Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Síða 4
Eins og Fókus
sagði frá á dögun-
um ætla bestu
hljómsveitir íslands
að troða upp á
lceland Airwaves í
von um að fanga
athygli alþjóðlega
tónlistarheimsins
enda mætir fjöldi
bransakalla á
svæðið.
Suede
mætir á
Airwaves
Dagana 19. til 22. október verður
tónlistarhátíðin Iceland Air-
waves haldin í Reykjavík í annað
skipti. Greinilegt er að hróður há-
tíðarinnar hefur aukist mjög því
von er á 120 manna hópi útsendara
plötufyrirtækja og fjölmiðlafólks
úr alþjóðlega tónlistargeiranum.
Búist er við að á annað þúsund er-
lendra gesta muni leggja leið sina
hingað vegna Airwaves og heyrst
hefur að nú þegar sé fjöldi fólks
kominn á biðlista hjá Flugleiðum í
Bandaríkjunum þess vegna. Flug-
leiðir eru aðalstyrktaraðili hátíð-
arinnar en hafa ekki auglýst mið-
ana sérstaklega. í fyrra uppskar
hip-hopsveitin Quarashi „publish-
ingsamning" við útgáfufyrirtækið
EMI í kjölfar tónleikanna í Flug-
skýli 4. Því er til mikils að vinna
fyrir þá íslensku tónlistarmenn
sem fram koma i ár. Á milli 20 og
30 íslenskar sveitir stiga á stokk,
auk 15 plötusnúða. Hápunktur há-
tíðarinnar verður þegar breska
rokksveitin Suede spilar í Laugar-
dalshöll á laugardeginum. Skipu-
leggjendur eiga í viðræðum við
nokkur erlend bönd, þeirra á með-
al Thievery Corporation og
Flaming Lips, ef marka má upplýs-
ingar á heimasíðunni, en hægt er
að fylgjast með fréttum af hátíð-
inni á heimasíðunni
www.icelandairwaves.com og
búist er við að dagskrá hátíðarinn-
ar birtist þar á næstunni.
Halldór Ómar hefur starfað við dyravörslu í 27 ár og segist hafa verið keyptur til Regnbogans, enda sé hann andlit fyrirtækisins.
Dauðlangar í nýjjan
einkennisbúning
„Ég er framkvæmdastjóri móttöku-
sviös í Regnboganum," segir Halldór
Ómar Sigurðsson i samtali við Fókus,
aðspurður um það við hvað hann
starfar.
Hvaó gerir framkvœmdastjóri mót-
tökusviðs?
„Ég fer í bankann fyrir Regnbogann
og ég er líka í dyrunum. Ég er andlit
Regnbogans,“ segir hann.
Dyraverðirnir þurfa að
gegna
Er mikið aö gera í starfi þínu sem
framkvœmdastjóri?
„Já, það er mikið að gera. Ég hef
starfað hjá Regnboganum frá upphafi
og var keyptur til bíósins vegna þess
að mönnum leist svo vel á mig. Ég er
andlit fyrirtækisins."
Ertu yfirmaóur hinna dyravaróanna
sem framkvœmdastjóri móttökusviös?
„Já, ég er það.“
Er þaó strembió starf?
„Nei, ég er yfirmaður dyravarðanna
og þeir þurfa að gegna mér alveg eins
og ég er með þá á mínum herðum.
Þannig er það nú.“
Einkennisbúningurinn gjör-
ónýtur
Halldór Ómar vinnur alla daga í
Regnboganum: „Ég er hérna þangað til
aUt er búið og fer yfirleitt heim svona
um sexleytið."
HaUdór hefur starfað við dyravörslu
í 27 ár og hefur haft sinn einkennis-
búning sem hann notar við störf sín.
„Búningurinn er gjörónýtur núna en
mig dauðlangar i nýjan. Búningurinn
slitnar stundum vegna þess að ég er
svo mikið í honum, svoleiðis að ég er
ekkert í búningi núna.“
Stendur til aö festa kaup á nýjum
búningi?
„Ég veit ekki hvort það stendur til
því aUt kostar þetta peninga," segir
Halldór Ómar að lokum.
lif II 1-4- kM
I 1 ftaasi
|g
Ert þú á aldrinum 15 til 25 ára?
Þá á Biotherm fullt erindi til þín.
Biotherm-vörurnar eru mjög vinsælar hjá ungu, hressu fólki víða um heim.
Biotherm eru náttúrulegar snyrtivörur fyrir ungt fólk sem nýtur lífsins.
Því ekki að prófa?
Klipptu út auglýsinguna og farðu með hana á næsta BIOTHERM útsölustað
og þarfærðu fría gjöf. Þú getur valið um að fá hreinsi, andlitsvatn og rakakrem
sem henta þurri, viðkvæmri, normal eða blandaðri húð.
Vertu velkomin(n), það verður tekið vel á móti þér. (Líka ykkur, strákar.)
Útsölustaðir:
Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði - Bjarg, Stillholti 14, Akranesi - Bylgjan,
Hamraborg, Kópavogi - Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ - Hjá Maríu, Amaró,
Akureyri - Hygea, Kringlunni - Hygea, Laugavegi 23 - Snyrtivöruverslunin,
Glæsibæ.
AQUASOURCE
RAKABAÐ SEM JAFNGILDIR
5000 LlTRUM AF LINDARVATNII
EINNI KRUKKU.
öflug rakagjöf sem slekkur þorsta
húðfrumnanna tímunum saman.
Rakafyllt kremið/hlaupið veitir
k vellíðan og ánægjulega notkun. Það
<„ er ferskt, frískandi og fullt af virkni
gj;.,, 5000 lítra lindarvatns.
fe
/
4
f Ó k U S 11. ágúst 2000