Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 12
28 MIÐVKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Gleraugu eins og skartgripur Edda Níels gleraugnasali: Straumamir í gleraugum em mjög mis- munandi eftir þeim löndum sem við verslum við. Þetta sígilda stendur samt alltaf fyrir sínu. Það verður að sníða gleraugnaval eflir hvetjum og einum. Það sem klæðir viðkom- andi best er í raun alltaf í tísku. Línan hefur samt farið frekar stækkandi. Efni: Plastið er að aukast og svo er stál, léttur málmur, að koma mikið inn á markað- inn. Títanið er búið að vera inni lengi en nú er að koma stál í ódýrari kantinum. Form: Köntuð gleraugu em vinsæl núna. Mörg tískumerki koma samt bæði með könt- uð og ávöl form. Litir: Miklir lit- ir, grænt, rautt og blátt. Mér finnst þetta svarta vera að detta út. Viðhorf unga fólksins til gler- augna hefitr breyst þannig að það er kynslóðabil. Unga fólkið vill skipta oftar og velur gler- augu eftir klæðnaði og tísku hverju sinni. Gleraugu em ekki bara nauð- synjahlutur heldur em þau orðin næst- um því eins og skartgripur. Efnismiklar umgjarðir Sigurður Óli Sigurðsson sjóntækja- fræðingur: Gleraugnatískan er mjög fjölbreytt, sér- staklega hjá yngra fólki. Fólk vill efnismiklar umgjarðir sem sjást. Efni: Títanmálmurinn er alltaf vinsæll en einnig þetta svokallaða þýska silfúr og stál. Fólk vill hafa hann fremur i efhismikinn og sandblásin áferð er vinsæl. Efnismikil | plastgleraugu era alltaf vin- sæl. Form: Hvöss form. Fyrir herra em gleraugu köntuð, i kassalöguð. Fyrir dömur em meira teygð form ýmist köntuð eða ávöl. Litir: Dökkir litir ffernur en ljósir, mattir litir era enn vinsælir. Sterku litimir, sem hafa verið í Frakklandi og á Ítalíu, hafa ekki náð hingað. Herrar vilja mött svört og mött grá. Hjá dömunum hafa gleraugu sem em ekki al- veg glær verið vinsæl, reyklituð og með blá- um og gráum tónum. Fólk er farið að kaupa sér fleiri gleraugu. Fólk á t.d. sér tölvugleraugu, sér lesgleraugu, sér sólgleraugu með styrkleika o.s.ffv. Gleraugnanotandi í dag, sem notar gleraugu ffá því hann vaknar og þar til hann fer að sofa, á tvenn til þrenn gler- Ekki ba ra ramrni til að halda glerjum Gylfl Björns- son sjóntækja- fræðingur: Gleraugnatísk- an er að verða meira áberandi, annaðhvort er það gert með því að hafa umgjörðina þykkari eða að fara út í óvenjuleg form. Umgjarðir em svolítið að stækka. Efni: Leiser- skorinn málmur sem gefúr þann möguleika að málmurinn verður þykkari og meira áberandi. Margir vilja líka plastumgjarðir sem verða þá þykkari og meiri. Form: Allt milli himins og jarðar. Mik- ið kassalagað. Við eram samt með allt frá kringlóttu í kassalagað. Að- alatriði er að það er sama hvaða form er notað, bara að það sjáist vel. Litir: Litir eru hreinir, t.d. rautt, grátt, blátt, brúnt og svart. Litimir era off dökkir og aðeins farið að fara út í glansandi liti sem gefúr að- eins meira gla- mor-yfirbragð en þessir möttu litir sem hafa verið. Einnig er algengt í plasti að vera með dökkan lit efst og glæran á bak við. Fólk er farið að átta sig á því að gler- augu séu ekki bara rammi til að halda gleijunum fyrir ffaman augun svo maður sjái, heldur era gleraugu orðin hálfgerðir skartgripir. Mikilvægasta samband manna á milli er augnsambandið þannig að margir sem nota gleraugu era famir á átta sig á því að þeir geta notað þau til að ná sterkara augnsambandi við fólk, ekki endilega með djörfúm gleraugum heldur bara fallegum gleraugum sem tekið er eft- ir og gera eitthvað fyrir andlitið. <&Columbia “ Sportswear Company® ^ NANOQ+ - lífið er áskomn! Gunnella Jónsdóttir hefur safnað gleraug- um af óstríðu í fimmt- ón ór: Gleraugnasafnarinn Gunnella „Ég hef mest gaman af gleraugum sem eru listmunir út af fyrir sig. “ Gleraugu ©ru skartgripir „Ég bytjaði að nota gleraugu sem krakki en þau urðu ekki árátta hjá mér fyrr en fyrir kannski 15 áram,“ segir Gunnella Jónsdóttir sem er húsmóðir í Hafnarfirði og starfar að markaðsmálum í lausamennsku. Gunnella á mikið gleraugnasafn, nítján venjuleg gleraugu og þau tuttugustu á leiðinni, auk fimm sólgleraugna með styrkleika. „Nýju gleraugun eru klassísk með svartri spöng,“ segir Gunnella. „All- ar konur þurfa að eiga svoleiðis gler- augu.“ Annars verður að segjast að Gunnella nýti gleraugun sín vel. „Eg á spangir sem era tíu ára og ég er enn að nota,“ segir hún og að minnsta kosti þrenn af sólgleraug- unum hennar fúnm era í notkun. Gunnellu leiðist mjög að sjá fólk með illa farin gleraugu, brotin og límd. Að hennar mati skipta gleraugun jafnmiklu máli og skór. „Fólk á kannski tuttugu pör af skóm sem hafa safnast að því gegnum árin en gengur svo með sömu gleraugun árið um kring, á kannski hvorki varagler- augu né sparigleraugu,“ segir Gunnella. „Þetta er líka viss lífsstíll að klæða sig upp og klára málið með því að setja upp gleraugu sem era ekki þau sömu og notuð eru dagsdaglega." Gunnellu finnst gaman að kaupa og eiga falleg gleraugu. „Ég skal fúslega við- urkenna að gleraugu era árátta hjá mér,“ segir hún en hún hefúr aðallega keypt sér gleraugu sem era alveg einstök og hvorki koma né fara úr tísku. „Þó er alltaf gaman að eiga ein gleraugu sem eru í tísku akkúrat núna.“ í dag vera m Ríidiger Seidenfaden, sjóntækja- fræðingur og gleraugnasárfræðingur: Gleraugnatískan er þægileg og létt. Fólk vill annaðhvort áberandi umgjarðir eða umgjarðir sem sjást mjög lítið. Sér- er flott að eð gleraugu staklega velur fólk nú lítið áberandi gler- augu fyrir böm. Lítil gleraugu eru einnig frekar í tísku en stór. Efni: Tískuorðið í dag er títan. Nú era líka að koma fram ódýrari efni, t.d. það sem kallað er eðalstál. Form: Kassalagað, ekki lengur spor- öskjulagað. Litir: Svart. íslendingar vilja helst alltaf svart. Það hefúr verið þannig síðast- liðin 15-20 ár. Dökkbrúnt og koparlitað er líka vinsælt í málmumgjörðum. Plast- umgjarðir með mörgum litum era líka vinsælar. Gleraugu í dag era meira en nokkra sinni tengd tísku. Þau eru ekki bara eitthvað sem fólk þarf að vera með heldur eitthvað sem er flott að vera með. Fólk á orðið nokkur pör af gleraugum eins og t.d. buxum. f dag er flott að vera með gleraugu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.