Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Qupperneq 14
í f ó k u s
S a m k y n -
hneigð er það
eina sem getur
talist i fókus
þessa dagana
enda helgin
undirlögð af
skemmtilegum
hátíðahöldum.
Loksins getur
venjulegt samkynhneigt fólk fengið að
njóta sín og þarf ekki að standa í
skugganum af, að því er virðist, eina
samkynhneigða fólkinu á íslandi, Páii
Óskari og Rósu Spot. Nú er tíminn til
að koma út úr skápnum því Hinsegin
dagar eru komnir til að vera og meira
að segja borgarstjórinn í Reykjavík
heldur tölur um ágæti þessara hátíða-
halda. Timamir eru líka að taka slík-
um stakkaskiptum að þess verður vart
langt að bíða að samkynhneigðir fái að
gifta sig í kirkjum og ættleiða börn
eins og aðrir. Málið er semsagt einfalt,
það er kúl að vera hommi eða lessa, og
ef þú ert ekki kominn út úr skápnum
þá er þetta helgin. Kolbrún Halldórs
er líka alveg sammála þessu og þó að
hún verði aldrei í fókus fær hún samt
prik fyrir að átta sig á þessu.
ú r f ó k u s
Ríkisbáknið Sjónvarpið er auðvit-
að alltaf úr fókus. Það sem er hins veg-
ar sérstaklega úr fókus þessa vikuna
eru blessaðar stúlkukindumar sem í
daglegu tali em nefndar þulur. Að
sjónvarp allra landsmanna skuli telja
það nauðsynlegt að láta misgáfulega
útlítandi ljóshærðar (oftast) ungmeyj-
ar þylja upp þá mnu sem allir em þeg-
ar búnir að lesa í dagblöðum og sjón-
varpshandbókum og textavarpi er með
öllu út í hött. Sjónvarpsþulumar em
einfaldlega arfur fortiðar og eiga eng-
an tilverurétt. Fólki væri nær að halda
að afturhaldsseggjunum sem ekki vilja
leggja niður Sjónvarpið eða einkavæða
það telji þulumar vera siðasta hálm-
stráið fyrir tilvist þess. Það er heldur
ekki eins og þessar blessuðu þulur hafi
mikið til bmnns að bera, auðvitað
sleppa þær Ragnheiður Clausen og
Rósa Ingólfs þó, en restin er ekki upp
á marga fiska. Sökin liggur þó ekki hjá
blessuðum skjátunum, stjórnendur
Sjónvarpsins ættu að sjá sóma sinn í
því að eyða frekar launum þeirra í að
kaupa Bó Halldórs yfir eða jafnvel
eitthvað af öllum þáttunum sem Stöð
2 er búin að stela frá þeim.
Hún er vesturbæíngur í húð og hár þrátt fyrir nokkurra ára stopp í Breiðholtinu.
Eftir að hafa dansað frá sér allt vit á íslandi fór hún til Stokkhólms aðeins 16 ára
gömul til þess að dansa í hinum Konunglega ballettskóla þeirra Svía. Fókus lék
nhugur á að vita meira
Q O
V*# v**<4
Bllott
i.'íte'J.4':
um þessa ungu
sídansandi snót:
Hún heitir Katrín Á. Johnson
og þrátt fyrir að vera tengd inn í
hið mikla veldi Ó. Johnson &
Kaaber drekkur stúlkukindin ekki
kaffi. Fókus plataði hana til þess að
hitta sig undir fjögur augu I bóka-
herbergi blaðsins þar sem stúlkan
hása var krafin svara um fyrri af-
rek.
„Ég kalla mig vesturbæing þrátt
fyrir að ég hafi stoppað aðeins í
Breiðholtinu í uppvextinum. Fram
til þriggja ára aldurs bjó ég i návígi
við KR-inga en þá fluttum við upp
í Breiðholt. Eftir að hafa verið í
Breiðholtinu til 12 ára aldurs, sæll-
ar minningar, fluttum við aftur inn
í vesturbæ. Einu sinni vesturbæ-
ingur - alltaf vesturbæingur."
Katrín var - eins og margir aðr-
ir villingar - í Hagaskóla, en strax
þegar hún var fimm ára og varla
byrjuð að geta hnýtt reimamar sln-
ar var hún send í baUettskóla
Eddu Scheving. Þar var hún til
níu ára aldurs en þá tók við þjálfun
á fjölum Þjóðleikhússins.
Sænskt stúdentspróf
„Samhliða ballettinum var ég að
sjálfsögðu líka í venjulegu bóklegu
námi og það hélst eftir að ég fór til
Svíþjóðar - 16 ára gömul. Þar var
ég við nám í skóla sem heitir Kon-
unglegi sænski ballettskólinn.
