Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Side 8
8 Viðskipti Umsjón: Víðskiptablaðiö Hagnaður Þróunarfélags íslands 962 milljónir Þróunarfélag íslands hf. skilaði 1.370 millj. kr. hagnaði fyrir skatta á fyrri helmingi ársins 2000. Þegar tek- ið hefur verið tillit til skatta að fjár- hæð 408 millj. kr. nemur hagnaður ársins 962 millj. kr. samanborið við 349 millj. kr. árið áður og hækkar því um 175% milli ára. Stærsta einstaka eign félagsins er um 26% hlutur í Opnum kerfum hf. sem hefur hækkað verulega á tímabilinu. Fram kemur i frétt frá fyrirtækinu að raunávöxtun hlutabréfa í eigu fé- lagsins nam 96,5% á ársgrundvelli. Hagnaöur Austurbakka 13 milljónir Austurbakki hf. var rekinn með 13 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samanborið við 17,5 miiljóna króna hagnað á sama tímabili árið á undan. Sölutekjur jukust um 14% frá sama tíma í fyrra og voru 869 milljónir en aðrar tekjur námu 24,9 milljónum á móti 29,6 milljónum í fyrra. Afskriftir námu 5,3 miiljónum og nær áttfolduðust frá fyrstu sex mánuðum ársins 1999. Fjármunagjöld hækka úr 1,2 milljón- um í 5,9 milljónir en inni í þeirri tölu er gjaldfærð verðbreytinga- færsla upp á 2,8 milljónir. Fram kemur í frétt frá Austurbakka að kostnaðarverð seldra vara vex hlut- fallslega en laun og launatengd gjöld hafa aukist um 22 milljónir milli ára en þar af er gjaldfærð eftirlaunaskuld- binding 2,8 milljónir, þannig að raun- hækkun launa er 19,1 miiljón. Ástæð- an er fleira starfsfólk og einnig hafa kjarasamningar og almennt launa- skrið haft áhrif á þessa tölu. Félagið flutti í nýtt og glæsilegt eigið húsnæði 7. apríl sl. og hefur flutningurinn kallað á umtalsverð útgjöld. Einnig eru með þessu komn- ar aðrar forsendur í liðinn afskriftir. Afskriftir, sem er reiknuð tala, hækka úr 720 þúsundum í 5,3 millj- ónir. Fjármunagjöld hækka úr 1,2 milljónum í 5,9 milljónir en inni í þeirri tölu er gjaldfærð verðbreyt- ingafærsla upp á 2,8 milljónir. Nettóhagnaður eftir skatta verður 12.974 þúsund á móti 17.502 þúsund á síðasta ári. Ef litið er tO reiknaðra liða, sem áður er getið, er afkoman betri eftir sex mánuði 2000 i saman- burði við sex mánaða uppgjör 1999. Að teknu tilliti til ofangreindra þátta telur stjóm félagsins að niður- staða reikninganna sé vel viðunandi en bendir jafnframt á að árið í heild sýni betri mynd af rekstrinum þar sem seinni hluti ársins ætti að koma sterkar inn í myndina. - eykst um 175% frá sama tímabili í fyrra Nafnávöxtun hlutabréfa Þróunarfé- lagsins sem skráð eru á Aðailista Verðbréfaþingsins nam 125,2%. Til samanburðar má geta þess að heildar- vísitala Aðallistans hækkaði um 3% á tímabilinu að mótteknum arði með- töldum sem jafngildir 6% hækkun á ársgrundvelli. Gengishagnaður hlutabréfa nam alls 1.536 millj. kr., þar af er innleyst- ur hagnaður vegna sölu hlutabréfa 369 millj. kr. og óinnleystur gengis- hagnaður 1.167 millj. kr. Á tímabilinu vora keypt hlutabréf fyrir 2.286 millj. kr. og seld fyrir 2.252 millj. kr. Geng- istap vegna skuldabréfaeignar félags- ins nam 68 miilj. kr. á tímabilinu og er það fært að fullu til gjalda í rekstr- arreikningi. Arðsemí eigin fjár 74,3% í lok tímabilsins nemur eigið fé fé- lagsins 3.833 millj. kr. eða um 58% af heildareignum. Arðsemi eigin fjár var 74,3% á ársgrundvelli. Á timabil- inu hækkuðu hlutabréf í Þróunarfé- lagi íslands um 42,8% að teknu tilliti til 20% arðgreiðslu. Hlutafé félagsins er 1.100 miilj. kr. og er félagið skráð á Aðallista Verðbréfaþings íslands hf. Hluthafar eru um 480 í lok júní. Stjóra félagsins hefur samþykkt að rafræn skráning hluta í félaginu verði tekin upp í haust. Hlutabréf sem eru skráð á Verð- bréfaþingi nema 70% af heildareign- um og mun afkoma félagsins á seinni hluta ársins því ráðast að miklu leyti af þróun á innlendum hlutabréfa- markaði. Baugur með 291 milljón í