Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 12
12 Útlönd MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 DV Fram til orrustu Filippseyskir hermenn yfirgefa búöir sínar á Jolo-eyju til aö berjast vjö uppreisnarmenn múslíma sem hafa fjölda gísla á valdi sínu. Mannræningjar á Jolo-eyju á flótta Fjölmargir uppreisnarmenn múslíma á Jolo-eyju á Filippseyjum lögðu á flótta þaðan í gær undan árásum filippseyska hersins. Til- gangur hemaðaraðgerðanna var að frelsa gíslana 22 sem uppreisnar- mennirnir hafa í haldi. Nokkrir uppreisnarmenn hafa fallið i árás- unum og fleiri hafa verið teknir höndum. Stjórnvöld á Filippseyjum sögðu síðdegis í gær að gíslamir væru all- ir á lífi. „Allar fregnir um að nokkrir gísl- anna hafi fallið eru rangar að því er við best vitum. Allir eru á lífi,“ sagði herforinginn Angelo Sayyaf, eftir að hann hafði greint Joseph Estrada og stjórn hans frá gangi mála. Frönsk stjómvöld sögðu í gær að þau hefðu ekki neinar traustar upp- lýsingar um hagi tveggja franskra gísla. Frakkar eru andvígir hemað- araðgerðum Filippseyjastjórnar. VIII lægri skatta á bensín og bíla Angela Merkel, leiðtogi kristi- legra jafnaðarmanna sem eru í stjórnarandstöðu í Þýskalandi, hvatti til þess í gær að álögur á elds- neyti og bíla yrðu lækkaðar. Hún hitti fulltrúa flutningabílstjóra og bænda um helgina. Stjórnvöld sögðu að þau hefðu aft- ur á móti engin áform um að lækka umhverfisskatta eða aðra eldsneyt- isskatta. Stjórnvöld ætla að ræða leiðir í vikunni til að létta ýmsum hópum byrðina vegna hás eldsneyt- isverðs, svo sem eftirlaunaþegum, láglaunafólki og þeim sem þurfa að ferðast um langan veg í og úr vinnu. Þýskir fjölmiðlar sögðu í gær að stjórnin myndi hittast þegar í dag, mánudag, til að ræða aðgerðir. Þýskir flutningabílstjórar og bændur mótmæltu háu eldsneytis- verði í síðustu viku, eins og kolleg- ar þeirra víða í Evrópu, en engin mótmæli vora í gær. Fellibylurinn Gordon stefnir á Flórída: Þúsundum skipað að fara að heiman Um 280 þúsund manns var skipað að yfirgefa heimili sín í dreifðum byggðum við Mexíkóflóaströnd norðanverðs Flórída í gær vegna flóðahættu af völdum fellibylsins Gordons sem stefndi þangað. Veðurfræðingar áttu von á því að fellibylurinn myndi ná landi ein- hvern tíma í nótt að íslenskum tíma. Yfirvöld vöruðu við því að veðurhamurinn kynni að valda flóð- um og einnig var talið að úrhellis- rigning gæti skapað hættu. Ský- strokkar gætu einnig myndast af völdum fellibylsins. Skemmdir að öðru leyti gætu þó orðið litlar, að sögn embættismanna. Hvassviðri og úrhellisrigning var við Mexíkóflóaströnd Flórída í gær. Fólk í borgum og bæjum hamstraði matvæli og aðrir leituðu skjóls í sér- stökum miðstöðvum. Hermenn í þjóðvarðliðinu voru við öOu búnir, svo og björgunar- sveitir. Starfsmenn geimferðastöðv- Fellibylur yfir Mexíkóflóa Svona leit fellibylurinn Gordon út þegar gervitungl tók mynd af honum á föstudag. Stormurinn stefndi á Flórída í gærkvöld og búist var viö aö hann myndi valda flóöum. arinnar á Canaveralhöfða voru einnig við öllu búnir í gær ef óveðr- ið skyldi taka stefnuna þangað. „Þessi fellibylur mun hafa áhrif í öllu ríkinu," sagði Jeb Bush ríkis- stjóri í stjómstöð almannavama i ríkishöfuðborginni Tallahassee. Rikisstjórinn sagði fréttamönn- um að íbúar hvarvetna á Flórída ættu að taka alvarlega hættuna af völdum Gordons, ekki aðeins fólk sem býr þar sem auga fellibylsins fer yfir. Að sögn sérfræðinga í fellibylja- miðstöðinni í Miami mun draga úr veðurhamnum um leið og Gordon fer yfir land. Vindhraðinn í gær mældist um 280 kílómetrar á klukkustund. Gordon gerði mikinn usla i Mið- Ameríkuríkinu Gvatemala þegar hann fór þar yfir. Nítján létust af hans völdum og fleiri slösuðust. Gordon er sjöundi fellibylurinn sem fær nafn á þessu tímabili. Grjótkast á Gazaströndinni Þeir voru ekki allir háir í loftinu, Palestínumennirnir, sem lentu í átökum viö ísraelska hermenn