Ég dansaði þar í þrjú ár og hef yfir
að ráða sænsku stúdentsprófi í
dag.“
Eftir dvölina í landi Volvoa og
Saaba sneri snótin heim og byrjar
að dansa með Islenska dans-
ffokknum undir stjóm Katrínar
HaU sem nafna hennar ber söguna
vel.
„Það var verið að breyta frá hin-
um hefðbundna klassíska ballett
yfir í nútímabaUett og ég held að ég
fari með rétt mál þegar ég segi að
aUir dansarar flokksins hafi verið
ánægðir með breytinguna. Klass-
ískur baUett er dádítið erfiður við-
fangs í jafn litlum flokki og íslenski
dansflokkurinn er. Við erum ein-
ungis níu í hópnum - fimm stelpur
og fjórir strákar.“
Baldur og önnur
hörkutól
Aðspurð segir Katrín að þrátt
fyrir að hópurinn sé lítiU sé dá-
litil samkeppni innan vé-
banda hans.
„Það er þó aUt á já
kvæðu nótunum.
Auðvitað verður
maður pínu súr
þegar maður fær
ekki það hlut
verk sem mann
langar mest í
en við því er
ekkert að gera
- bara brosa
og harka það
af sér.“
En hvað er
verið að
gera þessa
dagana?
„Ég er
að dansa
með ís-
1 e n s k a
d a n s -
flokknum
og um
þ e s s a r
m u n d i r
erum við að
setja upp
verkefni sem
heitir Baldur
og er það sam-
starfsverkefni
íslendinga,
Norðmanna og
Finna. Verkið er
sett upp í sam-
starfi við Kristni-
hátíðarnefnd og
söguviðurinn er
Þrymskviðan sem
segir frá Baldri,
Loka, Þór og fleiri
ásum og goðum. Við
munum frumsýna
verkið héma á íslandi
þann 18. ágúst í
Laugardalshöll
inni og verða
tvær sýningar
þann dag. Síð-
an verður verkið flutt úr landi og
munum við sýna það frændum
okkar i Noregi þar sem það verð-
ur flutt á fjölunum í Bergen og í
beinu framhaldi af því sýnum við
Finnum verkið í Helsinki."
ísland er inni
Katrín útilokar ekki að
dvelja aftur langdvölum
erlendis en er ekki þó
með hugann bund-
inn við neitt ákveðið
land.
„Það er nú samt
svo mikið að gerast
á íslandi í dansinum
að það væri eftirsjá í
mörgum spennandi
verkefnum sem hérna
eru i boði. Um þessar
mundir er ísland líka
dálítið „inn“ i heim-
inum þannig að þeir
sem hingað koma
og starfa með okk-
ur eru á heims-
mælikvarða
eins og
flokkurinn er á
heimsmæli-
kvarða. Ef ég
hins vegar
færi eitthvað
eru það
helst Hol-
land og
v i s s i r
staðir í
Þýska-
1 a n d i
sem ég
gæti hugs-
að mér að
vera á.“
F ó k u s
mun hafa
vökult auga
með þessari
stúlku - hún
er til allra
hluta vís.
hverjir voru hvar
meira é.
www.visir.is
Þó verslunarmannahelgin sé mesta ferða-
helgi árslns var alveg slatti af liði í borg-
inni. Sumir meika bara ekki sveitina og
finnst steikt að vera i sérstaklega prent-
uöum bolum á þjóöhátíð eöa með sauö-
drukknum foreldrum á Akureyri.
Thomsen hélt uppi góöri dagskrá um helg-
ina. Þar voru ótrúlega margir á djamminu
og allt var brjálað fram undir morgun alla
þrjá dagana. Sem sagt góö djammhelgi á
Thomsen. Meöal þeirra sem létu sjá sig
um helgina var pariö sæta, Margeir og
Arna Bang, félagarnir Arnar og Frímann.
Þarna var líka fólk eins og meistari Maggi
Legó , Tommi White og hin sæta Sóley
sem allir strákar eru
pínku skotnir í. Palli
Steinars umboösmaöur
var á svæði sem og
Sveinn Speight tísku-
Ijósmyndari.
Skutlan hún Þóra af-
greiddi karlpeninginn á
barnum á Ijóshraða og
. systurnar óaöskiljan-
I |egu Hrafnhildur og
1 ' |1 Bára stílistar voru í fín-
ni stemmningu. Fjölnir Þorgeirs var mætt-
ur enda er hann alls staðar. Annar maður
sem er alls staöur og er sérlegur verndari
álagningarskráa er Björgvin Guðmunds-
son, nýr formaður Heimdallar, og var hann
á Thomsen. Svo voru líka manneskjur
eins og Guöný DJ, Tóti DB&t auglýsinga-
frömuður og sjálfur
Kiddi Bigfoot.
