleysan eins. í heimsborginni Reykjavík hafa und- anfarið staðið yfir deilur um opmm og síðar lokun Laugavegarins. Að sjálfsögðu var málið blásið út eins og íslenskra fjölmiöla er siður yfir sumargúrkumánuðina sem endranær. Það eru og voru skiptar skoðanir um ágæti þessarar tillögu enda ekkert eðlilegra en að menn hafi skoðanaskipti. Hins vegar verð- ur að fara bil beggja. Öll höfum við eitthvað til málanna að leggja. Hefði ekki verið ráð að gefa þessu ákveð- inn reynslutíma og e.t.v. hefði þetta þá reynst skemmtileg nýjung? Víða erlendis er stórum verslunargötum lokað vikulega og þá blómstrar mannlífið. En ekki hér á íslandi, hér er ekki eining um nokkum Hvar er Sirrý skrifar: Fjölmiðlar eru fullir upplýsinga um hæstu skattgreiðendur ársins og sýnist sitt hverjum um áreiðan- leika og trúverðugleika framtala. Menn og konur sem hafa margar milljónir í mánaðarlaun, búa í lúx- usvúlum og jafnvel tveimur, lifa lífi sem meðaljóninn sér helst í sjónvarpi eða les um í glanstímarit- um greiða til samfélagsins upphæð- ir sem segja til um líf á fátæktar- mörkum á meðan þeir sem hafa lægstu launin og meðallaun greiða upp i topp. Þetta vita allir en eng- „Þama horfðum við upp á fjölda fólks sem ekki hafði dug og dáð í sér til að breyta eftir eigin áliti held- ur éltist það við skoðun for- sprakka síns og flokks, þó svo innst inni vœri það kannski á öndverðum meiði. “ hlut. Hér er afturhaldssemi og sveitabragur á öllu, meðalmennsk- an skín alltaf í gegn. Ég heyrði nefnilega einhvers staðar að pólitík væri annað og meira en það að segja nei þegar þú segir já, bara af því að ég er blár en þú grænn. Það sem mér gramdist hvað mest „En hann er eigi að síður áminning, bendir á mis- muninn á því að gera rétt og rangt. Guðni, þú átt heiður skilinn, fyrir heiðarleika. “ inn gerir neitt í því þar sem at- hafnamenn eiga svo auðvelt með að fela tekjumar og búa til gjöld á móti. Eitt ljós skín þó í þessu myrkri. Hann Guðni, maðurinn sem er var að horfa upp á fylkingarnar sem skipuðust um skoðunina. Skyndilega var opnun verslunargötunnar orðið mál R-lista og lokun verslunargöt- unnar orðið hjartans mál Ingu Jónu og annarra sjálfstæðismanna. Þarna horfðum við upp á fjölda fólks sem ekki hafði dug og dáð í sér til að breyta eftir eigin áliti heldur eltist það við skoðun forsprakka síns og flokks, þó svo innst inni væri það kannski á öndverðum meiði. Þegar ein beljan mígur þá míga þær allar. Svona vinnubrögð á almenningur ekki að þurfa að horfa upp á. Þetta ættu borgarráðs- og alþingismenn að hugleiða. Hugmynd þarf ekki að vera alvond þó hún komi frá Jóni sem er sjálfstæðismaður, og öfugt. Fólk sem stendur við skoðanir sínar af einlægni og endalaust er fólk sem á erindi í pólitík. skattakóngur að þessu sinni. Ekki vegna þess að hann hafi rekið millj- ónafyrirtæki og grætt svo vel held- ur seldi hann húseign sem hann átti - og borgaði skattana af henni án þess að reyna að fela þá. Sjálfsagt dugar dæmið um Guðna ekki til að ýta við samvisku eða siðgæði þeirra sem áfram koma til með að lifa góðu lífi og borga lítið sem ekkert til samfé- lagsins. En hann er eigi að síður áminning, bendir á mismuninn á því að gera rétt og rangt. Guðni, þú átt heiður skilinn, fyr- ir heiðarleika. HEIMSFERÐIR Til fyrirmyndar Heimsferöir standa sig. Einstakar Heimsferðir Ónefnd hringdi: Ég vildi skila kæru þakklæti til Heimsferða því þjónustan sem fyr- irtækið veitti um daginn er ein- stök. Flugið okkar tafðist um dag- inn vegna Concorde-slyssins í Frakklandi þann 25. júlí sl. Heims- ferðir brugðust við með því að keyra okkur á lúxushótel fyrir utan Alicante á Spáni, bjóða okkur út að borða og koma okkur svo heim til íslands á innan við sólar- hring á eftir áætluðum komutíma. Auk þess bætti fyrirtækið okkur upp óþægindin með því að bjóða okkur til Lundúna í haust. Svona þjónustu á að segja frá. Hnignun tungunnar Tryggvi skrifaði: Mér þykir ákaflega leitt hversu mjög það hefur aukist upp á síðkastið að kastað er til höndun- um i