í gyöingalandnema- byggöinni Netzarim á Gazaströndinni í gær. Palestínumennir köstuöu grjóti í hermennina sem svöruöu meö því aö skjóta gúmmíhúöuðum kúlum á ungmennin. Aö minnsta kosti fimm Palestínumenn slösuðust og einn ísraelskur her- maöur fékk stein í andlitiö. Átökin við landnemabyggöina hófust á laugardag. Kjarnorkuver í Úralfjöllum: Litlu mátti muna að stórslys yrði Hetjuleg framganga starfsmanna kjamorkuvers í Úralfjöllunum i Rússlandi kom í veg fyrir að þar yrði stórslys á borð við það sem varð í Tsjemobýl-kjarnorkuverinu í Úkraínu árið 1986. Það er mesta kjarnorkuslys sem nokkum tíma hefur orðið í heiminum. Þetta er haft eftir Aleksei Jablokov frá Miðstöð fyrir umhverf- isvandamál í Rússlandi í breska blaðinu The Observer í gær. Hann segir að aðeins hafi munað þrjátíu mínútum. Rússnesk yfirvöld fullyrða að full tök hefðu verið á ástandinu þegar straumrof varð í þremur kjama- kljúfum í Belojarskverinu, ásamt Majakverinu, í síðustu viku. Fyrstu rannsóknir benda til að skammhlaup hafi orðið í kjama- kljúfnum. Ekki liggur ljóst fyrir hver ástæða skammhlaupsins var en ekki þykir ólíklegt að slælegu viðhaldi hafi verið um að kenna. Skyndilegt straumrof í kjam- orkuverum, sem eiga að að vera stöðugt í gangi, getur skapað stór- hættu, að því er danska fréttastofan Ritzau hefur eftir breska blaðinu. Heimildarmenn Observer segja að ein vararafstöð í Belojarskverinu hafi ekki farið í gang eins og hún átti að gera. Af þeim sökum hætti kælikerfi eins kjarnaofnsins að virka. Því varð hitastigið í kjama ofnsins hættulega hátt en starfs- mönnum tókst að gera við varaafl- stöðina á hálftíma. Eftir annan hálf- tíma hefði allt sprungið. Stuttar fréttir Rushdie úthúðar London Breski rithöfund- urinn Salman Rushdie, sem ílutti frá London til New York fyrir nokkr- um mánuðum, seg- ir 1 viðtali við New York Times að baknag einkenni í London og að borg- engan innblástur. Lést undir stýri Danskur rútubílstjóri lést af hjartaáfalli undir stýri á hraðbraut á sunnanverðu Sjálandi á laugar- dag. Slys hlaust af og slösuðust um þrjátiu farþegar lítillega. Mannskætt í Kólumbíu Að minnsta kosti nítján hermenn og sjö skæruliðar marxista féllu í hörðum bardögum um eina helstu smyglleið fyrir vopn og fíkniefni í Kólumbíu, að því er yfirvöld þar greindu frá í gær. Bush biðlar til millistéttar George W. Bush, ríkisstjóri i Texas og forsetaefni repúblikana, biðlaði í gær til bandarískrar milli- stéttar fyrir kosningamar í haust og gaf út sérstaka stefnuskrá henni til handa. Þar er meðal annars rætt um skatt og menntun. Sendinefnd til Tsjetsjeníu Sendinefnd frá Evrópuráðinu kom til Moskvu í gær á leið sinni til Tsjetsjeníu þar sem kanna á hvort Rússar standi við loforð um að virða mannréttindi í héraðinu þar sem þeir hafa barist við uppreisnar- menn síðastliðið ár. írönum kennt um árás Stjórn Saddams Husseins i írak seg- ir að útsendarar írana hafi skotið þremur flugskeyt- um á íbúðarhverfi i Bagdad á sunnu- dag. írakar segja að einn maður hafi slasast í árásinni og að fjöldi húsa hafi eyðilagst. Aiiir áttburarnir fæddir ítölsk kona fæddi í gær börnin sjö sem eftir voru af áttburunum sem hún gekk með. Eitt barnið dó fljótlega. Fyrsta barnið af átta fæddist fyrir helgi. Hægrimenn sækja á Kosningabandalag mið- og hægri- flokka á Ítalíu myndi sigra núver- andi stjórnarflokka í kosningunum á næsta ári ef marka má fylgiskann- anir. bókmenntalífið in veiti honum Hague lofar mótmælendur William Hague, leiðtogi breskra íhaldsmanna, bar í gær lof á þá sem tóku þátt í mót- mælaaðgerðunum gegn háu eldsneyt- isverði í Bretlandi á dögunum. Deilan varð til þess að Verkamannaflokkur Blairs missti forskot sitt á íhaldið. ETA-félagar handteknir Franska lögreglan handtók um helgina ellefu menn sem grunaðir eru um aðild að ETA, aðskilnaðar- samtökum Baska. Frakkar hafa hert aðgerðir sínar gegn ETA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.