Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 18
18
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Krístjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
íþróttir í skugga spillingar
Mesta og glæsilegasta íþróttahátíð heims hefur verið
sett. íþróttafólk hefur í mörg ár undirbúið sig af kappi til
að taka þátt í harðri keppni - sumir aðeins til að upplifa lít-
ið ævintýri en aðrir staðráðnir í að standa á verðlauna-
palli.
í hugum almennings um allan heim hafa Ólympíuleik-
arnir verið ímynd hreinleikans, þar sem hugsjón heiðar-
leikans og drengilegrar keppni á að ráða ríkjum.
Göfug markmið Ólympíuleikanna hafa átt að vera sam-
einingartákn heimsbyggðarinnar sem merki um allt hið
besta í mannlegu fari. Staðreyndin er hins vegar sú að sið-
blinda og spilling einkenna þessa miklu hátíð undir stjóm
meistara óheilinda. Undir stjóm hins aldraða Juans Anton-
ios Samaranch hefur Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, orðið
gróðrarstía alls þess versta sem i manninum býr.
Á liðnu ári fór fram kattarþvottur innan Alþjóða Ólymp-
íunefndarinnar, eftir að upp komst að einstakir nefndar-
menn hefðu þegið gjafir, peninga og aðra fyrirgreiðslu í
skiptum fyrir atkvæði við val á borgum sem sótt höfðu um
að halda þessa miklu hátíð. Kattarþvotturinn og yfirklórið
hefur þó ekki náð að byggja upp að nýju traust á störfum
nefndarinnar og nýjar upplýsingar um spillingu, mútur og
mafluaðgerðir benda ekki til þess að gamlir refir eins og
Samaranch hafi lært sína lexíu. Hagsmunir Ólympíuleik-
anna ráða ekki ferðinni heldur sérhagsmimir lokaðrar
klíku sem fer sínu fram hvað sem tautar og raular.
Þúsundir iþróttamanna og milljónir áhugamanna um
íþróttir eru hafðar að fiflum rétt einu sinni.
í leiðara DV á liðnu ári var fjallað um siðspillingu Al-
þjóða Ólympíunefndarinnar og sagt meðal annars: „Engum
ætti að koma á óvart að Ólympíunefndin sé gróðrarstía
spillingar og alls þess sem er andstætt hugsjónum þeim
sem byggt er á - a.m.k. í orði. í raun er það fámenn klíka
sem öllu stjórnar og stendur engum ábyrgð - enginn hefur
kosið þessa klíku til valda.
Ólíklegt er að hús Alþjóða Ólympiunefndarinnar verði
hreinsað fyrr en skipulagi verður breytt, lýðræði komið á
og þar með aðhald tryggt að þeim sem þar eiga sæti.“
Því miður hefur ekkert breyst frá því þessi orð voru sett
á blað og enn á ný eru Ólympíuleikamir haldnir í skugga
hins spillta í mannlegu fari. íþróttamenn sem taka þátt í
leikunum af heiðarleika og drengskap geta ekki setið und-
ir því öllu lengur að gamlir skúrkar eyðileggi hægt og bít-
andi mestu íþróttahátíð heims.
Lœgri skattar
Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur með réttu
vakið athygli á því að nú eru að skapast möguleikar fyrir
ríkissjóð að lækka verulega skatta á fyrirtæki hér á landi.
Á fundi á ráðstefnu Euro-Ice í Lúxemborg í liðinni viku
benti ráðherrann á að staða ríkissjóðs væri með þeim
hætti að hægt væri að skapa ný sóknarfæri í atvinnumál-
um með lægri sköttum á fyrirtæki, enda yrði samkeppnis-
staða íslands þar með önnur og betri en áður.
Mikilvægt er að ríkisstjómin sitji ekki auðum höndum
í þessum efnum. Eftir nokkrar vikur verður lagt fram
frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár. Þar skiptir mestu
að aðhald í ríkisfjármálum verði aukið frá því sem nú er.
