Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 15
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000
DV
Menning
15
DV-MYND INGÖ
Kristbjörg Kjeld
Það bókstaflega geislaði af henni í hlutverki Kolbrúnar.
Að púsla
saman lífinu
Það er ekki einungis goðsögn að
við íslendingar séum sagnaþjóð.
Skáldsögur og frásagnir hvers konar
eiga greiðari leið að íslenskum les-
endum en ljóðlistin og leikrit sem
segja skýrt afmarkaða sögu eru lík-
legri til vinsælda en þau sem á ein-
hvern hátt reyna á þanþol formsins
og miðla fremur tiifmningum og
hughrifum en sögu með upphafi og
endi. Leikrit Sigurðar Pálssonar,
Einhver i dyrunum, lýsir fyrst og
fremst ástandi. Söguþráðurinn er of-
inn úr mörgum stuttum atriðum
sem í fyrstu virðast laustengd en
þegar á verkið líður fara brotin að
raðast saman. Síðasta púslið er svo
lokasenan sem kallast skemmtilega
á við upphafssenuna og lokar verk-
inu með fyrirheiti um nýtt upphaf.
Ekki er auðvelt að lýsa innihaldi
þessa verks í fáum orðum enda ver-
ið að fást við stórar spumingar um
mörk veruleika og vitfirringar,
tengsl lífs og listar og möguleika
tungumálsins til raunverulegra tjá-
skipta, svo eitthvað sé nefnt. Leikur-
inn hverflst um Kolbrúnu, virta
leikkonu sem er hætt að koma fram
og lifir í sjálfskipaðri útlegð innan
fjögurra veggja heimilisins. Eigin-
maðurinn, sem sjálfur er einrænn og
áhugalítill um allt annað en fiðrilda-
safnið sitt, gerir máttleysislegar til-
raunir til að rifa Kolbrúnu upp úr
þeirri andlegu lægð sem hún er í en
verður litið ágengt. Þau hjónin em
líka löngu hætt að skilja hvort ann-
að eins og samtölin, sem minna frek-
ar á einræður, bera glöggt vitni um.
Það em heimsóknir drauga úr for-
tíðinni (fyrirsætan Laufey) og unga
aðdáandans Vilmars (sem einnig
minnir Kolbrúnu á fortíðina vegna
sjúklegs áhuga á leikferli hennar)
sem koma hreyfingu á hlutina. Inn í
blcmdast svo margræð tengsl móður
Vilmars við eitt hlutverka Kolbrún-
ar og allt þetta leiðir á endanum til
óumflýjanlegs uppgjörs.
Sterkur leikur
Einhver í dyrunum stendur og
fellur með leikkonunni sem velst í
aðalhlutverkið og þar brást Krist-
björgu Kjeld ekki bogalistin fremur
en fyrri daginn. Kristbjörg er ein-
staklega öguð og vandvirk leikkona
sem mótar hvert smáatriði af ótrú-
legri nákvæmni en býr að auki jfir
þessari sterku nærvera sem gerir
gæfumuninn á leiksviði. Það bók-
staflega geislaði af henni í hlutverki
Kolbrúnar og tök hennar á persón-
unni voru þannig að unun var á að
horfa. Bjöm Ingi Hilmarsson var
líka magnaður i hlutverki Vilmars.
Hann sveiflaði sér auðveldlega
öfganna á milli í tilflnningum og í
samleik þeirra Kristbjargar reis sýn-
ingin hæst.
Aðrir leikarar eru Sigurður Karls-
son í hlutverki eiginmannsins, Edda
Björgvinsdóttir sem leikur móður
Vilmars og Guðmundur Ingi Þor-
valdsson sem er fyrirsætan Laufey.
Edda og Bjöm Ingi leika að auki svo-
kallaðar „utangáttaleikverur" sem
birtast í tvígang handan við gagn-
sæja veggina sem afmarka heimili
Kolbrúnar og sjúkrahúsið sem Vig-
dís dvelur á. Leikur Sigurðar, Eddu
og Guðmundar Inga var ekki jafná-
hrifaríkur og hinna tveggja en öll
áttu þau góða spretti.
Leikmynd Stígs Steinþórssonar
bauð upp á skemmtilegar lausnir,
sbr. garðinn og aðra táknræna hluti
baksviðs, en rýmið framsviðs hefði
mátt vera minna til að undirstrika
innilokunina. Hljóðmyndin þjónaði
hlutverki sínu vel og búningar voru
ágætlega heppnaðir þó áhersla á liti
og sjetteringar væri kannski full-
mikil. Handbragð Kristínar Jóhann-
esdóttur leikstjóra er auðþekkjem-
legt í sjónrænni útfærslu verksins
sem er flott að vanda. Stundum
flnnst mér „tempóið" í sýningum
Kristinar fullhægt en hér næst gott
jafnvægi og áhorfendur skynja mjög
greinilega ólguna undir tempruðu
yfirborðinu. Þetta er án efa besta
leikrit Sigurðar Pálssonar til þessa
og mörg atriði í verkinu sérlega
áhrifarík. Innihaldið er ekki auð-
melt en frammistaða Kristbjargar
Kjeld slík að enginn áhugamaður
um leikhús ætti að láta þessa sýn-
ingu fram hjá sér fara.
Halldóra Friðjónsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á litla sviöi
Borgarleikhússins: Einhver í dyrunum.
Höfundur: Siguröur Pálsson. Hljóömynd:
Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Lárus
Björnsson. Búningar: Stefanía Adolfs-
dóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson.
Leikstjóri: Kristfn Jóhannesdóttir.
Siðustu innritunardagar
Nú eru síðustu forvöð að innrita sig.
Við bjóðum upp á skemmtileg og
gagnleg námskeið fyrir alla aldursflokka,
bæði byrjendur og lengra komna.
Nokkur pláss eru enn þá laus
í byrjendanámskeiðum.
Aukum í yngstu flokkunum.
innritun stendur til 23. sept.,
kennsia hefst 25. sept.
ViSA
Hægt að fá ieigða
heimagítara, kr.
2500 á önn.
Sími 588 3730.
Innritun daglega kl. 14-17.
’ Kæliskapur
• RG 2255
• Kælir 183 Itr.
• Frystir 63 Itr.
• Sjálfvirk afþýðing í kæli
• Orkunýtni C
• Mál hxbxd: 152x55x60
39.900
stgr
A
/
Það voru hinir
blóðheitu Italirsem hönnuðu
Indesit kæliskápana enda veitir þeim oft
ekki af því að kæla sig aðeins niður.
En Indesit er ekki fyrir alla, nei, nei blessaður vertu.
Indesit er bara fyrir þá sem vilja töff hluti í eldhúsið
og kjósa að borga sem minnst fyrir þá.
(Í)inDesiT
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is