Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 10
* 26 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Kvenfatatískan: Kvenleg þokkafull Og þú hélst að þessi tíska kæmi aldrei aftur! Á tiskusýningarpöllum erlendis jyrir þetta haust var afturhvarf til áttunda áratugarins og glamúrtískunnar alls- ráðandi. Eftir litlausa naumhyggju- tísku í fyrra ogfallegu bohemian-tísk- una í sumar hefst fyrsta haust þessarar aldar með miklum látum í tískustraum- um. Unglingadýrkunin er ekki lengur í gangi heldur er komin J'ullorðinstíska og blöðin keppast við að láta fyrirsœt- urnar iíta aðeins þroskaðri út - „grown up women “. Gaman er að sjá hve skapandi og glað- ir leiðandi fatahönnuðir hátískunnar er- lendis hafa verið fyrir þennan vetur. Þó að tískan sé sótt til níunda áratugarins er líka mikið um nýjungar. Öllu er tvinnað sam- an á skemmtilegan hátt og út kemur ný- aldartíska. Það er alltaf gaman að taka upp nýjar vörur á haustin og yfir vetrartímann. Fatn- aður og skór eru viðameiri á vetuma en á sumrin. Dökkbrúni liturinn ætlar að verða einn heitasti liturinn í ár, eftir að hafa ver- ið úti sl. 2-3 ár. Grunnlitir í vetur eru dökkbrúnt, eins og áður sagði, beige, vín- rautt, dökkfjólublátt, svart og hermanna- grænt. Svarti limrinn nær sér á strik seinna í vetur, með gullinu, en hann hefúr verið á undanhaldi í 1-2 ár. Síðan em lit- ir eins og grænblátt, fjólublátt, bleikt, rautt og appelsínugult notaðir í minni flik- ur til að hressa upp á heildarmyndina. Leður og gallaefni í tísku Gull og brons er að hefja innreið sína á markaðinn. Gyllt og bronslituð fot og fylgi- hlutir em inni eftir ansi langt hlé, þó helst silffið einnig inni í beltum, skartgripum og öðrum fylgihlutum. Gallaefhi er mjög inni í vetur og er Diesel, eitt heitasta merkið í gallafamaði, að bjóða upp á marga nýja þvotta eða áferðir, bæði í buxum, pilsum sem og gallajökkum. Galla- jakkaföt em líka mjög vinsæl. Leðrið verður vinsælt í vetur og er nú meira inni en verið hefúr í mörg ár. Hver man ekki eftir leðuræð- inu á árunum 1987-1990. Leðurkápur, smttir leðuijakkar, leðurpils og leðutbuxur - þetta er allt komið affur. Náttúmleg efhi eins og einlit ull, tweed, bómull og silki em heit núna, svo og einlit sem munstmð satín- og pallíettuefhi, köflótt efni og einlit teygjuefni. Abstrakt litaslettur á fatnaði em líka að aukast auk þess sem „logo print“ em áberandi, en þau geta farið í báðar áttir. Auðveldari í samsetningu Tískan í ár er ótrúlega fjölbreytt. Hún er bæði kvenleg og kynþokka- fúll, en hún er lika saklaus og sæt. Glam- úrtískan er sótt til diskótíma- bilsins sem var skemmti- legur tími með mik- illi gleði. Gullkeðj- ur, litaðar steinakeðj- ur og jafnvel risakrossamir em að koma aftur og nú er málið að vera yfirhlaðin af skarti. Afbrigði af pönkinu fylgir þessari tísku. Þó að hálfsíðu buxumar séu enn inni þá em skósíðu útvíðu buxumar að ryðja sér til rúms aflur. Pilsin em aftur á móti að styttast. „Mini“ pils og pils sem em rétt fyrir ofan hné em að koma sterkt inn aft- ur og það sama má segja um einhneppta Fæst á útsölustöðum Thierry Mugler: Snyrtistofan Tara, Hjá Maríu Akureyri, Oculus Austurstræti, Sigurboginn Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Hygea Laugavegi 0- og Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Clara Kringlunni, Classic Keflavík, Snyrtistofan Aníta Vestmannaeyjum. blazeijakkann. Beltiskápur í Burberrys- stíl verða vinsælar í vetur, þó standa káp- ur með háum standkraga alltaf fyrir sínu. Tískan núna er auðveldari í samsetn- ingu en tiska síðasta vetrar. Meira er um sett núna, þ.e. að jakki og pils, eða buxur, séu í stíl. Eins konar einkennisbún- ingatiska með konur í hvítum skyrtum með bindi. Stígvél leika stórt hlutverk í tískunni núna og er 3/4 hæð og hnéstígvél vinsælust og koma þau í krókódíla-, snáka- og strútsprenti, sem og í einlitu leðri og lakki. Hælarnir em hærri í ár og stígvélin em támjórri. Litaúrvalið er mik- ið. íslenskt kvenfólk er mjög smekklegt og konum er umhugað um útlit sitt. Eg er því sannfærð um að þær eiga eftir að notfæra sér þessa skemmtilegu tísku og þessa fal- legu liti sem em í gangi núna. Þeir em hlýir, klæðilegir og hafa góð áhrif á mann. Svava Johansen Fríkar út í litavali á sumrin „Það fer alveg eftir því hvaða skapi ég vakna hvern daginn hvemig ég klæði mig,“ segir Selma Bjöms- dóttir söngkona. Hún segir að stundum nenni hún að klæða sig upp og mála sig en stundum finnist henni einfaldlega bara best að fara í jogginggalla. Oftast er hún í topp og buxum en á sumrin hef- ur hún mjög gaman af því að fara í stutt pils eða stutta kjóla. Árstíðimar ráða því hvaða liti Selma velur hveiju sinni og núna þegar farið er að styttast í haustið er hún komin í jarðlit- ina og velur þá liti eins og brún- an, dökkgrænan og Selma Björnsdóttir. vínrauðan. Á sumr- in ffíkar hún hins vegar út í gulu, grænu, bleiku og fleiri skærum litum. Nokkrar búðir hafa verið vinsælli hjá Selmu en aðrar. Hún segir að Dýrið, Noi og Morgan séu þær verslanir sem hún hafi verslað mest í síðastliðin þijú ár en þannig hafi hlutimir bara þróast óvart. Selma segir að hún kaupi sín föt sjálf DV-mynd Teitur og starfsins vegna geri hún mikið af því að kaupa ný föt. „Eftir að ég fór að koma ftam verð ég alltaf að eiga eitthvað nýtt og nýtt,“ segir Selma. Það er líka önnur ástæða fyrir því að hún kaupir mikið af fötum en hún er sú að hún verður fljótt leið á fotunum þannig að hún verður sí- fellt að endumýja í fataskápnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.