En um leið er nauðsynlegt fyrir ríkisstjómina að undir-
búa skattastefnu til lengri tíma þar sem meðal annars er
fundin skynsamleg leið til að létta opinberar álögur á
landsmönnum. Fátt er skynsamlegra í uppbyggingu at-
vinnulífsins en hófsemi í skattheimtu.
Óli Bjöm Kárason
DV
Skoðun
Siðblinda
í pólitísku argaþrasi og
ýmsum öðrum átökum ís-
lensks samfélags hafa menn
ekki ævinlega verið vandir
að meðulum, enda mun
pólitískt og félagslegt sið-
gæði íslendinga vera langt
undir meðallagi á alþjóðleg-
an mælikvarða. En lengi
getur vont versnað og sann-
aðist á aðalfundi Náttúru-
vemdarsamtaka Austur-
lands sunnudaginn 27unda
ágúst. Þar urðu þau tíðindi
að um 60 félagar úr samtök-
unum Afl fyrir Austurland höfðu
gengið í Náttúruverndarsamtökin
dagana fyrir fundinn og voru í meiri-
hluta þegar hann var hcddinn, með
þeim afleiðingum að allar tillögur
stjórnar um stóriðjumál og virkjanir
voru felldar, en tillögur nýliðanna
samþykktar, þótt þær gengju í ber-
högg við yfirlýst markmið Náttilru-
verndarsamtakanna.
Hér var um að ræða skipulagt of-
beldi að mati Hrafnkels A. Jónsson-
ar, en formaður Afls fyrir Austur-
land, Einar Hrafn Haraldsson, taldi
hátterni sitt og félaga sinna fullkom-
lega eðlilegt, og er til marks um
meiri siðblindu en maður á
að venjast jafnvel í okkar
spillta samfélagi.
Yfírgengileg
grunnhyggni
Það sem sker í augu er sú
yfírgengilega grunnhyggni
Einars Hrafns að ganga
fram í þeirri skynvillu, að
almenningur í landinu sjái
ekki gegnum lúalegar fyrir-
ætlanir hópsins sem smalað
var á fundinn og var reynd-
ar svo áttavilltur, að stund-
um réttu Aflsmenn ekki upp hönd á
réttu augnabliki. Leiddi það til þess
að skikka varð sérstakan gæslumann
til að gefa bendingu um hvenær þeir
ættu að rétta upp hönd og hvenær
ekki! Hópurinn hafði sumsé ekki
kynnt sér málefnin betur en þetta og
varö fyrir vikið að láta sér lynda að
verða að athlægi alþjóðar.
Sú röksemd Smára Geirssonar,
forseta bæjarstjórnar í Fjarðabyggð,
að Náttúruverndarsamtökin séu svo
fámenn, að ályktanir þeirra eigi lít-
inn rétt á sér og megi ekki koma
fram í fjölmiðlum athugasemdalaust,
lýsir í hnotskurn fróðlegum viðhorf-
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
„Tillögur Aflsmanna, sem samþykktar voru á aðal-
fundinum, lutu hinsvegar að því að gera litlar sem
engar kröfur um náttúruvemd eða lögformlegt mat á
svœðinu, heldur fara í einu og öllu að geðþótta Lands-
virkjunar og verktaka. “
Afstýrum skipulagsleysi við Elliðavatn
Á fundi Umhverfls- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur 31. ágúst sl. var
deiliskiþulag í Vatnsendalandi við
Elliðavatn kynnt fyrir okkur nefnd-
armönnum í fyrsta sinn. Nefndar-
mönnum var brugðið eftir kynning-
una en sl. tvö ár hefur nefndin oft
rætt um aðgerðir til að bjarga lífríki
Elliðaánna. Kópavogsbær, sem er
langt kominn með að nýta til fulls
byggingarsvæði í landi sínu, hyggst
reisa þétta byggð í nágrenni Elliða-
vatns. Þessi áform þrengja að útivist-
arsvæðinu við Elliðavatn og gætu
ógnað lífríki vatnsins og þar með El-
liðaánna.