Á Kaffibarnum hanga
miðbæjarrotturnar
sem aldrei fara af 101-
svæðinu. Á sunnu-
dagskvöldið var allt
gengið af hárgreiðslu-
stofunni Mojo mætt,
Gummi. Baldur og hár-
greiösludrottningin Gunnhildur B. sem var
í smart pels sem allir tóku eftir. Með
Gunnhildi var vinkona hennar, poppsöng-
konan Svala Björgvins. Besti vinur barn-
anna, nefnilega hún Ásta i Stundinni okk-
ar, var i góöri stemmningu ásamt systur
sinni þó ekki hafi sést til Kela í þetta
skiptið.
Á Klaustrinu var mikið af
fólki alla helgina. Þar var hin
mjög svo aríska Eva Sólon,
þula, sminka og ungskáld,
ásamt vinkonu. Þar var líka
sjálfur Fjölnir Þorgeirs at-
hafnamaður meö Marín
Mönduog vinkonum þeirra.
Fjölnir sýndi stúlkunum suö-
ræna dansa og þótti dansa
með stæl. Á sama stað sást
líka til sjónvarpskóngsins
Johnny National sem viröist
hafa komið víöa viö um helg-
ina. Strákarnir í sportinu slá
sjaldan slöku við og „strákarnir okkar",
Herbert, Arnar, Baldur og hinir risarnir !
körfuboltalandsliöinu voru glaðir eftir gott
mót.
Starfsmönnum FM957 finnst gaman að
skvetta í sig og þaö gerðu þeir Jói Jó, Kalli
Lúog Valgeir Viljhálms. Þeir voru harðir í
Tequila-skotunum eins og sönnum karl-
mönnum sæmir. Fleiri djammarar voru
mættir, eins og þau Pétur Ottesen at-
hafnamaður, Erik á Vegamótum, leikkon-
an Margréti Eir og vinkonur. Ari Magg
Ijósmyndari, Lindafatahönnuður og starfs-
lið Skjás Eins voru lika mætt á helgarvakt-
ina. Þá sást aö sjálfsögöu til klámkóngs
Isiands, Siguröar John Lúðvíkssonar, sem
enn hefur slegiö í gegn með því aö færa
okkur verslunina Private í Skeifunni þar
sem fólk finnur vist allt milli himins og
jarðar. Ekki má gleyma
manninum sem var rekinn af
SkjáEinum, Axel Axelssyni.
sem ku vera farinn að vinna
á dægurmálaútvarpi Rásar
2, þokkalegt skref niöur á
við fyrir svona sætan strák.
Annars sást einnig til Sverris
Sverrissonar i meistaraliöi
Fylkis, Þurý í Onyx, Jóns Arn-
ar, þjálfara kvennalandsliðs-
ins.
Prikiö er, þrátt fyrir að vera
einn minnsti skemmtistaður
þorgarinnar, alltaf troðfullt af
fólki. Þetta virðist vera
staðurinn ásamt Vega-
mótum þar sem ung-
pólitíkusarnir vilja
vera. Á sunnudags-
kvöldið sást til manna
eins og Sigurðar Kára,
formanns Sambands
ungra sjálfstæðis-
manna. Með honum
var lögfræðingurinn
Birgir Tjörvi Pétursson. Annar pólitíkus
sem er yfirleitt á djamminu um helgar og
lét sig heldur ekki vanta núna er Vilhjálm-
ur H. Vilhjálmsson, nýútskrifaður lögfræð-
ingur og formaður ungra jafnaðarmanna.
Þar var líka Unnur Brá Konráösdóttir Vöku-
stelpa og með henni Margrét Einarsdótt-
ir laganemi.
Á Skuggabar er sér-
stök tegund
djammara og djúst-
ara. Ari Magg Ijós-
myndari, Linda, fata-
hönnuður meö meiru,
Heba súper beib
ásamt Rósu sem er
alveg að fara að byrja
á Skjá Einum og þar
sást líka starfsliö Skjás Eins i góðum gír.
Þar voru líka mættir menn eins og Heiðar
Örn framleiöslustjóri frá Hvíta Húsinu,
Ágúst Orri, lögfræöingur frá Eimskip, Kalli
Lú á FM957.
Mil
Tíska* Gæði* Betra verð
14
f Ó k U S 11. ágúst 2000