hagnað - var 205 milljónir á sama tímabili í fyrra Hagnaður af rekstri Baugs hf. fyrstu 6 mánuði ársins var 291 milljón króna sem er betri afkoma en á sama tímabili á síðasta ári en þá nam hagnað- ur 205 milljónum króna. Bætt afkoma félagsins skýrist einkum af hagræðingu í rekstri og breyttri sölusam- setningu, það er stærri hluti sölu fer nú fram á sérvöru- sviði félagsins. Þessi hagnaður er aðeins lægri en meðaltalsspá verð- bréfafyrirtækjanna í Viðskiptablaðinu en þar var spáð 334 milljóna hagnaði. Hagnaður fyrir fjármagns- gjöld og afskriftir var 759 miilj- ónir króna en var 416 milljónir á sama tímabili 1999. Þá jókst veltufé frá rekstri um 226 miilj- ónir króna sem er 96% aukning frá fyrra ári. Jón Asgelr Jóhannesson. Jákvæð samlegðaráhrif Eins og áður segir hefúr samsetning sölu Baugs breyst mjög á tímabilinu í samræmi við stefnumörkun félagsins. Sífellt stærri hluti sölunnar er nú í sér- vöru og lyfjum en þessum rekstri fylg- ir hlutfallslega hærri launakostnaður. Félagið hefur aukið mjög þróunar- vinnu vegna undirbúnings stórra verk- efna sem ráðist verður í á næstunni. Annar rekstrarkostnaður hefur hækkað óverulega eða um 12 milljónir króna, um 1,3%. Er þetta skýrt merki um þá lækkun kostnaðar sem til er komin vegna samlegðaráhrifa og markvissari stýringu vöruflæðis og vöruvals. Skeljungur kaupir Hans Petersen í fyrradag var gengið frá kaupum Skeljungs hf. á 90% hlut í Hans Peter- sen á genginu 7,35, eða fyrir samtals um 670 milljónir króna. Miðað við kaupverðið er Hans Petersen metinn á 740 milljónir króna. Seljendur hlutabréfanna eru hópur hluthafa, undir forystu Hildar Petersen, stjóm- arformanns félagsins, og Islands- banki-FBA. í frétt vegna kaupanna kemur fram að óskað verður eftir að Hans Petersen verði tekið af Vaxtar- lista VÞÍ og mun Skeljungur í fram- haldinu óska eftir innlausn annarra hlutabréfa í félaginu. Til stendur að halda rekstri Hans Petersen áfram undir sama nafni og með svipuðu sniði og verið hefur. Áður en kom að kaupunum átti Hans Petersen-fjölskyldan samanlagt u.þ.b. 54% hlutafjár i fyrirtækinu en Íslandsbanki-FBA u.þ.b. 35% sem hann keypti nýverið. Bankinn og Hildur Petersen, stjómarformaður félagsins, áttu sam- vinnu um sölu á hlutunum til Skelj- ungs hf., en bankinn hafði milligöngu um samninga á milli aðila. Aætluð ársvelta 1100 mil|j- ónlr Áætluð ársvelta félagsins árið 2000 er 1,1 milljarður króna. Ekki er gert ráð fyrir breytingum í mannahaldi hjá félaginu, umfram það sem eðlilegt má teljast á tímamótum sem þessum. Boðað verður til hluthafafundar í Hans Petersen hf. á næstunni þar sem félaginu verður kosin ný stjóm. Með kaupum þessum hyggst Skelj- ungur hf. enn víkka út starfsvettvang sinn og þátttöku í viðskiptalífmu og þar með renna fleiri styrkum stoðum undir rekstur Skeljungs hf. Skeljung- ur hf. hefur á undanfomum árum haslað sér völl í smásöluverslun með opnun Select-verslana á stærstu og nýjustu Shell-þjónustustöðvum sín- um. Að auki hefur verið boðið upp á stóraukið vöruval á öðrum Shell- þjónustustöðvum félagsins. Leitast verður við að samræma þá þætti í rekstri beggja félaganna sem augsýni- lega falla vel saman. Vonast er til að það geti leitt til verulegrar hagræð- ingar í rekstri fyrirtækjanna þegar fram líða stundir. Aðalskrifstofa Hans Petersen hf. er að Suðurlands- braut 4 í Reykjavík en þar eru einnig höfúðstöðvar Skeljungs hf. Augljóst er því að rask vegna eigendaskipta verður í lágmarki. Nú skokst allt út 40% afsláttur á reiðhjólum Áður 28.900 nú 17.900 , úrval aukahlutáföC AQ með 50%&fslœtti tpö hjól 17 Opið 10-18 virka daga sendum um« EVRÖ Skeifunni • Grensásvegi 3 Sími: 533 1414 • Fax: 533 1479 • www.evro.is Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra 72 milljónir - fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins 2000 nam rúmri 72,1 milljón króna