Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2OJ0 Edda Sverrisdóttir; eigandi Flex: Engin ástæða Gleraugun eru eftir jap- anska hönnuöinn Hiera og eru einu sinnar teg- undar hér á landi. púkalegur Edda Sverrisdóttir verslunareigandi er mörgum kunn eftir að hafa rekið versl- un sína Flex í Bankastrœtinu um ára- hil. Hún hefur vakið eftirtekt Jyrir skemmtilegan stíl sent hœftr konu á hennar aldri. Við tókum hús á Eddu og forvitnuðumst urn innihald fataskáps- ins hennar. „Ég er náttúrlega með fataverslun þannig að ég nota mestmegnis fót frá sjálfri mér þó ég versli auðvitað við aðra. Þar má kannski helst nefna Spak- mannsspjarir, Max Mara og Fríðu frænku. Ég er ekkert mjög mikið fyrir að kaupa mér fot en þegar ég kaupi eitt- hvað þá reyni ég að velja það sem pass- ar við fotin sem ég á fyrir. Þannig er hægt að endurnýja fataskápinn með einni eða tveimur nýjum flíkum. Ég vil frekar eiga færri fot og þá frekar flott sem ganga ár eftir ár og endast vel. Mér leiðast föt sem verða drusluleg eftir stuttan tíma. Fötin mín, og þau sem ég sel, eru yfirleitt tiltölulega einföld í sniðinu. Þau sýna það sem þau eiga að sýna og hylja það sem þau eiga að hylja. Ég á bæði svona fínni hversdagsfatnað sem ég nota í vinnuna og svo aftur sparifatnað. Og svo á ég selskapskjóla í röðum. Nota fylgi- hluti til að tolla í tísk- unni Ég á óskaplega mikið af skartgripum og alls konar fylgihlutum eins og beltum, töskum og skóm, en ég er mjög veik fyrir þeim. Hjá mér eru fylgi- hlutir hluti af klæðnaðin- um því þegar notaður er fatnaður með einföldum sniðum þá þarf að hafa eitthvað með. Nú eru sterkir Iitir búnir að vera mikið í tísku en kon- ur á mínum aldri eru ekki endilega tilbúnar að hlaupa og kaupa sér skær- bleik eða skærgræn föt. Þá er mjög nauðsynlegt að geta notað fötin sín og Síö kápa og buxur ull frá franska vöru- merkinu Nitya. Þessi dökki mokkabrúni litur er mjög góöur fyrir konur sem ekki vilja klæöast svörtu auk þess sem hann dregur síöur fram línur í and- liti en svarti liturinn. Slönguskinnsskór í mokkasíustíl frá versluninni 38 þrep. Mjög þægilegir vinnuskór. Hálsmenin og eyrnalokkarnir eru aö sjálfsögöu úr verslun Eddu og eru eftir franska hönnuðinn Philippe Ferandis. í þeim eru ekta steinar, m.a. tígrisauga, ametyst, aventurin og jaspis. Bolurinn er úr teygjuefni sem heldur sér mjög vel. Hann er úr danskri línu sem kölluð er Carla. Þetta belti er frá Christian Lacroix og er um 15 ára gamalt. sett svo tískulitina við með fylgihlut- um, s.s. tösku, sjali eða eymalokkum. Tískan er þannig að maður verður að passa sig á því að verða ekki fómar- lamb hennar. Hins vegar er engin ástæða til að vera púkalegur og hægt er að halda sér nýtískulegri með því að eiga fylgihluti sem svara þeim kröfúm sem tískan gerir í hvert skipti. Sumar konur sem koma til mín í verslunina og eru að máta hafa spurt mig: Er þetta i tisku? Við þess- ar konur hef ég sagt að það sem klæðir mann vel, hvort sem em snið eða litir, það er í tísku. Það er ekkert afkáralegra en kona á miðjum aldri sem er að reyna að tolla í tískunni og fer inn í táningabúð og kaupir sér fatnað, sem er mjög smart á ungling- um en gerir fullorðna konu afskap- lega kjánalega. Við ættum ekki að hlaupa á eftir öllu sem kemur í tísku en það er skemmtilegt að fá sér eitt- hvað sem sýnir að maður fylgist með. Því um leið og maður hættir að fylgj- ast með þá verður maður gamall." Vilg þægi „Ég vil bara ganga í þægilegum fötum sem em svona nokkurn veginn í takt við tímann,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, frétta- maður hjá Ríkissjónvarp- inu. Hann segir gráa og svarta litinn vera rikjandi í sínum fataskáp