Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 6
6 ___________________________________________________MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 Fréttir iy%r Mannshvörf á íslandi á árabilinu 1950 til 1999: 40 manns hafa horfið sporlaust Frá árinu 1950 til 1999 hurfu 40 manns sporlaust á íslandi - og eru þá þeir undanskildir sem farist hafa við störf á sjó. Samkvæmt upplýs- ingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur lögreglan rannsakað þrjú þessara 40 mannshvarfa sem grun- samleg athæfí. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yflrlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóraembættinu, kveða lög á um að rannsókn fari fram á öllum mannshvörfum þótt ekki leiki grunur á að refsivert at- hæfi hafi verið framið. “Þessi mál sættu rannsókn eins og lög gera ráð fyrir en þóttu ekki gefa tilefni til frekari aðgerða af hálfu lögreglu og ákæruvalds," sagði Guðmundur. Óþekktar líkamsleifar Svokölluð ID-nefnd hefur verið starfandi á fslandi síðan árið 1989. Hún er skipuð lögreglumanni, tæknirannsóknarlögreglumanni, réttarlækni og tannlækni sem eru þjálfaðir í að bera kennsl á menn sem týnt hafa lífi í hópslysum eða náttúruhamfórum, svo og óþekkt lík eða líkamsleifar sem finnast. Á síðasta ári setti Ríkislögreglu- stjóraembættið saman heildarskrá yfir horfna menn og tók upp nýtt tölvukerfi sem flokkar mannshvörf. Upplýsingum um mannshvörf allt aftur til ársins 1945 hefur verið safn- að saman og þær settar inn í þetta Guðmundur Björgvln G. Guöjónsson. Sigurösson. kerfi sem er samræmt fyrir öll Norðurlöndin. Hjá lögreglunni liggja nokkur óupplýst mál þar sem ekki hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar sem fundist hafa. í flestum tiifellum er þá um að ræða líkamsleifar sem fundist hafa í sjó. Búist er við að nýja flokkunarkerfið muni aðstoða við að bera kennsl á sams konar lík- amsleifar. “Mikil áhersla er lögð á að safna sem mestum upplýsingum um horfna menn. Það eykur líkur á því að með skjótum og öruggum hætti sé hægt að kveða á um hverjum lík- amsleifar sem finnast tilheyri," sagði Guðmundur. Hann bætti þvf við að íslenska ID-nefndin hefði not- að gagnagrunninn í fyrsta sinn við vinnu sína við rannsókn lífamsleifa í Kosovo á síðasta ári. Þrjú hugsanleg morðmál Síðastliðið haust fór Björgvin G. Fá mannshvörf rannsökuð sem sakamál: Þrjú mál rannsökuð sem morð Af þeim 40 málum síðustu 50 árin þar sem menn hafa horflð sporlaust hefur lögreglan aðeins rannsakað þrjú þeirra sem hugsanleg sakamál. Lík þessara þriggja manna hafa aldrei fundist. Dómur féll í tveimur þessara hvarfa en hið þriðja er enn óupplýst og er því haldið opnu. Guðmundar- og Geirfinnsmálið Þekktustu mannshvörfin á ís- landi eru án efa Guðmundar- og Geirflnnsmálin. í janúar 1974 hvarf 19 ára piltur, Guðmundur Einars- son, sporlaust eftir að hafa verið að skemmta sér í Hafnarfirði. Lögregl- an gerði lengi vel ráð fyrir að hann hefði orðið úti en fljótlega var farið að kanna hvort hann hefði verið myrtur. í nóvember sama ár hvarf Geirfinnur Einarsson. Grunur lék á að hann hefði átt í landaviðskiptum við hugsanlegan banamann sinn en svo virtist sem Geirfmnur hefði átt stefnumót við ókunnan mann í Keflavík kvöldið sem hann hvarf. Rannsókn þessara tveggja manns- hvarfa var síður en svo einfold, þar sem framburður sakbominga var mjög á reiki, en talið var að þau tengdust. Fjöldi manns var hneppt- ur i gæsluvarðhald sem lauk með þvi áð Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson, Erla Bolladóttir, Tryggvi Rúnar Leifsson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru dæmd til fangelsis- vistar. Líkin hafa hins vegar aldrei fundist og hafa verið uppi marg- raddaðar deilur í þjóðfélaginu um réttmæti dómanna síðan þeir voru felldir. Valgeirsmálið Ungur Reykvíkingur, Valgeir Víð- isson, hvarf að heiman frá sér á Laugavegi fyrir rúmum sex árum síðan. Allt útlit er fyrir að Valgeir hafi bara ætlað að skreppa út því þegar hvarf hans uppgötvaðist kom i ljós að Valgeir hafði skilið sjónvarp- ið eftir í gangi, mynd sem hann var að teikna lá ókláruð á borðinu og um 8 þúsund ánamaðkar, sem Valgeir hafði tínt, voru geymdir í kössum og boxum í kjallara hússins. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hefur lögreglan enn ekki útilokað þann möguleika að Valgeir hafi verið myrtur og er málinu haldið opnu. -SMK Mannshvörf á íslandi. Alls hafa 40 manns horfið sporlaust á síöustu 50 árum. Sigurðsson, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, fram á að dóms- málaráðuneytið kannaði fjölda óupplýstra mannshvarfa (ef frá eru taldir sjómenn við störf á sjó) á ís- landi síðan á stríðsárunum og hve oft lögreglan hefði rannsakað mannshvörf sem hugsanleg morð- mál. Einnig fór Björgvin fram á að upplýst yrði hve oft lögreglan hefði rannsakað mannshvörf vegna gruns um ólöglegt athæfi en látið mál nið- ur falla og hve oft dómstólar hefðu dæmt í málum þar sem um hefði verið að ræða óupplýst mannshvarf. í svari dómsmálaráðherra til Björgvins kemur fram að ekki liggi fyrir endanlegar upplýsingar um hve oft grunur hefur leikið á um að morð hafi verið framið þegar menn hafa horfið. “Því er að hluta til stuðst við minni lögreglumanna þegar nefnd eru þrjú mannshvörf sem „hugsan- leg sakamál". Um tvö þeirra er vís- að í dómasafn Hæstaréttar í máli nr. 89/1980, svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þriðja manns- hvarfið, frá árinu 1994, er enn i rannsókn hjá lögreglunni og er óupplýst," segir í svarinu. Með þeim fyrirvara að ekki eru til upplýsingar um öll þessi mál og að fara þarf í gegnum bækur hjá lögregluembættunum 27 til þess að kanna þau öll segir í svari dóms- málaráðherra að af þessum 40 mál- um hafi eitt verið rannsakað vegna gruns um ólöglegt athæfi en verið látið niður falla. 1 því tilviki var tveimur mönnum ráðinn bani um borð i skipi á sjó árið 1980. Líkur þóttu á að hinn grunaði hefði síðan tekið sitt eigið líf með þvi að fara fyrir borð og var málið þá látið nið- ur falla. Upplýsingar gloppóttar Dómstólaráð sagðist ekki hafa haft tök á að kanna hversu oft á síð- ustu 50 árunum dómstólar hafa dæmt í málum þar sem um er að ræða óupplýst mannshvörf þar sem upplýsingar héraðsdóma ná ekki mjög langt aftur 1 tímann. Flest þau mál sem tilgreind voru - ekkert þeirra eldra en 12 ára - voru tekin til umfjöllunar til þess að hægt væri að skipta búum hinna horfnu. Samkvæmt lögum verða þrjú ár að líða áður en hægt er að úrskurða horflnn mann látinn og þarf þá dómaraúrskurð til þess. -SMK DV-MYND JÚLlA Broshýrir skipverjar Sigþór Rúnarsson, Jón Sigmar Jóhannsson stýrimaður og Úlfar Bíldal, skip- verjar á Jónu Eðvalds, voru glaðir í bragði þegar þeir voru að landa fyrstu síld haustsins. Fyrsta síldin til Hornafjarðar Fyrsta síldin á þessu hausti barst til Hornafjarðar í dag lS.sept. Jóna Eðvalds SF fékk um hundrað tonn af stórri og góðri síld út af Berufirði og landaði henni hjá Skinney-Þinga- nesi. Síldin fer í flökun. Jón Sigmar Jóhannsson stýrimaður á Jónu Eö- valds sagði að lítið hefði fundist af síld ennþá en þetta hlyti að fara að glæðast og skipið heldur aftur til veiða þegar búið er að landa. -JI Sandkorn _ _ ’ Urnsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Margir kallaðir til Það er sleg- ist um vana blaðamenn þessa dagana og á dögunum auglýsti tíma- ritið Séð og heyrt eftir blaðamanni til starfa við hlið þeirra Bjarna Brynjólfssonar og Kristjáns Þor- valdssonar. Auglýsingin birtist í tvígang í Mogga en eitthvað hafa undirtektir efnilegra kandídata ver- ið dræmar því bæði Bjami og Kristján hafa hringt í ákafa í girni- lega blaðamann að undanförnu og beðið þá um aðstoð. Það er nefni- lega í slúðrinu eins og öðrum starfsgreinum að það eru margir kallaðir en fáir útvaldir... Það hiaut að vera Afgreiðslu- stúlkur í KÁ á Selfossi furð- uðu sig mjög á því hvað mikið var far- ið að seljast af bleium í | versluninni. j Þó þær fréttu nú ýmislegt f gátu þær engan veginn komið því heim og saman að svo miklar bameignir hefðu verið í bænum undanfarin misseri að þær gætu skýrt alla bleiusöluna. Þá fannst þeim skrýtið að megnið af sölunni var í stærstu gerð af bleium. Skýringin kom hins vegar í ljós þegar þær sáu DV í gær um sjómanninn sem fékk húrrandi salmonellurenning af því að borða rækjusamloku. Brá þeim mjög í brún en önduðu fljótlega léttar er þær sáu að samlokan var ekki úr KÁ heldur hafði hún verið keypt í Hveragerði... Spenafjölskyldur Ekki eru allir Vest- mannaeying- ar sammála þeim brekku- söng sem Ámi John- sen, formað- ur sam- göngunefnd- ar, stýrir dagana gegn Vegagerðinni og Samskipum. Það hefur auðvitað vakið athygli í eyj- um að bæði Samskip og Vegagerð- in telja að hægt sé að reka ferjuna Herjólf fyrir 200 milljónir, eða minna, á ári. Núverandi útgerð tel- ur hins vegar ómögulegt að reka ferjuna fyrir minna en 325 milljón- ir. Þykir sumum Eyjamönnum þetta staðfesting á því sem lengi hefur verið haldið fram að nokkrir einstaklingar hafi árum saman makað krókinn á rekstri Herjólfs þótt reikningarnir hafi ávallt sýnt núllrekstur. Er 1 þessu sambandi rætt um „spenafjölskyldurnar" hans Áma... Babb í bát Meintar ólöglegar hreindýra- veiðar aust- ur á fjörðum hafa vakið talsverða at- hygli. Lög- regla inn- siglaði hreindýrs- skrokka sem síðan hurfu á braut. Erla Guðjóns- dóttir á Seyðisfirði orti um þetta eftirfarandi vísu: Nú er komlð babb í bát, bændur geyma þýfi. Hreindýrið sem einhver át, aftur sást á lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.