Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 7
MIÐVKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 iTHYGLL' , í i í t'it I® Lena Nilsen hjá Kristu lagaði hár Vilmund- ar ogfannst honum hún bæði aðlaðandi og skemmtileg auk þess sem hann var ánœgð- ur með útkomuna. hreyfingu. Strípumar vom settar í með svokallaðri burstunaraðferð og var litur- inn ekki eingöngu borínn í ofan á hárinu heldur allan hringinn. „Ég var skithrœddur um að égyrði eins og einhver unglingur eftir breyt- inguna en ég held að sú sé ekki raunin. Ég er ánœgður með útkomuna, mér finnst þetta hafa heppnast vel og er mjög sáttur vió þetta. Mér fannst stelp- an sem klippti mig bæði flink og svo var hún þolinmóð, og ekki skemmdi það Jyrir að hún var aðlaðandi og skemmtileg." I versluninni Donna Karan sá Sölvi Magnússon hjá NTC um að finna Vil- mundi fatnað við hæfi. Vilmundur var settur i ljósgráar buxur úr efni með teygju í. „Þetta efni gerir það að verkum að buxurnar halda sér vel og henta þ.a.l. skrifstofúmönnum eða blaðamönnum eins og Vilmundi ágætlega. Þó að setið sé allan daginn þá líta buxumar vel út eftir erfiðan vinnudag," segir Sölvi. Þegar að þvi kom að velja jakka varð svartur leðuijakki fyrir valinu þar sem leðrið er að komast aftur í tísku, bæði hjá konum og körlum. Sölvi segir að stakir herraleðurjakkar með „blazer" sniði gangi jafn vel við skyrtur og bindi og gallabuxur og bol. „Þetta er flík sem allir menn vilja eiga en hafa kannski ekki þorað. En nú þykir vel við hæfi að menn um fertugt séu í flottum leður- jökkum." Að hans sögn er tískan fyrir eldri herra skemmtileg um þessar mundir þar sem svo margt sé leyfilegt. Þó að buxur og jakkar séu í hefðbundn- um litum þá er mikil litagleði í bolum, bindum og skyrtum. Út frá þessu var gengið þegar valinn var ljósgrænn bolur undir jakkann. Þessi litur lífgar upp á heildarútlitið og óhætt er að segja að Vilmundur leit út eins og sannur stælgæi í þessum fotum. „ Ég var skíthrœddur um að égyrði eins og einhver unglingur eftir breytinguna en ég held að sú sé ekki raunin. Ég er ánœgður með útkomuna, “ segir Vilmundur. NANOQ+ - lífið er áskonin! Hárið á Vilmundi var frekar stutt til að byija með og því erfitt að gera á því róttækar breytingar. Lena Nilsen sá um að snyrta hann til. Þar sem hárið var svona stutt, þykkt og jafnt klippt var ákveðið að taka mjög mikið innan úr því og klippa í það línu. Hárið á honum var lýst örlítið til að gefa því meira afgerandi lit og fá í það ■m „Þegar ég var að máta fotin var ég settur í skyrtu sem ég heimtaði að fara úr því mér fannst hún bæði óþœgileg og Ijót. Þá var ég settur í bol, buxur og jakka og mér fannst bolurinn þœgileg- ur og þá um leið fannst mér hann fal- legur. Það var svo sem ekkert að litnum á skyrtunni en mér fannst hún óþægileg og þar með Ijót. Buxurnar voru mjög þœgilegar en ég myndi samt ekki kaupa mér þær í þessum lit. Ég var rosalega hrifinn af svarta leðurjakkanum og hefði ekkert á móti því að eiga einn slíkan. Þannig að ég er nokkuð sáttur við útkomuna og þar að auki fannst mér þetta þrœlgaman. Þetta var góður dagur í vinnunni! “ Vilmundur Hansen, blaðamaður DV: „Þaó koma timar sem mér flnnst gaman að klœða mig upp og vera finn. En oftar en ekki þá er það þannig að mér finnst ég vera finn en öðr- um ekjá. “ Vilmundur: „Ég legg ekki mikla áherslu á útlit- ið. Það tekur mig um fimmtán sekúnd- ur að greiða mér þegar ég kem úr sturtu og svo er ég tilbúinn. Ég fer til rakara þegar toppurinn er farinn að pirra mig. Ég er alveg hrikalegur lúði í klæða- burði. Ég vel mér föt með tilliti til þess hve þægileg þau eru. Mér er eiginlega nokkum veginn sama hvemig þau líta út ef þau em hrein og þægileg. Konan mín rekur mig oft úr fötum því hún neitar að fara út með mér þegar ég er í ljótum eða óviðeigandi fötum. Mér finnst þetta mjög þægilegt. Þegar ég kaupi mér fot þá vil ég helst hafa ein- hvem með mér því annars er hægt að selja mér hvað sem er. Einu sinni fór ég til Hollands og notaði tækifærið og keypti mér fót en þegar ég kom til baka var ég spurður hvort ég væri að leika í lúðrasveit. Ég var eins og trúður, það vantaði bara apann á öxlina á mér. Ég legg sem sagt áherslu á að fótin séu þægileg og látlaus, eiginlega bara lit- laus, en þau verða að vera hrein. Yfir- leitt er ég í bol, opinni skyrtu og jakka. Svo bind ég ástfóstri við fot sem mér finnast þægileg og þá geng ég í þeim þar til þau hrynja utan af mér. Það koma samt tímar þar sem mér finnst gaman að klæða mig upp og vera finn. En oftar en ekki þá er það þannig að mér finnst ég vera finn en ekki öðr- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.