Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2000, Síða 3
e f n i Gunnar Bjarki Gunnarsson skoöar heimasíðu sína, Klám.is. ■■■■■■ im&t&rS' „Mér fannst svo erfitt aö leita mér að almennilegu klámi á Net- inu. Maður sér eiginlega ekkert nema auglýsingar þegar maður smellir á klámsíðurnar," segir Gunnar þegar hann er inntur eftir ástæðu fyrir uppsetningu Klám.is. „Upphaflega hugmyndin var sú að taka saman bestu pomósíðumar á Netinu, gefa þeim einkunn og tengja þær við okkur. Gimnar seg- ir þá félagana mikla áhugamenn um klám og á þá við sjálfan sig og Amor, samstarfsmann sinn, sem viU ekki koma fram undir eigin nafni. Löglegt klám Aðgangur að heimasíðunni er ókeypis og þar má fmna margvís- legt efni. Til dæmis Beib vikunnar, sem verður kynning á klæðlitlum íslenskum stúlkum. Gamla Gamla er reynd kona, að eigin sögn. Hún svarar spumingum forvitinna les- enda og skrifar pistla með kynlífs- ráðleggingum. Einnig er hægt að lesa frumlegar smásögur, í ætt við slepjuleg klámmyndahandrit, og misvel skrifaðar. Allar virðast sög- umar ná hámarki sínu í enda- þarmssamförum og dæmi um fyrri Félagarnir Gunnar og Amor eru búnir að koma á fót fyrstu íslensku klámsíðunni á Netinu, Klam.is. Gunnar upplýsir okkur um hvernig skuli klæmast á Netinu og mætir að sjálfsögðu til viðtals í þjóðbún- ingi perverta: hvítum hlýrabol og leðurjakka. titla eru „Bermúdasvalimar" og „Rómantísk anal upplifun“. Einnig má finna spjallþráð með kyn- lífstengdum umræðum, spila leiki, lesa brandara, taka þátt í skoðana- könnunum eða tengjast alvöru klámsíðum. Allt snýst þetta um kynlíf, en Gunnar segir að líka sé mikið lagt upp úr húmor. En er ekkert ólöglegt við þetta framtak? Gunnar er harður á því að svo sé ekki. „Það eina sem við gerum, er að stytta fólki leið að alvöru klám- efni.“ Hann líkir starfseminni við ferðaskrifstofu sem auglýsi og selji sukkferðir til Amsterdam og segist hafa ráðfært sig við lögfróða menn um málið. íslenskur playboy Aðspurður um aðgang krakka svarar hann því til að það sé vandamál foreldra. „Ég ber ekki ábyrgð á bömum annarra,“ segir hann. „Fólk ræður því sjálft hvort það skoðar síðuna og ef einhverj- um ofbýður efnið á hann hvort eð er ekkert erindi þangað,“ áréttar Gunnar og bendir á teygjanleika hugtaksins klám. Sjálfur kippir hann sér ekkert upp við trylltar samfarir fólks, hvemig sem þær fara fram, en finnst lítið koma til dýra- og bamakláms enda hefur hann ekki miðlun sliks efnis í huga. Strákunum þykja viðtökum- ar hafa verið góðar. „Núna fáum við um þúsund gesti á hverjum degi,“ tilkynnir Gunnar og er hissa á því hversu margar stelpur hafa sýnt henni áhuga. „Einu neikvæðu viðhrögðin voru þegar einhverjar mömmur fóru að rífa sig.“ Það mun hafa farið fyrir brjóstið á ein- hverjum þegar 14 ára stelpa var að leitast eftir kynlífi við sér eldri menn á spjallvefnum.“... En þetta gæti allt eins hafa verið gamall karl, það vitum við ekkert um. Við tókum samt auglýsinguna út,“ seg- ir Gunni og tekur þessu létt. Hann á sér fyrirmynd í Hugh Hefner, út- gefanda Playboy og þætti ekki verfa að eignast óðalssetur af því tagi sem Hefner á og deilir fúslega með fyrirsætum og klámmynda- leikkonum. Klám.is verður með kynningu í þættinum Hausverk um helgar, þessa helgina, og samn- ingaviðræður eru hafnar um sam- starf við strípidansstaði. Það má þvi með sanni segja að Gunnar Bjarki Gunnarsson sé orðinn net- klámkóngur íslands, tvítugm’ að aldri. En veit mamma hans af þessu? Ekkert kjaftæði, bara tóniist Útvarpsstöðin 