því svartur sé mjög þægilegur litur. „Ég hef aldrei spáð neitt í litgreiningu eða þess háttar hluti því ég held að maður finni best sjálfur hvað hent- ar og hvað ekki,“ segir hann. Logi er ekki mikill „merkjasnobbari“ þó hann hafi gaman af að ganga í fínum merkjum. Þó er eitt merki sem hann heldur mikið upp á því undir því eru framleiddar bestu skyrtur sem hann hefúr komist í kynni við. Þar á hann við Dalin-skyrtur sem nefúdar eru eflir sænskum knattspyrnumanni. „Hann er greinilega töluvert betri í því að búa til skyrtur en hann var sem fótboltamaður," segir Logi. Hann segist kaupa sín föt sjálf- ur eða með konunni og að hann þurfi að vera í sérstöku skapi til að hlutimir gangi upp. „Það hefúr nefnilega komið fyrir að | ég hef gengið út úr búð á vaðandi bömmer yfir að hafa eytt eins og vitleysingur," i segir hann. Honum finnast jakkaföt þægi- legur klæðnaður og hefúr gaman af að ganga í þeim. Smám saman hefúr hann komið sér upp ágætu safni af slíkum föt- um og á núna um tólf jakkaföt og mjög mikið af skyrtum. „Það er þó nauðsynlegt að grisja fataskápinn af og til og reyni ég að gera það reglulega því ég vil ekki ganga í fötum sem voru í tísku árið 1985,“ j segir Logi að lokum. 6AP NANOQ> - lífið er áskorun! anga i egum fötum Guðrún Inga Torfadóttir. DV-mynd Teitur Ovenju leg föt Guðrún Inga Torfadóttir, sem leikur í leikritinu Með fúllri reisn, vill hafa fötin sín frekar óvenjuleg og þau eiga að vera þröng. Hún segir að hún vilji að sniðin séu kvenleg og einföld. Þeir litir sem heilla Guðrún Ingu í fatavali eru helst grár og vínrauður. En hún er líka mjög hrifin af bláa litnum. „Ég kaupi oftast fatnað í þekktum merkjum en ekkert einhver ákveðin merki frekar en önnur," segir Guðrún. Hún reyn- ir að kaupa sem mest af sínum fötum er- lendis þegar hún kemst en verslar líka mikið í búðum hér á landi. Það er Guðrún sjálf sem kaupir föt sín og hún kaupir mikið af þeim. „Ég fæ stundum kast,“ segir hún. Spariföt og þá sérstakleg pils er þau föt sem hún kaupir oftast. Hún er ekki fastakúnni í ákveðnum búðum heldur reynir hún frekar að kíkja í sem flestar búðir. Þar sem hún finnur síð- an eitthvað sem henni líkar kaupir hún fötin hveiju sinni. Ekki svona tískustelpa „Ég er ekki svona tískustelpa því ég er j mjög sérvitur á föt,“ Isegir Dóra Takefúsa, dagskrárgerðarmaður á SkjáEinum. Dóra segist vera hálfgerð litafæla því hún sé ekki mikið fyrir að klæðast litríkum fötum, eins og bleikum og rauðum. Hún velji helst svört, grá eða hvít föt og j jafnvel föt í jarðlitum. j: Merki eru heldur ekki ? eitthvað sem skiptir j miklu máli hjá Dóru j þegar hún fer í fata- j verslanir. „Ég hef aldrei kíkt j inn í fötin mín til að at- I huga frá hvaða merki j þau eru,“ segir Dóra en viðurkennir þó að henni líki vel við föt frá hönnuðum eins og Dolce & Gabbana og Miu Miu. Hún kaupir föt þar sem hún finnur eitt- I hvað sem hentar henni ; og kaupir sín föt sjálf. Dóra segir að það : komi fyrir að hún kaupi sér föt sem eru í Dóra Takefusa. tísku, t.d. ef hún finnur buxur með sniði sem hentar henni en ; reyni frekar að forðast að kaupa föt sem eru mikið í tísku. „Það leiðinlegasta sem ég veit er að mæta einhvers staðar upp- stríluð og fin og standa við hliðina á tíu i stelpum í eins pilsi og ég. Þá finnst mér ég missa eitthvað af sjálfri mér og ekki vera DV-mynd Teitur Dóra heldur ein af fjöldanum," segir Dóra. Það skiptir því mestu máli varðandi útlitið er að hún sé hún sjálf og þá er hún ekki bara að tala um fötin heldur líka hluti eins og hárgreiðslu. Vinnan í sjónvarpinu hefúr gert það að verkum að hún kaupir meira af fötum en venjulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.