Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Qupperneq 13
BHUH . ? ■ I I íslendingar eru alltaf að gera góða hluti í útlöndum og nú hafa tveir bæst í hópinn með því að stofna umboðsskrifstofu í London þar sem koma á enn fleiri íslendingum á framfæri. Fókus gróf drengina upp og fékk þá til að segja sér frá dæm- " Vítamín gerir þér gott „ísland er mjög heitt um þessar mundir. Þaö eru allir mjög forvitnir og þaö er auövelt aö koma af staö umfjöllun," segja þeir Vítamínmenn. Ein af ástæðun- um eru eflaust hagstæð flugfargjöld dótturfyrirtækis British Airways, Go, sem hefur undanfarið flogið milli Bretlands og íslands. Tveir ungir ofurhugar hafa sett á stofn fyrirtækið Vítamín, þeir Jón Haukur Baldvinsson (24) og Daníel Freyr Atlason (23). Báðir stunda nám í auglýsinga- og markaðsfræði í London College of Printing og halda utan í haust fyrir annað árið en nám- ið tekur 3 ár. Skólinn er með þeim virtari í þessum geira í heiminum og er hvað þekktastur fyrir grafíska hönnun. Þegar hafa margir íslending- ar verið við nám í London College of Printing og nærtækasta dæmið er ef- laust Maggi ljósmyndari sem nú vinnur fyrir tímaritið Dazed and Confused. íslendingar markaðssettir úti I gegnum fyrri störf Jóns Hauks eru þeir þegar í sambandi við plötu- fyrirtæki eins og Capital Records og Columbia. Meðal verkefna Vítamíns núna er að markaðssetja kvikmyndir eftir þrjá íslenska kvikmyndagerðar- menn, þá Baldur Eyþórsson, Björn Baldvinsson og Ástu Briem. Þá vinnur Vítamín einnig að þvi að koma íslensku sveitinni Atingere á kortið í Lundúnum sem og The Northern Light Orchestra. Von er á plötu frá Atingere á íslenskan mark- að í haust en bandið þykir efnilegt. Sveitin ku vera á útleið í september. Loks er það íslensk-bandaríska hljómsveitin Skin en Vítamín sér um kynningar á hljómsveitinni í Evrópu. Almannatengsl og umboð Það er'að sjáifsögðu auðveldara að kynna íslenska tónlist og kvikmynda- gerð þegar strákamir eru staddir úti í London. „Margir íslendingar vilja kom- ast út. Það er fullt af böndum sem vilja hasla sér völl úti og þar sem við erum úti þá er auðveldara fyrir okkur að koma þeim á framfæri," segir Daníel. Strákamir segja hugmyndina gamia og hafa þróast lengi. Þeir segja markað fyrir þjónustuna og möguleikann raun- hæfan. „Þetta er alls ekki áhugamál heldur er okkur full alvara,“ segir Dan- íel. Jón Haukur segist hafa verið viðloð- andi útvarp frá 12 ára aldri auk þess sem hann hefúr verið umboðsmaður Botnleðju í nokkur ár og vinnur enn fyrir hana að einhveiju leyti í Banda- ríkjunum. í sumar vann hann m.a. að Reykjavík Music Festival auk fleiri verkefna. Þessa dagana er hann að vinna að undirbúningi stofnunar Vítamíns með Daníel en Daníel vinnur einnig í Gallerí 17. Vítamínmenn standa nú í viðræðum við marga íslenska lista- menn sem hyggja á útlandsmarkað. Við- ræðumar era á því stigi að erfitt er að greina frá þeim en Jón Haukur lætm- þó hafa eftir sér að um sé að ræða vinsæl- ustu böndin á íslandi í dag. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Opið: fös. 10:00-20:00/lau. 10:00-18:00 TOPSHOPITOPMAN Sf&ustw . dagarmr Útsölulok Götumarkaðsstemmning frá föstudegi til sunnudags. Allar verslanir opnar á sunnudag frá 13:00-17:00. UPPLÝSINOHSÍMI 5 B 8 7 7 BB SKRIFSTOFUSfMI 5GB 9 2 0 0 11. ágúst 2000 f Ó k U S I 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.