Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 11
27 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Arnor Jonsson, mannfrœöinemi og skartgripasafnari. Skartgripir sem aeta meitt í uppanai Söfnun af ýmsu tagi hefur lengi jylgt mann- kyninu ogfinna má safnara sem safna nœstum hverju sem er. Arnór Jcmsson mannfrœðinem, hefur ekki farið varhluta af þessari áráttu en hann safnar skartgripum sem flestir eru í anda eftirlœtishönnuðar hans, H.R. Gieger. Amór féllst á að segja okkur svolítið frá þessu safni. „Þessir skartgripir hafa safhast upp hjá mér undanfarin ár þó ekki hafi ég stundað söfhunina markvisst. Ég veit ekki nákvæm- lega hvenær þetta hófst allt saman en ætli það séu ekki svona fjögur til fimm ár síðan. Ég fell fyrir silfri, beini og leðri og hingað til hef ég hrifist af göddum og oddhvössum hlutum. Ætli það megi ekki segja að ég falli fyrir hlut- um sem hægt er að meiða sig á. Það er einn hönnuður sem ég er sérstaklega hrifinn af og ef ég sé eitthvert glingur í anda hans þá reyni ég að eignast það. Þessi hönnuður heitir H.R. Gieger og hann hannar í einhvers konar „bio- mechanical" stíl. Þessi gaur hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa hannað útlit Alien- myndanna og skrímslið í myndunum. Skart- gripimir hans em líka mikið í þeim stíl, þetta eru hryggjarliðir, innyfli og þess háttar hlutir. Ég á aðallega hringi, hálsmen og armbönd og safhið er alltaf að stækka. Flesta hlutina kaupi ég erlendis en einnig hef ég látið sérsmíða fyrir mig og svo hefur kærastan mín látið smíða hluti sem hún hefur gefíð mér. Skart- gripina nota ég ekki daglega þó að yfirleitt sé ég með hálsmen. Hringana og armböndin nota ég svo meira sem punt þegar þannig stendur á.“ t^ys % \ 5-:.* OROBLU skrefí framar oroblu@sokkar.is www.sokkar.is Karlmannafatatískan fjölbreytt Það er óhœtt að segja að karlmannat- ískan í dag sé mjögfjölbreytt. DV rœddi við nokkra aðila sem standa framarlega í sölu á karlmannafatnaði og kornst að raun um að allir höfðu sína sögu að segja. auglýsingageiranum ætti frekar að velja sér bol undir jakkafötin. Virðuleg skyrta og bindi gefa viðkomandi útlit sem skapar ímynd um traust á meðan bolurinn sýnir að viðkomandi er með á nótunum um það nýjasta sem i gangi er. Það getur kannski verið flókið mál að fylgja tískunni, væntanlega var þetta þægi- legra þegar fjölbreytnin var ekki eins mikil og fermingardrengurinn var í sams konar jakka- fótum og aft hans. En við getum öll verið sammála um að miklu skemmtilegra er þegar við erum ekki öll eins og hver skapar sinn eigin sérstaka stíl. Tvö eða þrjú hnappagöt Jakkafótin era með klassísku sniði og í dag leggja hönnuðir og framleiðendur áherslu á að jakkafötin séu vel sniðin og reynt er að líkja eftir klæðskerasaumuðum fötum. Efhi era vönduð, mestmegnis ull, en þó er ýmsum gerviefhum blandað saman við ull- ina. Þetta er ekki gert í þeim tilgangi að auka styrk fatanna, eins og matgir kynnu að halda, heldur eru gerviefhin nýtt til að skapa skemmtilega áferð á ullarefhin. Ráðandi litir eru eins og alltaf dökkir, svo sem svartur og dökkgrár, en auk þess er ólífhgrænn og aðrir við hæfi á meðan karlmaður sem starfar í jarðlitir nokkuð algengir. Hnappagötin era Þtátt fyrir að allir þessir aðilar hefðu mis- munandi skoðanir á því hvað væri í tísku hjá karlmönnum þá vora þeir sammála um nokk- ur atriði. í fyrsta lagi að tískan væri mjög fjöl- breytt, þannig að allir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. í öðra lagi að litir væru að verða meira áberandi, og þá einkum í svokölluðum minni flíkum eins og skyrtum og bolum, og í þriðja lagi að fellingar á bux- um væra að hverfa. Áhrifa snjóbrettatiskunn- ar er farið að gæta í tískufötum fyrir unga herra því sjá má bæði buxur og vesti úr snjó- buxnaefni í tískuverslunum. Svoleiðis buxur þykja fara vel við fallegar peysur sem mikið verður um í vetur. Reyndar var það haft á orði að nú væri í tísku að klæða sig eftir veðri. Nú, sem endranær, era mismunandi kröfur gerðar til klæðaburðar mismunandi hópa. Sem dæmi má nefha að starfi menn við viðskipti og verðbréf þá séu jakkafót, skyrta og bindi ýmist tvö eða þijú þó maigir kjósi að hneppa aðeins efstu tölunni. Buxumar era fellingar- lausar eða með einni fellingu og nær ekkert er urn uppábrot og buxnastrengurinn er lægri sem væntanlega era áhrif frá hinni svoköll- uðu skopparatísku þar sem allir vora með buxumar á hælunum.Upplýsingar sem feng- ust um vídd buxnaskálma vora hins vegar mjög misjafhar því bæði var okkur sagt að þær væra að þrengjast og væra næstum inn- víðar og einnig að þær væra að vikka og ættu að vera talsvert mikið útvíðar. Ætli það sé ekki best að vera í buxum með beinum skálmum? Frjálslegt útlit vinsælt Því hefur verið haldið fram að búið sé að finna upp hið fuilkomna snið á skyrtu og því sé breytingin á þeim eingöngu falin í efnis- og litavali. Töluvert er lagt upp úr því að skyrtumar séu Iéttar og þægilegar og umhirða þeirra auðveld. Hvítar skyrtur era hjá ýmsum hópum karlmanna ómissandi á meðan aðrir, og þá sérstaklega þeir sem yngri era, kjósa frekar einhveija skemmtilega liti. Alls kyns litir era í tisku núna og meðal þeirra lita sem vora nefndir era gulur, appelsínugulur, ma- hónírauður og ólífugrænn. Það er því ljóst að það er ýmislegt sem þykir flott um þessar mundir. Allir viðmælendumir vora þó sam- mála um að skyrtur samlitar jakkafötunum og bindi sem era samlit skyrtunum væri ekki meðal þess sem þykir „in“ í dag. Ekki þykir nauðsynlegt að nota bindi með skyrtunum, frjálslegt útlit er vinsælt auk þess sem sumar skyrtur eru með skrautlegum hnöppum sem gera bindi óþörf. Hjá ungum mönnum hefur það aukist að við jakkafót hafi bolir tekið við af skyrtunum. Sömu söguna er að segja af bindum og skyrtunum. Þau era í öllum litum og mörgurn skemmtilegum áferðum, auk þess sem mynstruð efni era farin að sjást aftur. Þá er ekki verið að tala um mynstur sem mynduð era með miklum andstæðum litum heldur eru þau ofin í einlitt efnið. DOCKERS NANOQ+ - lífið er áskonm! OROBLU haustlínan væntanleg á alla útsölustaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.