fyrir skatta, samanborið við 90,3 milljónir króna á sama timabili árið 1999. Er hér um að ræða 20% sam- drátt hagnaðar. í frétt frá Sparisjóðnum kemur fram að hann færði verðbréf með ábyrgð rik- issjóðs á markaðsgengi en gengi þeirra lækkaði verulega á timabilinu og eru því orsök versnandi afkomu. Áhrif gengislækkunarinnar er um 90 milljón- ir króna. Þessi gengislækkun hefúr nú að hluta til gengið til baka. Að teknu til- liti til skatta var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 40,6 milljónir króna í samanburði við 57,2 milljónir króna á sama tíma árið 1999. Hagnaður hefur því dregist saman um 16,6 milljónir króna eða um 29%. Samkvæmt árshlutauppgjöri voru vaxtatekjur alls 716,3 milljónir króna og jukust um 14% í samanburði við sama tímabil árið 1999. Vaxtagjöld hækkuðu á sama tíma um 38% og námu alls 557,7 milljónum króna. Hreinar rekstrartekj- ur Sparisjóðsins námu 361,5 milljónum króna en voru 341,9 milljónir króna á sama tíma árið 1999. Hreinar rekstrar- tekjur höfðu því aukist um 6%. Framlag í afskriftarreikning útlána var 26,3 millj- ónir króna en var 23,5 milljónir króna á sama tímabili árið 1999. Heildarfjármagn þann 30. júní 2000 var 15.503,2 milljónir króna og hefúr dregist saman um 680,9 milljónir króna frá 31. desember 1999. Arðsemi eiginfjár var 6%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 10,1% en var 9,4% um síðustu áramót. Heildarinnlán Sparisjóðsins ásamt lántöku námu 11.079,6 milljónum króna og heildarútlán ásamt markaðsskulda- bréfum námu 12.556,9 milljónum króna. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 DV Þetta helst WWWWiMIWI HEILDARVIÐSKIPTI 864 m. kr. , Hlutabréf 327 m. kr. Húsbréf 291 m. kr. MEST VIÐSKIPTI ; Marel 60 m. kr. i O Islandsbanki-FBA 59 m. kr. Baugur 49 m. kr. MESTA HÆKKUN © Þróunafélag íslands 11,7% © Marel 6,1% © Eignarh.fél. Alþýðubankinn 4,8% MESTA LÆKKUN 1 © Þorbjörn 5,8% ©Tæknival 5,6% | © Jarðboranir 4,4% Úrvalsvísitalan 1538,1 stig Breyting O -0,429% Lægsti sparn- aður í Banda- ríkjunum frá upphafi Tekjur í Bandaríkjunum jukust aðeins í júlí en neysla jókst mikið sem þýðir að fjárfesting fór niður og náði sínu lægsta gildi frá því mæl- ingar hófust. Neysla almennings jókst um 0,6% milli júní og júlí þeg- ar tekjurnar jukust um 0,3%. Spam- aður var neikvæður um 0,2% sem er lægsta gildi frá því mælingar hófust 1959. MESTU VIÐSKIPTÍ i © Marel 585.990 i ! O Islandsbanki-FBA 370.989 | O Össur 331.826 ; 0 Eimskip 219.525 Q Baugur 179.389 MESTA HÆKKUN * 0 Hl.b.sj. Búnaðarbanka 42 % O Delta hf. 21 % o Skeljungur 14 % 0 Olíufélagið 13 % 10 Þróunarfélagiö 13 % I i 11....i—— .................... síöastliöna 30 dæa ; O Loðnuvinnslan hf. -28 % O Vaki fiskeldiskerfi hf. -21 % © SH -17 % 0 Þormóður Rammi -13 % e Aukið peninga- magn i Evrópu Seðlabankinn í Evrópu sagði að M3 hefði vaxið um 5,3% í júli miðaö við ársgrundvöll en það er þó lægra en í júní þegar aukningin var 5,4% sem er metvöxtur. Takmark seðla- bankans er að halda vextinum í 4,5% á ári. MBdow jones 11252,84 O 0,54% 1 • Inikkei 17141,75 O 0,23% Ws&p 1514,09 O 0,51% Wnasdaq 4070,59 O 0.69% SSfTSE 6378,40 O 1,40% ■F^pax 7282,39 O 0,77% IDcacao 6569,04 O 0,70% GENGIti IH 29.08.2000 kl. 9.11 KAUP SALA ffj Dollar 80,170 80,570 ÉiO Pund 117,490 118,090 1*1 Kan. dollar 54,040 54,380 gg Pönsk kr. 9,6940 9,7470 |@Norekkr 8,9430 8,9920 E3 Sænsk kr. 8,5740 8,6210 9014. mark 12,1554 12,2285 n Fra. franki 11,0179 11,0841 H Belg. franki 1,7916 1,8024 1 Q Sviss. franki 46,7600 47,0200 C3 Holl. gyllini 32,7960 32,9931 3 Pýskt mark 36,9525 37,1746 83 Ú. lira 0,03733 0,03755 QQ Aust. sch. 5,2523 5,2838 M Port. oscudo 0,3605 0,3627 [jj 1 Spá. peseti 0,4344 0,4370 | < |Jap. yon 0,75120 0,75570 1 ‘ jírekt pund 91,767 92,319 SDR 104,8400 105,4700 JUecu 72,2729 72,7072

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.