Margt er óljóst um orsakir hnign-
unar á lífríki þessarar perlu Reykja-
víkur en sterkar vísbendingar eru
um neikvæð áhrif frá innstreymi líf-
rænna efna í Elliðavatn. Hver upp-
runi þessarar lífrænu mengimar í
Elliðavatni er liggur enn ekki fyrir.
Reykjavíkurborg og Kópavogsbær
þurfa sameiginlega að rannsaka það
mál til hlítar.
Athugasemdir borgarskipulags
Borgarskipulag Reykjavikur hefur
þegar gert athugasemdir við fyrir-
hugað deiliskipulag í landi Vatns-
enda. Samkvæmt Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016 fellur Elliða-
vatn og umhverfi þess undir borgar-
vemd og gert er ráð fyrir því að El-
liðavatn og nánasta umhverfi þess
innan Reykjavíkur verði hverfis-
verndað svæði. Því er mikilvægt að
líta á vatnið í heild sinni og skoða
þann kost að nánasta umhverfi
vatnsins haldist sem mest óbyggt
opið svæði þar sem því verður við
komið.
Borgarskipulag telur eðli-
legt að skoða byggð í Vatns-
endalandi í samhengi við
byggð í Norðlingaholti skv.
Aðalskipulagi Reykjavíkur
og hefur óskað eftir viðræð-
um við Kópavogsbæ um
þau mál sem varða hags-
muni beggja sveitarfélag-
anna í tengslum við þessar
áætlanir.
Langtíma- og heildar-
hagsmunir ráði
Mörgum eru enn í fersku minni
áætlanir bæjarstjórnar Seltjarnar-
ness á árunum 1992-1996 um íbúða-
Olafur F.
Magnússon
læknir og borgarfulltrúi
byggð vestan núverandi byggðar á
svæði sem hefur allt i senn úti-
vistar-, náttúruvemdar- og
fornminjagildi. Sem betur
fer tókst almenningi að
stöðva þessar fyrirætlanir
og bjarga þannig mikil-
vægri náttúruperlu á höf-
uðborgarsvæðinu frá eyði-
leggingu.
Svipað virðist nú vera
upp á teningnum með áætl-
anir Kópavogsbæjar um
byggð við Elliðavatn og þvi
er brýnt að almenningur
rísi til varnar gegn þessum
áætlunum, sem að mati
undirritaðs eru alvarlegra mál en
tekist var á um í deilum um útivist-
arsvæðin í Fossvogsdal árið 1993 og í
Laugardal árið 1999. Undirritaður
hefur komið að málum í baráttunni
fyrir verndun þessara útivistar-
svæða í samræmi við þá skoðun að
um hagsmuni almennings á öllu höf-
uðborgarsvæðinu sé að ræða, þegar
til lengri tíma er litið.
„Kópavogsbœr, sem er langt kominn með að nýta til fulls byggingarsvœði í landi
sínu, hyggst reisa þétta byggð í nágrenni Elliðavatns. Þessi áform þrengja að útivist-
arsvœðinu við Elliðavatn og gœtu ógnað lífríki vatnsins og þar með Elliðaánna. “
Sameiningu sveitarfélaga
verði flýtt
Núverandi samstarf sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu í skipulags-
málum er ófullnægjandi eins og of-
angreind dæmi sanna. Nóg landrými
er fyrir vel skipulögð útivistarsvæði
á höfuðborgarsvæðinu og ekki má
eyðileggja náttúruperlur þar vegna
skammtímahagsmuna einstakra
sveitarfélaga. Því er brýnt að meiri
framtíðarsýn ríki í skipulagsmálum
höfuðborgarsvæðisins en áætlanir
Kópavogsbæjar um þétta byggð við
Elliðavatn vitna um. Til að svo megi
verða þarf að flýta sameiningu sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Ólafur F. Magnússon
*arfrá Ólympíuleikunum
Listviðburöur og skemmtun Stífdópuð vöðvatröll
i „Ólympíuleik-
arnir eru sú
íþróttahátíð sem
■QÍmest hefð er fyrir í
heiminum og
einnig sú fjölmennasta. Þar af
leiðir að margir hafa áhuga á
henni og það hefur einnig sýnt
sig hvað eftir annað í
áhorfskönnunum að margir
horfa á sjónvarpsútsendingar.
