Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 14
30 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Birna S. Björgvinsdóttir, Jorðunarfrceðingur hjá Face, að störfum. Tískan í förðun: Full búð af nýjum vörum. boutíque Laugavegi 46 Sími: 561 4465 bleu Tískulitir íjorðun breytast í tah við árs- tíðimar og liti ifatatísku. Haustlitir ent áberartdi og Itlýir gylltir og koparlitir tón- ar eru áberandi um þessar mundir en silfraðir litir em á útleið. Við fengum Birnu S. Björgvinsdóttur, jorðunatfrœðing hjá Face, til aó sýna okkur hvemig haust- jörðunin lítur út og segja okkur frá því helsta sem er I gangi. „Litir í forðun haldast yfirleitt í hendur við þá liti sem eru í tísku í fatnaði,“ segir Bima. ,d>ó ættu konur fyrst og ffemst að hafa í huga hvaða litir fara þeim og þá má segja að þeir litir séu í tísku fyrir þær. Á fyrirsætuna setti ég létt og ljóst make þar sem mér finnst það fallegast á konum sem komnar em af táninga- aldri. Kökumake ætti ekki að setja á eldri húð því það festist í hrukkum, jafhvel minnstu broshrukkum, og gerir þær sýnilegri. Yfír þetta er siðan sett litlaust púður. Augnfarðinn er ljósgulur, brúnn og koparlitur. Þessir litir em allir sanseraðir því fórðunarvömr með glansi em mjög vinsælar núna. En ekki ætti að mgla því við glimmervörur en notkun þeirra hefur minnkað töluvert. Kinnaliturinn er koparlitur og er notkun kinnalitar að aukast og búist er við að hann haldi innreið sína að fullu með tísku níunda áratugarins sem er að koma aflur. Að lokum vom varir málaðar með varablýanti og glossi." Hér sjáum viðjorðun þar sem notaðir voru jarðlitir og gylltir tónar áberandi. i haust, en þar eru Nýjustu straumar í hártískunni: Tvœr klippi í sama hárin ngar u Hanna Kristin Guðmundsdóttir, hársnyrtimeistari og eigandi Kristu, við störf. DV-mynd E.Ól. Mikið um nýjungar í „Árið 1999 einkenndist af doða og hræðslu því við vomm að fara inn í nýtt árþúsund og öll hönnun var minimalistísk eða í anda naumhyggjunnar," segir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, hársnyrtimeistari og eigandi hár- greiðslustofunnar Kristu. Hún segir að þegar nýtt árþúsund hóf innreið sína hafi tískan gjörbreyst og að mikill kraftur sé nú í hönn- uðum um allan heim. „Hvort sem taiað er um tísku í fötum, hári eða förðun þá er mik- il hönnun í gangi. Það em ekki bara sprenglærðir, þekktir og reyndir hönnuðir sem em að skapa tískuna. Ungt og hugmyndaríkt fólk úr þjóðlífinu kemur með skemmtilegar hugmyndir og ofl má sjá nýja hluti sem hafa byijað á götunni og þá of't í mjög hrárri mynd. Svo taka tískuhönnuðir þetta upp í sinni hönnun, kannski í örlítið breyttri útfærslu. Það þýðir ekki fyrir þá að segja að eitthvað sé í tísku ef enginn vill vera í því eða það kostar of mikið. Tískan er alltaf að verða meira fyrir al- menning og mun fleiri hafa nú efhi á að klæðast hátískufatnaði. Við íslendingar emm mjög meðvitaðir um að útlitið und- irstrikar mikið persónuleika okkar og hef- ur áhrif á líðan okkar og það hver við emm. háralitun Klippingar em alltaf undirstaða hár- tískunnar. Þær em í öllum síddum og em mikið skomar. Þegar ég tala um skomar klippingar þá á ég við að mikið sé um abstrakt form, bæði samhverf og ósam- hverf, en þó þannig að þau skapa jafnvægi í hárinu. Það er líka ákveðin tenging á milli fatnaðar og sniðs í hári. Allt sem er öðmvísi í fótum í dag á að koma ffam í hárinu líka. Því er hárið klippt eins og um fieiri en eina klippingu sé að ræða. Þá er styttuformið klippt inn í lengdarformið og heildarútlitið skapað þannig. Það er því hægt að sjá tvær klippingar í sama hárinu, t.d. svokallaða „bob“-Iínu með annarri síðari línu sem kemur niður undan henni. Sniðið í stuttu hári minnir á plíseringar eða fellingar eins og sjá má í fatnaði. Mik- ið er um uppgreiðslur og ekki þarf að hafa sítt hár í slíka greiðslu. Hægt er að nota hárlengingu, hártoppa, lokka og hvaðeina sem við viljum og er þess eðlis að það falli inn í útlitið sem við erum að reyna að skapa. Það er mikið um nýjungar þegar kemur að háralitun. Reynt er að láta litina flæða um hárið þannig að minni á himin- inn í litaskiptum eða sjóinn með öllum sínum litbrigðum. Litimir verða miklu mýkri, það eru engin hom og engar línur heldur er reynt að ná frarn flæði. Síðan em það áferðarefnin sem skapa lokaútlitið og gera það að verkum að hægt er að framkalla þetta útlit heima. Rúllur, blásarar og önnur verkfæri sem notuð vora hér áður fyrr era löngu horfin og áferðarefnin tekin við. Efnin era í vissum skilningi verkfærin og stöðugt koma fram ný og skemmtileg efni. Við á Kristu not- um mest efni ffá Sebastian og er fyrirtæk- ið mjög ffamsækið og fijótt á þessum vettvangi. I vetur fáum við til dæmis efni sem heitir Threads og setur það eins kon- ar þræði inn á milli háranna og getur jafn- vel fmgert hár orðið þykkara með þessum þráðurn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.