Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 DV Viðskipti Umsjón: Vlðskiptablaðið Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 336 m.kr. Hlutabréf 119 m.kr. Ríkisbréf 190 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © íslenski hlutabréfasj. 34 m.kr. © Marel 25 m.kr. © Skeljungur 15 m.kr. MESTA HÆKKUN © Skeljungur 1,2% 0 Austurbakki 1,1% © Marel 0,6% MESTA LÆKKUN © Delta 11,1% 0 Nýheiji 5,1% © Islenski hugbúnaðarsj. 4,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1.540 stig - Breyting O -0,57% Krónan að styrkjast Krónan hefur verið að styrkjast jafnt og þétt frá því um miðjan júlí er hún veiktist í miklum svipting- um og vísitalan fór upp í 116 stig. Gengisvísitala krónunnar fór í gær undir 112 stig, reyndar ekki í mikl- um viðskiptum, en styrkur krón- unnar er nú á svipuðu róli og fyrir fallið. MESTU VIÐSKIPTI © Össur © Landsbanki © Íslandsbanki-FBA | © Eimskip © Baugur síöastlibna 30 daga 342.858 337.163 276.240 259.899 224.084 síöastliöna 30 daea © Marel © tsl. hugb.sjóðurinn © Þróunarfélagið © Fóðurblandan © Jarðboranir 19% 18% 14% 13% 11% MESTA LÆKKUN ▼ síöastliöna 30 daga © Loönuvinnslan hf. -20 % © ísl. járnblendifélagið -17 % © Samvinnuf. Landsýn -14 % © Delta hf. -11 % © Nýherji -10 % Svíar óánægðir með Telia Hlutafjárútboð sænska ríkissíma- fyrirtækisins Telia hefur valdið vonbrigðum, en um mánaðamótin maí-júní seldi sænska ríkið um 30% í fyrirtækinu og tók um milljón manns, aðallega frá Svíþjóð, þátt í útboðinu. Útboðsgengið var 85 og lofaði iðnaðarráðherra Svíþjóðar kaupendum 10-15% hækkun að loknu útboðinu. Gengisþróun bréf- anna hefur hins vegar orðið með öðrum hætti og loforð ráðherrans stóðst ekki, því eftir að hafa hækk- að um 4% fyrsta dag viðskipta hef- ur gengi bréfanna fallið um 7% frá útboðsgengi. Hefur þetta valdið mikiili óánægju í Sviþjóð. HELSTU HLUTABRÉFAVISITOLUR BBR BHdow jones 10687,53 o 0,76% Í*1nikkei 15814,44 o 2,42% Bís&p 1438,70 o 0,04% Enasdaq 3658,46 o 0,73% ÍSrse 6378,40 o 1,40% F%ax 7073,35 o 0,55% MTI CAC 40 6461,89 O 1,04% 03.08.2000 kl. 9.15 " KAUP SALA jB5j Dollar 79,480 79,880 ^tSpund 118,860 119,470 >♦1 Kan. dollar 53,670 54,000 1 Dönsk kr. 9,7080 9,7610 EtjNoiak kr 8,8530 8,9020 KBsænsk kr. 8,5610 8,6080 HHn. mark 12,1733 12,2465 jl Fra. frankl 11,0342 11,1005 UBolg. frankl 1,7942 1,8050 Q Sviss. franki 46,9000 47,1600 QhoII. gyllinl 32,8443 33,0417 rnpýskt maik 37,0070 37,2293 _Jjlt.líra 0,03738 0,03761 QQkust. sch. 5,2600 5,2916 & IPort escudo 0,3610 0,3632 [TjSpá. poseti 0,4350 0,4376 [£]jap.yen 0,73060 0,73500 1 jírskt pund 91,902 92,455 SDR 104,0600 104,6900 JUecu 72,3793 72,8142 Skuldabref goður langtímakostur Avöxtunarkrafa húsbréfa til 25 ára og 40 ára hefur hækkað tölu- vert á síðustu mánuðum. 