Sem dæmi má nefna útsend-
ingar frá fimleikakeppnum, sem mjög
breiður hópur fólks horfir á. Opnunar-
hátíðin ein, sem við sýndum frá á
fóstudaginn, er líka bæði listviðburður
, Hjördís
Árnadóttir
íþróttafréttamaöur.
og skemmtun í senn. Að kom-
ast á Ólympíuleika er takmark
sem flestir góðir íþróttamenn
setja sér og ef það tekst er það
stórkostlegt afrek. Það er sjálf-
sagt að íslendingar styðji sína
menn og fyrir okkur sem störf-
um við að lýsa frá slíkum stór-
mótum er það líka mikilvægt.
Það er frábært að sjá gleðina
sem brýst út eftir sigur og flest
okkar hafa einhvern tíma tár-
ast við að upplifa með fólki þegar það
nær takmarki sínu og sér draumana
rætast. Ólympíuleikarnir eiga heima
inni í stofu hjá okkur öllum.“
iV',-.. Á hátíðarstund-
fljj um standa pótentát-
1 ar á torgum og
mæla fagurt um
menningarhlutverk
fjölmiðlanna. Stórt orð Hákot
og engum ráðlagt að lesa dag-
skrána strax á eftir. Svo sem
þessa dagana þegar iþróttafárið
tröllríður ríkissjónvarpinu enn
einu sinni. Nú eru það Ólymp-
iuleikar og landslýðurinn rétt
nær að næla sér í kríu milli útsendinga
og ef einhver skyldi sofha eru herleg-
heitin endurtekin með reglulegu milli-
bili. Og hverjum til gagns? Enginn trú-
Geirlaugur Magnús-
son menntaskóla-
kennari og skáld.
ir lengur klisjum um drengilega
keppni þegar stífdópuð vöðva-
tröll velta um skjáinn. Eru það
þær fyrirmyndir sem menn
kjósa æsku landsins? En senni-
lega skipta íþróttimar minnstu
máli. Ólympíuleikar eru, sem
aðrir íþróttaviðburðir, gósen-
land auglýsenda til að sannfæra
okkur um ágæti ropdrykkju
bjórs og dömubinda. Út á aug-
lýsingatertuna er siðan skvett
þjóðrembu, mannfyrirlitningu og upp-
hafningu þeirrar göfugu íþrðttar að
hafa rangt við. Sem betur fer er hægt að
taka úr sambandi."
Olympíuleikarnir eru hafnir og verða fyrirferöarmiklir í dagskrá Ríkissjónvarpsins.
um til lýðræðis og mannréttinda.
Hver segir að meirihlutinn hafi æv-
inlega rétt fyrir sér? Hvemig færi
um lýðræðið ef hugsunarháttur og
starfsaðferðir Aflsmanna yrðu ofaná
í samfélaginu?
Sjálfumglaðir ofstækismenn
Það hlálega i öllum þessum mála-
tilbúnaði er, að náttúruvemdarsinn-
ar á Austfjörðum eru alls ekki á móti
virkjunum sem slíkum, heldur vilja
þeir einfaldlega að fullt tillit sé tekið
til lands og náttúru, en ekki göslast
áfram í blindni. Tillögur Aflsmanna,
sem samþykktar voru á aðalfundin-
um, lutu hinsvegar að því að gera
litlar sem engar kröfur um náttúru-
vernd eða lögformlegt mat á svæð-
inu, heldur fara í einu og öllu að geð-
þótta Landsvirkjunar og verktaka.
Fruntalegt framtak Aflsmanna
verður ekki til annars en drepa á dreif
skynsamlegum umræðum um virkj-
unar- og stóriðjumál. En þeir hafa á
hinn bóginn vakið á sér megna andúð
réttsýnna manna sem hrýs hugur við
þeirri framfíðarsýn, að deilumál verði
héreftir útkljáð með yfirgangi sjálfum-
glaðra ofstækismanna.
