Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 33
53 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 DV Tilvera Geráu uel uiá barniá þitt Skráning er hafin á 14 vikna barnanámskeið í Heilsugarði Gauja litla sem hefjast 19. og 21. sept. Barnanámskeiðin eru aldursskipt, 7-9 ára og 10-12 ára. Námskeiðin eru ætluð börnum sem eiga við offitu að stríða. Unnið er náið með foreldrum sem fá fræðslu frá næringarráðgjafa, lækni, hjúkrunarfræðing og öðrum fræðingum sem málinu tengjast. Eftir tveeeia ára reynslu okkar vitum við að námskeiðið skila goöum árangri,eykursjálfstraustogl.fegleö. barnsins þíns. Takmarkaður fjold. þátttakenda gerir namske.ð.ð persónulegra og árangursr.kara. Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegum nýjungum og fjölda þekktra gestakennara. HEILSUGARÐUR GAUJA LITLA Upplýsingar og skráning í síma 561-8585 Sigurður Flosason gerir fyrsta samning sinnar tegundar á íslandi: Flotinn endurnýjaður Loksins, loksins: Mikki og Katazeta gift- ast í New York Hollywoodstjörnurnar Michael Douglas og Catherine Zeta Jones hafa loksins komist að niðurstöðu um hvar þau ætla að láta pússa sig saman. New York verður það, heillin, og að athöfn- inni lokinni verður slegið upp veislu á hinu glæsilega Plaza-hóteli. Að sögn breska blaðsins Mirror gerist þetta þann 18. nóvember. Talsmaður Michaels sagði blaðinu að hjónaleysin vildu eyða öllum sögu- sögnum um veislustaðinn í eitt skipti fyrir öll. „Plaza-hótelið í New York var bók- að fyrir mörgum mánuðum og aldrei hefur verið spurning um að halda veisluna annars staðar. Þetta er stór- kostlegur staður og fullkominn fyrir stóra daginn þeirra," sagði talsmaður- inn. Katazeta hefur stundað líkamsrækt af kappi frá þvi Dylan, sonur þeirra, kom í heiminn í ágúst. Hún er stað- ráðin í að ná aftur fyrra vaxtarlagi áð- ur en hún klæðist brúðarkjólnum. „Það er einstakt og algerlega ómetanlegt að fá svona upp i hend- urnar,“ segir Sigurður Flosason, þjóðþekktur saxófónleikari, flautuleikari, klarínettuleikari með meiru, þar sem hann stendur í fund- arherbergi DV umkringdur stóru safni af dýrindis (og fokdýrum) hljóðfærum. Hljóðfærahúsið gerði samning við Sigurð í vikunni, þann fyrsta sinnar tegundar hér á landi, um að hann aðstoðaði verslunina við kynningu á hljóðfærum frá Yamaha í tvö ár. í staðinn fær hann til eignar flautur, klarínett og saxó- fóna af nýjustu og bestu gerð að heildarverðmæti um 2,7 milljónir króna. Sérsmíðuð hljóðfæri „Samningurinn gengur út á það að Hljóðfærahúsið endurnýjar hljóðfærin min, allan flotann, mér að kostnaðarlausu gegn því að ég verði talsmaður þessarar frábæru vöru sem ég hef reyndar notað svo til eingöngu fram að þessu,“ segir Sigurður glaðbeittur. - Þér fmnst ekki að þú sért að selja þig? „Nei,“ segir hann, „mér myndi kannski finnast það ef ég hefði ver- ið að nota aðrar gerðir hingað til en fyrsta hljóðfærið sem ég eignaðist, árið 1973, þegar ég var níu ára, það var Yamaha flauta og síðan hef ég að langmestu leyti verið trúr þessu merki. Minn gamli kennari í Amer- íku, Eugine Rousseau, einn frægasti klassíski saxófónleikari í heimi, er aðalráðgjafi Yamaha í saxófónhönn- un. Ég var hjá honum í fimm ár og fylgdist þá með þróun í hönnuninni frá fyrstu hendi.“ „Þetta byrjaði þannig að Sigurður fór að skoða bæklinga hjá okkur með endurnýjun í huga og þá kom í ljós að hann hafði mestan áhuga á sérsmíðuðum hljóðfærum, algerri hágæðavöru sem við höfðum aldrei flutt inn. Okkur langaði mikið til að fá svona hljóðfæri til landsins og þarna var tækifæri,“ segir Jóhann Ingvason verslunarstjóri. „Þessi efsti klassi er í rauninni bara framleiddur eftir pöntunum," bætir Sigurður við. Þeir útskýra að algengt sé erlend- is að framleiðendur hljóðfæra ráði sér þekkta hljóðfæraleikara til að kynna gripina, en hvað þýðir „kynning" í þessu sambandi? „Hún þýðir að þeir geta haldið því á lofti að ég leiki á þessi hljóð- færi,“ segir Sigurður, „og ég leik kannski á kynningum fyrir hljóð- færakennara og þess háttar. Aðal- lega er þeim frjálst að nota nafnið mitt í tengslum við þetta merki þessi tvö ár, svo sjáum við til hvem- ig samstarfið þróast." Kemur víða við „Það er rétt að taka fram að þessi samningur hindrar Sigurð ekki á neinn hátt í að nota önnur hljóð- færi, það væri út í hött,“ segir Jó- hann. „Hann á sinn gamla Selmer Sigurður Rosason faömar nýjan tenórsaxófón Meö honum á myndinni eru átta ný hljóöfæri í viðbót, þrír saxófónar, þrjár flautur og tvö klarínett. altsaxófón sem hann ætlar ekkert að skilja við sig. Enda er það fá- heyrt að sami maðurinn spili á svona mörg hljóðfæri og noti þau kannski mörg á sömu tónleikun- um.“ „Já, ég kem víða við í tónlistarlíf- inu,“ viðurkennir Sigurður. „Ég spila fyrst og fremst djass en leik líka klassíska músík og stundum popp, starfa mikið í leikhúsum og spila inn á plötur ... og ég hef ekki fundið nein önnur hljóðfæri sem nýtast mér jafnvel á þessum breiða vettvangi." -SA New York, New York Dásamleg borg, og þess vegna ætla þau Michael Douglas og Catherine Zeta Jones aö láta þússa sig saman þar og hvergi annars staðar. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.