Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 19 Var synda- flóöiöí Svartahafi? Bls. 22 page cannot be found Er Netið oröiö j are looking for míght have beer SÚrtO id, or ís temporarilý unavailable, Bls. 25 Netverslun nördanna Bls 26 tölvui tcBkni og vísinda PlayStation Á myndinni gefur að líta Vestur-evrópsku Ariane-5 eldilaugina þar sem hún bíður þess að taka flugið frá Kourou geimrannsóknarstöðinni í Frönsku Gíneu sem er eitt af löndum Afríku sem liggur á miðbaugnum. Stuttu eftir að myndin var tekin hóf Ariane-5 sig á loft án nokkurra vandamála. Um borð eru tveir gervi- hnettir sem koma á á braut um jörðu. Gervihnettirnar bera heitin Astra-2B og GE-7. Annar hnötturinn mun sjá um stafrænar sjónvarpsútsendingar fyrir íbúa Evrópu á meðan hinn sér um intemet og útvarpsþjónustu fyrir íbúa Bandaríkjanna og Karabía-hafs- ins. Ætlunin var að skjóta Ariane á loft í júlí en hætta þurfti við. Eftir at- hugun kom í ljós að smá gallar leynd- ust í hreyflum og var geimskoti því aflýst þangað tU viðgerð lyki. Ariane-5 er af nýrri gerð eldflauga og var hönnuð sérstaklega tU þess að flytja þunga farma út í geim. Saga Ariane-5 er þó nokkuð stormasöm. Þegar fyrsta tUraunaskotið, árið 1996, var framkvæmt þá sprakk eldflaugin í loft upp. Tvö önnur tilraunaskot voru framkvæmd en það var síðan um svipað leyti í fyrra sem að Ariane-5 var skotið á loft með farm innan- borðs. Eftir það var henni skotið á loft einu sinni enn og er þessi seinasta ferð því geimskot númer 6 sem um er að ræða. Rokkarar gefa út á MP3 Nú hafa hljómsveit- imar Smashing Pumpkins og The Off- spririg gengið þvert á vUja útgáfufyrirtækja sinna og gefið út lög á MP3-formi á Netinu. Smashing Pumpkins, sem hafa til- kynnt að þau muni hætta í lok þessa árs, tóku upp plötuna Macchina II/The Friends and Enemies á tak- mörkuðu upplagi vínUplatna eftir að Virgin, útgáfufyrirtæki þeirra, neitaði að gefa hana út á geisladisk. Hljóm- sveitarmeðlimir dreUðu þá plötunni tU vina sinna og kunningja og sögðu þeim að dreUa tónlistinni sem víðast. Fyrir stuttu birtist skífan á Netinu og gátu hljómsveitarmeðlimir ekki verið ánægðari með það. The Offspring setti einnig nýjustu plötu sína, Conspiracy of One, á MP3- form og bauð hana frítt á heimasíðu sinni þvert á óskir Sony, útgáfufyrir- tækis Offspring. Með þessu segjast meðlimir sveitarinnar vera að þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn. Hvomgt útgáfufyrirtækið hefur að- hafst neitt í málinu og hvoragt vUl gefa út neinar yfirlýsingar vegna þess. Hægt aö hlera Blátannatæki IFyrir stuttu komust tveir forritar, sem voru að prófa tæki sem nýta sér Blátann- artæknina, að þvi að hægt er að hlera samtöl á miUi tækja sem nota þá tækni. Það voru þau Markus Jacobson og Susanne Wetzel, sem stunda rannsóknir hjá Lucent BeU fyrirtækinu, félagi í samtökum fyrirtækja sem standa að Blátannar- tækniþróun. Hægt er að koma fyrir tæki í Blát- annartækjum sem gerir utanaðkom- andi kleift að komast yfir dulkóða tækisins og hlera samtöl á því. Auk þess komust þau að því að hægt er að rekja staðsetningu einstaklings með því að fylgjast með tækinu. Talsmað- ur samtaka þeirra er koma að Blát- annartækninni segir þetta ekki vera neitt tU þess að hafa áhyggjur af. Það sé verið að vinna að öryggisþætti tækninnar og þetta sé bara eitt af því sem verði lagað áður en tæknin kemst í notkun. Eldflaug bíöur J geim- M skotslJl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.