notkun talaðs mál og ritaðs í fjölmiðlum. Ég vil jafnvel ganga svo langt að tala um misþyrmingu á okkar ástkæra ylhýra. Allt er þetta fullorðið fólk sem lætur ótrú- legustu ambögur út úr sér. Prófark- arlestur virðist lítill og slakur en þó mismunandi eftir fjölmiðlum og útgáfufyrirtækjum. Nýlega sagði fréttakona Stöðvar 2 að I tiltekinni kirkju væri hægt að gera allar þarf- ir sínar. Óheppilegt orðalag það. Dæmin eru mýmörg svo verum vakandi. Málþróun er eitt en af- skræming tungunnar annað. Biskup Ummæli hans standa. Ummæli biskups Jónína skrifar: Hvað sem hver segir þá voru um- mæli biskups alvarleg, sérstaklega í garð geðsjúkra. Hann, öðnun fremur þarf að gæta tungu sinnar. Ýmsir hafa gengið fram fyrir skjöldu og varið þau orð sem hann lét falla og eru því undir sömu sök- ina seldir. Og nú hefur siðanefnd Prestafélagsins lýst því yfir að biskup hafi engar siðareglur brot- ið. Þýðir það að héðan í frá megi kirkjunnar menn gera lítið úr geð- fötluðum, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, sýnist þeim svo? Nú veit alþjóð að athæfi biskups var innan eðlilegra marka, það vottar sjálft Prestafélagið. |E>V Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari_____________________________________________________________________________________ Forsetinn felldi flokkana Ólafur Ragnar forseti sagði þeim beint út að þeir vœru fulltrúar hins liðna. Þeir sœtu við kjötkatlana og hleyptu almenningi ekki að við ákvarðanir nema á margra ára fresti. Þeir þögöu þunnu hljóði, stjóm- málaforingjamir, þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti sendi þeim kveöjuna viö embættistökuna í fyrradag. Þeir gátu raunar lítið annað, svona rétt á meðan, enda var þetta stund forsetans. Hann fékk að tala en aörir ekki. Þeir voru bara viðstaddir og máttu aðeins bugta sig og standa upp á réttum tíma eftir því sem athöfnin þróaðist. Vera kami að þeir vakni til lifsins þeg- ar þeir átta sig á ræðunni. Embætti for- seta íslands er og hefur verið sérkenni- legt fyrir þær sakir að sá sem því gegnir má eiginlega ekki segja neitt og enginn má segja neitt um hann. Þetta hefur ein- hvem veginn þróast svona án þess að bein- línis hafi verið til þess ætlast þegar lýðveld- ið var stofnað á Þingvöllum árið 1944 og Sveinn Bjömsson tók fyrstur manna við þjóðhöfðingjaembættinu. Forsetinn hefur því setið í þeirri vondu stöðu að vera bara upp á punt. Hann tekur að sönnu á móti tignum gestum sem sækja okkur heim og gerir það óaðfinnanlega. Þá sækir hann heim landsmenn með ákveðnu millibili og ekki skal gert lítið úr því. Það er þó frískum mönnum tak- mörkuð fullnægja í starfi aö mega aðeins vitna í söguna í ræðum milli þess sem þeir kjassa ann- arra manna böm með fána og heilsa borðalögð- um sýslumönnum sem vita varla hvort þeir eiga aö sitja eða standa í múnderingunni. Menn áttu hálfpartinn von á því þegar sá gamli stjómmálarefur, Ólafur Ragnar Grimsson, varð forseti fyrir fjómm árum að hann breytti staðnaðri imynd forseta- embættisins. Svo varð ekki. Þeir hinir sömu vöknuðu hins vegar þegar þeir hlýddu á ávarp forsetans við embættis- tökuna og sjá fram á æsilegri daga á öðru kjörtímabili hans en því fyrsta. Forsetinn leyfði sér nefnilega þann munað að hafa skoðun og sendi hana til prúðbúnu gest- anna, þings og ríkisstjómar. Ólafur Ragn- ar forseti sagði þeim beint út að þeir væru fulltrúar hins liðna. Þeir sætu við kjötkatlana og hleyptu almenningi ekki að við ákvarðanir nema á margra ára fresti. Stjómmálamennimir sætu í skjóli flokka sem næðu ekki til fjöldans. Þarna talaði maður sem lengst af var í sama kerfi, þingmaður, ráðherra og flokks- formaður, en nú kominn hæfilega langt frá öllu saman. Hann var sennilega kominn í sínar gömlu fræðimannsstellingar og hikaði hvergi þegar hann gaf flokkunum falleinkunn. Forsetinn leyföi sér þann munað aö hafa skoðun. Þjóðin bíður nú eftir því að faUistamir láti frá sér heyra. Dagfari siðferðiskenndin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.