27 júlí síðastliðin var ávöxtunarkrafa 25 ára húsbréfa í 6,05% en ávöxtunar- krafa 40 ára húsbréfa 31. júlí var 5,96%. Þetta eru háar tölur og ef litið er til baka má sjá að ávöxtun- arkrafa 25 ára húsbréfa hefur ekki verið yfir 5% siðan í byrjun mai 1998. AfTöll 25 ára og 40 ára hús- bréfa hafa því aukist töluvert með sívaxandi ávöxtunarkröfu á sið- ustu vikum. Að mati Greiningardeildar Kaupþings er nú gott tækifæri fyr- ir langtímafjárfesta að ávaxta fjár- muni sína með kaupum á skulda- bréfum. I nýjustu Þróun og horfum er bent á ágæti húsbréfa sem fjár- festingarkosts sökum hárrar ávöxt- unarkröfu. Þó er bent á að samfara offramboði sé verðmyndun óskil- W* k'-. ^ virk og seljanleiki bréfa lítill. Fram kemur að einn þeirra þátta sem stuðlað hefur hvað helst að of- framboði húsbréfa sé sú mikla þensla sem hefúr verið á fasteignamarkaði sem aftur skilar sér í aukinni hús- bréfaútgáfu. Bent er á að undanfarið hafi sveiflur í affóllum af húsbréfum verið miklar og koma auk- in affóll aðal- lega niður á kaupendum sem hljóta að hugsa sinn gang þegar af- fóll eru jafn há og verið hefur. „Ef þró- unin í upphæð afgreiddra umsókna heldur áfram má búast við að verð- myndun á húsbréfbréfamarkaði verði skilvirkari þar sem meira jafnvægi verður á mOli framboðs og eftir- spurnar. Kaupendum á húsbréfa- .*■: ■■ markaði hefur fjölgað lítillega og séu þau milliuppgjör sem þegar hafa ver- ið birt vísbending um önnur milli- uppgjör fyrirtækja er varla hægt að draga aðra ályktun en að áhugi að minnsta kosti einhverra fjárfesta minnki á hlutabréfum og aukist að sama skapi á skuldabréfum. Veiking krónunnar að undanfórnu, og það að hún virðist vera að ná jafnvægi á ný ætti einnig að freista spákaupmanna til að taka skiptasamninga þar sem lán eru tekin í erlendum myntum og íslensk skuldabréf keypt. Það leiðir að öðru jöfnu til þess að krafan lækk- ar og krónan styrkist sem síðan stuðl- ar að lægri verðbólgu. Ávöxtunar- krafa húsbréfa hefur verið há og von að hún lækki frekar. Því er gott tæki- færi nú fyrir langtíma fjárfesta að ávaxta fjármuni sína með kaupum á skuldabréfum," segir Greiningardeild Kaupþings. Gengistap ekki meira en vaxtamunur Vegna þess að krónan varö veik- ari í maí og júní er viðbúið að nokkurt gengistap myndist hjá fyr- irtækjum sem skulda í erlendum myntum. í Morgunkomi FBA kem- ur þó fram að gengistap af erlend- um lánum fyrirtækja sé ekki meira en sem nemur vaxtamuninum milli íslands og helstu viðskipta- landa. FBA bendir á að í þeim uppgjör- um sem félög á VÞÍ hafa birt hafi forráðamenn félaganna talað um að óhagstæð gengisþróun hafi ver- ið félögunum erfið. „Ástæða þess að félögin skulda í erlendtun mynt- um er að vegna vaxtamunar ís- lands og helstu viðskiptalanda get- Islandssími setur upp jaröstöð Íslandssími hefur sett upp jarð- stöð sem eykur til muna öryggi við- skiptavina fyrirtækisins og lands- manna allra. Jarðstöðin er með flutningsgetu upp á 90 mb á sek- úndu og tengist beint ljósleiðaraneti Íslandssíma. Þannig getur stöðin, sem er búin tækni til að annast tal- og gagnaflutningsþjónustu, annað 1400 símtölum samtímis. Stöðin getur jafnframt annast sendingar og móttöku á sjónvarps- efni. í náinni framtíð er stefnt að því að bjóða sjónvarpsstöðvum upp á myndsendingar og móttöku frá gervihnöttum um stöðina og jafnvel að bjóða sjófarendum upp á sjón- varpsútsendingar frá henni. Kostnaður við byggingu stöðvar- innar, sem keypt er af bandaríska stórfyrirtækinu Andrew, nam um 70 milljónum