Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 7
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 DV 7 Fréttir Sýslumaður Skagfirðinga segir félagsheimilin athvarf unglinga: Vill banna ölvun á almennum dansleikjum „Nú þegar unnið er að forvörn- um á mörgum vígstöðvum tel ég óviðunandi að félagsheimili séu at- hvarf fyrir unglinga sem vilja drekka sitt áfengi í friði undir vernd lögreglu," segir Ríkarður Másson, sýslumaður Skagtirðinga, í bréfi sem hann sendi sveitar- stjóm Skagafjarðar og nefndum fé- lagsmála og menningar- og íþrótta- mála í sveitarfélaginu. Sýslumaður leggur til að samkomuhúsum sem ekki hafa vínveitingaleyfi verði lokað klukkan eitt þannig að sá sem fer út eftir þann tíma veröi að greiða aðgangseyri við inngöngu að nýju, að unglingar yngri en 18 ára fái ekki aðgang að almennum dansleikjum, að mælt verði fyrir um að ölvun sé bönnuð á almenn- um dansleikjum og samkomuhöld- urum gert skylt að taka það fram i auglýsingu um dansleikinn. Sýslumaður leggur áherslu á það í bréfi sinu að eigendur og rekstr- araðilar allra félagsheimila verði að vera sammála um þessar að- gerðir, s.s. að banna aðgang ung- linga yngri en 18 ára, og þetta krefjist þess að halda verði sér- staka dansleiki fyrir 15-17 ára ung- linga. „Alltof lengi hefur það verið lát- ið viðgangast að unglingar allt nið- ur í 15 ára neyti áfengis óátalið á skemmtunum sem haldnar eru í fé- lagsheimilum. Er það skoðun und- irritaðs að tími sé til kominn að spyma við fótum. Áfengisneysla unglinga er ekki sjálfsögð. Ung- lingar virðast þó telja að þegar þeir eru að skemmta sér í félagsheimil- um, sem oftast eru í eigu sveitarfé- laga, kvenfélaga og ungmennafé- laga, geti þeir óáreittir neytt áfeng- is í allra augsýn og beint fyrir aug- um lögreglunnar," segir sýslumað- ur einnig i bréfi sínu. Sýslumaður sendi einnig með bréfi sinu aðgöngumiða að dans- leik í einu félagsheimilanna frá liðnu vori. „Ekki hefur verið riflð af miðanum, þannig að félagsheim- ilið, ríkissjóður og STEF fá ekki alltaf sitt. Þetta mun vera nokkuð algengt. Virðist vera nauðsynlegt að brýna fyrir húshöldurum og dyravörðum að verjast yfirgangi hljómsveita og starfsmanna þeirra sem reyna að auka sinn hlut með öllum ráðum,“ segir í erindi sýslu- manns. -ÞÁ Eyddu miirna Gott verð, minna bensín og hagstæðari tryggingar Renault Clio 3 dyra g- cr á mánuði* Verð frá 1.225.000,- 3 dyra - 5 gíra - 1400cc - 2 loftpúðar - abs bremsur - J; fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Clio 5 dyra 16.348,- á mánuði* Verð frá 1.335.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 2 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Clio Sport 16.995,- á mánuði* Verð frá 1390.000,- 3 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs bremsur - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar - þokuljós *meðalgreiðsla á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Þú finnur tæplega nokkurn bíl sem er bæði hagstæðara að stmi5751200 eignast og eiga en Renault Clio. Komdu og prófaðu! Söludeild 575 1220 RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.