101 Reykjavík á bylgjulengdinni 101,5 er væntanleg í loftið innan tíðar og þá mun aldeil- is kveða við nýjan tón í viðtækjum landsmanna. Almenningur þarf enga sjálfumglaða útvarpsstráka til að segja hvað klukkan sé milli laga eða hvaða lag með Jennifer Lopez sé næst. Ó, nei. Á 101 Reykjavík verður spilað rokk frá 1975 til árs- ins 2000. „Rokk sem ekki hefur fengið að heyrast á öðrum útvarps- stöðvum,“ segir Birgir Ragnar Baldursson útvarpsstjóri. Engir þulir eða dagskrárgerðarfólk verður spjallandi á milli laga, engir leikir og ekkert talmál, bara tónlist allan sólarhringinn. Þá verður nýr háttur hafður á með auglýsingar sem hlust- endur kunna eflaust vel að meta. Týndur hlustendahópur Markhópurinn verður fólk frá þrí- l'TIlia i: l.-.’A.''í'T.'Al X. UtiTa Hægt er að forvitnast um væntan- iega útvarps- og sjónvarpsstöö á fmlOl.is og tvl.is. Birgir útvarpsstjóri. tugu til iimmtugs en Birgi finnst sá hlustendahópur hafa gleymst og að allir séu að sinna hópnum 16 til 25 ára. „Svo er ég líka hundleiður á þessu kjaftæði. Nokkrar útvarps- stöðvar hafa lagt upp með það að vera bara með tónlist en fljótlega byrjar svo þáttagerðarfólk á sömu stöðvum.“ Sendingar 101 Reykjavík- ur munu nást á Faxaflóasvæðinu og fyrsta útsending er áætluð í október. Allt í opinni dagskrá Þaö er Birgir og bróðir hans, Hólmgeir, auk bandaríska fyrirtæk- isins York Business Systems, sem standa að stofnun útvarpsstöðvarinn- ar og mynda hlutafélagið Útvarp 101 Reykjavík. En það er fleira í farvatn- inu hjá teyminu, nefnilega ein sjón- varpsstöð eða svo. Hólmgeir átti og rak Skjá 1 til að byrja með þegar Skjárinn var að stiga sín fyrstu spor og þar vann Birgir einnig. Þeir þekkja þvi til sjónvarpsstarfsemi og eins hefur Birgir unnið hjá íslenska útvarpsfélaginu og á Fínum miðli. Eða eins og Birgir segir sjálfúr og vitnar í stofnun Skjás eins: „Við kunnum þetta, höfum gert þetta áður og því er ekkert því tO fyrirstöðu að gera þetta aftur.“ Stöð 1 hefur göngu sina síðar í haust. Til að byrja með verður lítið lagt upp úr innlendri dag- skrárgerð þar sem hún er kostnaðar- söm en þeim mun meira lagt upp úr þekktu erlendu efni. „Við erum t.a.m. komnir með VIP með Pamelu Ander- son og Third Rock From The Sun auk fleiri þátta og úrvalskvikmynda. Svo erum við að sjálfsögðu með eitthvað léttblátt á laugardagskvöldum." Fréttastofa verður engin að sögn Birgis. Sendis beðið Þegar Birgir er spurður hversu mikið fjármagn þurfi til að koma af stað útvarps- og sjónvarpsstöð verð- ur frekar fátt um svör. „Það þarf heilan helling en svo reka stöðvarn- ar sig sjálfar með auglýsingatekj- um.“ Hann segir allt til reiðu fyrir fyrstu útsendingu og að aðeins sé verið að bíða eftir útvarpssendinum sem sé á leið til landsins. Þangað til hlustum við á gömlu, ofurhressu kappana sem eru að springa úr stuöi alla morgna, alla daga. Og klukkan er tíu mínútur gengin í tíuna! Francisco Marecos Olmedo: Paragvæskur trú- bador Napster og íslenskar hljómsveitir Margrét Eir: Vinnualki frá helvíti Wyclef: Ræsti- tæknir- inn með nýja piötu irsteinn Guð- mundsson: ... er lyftinga- maour Skólafólk í neyslu- kapp- hlaupinu Dagný Hulda Erlendsdóttir: Fjör í Rúss landi t1 í f i ö MlíiMmiiM Jackie Chan í villta vestrinu Bvfluonakónaulær í fiskabúri Fókus bvður á Shanahai Noon Svnaiandi sætar i Sambíóunum f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Teitur af söng- konunni og leikkonunni Margréti Eir. 25. ágúst 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.