Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 17 Menning ps Látið okkur finna ástina Þaö hefur verið skemmtilegt að hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum í Iðnó á Bókmenntahátíð, en nokkuð ber á því að íslensku höfundarnir hafi verið dauflegri í sínum lestri en hinir útlendu. „Ég segi oft ungum höfundum að þeir eigi að elska bækurnar sínar og lesa úr þeim þannig að maður finni það!“ sagði Gúnter Grass sem sjálfur las af innilegri ástríðu upphaf- skaflann úr Blikktrommunni fyrsta kvöld hátíðarinnar. Þar er lykillinn. Lesendur vildu Ijóð Skáldkonan góða, Antonía S. Byatt, lék á als oddi í hádegisspjalli í Norræna hús- inu á fimmtudaginn var, sagði meðal ann- ars raunasögur af sér og útgefendum og kvað upp harða dóma um nútímagagn- rýni. Raunasögurnar voru um hennar fræg- ustu bók, Possession. í tvö ár vildi enginn gefa hana út vegna þess að hún var full af ljóðum! Það vill ekki nokkur maður lesa svona mikið af kveðskap í 19. aldar stíl, sögðu útgefendurnir og sá ameríski þver- neitaði að gefa hana út nema hún tæki burtu ljóðin. Eftir að málsmetandi yfirlesarar beggja vegna Atlantshafs höfðu fullyrt að bókin væri útgáfuhæf kom hún loks út. í Banda- ríkjunum voru prentuð 7000 eintök í fyrstu prentun. Eftir hálft ár höfðu selst þar 120 þúsund eintök! Almennir lesendur reyndust vilja lesa ljóð. Aldrei sagðist Antonía hafa ort ljóð fyrr en í þessa bók og aldrei dottið í hug að hún gæti það. En sagan kallaði á ljóð og þegar vinur hennar sagði henni að prófa bara settist hún við - og ljóðin streymdu fram úr pennanum, Þetta með öðru gaf henni þá tilfinningu, sagði hún, að sagan hefði orðið til með ósjálfráðri skrift. Það var eins og einhver annar eða einhverjir aðrir skrifuðu í gegnum hana... Ástríðufullur lesari Áhyggjur Antoníu af gagnrýni á okkar dögum voru af því að gagnrýnendur yrðu yngri og yngri og læsu sifellt minna af bókmenntunum sjálfum - en þeim mun meira af „secondary literature" eða um- fjöllun um bókmenntir. Ekki kann þaö góðri lukku að stýra. DV-MYND HILMAR ÞÖR Antonia S. Byatt Karen Blixen frelsaöi hana frá bresku raunsæi. Sjálf les hún óhemju mikiö af bók- menntum, gömlum og nýjum, ljóðum og sögum, og margar sögur hennar eru sam- töl við aðrar sögur annarra höfunda. Þrjár bækur var hún með á ferðalagi sinu hingað, ein þeirra var bók Torfa Tulinius um íslenskar fornbókmenntir á frönsku. Sérstaklega var gaman að heyra hana tala um Karen Blixen. Hún las sögur Karenar þegar hún var sjálf orðin hund- leið á bresku samtímaraunsæi og fannst Karen ansi djörf. „Má svona?“ hugsaði hún fyrst, en svo fór að Karen frelsaði hana frá hversdagsraunsæinu. Þó sagðist Antonía aldrei alveg losna við jarðbundnu (ensku) konuna úr verkum sínum sem neitar að verða hissa - jafnvel þó að andi komi úr flösku og bjóði henni að uppfylla óskir hennar. í Hróarskeldu og það vekur útþrá. Ég var ekki gamall þegar ég leigði árabát í höfninni og reri út á fjörðinn. Önnur árin týndist og bátinn rak upp í fjöru - en ég var lagður af stað út í heim!“ - Er útþráin enn jafn sterk? „Já, eiginlega. Ég átti von á að hún fjaraði út með árunum en ég er nýkominn úr einni hnatt- ferðinni enn, fór til tíu fjarlægra landa með sjónvarpsmönnum og bjó til bæði sjónvarps- þætti og bók. Forvitnin er enn söm við sig.