Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Spurning dagsins Hvað er tíska? Hallur Frcyr Arnarson: Er þaö ekki bara eitthvað sem er flott? Guörún Kristjánsdóttir: Það eru föt sem þú fílar sjálf. Bcrglind Stefánsdóttir: Það getur verið hvað sem er, bara eitt- hvað sem er „inn“. Örn Arnar Óskarsson: Þetta er erfið spurning. Ég myndi segja að tíska væri einhvers konar múgæsing sem endurspeglar tíðarandann hverju sinni. Einar Mýrdal: Tíska er ekkert annað en apaskapur í fólki sem lætur sér detta hin og þessi vitleysan í hug. Kristín Óskarsdóttir: Tilfinning. NANOQ> - lífið er áskomn! Hvað er tíska? Bergur Birgisson - starfsmaður í Herra- garðinum Tíska er eitthvað sem er búið til og það eru ákveðin fyrirtæki sem ákveða hvað er i tísku á hveijum tíma. Tískan fer í hringi, t.d. kemur tíska níunda áratugarins aftur á næsta ári. En hér hjá Herragarðinum er það klassíkin sem ræður auk þess sem við bryddum upp á nýjungum. Gunnar Már Levísson - eigandi Herra Hafn- arfjörður Tíska er mjög stórt hugtak. Yfirleitt verður tíska þannig til að einhver byijar að ganga i einhveiju sem þykir flott og svo gera fleiri það sama. Þá er orðin til " iMt #•* fsi jKf* tr C5 « O íJi tíska. Tískan kemur yfirleitt erlendis frá, það eru yfirleitt stóru nöfnin í tískuheim- inum sem leggja línumar og við íslend- ingar eltum. Við getum þó verið leiðandi líka eins og dæmin með X-18 skóna og Björk sanna. íslendingar em svo nýjunga- gjarnir og þ.a.l. duglegir að fylgja tísk- unni. Það er eitt í dag og annað á morgun og við hlaupum til og kaupum. Anna Þorsteinsdóttir - eigandi Anas Tíska er hughrif líðandi stundar. Eins og þegar fólk hrifst af fötum sem það sér. Það þarf ekki endilega að vera eitthvað sem allir eru í því hver hefur sinn stíl. og púsla þeim saman. Tísk- an er það sem maður telur sjálfúr að sé fallegt hverju sinni en ekki það sem ein- hver annar segir manni að sé í tisku. Maður á að fá að ráða þessu svolítið sjálfur. Gunnar Elfars- son - eigandi Sand Tíska er ansi vítt og breytt hugtak. Hún er ein- hvers konar upplifún í fatn- aði, breytileg eftir árstíma og háð i sjálfu sér öllum þátturn. Það sést á því Þegar ég kaupi inn fyrir verslunina mína þá vel ég eitthvað sem ég hrífst af og það sama á við um mína viðskiptavini sem koma hingað til að versla. En það er ekk- ert víst að öllum líki það sem ég er með. Konur hafa gaman af því að vera svolítið öðmvísi og þess vegna er tískan í dag svona fjölbreytt. Þær vilja margar skapa sinn eigin stíl. Ragnhildur Anna Jónsdóttir - eigandi Noa Noa Mér finnst tíska kannski svolítið per- sónubundið hugtak. Eins og línan er hjá okkur í Noa Noa þá er tískan í dag breið, þannig að hægt er að fá sér ólíkar flíkur hvemig tíska hefur ríkt síðustu ár. Hún er búin að vera svört og grá og það kemur til af því að hún kemur eftir samdráttartíma- bil í verslun og viðskiptum. Þá hefúr fólk minna fé milli handanna og leitar sér því að fötum sem era klassísk eða lifa lengur. Núna er aftur er mikil upplif- un í tísku, það er allt að springa út í litum. Þetta kemur í kjölfarið á góðærinu og það birtist líka í bílum, húsgögn- um og öðmm hlutum. Fólk er að kaupa sér upplifún, ham- ingju og eitthvað nýtt og ferskt. Tíska er líka þróun og hún á að tengjast við hjarta- lagið þitt og gleðja þig. Heiða Eiríks- dóttir - verslunarstjóri í Mótor Tíska í fatnaði er bara tíma- bil. Eitthvað kemst í tísku en það varir ekki lengi því alltaf kemur ný tíska. Það em hönnuðir erlend- is sem skapa tískuna og hún er i sífelldri þróun sem ofl er rökrétt. Það er oft hægt að sjá fyrir það sem kemur næst. Tískan er hugarástand, nema héma á íslandi þar sem allir eltast við sömu tiskuna og þurfa að vera eins og allir hinir. Adda Björg í Dýrinu: Gaman að blanda / • saman gomiu og ny|u Það er óhœtt að segja að Arnfríður Björg Sigurdórsdóttir lifi og hrœrist í heimi tískunnar því auk þess að vinna í versluninni Dýrið og við tískutengd verkefni afýmsu tagi þá býr hún með verslunarstjóra Spútnik, sem er sér- verslun með notaðan fatnað. Hún hef- ur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur fotum og segist eiga svo mikið af þeim að hún geti sleppt því að þvo í heilt