Sigurður A. Magnússon
Stórmarkaðir og fákeppni
„Við íslendingar þekkjum þessar
umræður þar sem hver vísar á annan.
Hér hjá okkur virðist ljóst, að þótt
verð til bænda hafi lækkað skili það
sér ekki til neytenda. Talsmenn mat-
vöruverslana bera af sér sakir en tals-
menn vinnslustöðva vísa til þess, að
kostnaður hafi hækkað og ekki sé
sjálfgefið að verðlækkun til bænda
skili sér til neytenda ... Þetta mál
verður að upplýsa til þess að aðilar
þess haldi trúverðugleika sínum gagn-
vart neytendum.“
Úr forystugreinum Mbl. 15. sept.
Sjálfhælnasta stofnunin
„Ríkisútvarpið er
sjálfhælnasta stofhun
landsins... Að hætti
eins færasta auglýs-
ingaskrumara aldar-
innar er því haldið
fram ár og síð að ríkis-
miðillinn einn nái eyr-
um og augum allra landsmanna og
tryggi örugga sölu á flestu því sem
neysluþjóðfélagið nærist á. Samt fær
Ríkisútvarpið aldrei nóg af peningum
til að reka sjálft sig. Hvert mannsbarn
í landinu er svo rukkað um skyldu-
skatt, sem kallaður er afnotagjald, til
að fá að hlusta á allt hólið um nær yf-
irnáttúrlegt ágæti stofnunarinnar."
Oddur Ólafsson blm. í Degi 15. sept.
Þægur minnihluti
„R-listinn gæti varla fengið hag-
stæðari andstæðing ... Sem dæmi um
hversu þægilegur minnihlutinn er bú-
inn að vera má hafa að hann mótmæl-
ir ekki einu sinni hugmyndum um
byggingu
hins opin-
bera á risa-
stóru tónlistarhúsi og ráðstefnuhöll
við höfnina, sem þó er ljóst að mun
kosta marga milljarða króna. Það þarf
vart að taka fram að núverandi
minnihluti mótmælir ekki yfirbyggð-
um fótboltavelli, fjölnota íþróttahúsi
eða yfirbyggðri sundlaug. Allt fer
þetta mótmælalaust í gegn hjá þessum
harðsnúna minnihluta."
Úr Vef-Þjóöviljanum 15. sept.
í framboð
„Óvíst er um örlög
Reykjavíkurlista og D-
lista í næstu borgar-
stjórnarkosningum ...
Sundurþykkjan opnar
leið fyrir þriðja aflið inn
i borgarstjóm Reykja-
víkur og oddasætið.
Ekki er seinna vænna að barnfæddir
Reykvíkingar dusti rykið af gamla Reyk-
víkingafélaginu og bjóði fram sinn eigin
lista við hliðina á átthagaframboðum
sveitamanna í Reykjavik.“
Ásgeir Hannes Eiriksson verslunar-
maður í Degi 14. sept.
^e'þjóðviljinn
Páfabréf um
platkirkjur
Ætla má að prestar
þjóðkirkjunnar upplifi sig
í algjöru limbói vegna
þess að biskupinn í Róm
hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að kirkjan sem
þeir eru skírðir í og þjóna
er ekki kirkja. Af þessu
leiðir að ég og starfssystk-
in mín í þjóðkirkjunni
erum þá ekki alvöruprest-
ar heldur fólk sem er að
þykjast í prestaleik og veit
ekki af því að það lifir í
blekkingu.
Þetta álit biskupsins í
Róm hefur reyndar enn sem komið
er aðeins borist hingað norður í lút-
erskuna í formi smáfréttar en von-
andi verður þess ekki langt að bíða
að eitthvað bitastæðara og röklegra
fylgi í kjölfarið.