“ - Ertu eitthvað ósáttur við Danmörku? Það hnussar ofurlítið í skáldinu. „Það er ein- kennileg tilhneiging í vestrænum hugsunar- hætti að ímynda sér að áhugi á einu skapist af óánægju með annað! Eitt útilokar ekki annað, en okkar eilíft slæma, lútherska samviska dreg- ur alltaf þá ályktun að bak við ferðalög hljóti að liggja andúð á eigin þjóð! Það er tóm vitleysa og ég vona að nýja ferðabókin mín sýni það. Hún heitir Mit ár og kemur í haust og þar er enginn munur á lífsþorstanum og ástríðunni í textan- um hvort sem ég segi frá dvöl í Innri-Mongólíu eða heima í sumarbústaðnum mínum í Dan- mörku.“ Norrænar bókmenntir eru til Ein áhrifamesta skáldsaga Ibs Michaels heit- ir Lærlingur trúbadorsins (1984) og segir frá öld svartadauða í Evrópu. Heimildavinnan við þá bók breytti ýmsu í sýn hans á eigin tungu og sögu. „Sú saga hvílir mest á tungumálinu af öllum mínum sögum,“ segir hann. „Hún segir frá þess- um skelfilega tíma víðs vegar um Evrópu, byij- ar á Sikiley og kemur um síðir til Danmerkur. Mannfallið var ægilegt. Tvö af hveijum þremur húsum stóðu auð eftir, sagði sagan, og víða á dönsku eyjunum dóu allir, hvert mannsbarn. Við vinnuna við þessa sögu uppgötvaði ég ný landsvæði í huga mínum og þó að tungutak seinni bókanna minna sé einfaldara en í Lær- lingi trúbadorsins má líka greina þar dýptir í tungumálinu sem ég fann við rannsóknimar á svartadauða." - Hvaðan komu þessi dýpi? „Ég las mikið magn af miðaldaheimildum, meðal annars þjóðsögur og sagnir frá tímum pestarinnar, og komst að þvi að við áttum að minnsta kosti jafnmikið af dásamlegum töfraraunsæjum ævintýrafrásögnum og þeir eiga í Suður-Ameríku! Þetta vita Norðurlanda- búar auðvitað, þjóðsögurnar okkar eru í eðli sínu töfraraunsæjar með alla sína álfa, tröll og huldufólk." - Er þá að þínu mati eitthvað til sem maður getur kallað „norrænar bókmenntir"? „Já, það held ég. Auðvitað skrifa ekki allir norrænir höfundar norrænar bókmenntir, sum- ir skrifa evrópskar bókmenritir. Þar skiptir mestu hvemig þeir beita tungumálinu eins og sjá má á verkum Dananna H. C. Andersen og Jo- hannesar V. Jensen, íslendingsins Halldórs Lax- ness og Færeyingsins Williams Heinesen. Allir hafa auðugt og safaríkt tungutak og þar að auki ákveðinn tón, ákveöna hrynjandi í málsgreinum sem á rót sína í íslendingasögunum. Snöggar og afskornar setningar en þrungnar merkingu. Það er norrænt. Setningar sem eru eins og úthöggn- ar, þótt þær séu mjúkar eins og hjá Andersen Ib Michael, stóra stjaman í dönskum bók- menntum, var gestur á Bókmenntahátíð. Hann er þýddur á allar megintungur Evrópu aðrar en íslensku og blaðamanni finnst skýringa þörf á því: - Mér er sagt að þú sért afar erfiður í þýð- ingu. Getur það verið? „Já, það getur vel verið,“ samsinnir Ib, sól- brúnn karlmaður og engin leið að sjá að hann sé kominn á sextugsaldur. „Tungutak mitt er sér- kennilegt, afar myndrænt; það er það mál sem ég leita að meðan ég skrifa því sagan verður til í gegnum tungumálið - ekki öfugt. Oftast er tungutak prósatexta „til á lager“, ef svo má segja: Ég stóð upp af stólnum og gekk að dymn- um ... Svoleiðis vil ég ekki skrifa. Ég reyni að finna söguna í tungumálinu, gegnum myndir þess.