ár. Hún sagði okkur frá þessum mikla áhuga og hverjir nýjustu straumar í tísku unga fólksins verða í haust og vetur. „Ég hef haft áhuga á fötum og tísku al- veg síðan ég var lítil stelpa. Ég vildi alltaf klæða mig sjálf þó útkoman væri ekki alltaf í samræmi við ríkjandi tísku- strauma. Í dag er minn fatastíll mjög fjöl- breyttur og mér finnst gott að blanda sam- an ólíkum stefúum og gömlu og nýju, t.d. rifnum gallabuxum við rosafínan topp. Ég er voðalega lítið fyrir klassískt þó það sé ósköp fallegt. Ég reyni að klæða mig i föt sem henta mínum aldri. Þegar ég verð þrí- tug þá fer ég kannski I svona sígild föt en það er langt þangað til. Ég er einungis búin að vinna við tískubransann í tvö ár. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að þetta er það sem ég vil gera. Fyrir þrem- ur ámm ætlaði ég að verða fomleifafræð- ingur en áhugi minn á skóla er ekki mikill sem stendur. Ég hef verið svo heppin að fá verkefni í gegnum þær Dýrleifi og Möggu sem em vinnuveitendur mínir í Dýrinu. Það er alltaf gott að byrja sem aðstoðarmaður og klífa svo tindinn. Núna gæti ég vel hugsað mér að taka að mér fleiri slík verkefni því ég get ekki hannað sjálf sökum skorts á hæfileikum á því sviði auk þess sem ég kann ekki að sauma. Skilgreina sig út frá tónlist Tíska unga fólksins í dag er mjög fjöl- breytt. Einu sinni fylgdu flestallir sömu tískunni, eins og þegar allir vom i hippat- ískunni eða með eins sólgleraugu. Nú er svo margt annað í boði og til em margir hópar sem hver fýlgir sinni tisku. Má þar til dæmis nefna „chocco" hópinn, skopp- arana, pönkarana, „gothic" fólkið og fleiri. Það er svo margt í gangi núna og alltaf er hægt að finna litla hópa sem hafa sín sérkenni. Þó em alltaf einhveijir straumar sem em ríkjandi og fjöldinn fylgir. Þar má nefna hiphop-tískuna sem var mjög ráðandi í fyrra. Þá átti hver ein- asti þrettán ára strákur föt fra þeim versl- unum sem voru með vinsælustu merkin í þeim fötum. Þessir hópar skilgreina sig mjög oft út fra tónlist, það er í rauninni hún sem aðilar í hópnum eiga sameigin- lega og þeir klæða sig á svipaðan hátt og tónlistamennimir sem flytja hana. Nú er merkjatískan á uppleið og það þykir flott að eiga t.d. Louis Vuitton tösku, Burberry’s authentic jakka, Helmut Lang buxur eða einhveijar flíkur sem em í dag orðnar hálfgildings safngripir. í tísku að klæða sig eftir veðri! Aðalatriðið er að klæða sig þannig að manni liði vel. Það er akkúrat mjög mikið í tísku núna að vera klæddur eftir veðri. í haust og vetur verður vinsælt að dúða sig, það eru í tísku stór sjöl og treflar, sem ná jafnvel alveg niður á ökkla og vettlingar og húfur. Auk þess em skartgripir sífellt að verða vinsælli, maður á helst að hlaða á sig drasli, stórum og óekta skartgripum. Hálsmen, eymalokkar, fúllt af armbönd- um, stórt belti, kannski tvö, og nælur eru að koma aftur. Þetta er tíska níunda ára- tugarins í örlítið breyttri mynd. Hártískan er líka á þessari leið, spennur og kambar er að verða vinsælt sem og hin frábæru hliðartögl og sítt að aftan. Fyrir tveimur ámm var hlegið þegar þessa tísku bar á góma og mér fannst hún ógeðslega ljót. Nú spyr ég mömmu hvort hún hafi ekki geymt eitthvað af fötunum sínunt frá þessu tímabili. íslensk hönnun sam- keppnishæf Ég hef fylgst mikið með íslenskum hönnuðum undanfarið og tel að þeir séu að gera góða hluti. Nú þegar Futurice- sýningin er yfirstaðin þá fara vonandi fleiri íslenskir hönnuðir að setja sínar vör- ur í búðir, það hefúr ekki verið nægilega greiður aðgangur að íslenskri hönnun. Þó em margir sem em að gera það gott og ég Aíida Björg, staifsmaður Dýrsins, segirað tiska munda áratugarins sé að koma aftur í örlitið breyttri mynd. DV-mynd Teitur vona að hönnuðir eins og Hrafnhildur og Bára í Aftur og Sæunn fari að koma sinni hönnun á markað. íslenska hönnunin er nefnilega fyllilega samkeppnishæf. Á Futurice sá ég að íslensku hönnuðimir hafa alveg jafn mikið að sækja út í heim eins og hver annar. Erlendu hönnuðimir á Futurice, þeir Jeremy Scott og Christian Webber, vom síst betri en íslensku hönn- uðimir en þeir hafa verið mikið lofaðir er- lendis.“ -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.