Finn til með því góða fólkí
Yfirlýsing sem þessi kemur mjög á
óvart eftir mörg teikn um jákvæða
þróun í samskiptum Rómarkirkjunn-
ar og mótmælenda á síðari árum. Það
er hryggilegt að heyra þennan tón úr
Vatíkaninu. Ég fmn til með öllu því
góða fólki sem ég þekki innan Rómar-
kirkjunnar á íslandi. Það hlýtur að
vera erfitt að vera kaþólikki þegar
svona furðulegheit eiga sér stað og ég
trúi því ekki að safnaðarfólk í þeirra
röðum sé í hjarta sínu sama sinnis og
leiðtogi þeirra í Róm. Það er sorgar-
dagur í heimi kristninnar
þegar svona á sér stað.
Annars er það ekkert nýtt
að menn taki sér einkaleyfi á
ýmsum hlutum eins og dæm-
in sanna. En að einoka kirkj-
una er nú eftir mínum smekk
svolítið stórtæk aðgerð. Það
er nánast eins og seilst sé inn
í himininn sjálfan og eignar-
haldið auglýst um alla heims-
byggðina. Og til að bæta gráu
ofan á svart er tilkynnt að
þessi eignarhaldsúrskurður á
kirkjunni sé mæltur af veld-
isstóli páfa, ex catedra, sem
merkir, að um óskeikulan og væntan-
lega óbreytanlegan úrskurð er að
ræða um aldur og eilííð.
Firrt veruleikanum
„Heyra má ég erkibiskups boð-
skap en ráðinn er ég að halda hann
að engu,“ sagði Jón Loftsson forðum
við Þorlák helga þegar honum þótti
kaþólska kirkjan ganga of langt í yf-
irráðum yfir kirknaeignum. Að
breyttu breytanda getum við lútersk-
ir prestar tekið okkur þessi orði í
munn og hafnað úrskurði biskupsins
í Róm. Það hljótum við að gera allir
sem einn þvi svona yfirlýsing ber
þess augljósan vott að vera firrt
veruleikanum.
Annars þurfum við mótmælendur
ekki að vera að gera okkur rellu út
af svona málum því einokun af þessu
tagi verður aldrei þinglýst í himin-
sölum eða færð þar í veðmálabækur.
Það hefur Eddrei verið háttur íslend-
inga að skjálfa yfir „bullum" eins og
umburðarbréf biskupsins í Róm
voru kölluð á öldum áður. Þau bár-
ust seint og illa til landsins og prest-
ar kirkjunnar létu þennan biskup í
Róm ekki segja sér fyrir verkum í
smáatriðum.
íslendingar fóru sínu fram í mörg-
um atriðum í árdaga kristni hér á
landi. Þar með er ekki verið að segja
að fólk hafi ekki verið vel kristið.
Öðru nær. En eitt er víst að það var
í það minnsta sjaldan eða aldrei kaþ-
ólskara en páfinn.
Fólk sem tilheyrir svonefndum
mótmælendakirkjum þarf ekki að
óttast umrædda yfirlýsingu. Hún
dæmir sig sjálf. Ég geri ráð fyrir að
í fyrrnefndri yfirlýsingu snúist mál-
ið um það í huga Rómarbiskups að
„platkirkjurnar" séu ekki meö
óslitna vigsluröð biskupa frá frum-
kristni eins og kaþólska kirkjan.
Vígsluröðin slitnaði á dögum siðbót-
arinnar en lúterskir menn hafa litið
svo á að meira máli skipti að hrein
kenning fagnaðarerindisins (um rétt-
lætingu af trú einni saman en ekki
verkum) gangi mann fram af manni
en það hvort bein vígsluröð viðhald-
ist, að innihaldið skipti meira máli
en umbúðimar, sannleikurinn sé
meira virði en embættin.
Öm Bárður Jónsson
„Það hlýtur að vera erfitt að vera kaþólikki þegar svona furðulegheit eiga sér stað
og ég trúi því ekki að safnaðarfólk í þeirra röðum sé í hjarta sínu sama sinnis og
leiðtogi þeirra íRóm.“ - Frá íslandsheimsókn páfa 1989.