“ - Sérðu þá myndir í huganum? „Já,“ segir hann, viss. „Tökum til dæmis upp- hafið á Prince, nýjustu skáldsögunni minni. Þar skríður borgarísjaki fram lengst í norðri og rek- ur til hafs og myndin af honum hefur verið í huga mínum ámm saman. Svo fer ísjakinn að bráðna og reynist luma á nokkra sem ég þarf að finna og lesandinn líka. Sem skáld reynir mað- ur alltaf að segja eitthvað sem aldrei hefur ver- ið sagt áður. í stað þess að fikra sig eftir orðun- um þá athafnar maður sig í eins konar músík- ölsku lagi þar sem tungumálið hefur enn ekki verið túlkað eða þýtt og þar með orðið að stein- gervingi. Þá fær lesandinn líka að upplifa sköp- unina og fmna felustaðina í sögunni." Ferðalangar og heimalningar Ib Michael hefur verið upptekinn af bernsk- unni i bókum sínum, einkum þríleiknum Vanillepigen (1991), Den tolvte ritter (1993) og Brev til mánen (1995) sem sækir efni sitt og neista í bemsku hans sjálfs. Átti hann þá erfiða æsku? „Nei, en hún var býsna dramatísk því litla systir mín fékk lömunarveiki þegar við vorum lítil,“ svarar hann. „Þá gerðu dauðinn og sjúkra- bíllinn innrás í veröld mína. Litla systir mín dó ekki en lá í öndunarvél í eitt og hálft ár og tvennt gerðist í lífi minu. Annars vegar ímynd- aði ég mér að hún væri dáin af því ég sá gegn- um glervegginn alla hvítu englana sem pössuðu hana og það kveikti alls konar hugmyndir. Hins vegar varð ég afskaplega einmana bam því systirin veika dró til sín athyglina. Þetta held ég að hafi skipt sköpum í lífi mínu.“ Ib Michael hefur ferðast um alian heiminn á fullorðinsámm sínum og dvalið langdvölum fjarri Danmörku. Þegar litið er yfir gegndar- laust flakk hans um heiminn læðist að grunur um að hann sé að flýja eitthvað. Tengist það kannski bemskuáranum? „Það er nú svo að þeir sem sitja alltaf á sömu þúfunni líta á ferðalög sem flótta, en ferðalang- amir líta hins vegar á heimalningana sem flóttamenn frá heiminum!“ segir Ib og ekki laust við ásökun í röddinni. „Þetta er allt undir skap- ferli fólks komið. Ég hef á ferðalögum mínum komist að mörgu um heiminn. Ég er ekki á flótta heldur frnnst mér ég vera að sækja lær- dóm og þekkingu. En auðvitað svara ferðalögin eirðarleysinu í eðh mínu. Ég ólst upp við sjóinn eða villtar og geggjaðar eins og hjá Johannes V. Jensen. Tónninn er sá sami og samnefnarinn gæti verið setningin úr Fóstbræðra sögu: Hann stóð svo vel til höggs!" Eldhugi eldist í sumar gaf Ib út ljóðabókina Rosa mundi sem hefur fengið prýðilegar móttökur, þó ekki ein- róma lof. „Ég vil frekar að fólk sé ósammála um bæk- urnar mínar en kurteislega sammála," segir hann. „Það er gaman þegar fólk skiptist í tvo andstæða hópa eins og um kvikmyndina Dancer in the Dark. Fólki finnst hún annaðhvort snilld- arverk eða skítur til hennar koma.“ - Var þaö svo alvarlegt með Ijóðabókina þína? „Nei, ég verð að viðurkenna að flestar um- sagnirnar voru lofsamlegar, en þeir sem voru óánægðir með hana þeir vora virkilega niður- sallandi! Það finnst mér æðislegt. I svona ljóða- bók leggur maður allt í sölumar. Hún segir frá því hvernig er fyrir ungan hugsjónamann og eldhuga að eldast, um sorgina og örvæntinguna sem er því samfara og það er fullkomlega eðli- legt að slíkar játningar fæli frá unga gagn- rýnendur. En það breytir engu um að svona varð bókin að vera ef ég átti að vera einlægur. Ég hugsaði ekkert um bókmenntaleg gæði, ég var upptekinn af því sem ég varð að segja. Ég legg ekki sjálfan mig á borðið til að verða ósnertanlegur, ódauðlegur ritsnillingur, ástríða mín er að reyna eitthvað nýtt, skapa eitthvað sem ekki hefur verið til áður. Þess vegna er Rosa mundi eins og hún er og þess vegna kom hún út einmitt núna.“ Að mati sérfróðra manna er Ib Michael einn þeirra höfunda sem hefur gefið Dönum trú á að danska sé enn þá lifandi bókmenntamál. Það ætti ekki að koma í veg fyrir að við fáum hann á íslensku. -SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.