króna. Stöðin er í ná- grenni Veðurstofu íslands við Bú- staðaveg og er tæplega sex metrar í þvermál. „Með tilkomu jarðstöðvarinnar, sem tekin verður í notkun á næstu vikum, getur Íslandssími veitt við- skiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu og aukið um leið rekstrar- öryggið á sæstrengnum Cantat-3,“ segir Ari Jóhannsson, yfirmaður al- þjóðasamskipta Íslandssíma. „Starf- semi Íslandssíma á ýmsum sviðum hefur fylgt aukin þjónusta á fjar- skiptamarkaðnum og verð hefur orðið hagstæðara. Við vonumst til að framhald verði á því samfara frekari útvikkun á starfsemi okk- ar.“ ur það leitt til spamaðar í fjár- magnsgjöldum félaganna. Einnig er oft um það að ræða að verið sé að stilla skuldastöðu félaganna á móti tekjuflæði þeirra. Ef lántaka fer fram í erlendum gjaldmiðlmn er viðbúið að einhver gengismun- ur myndist og ekkert óeðlilegt við það að neikvæður gengismunur myndist," segir FBA. Jafnframt er bent á að ef skoðaður sé gengis- munur sem hlutfall af skuldastöðu þeirra félaga sem þegar hafa skilað uppgjöri megi sjá að neikvæður gengismunur sé ekki umfram vaxtamuninn milli islenskra vaxta og vaxta í gengisvog krónunnar. „Fyrirtæki sem skulda í erlendum myntum eru þvi ekki að koma verr út úr því að skulda í erlendum myntum en ef þau skulduðu í ís- lenskum krónum og væru laus við gengisáhættuna,“ segir i Morgun- komi FBA í gær. SMÁAUGLÝSINGADEILD Fjárfestingar SH að skila sér mikill afkomubati hjá FPI, High Liner og Pescanova Afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja, Fishery Products Intemational Ltd. (FPI), High Liner Foods Inc. frá Kanada og Pescanova S.A. frá Spáni, var mun betri á fyrstu sex mán- uðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hf. (SH) er stór hluthafi í félögunum þremur eftir að hafa fjár- fest fyrir samtals 1,6 milljarða króna í þeim í maí síðastliðnum. ítar- lega er fjallað um rekst- ur félaganna þriggja í Viðskiptablaðinu sem út kom í gær. SH á 14,6% hlut í FPI en 5% í hin- um félögunum tveimur. öll félögin eru skráð á markað og er mark- aðsvirði eignarhlutar SH í þeim nú 1.635 milljónir króna. FPI var rekið með 340 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, hagnað- ur High Liner var um 220 milljónir og hagnaður Pescanova var um 410 milljónir króna. í viðtali við Gunnar Svavarsson, forstjóra SH, í Viðskiptablaðinu í gær kemur fram að hann telur rekstur félag- anna vera á réttri leið og svigrúm sé til þess að gengi bréfa þeirra hækki. „Jákvæðar rekstrartölur ættu að Gunnar styrkja gengi þeirra og Svavarsson. vonandi hækkar það upp fyrir kaupverðið þannig að við munum geta selt bréfin með hagnaði eða gert úr þeim verð- mæti með öðrum hætti," segir Gunn- ar Svavarsson, forstjóri SH. verður opin um verslunarmannahelgina sem hér segir: Fimmtudaginn 3. ágúst kl. 9-22 Föstudaginn 4. ágúst kl. 9-18 Mánudaginn 7. ágúst kl. 16-22 Lokað: Laugardag og sunnudag Athugið: Síöasta blað fyrir Verslunarmannahelgi kemur út á morgun föstudaginn 4. ágúst SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERH0LT111 SÍMI550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.