Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 Furðulegt heilkenni, kennt við dr. Strangelove: Stjórnlaus hönd ræðst gegn eiganda sínum Peter Sellers lék hinn furöulega dr. Strangelove, í samnefndri kvikmynd, af mikilli snilli. Önnur hönd brjálaða vísindamannsins lét ekki aö stjórn og átti eigandinn í sífelldri baráttu viö hana. p"**“***fl***w^ Dr. Strangelove , . er ekki einn um iJiJrj,-1 að þurfa að berj- ’r IM i \' i'n 111 ast við óstýriláta .J^JJJJJ JMJ : hönd sem virðist !.............búa yfir eigin vilja. Skráð til- felli þessa sjúkdóms, sem sumir vilja kenna við áðumefnda aðalpersónu samnefndrar kvikmyndar Stanleys Kubricks, með Peter Sellers í titil- hlutverkinu, eru fjörutíu, eða þar um bil. „Þetta er undarlegt heilkenni," segir Sergio Della Sala, ítalskur pró- fessor við háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Heilkenni þetta, sem er bæði afar sjaldgæft og oft vitlaust greint, or- sakast af skemmd í framheila, til dæmis eftir slys eða heilablæðingu. Sjúklingurinn missir þá gjörsamlega stjóm á annarri hönd sinni. Hún á það þá til að taka upp á ýmsu sem sjúklingurinn hafði alls ekki ætlað sér að gera. Oft endar þetta með ósköpum þegar hendurnar tvær fara að slást, eins og í kvikmyndinni um dr. Strangelove þegar sjálfstæða höndin réðst i sífellu á eiganda sinn og heilsaði að nasistasið. Hin hönd- mmmmmmwmmmsíimtmtíaírnmmmííi in reyndi þá hvað hún gat til að stöðva vitleysuna. „Sjúklingarnir eru alveg eins og Peter Sellers," segir ítalski prófess- orinn. Einn sjúklingur hans kom til dæmis til hans með höndina bundna aaBgaw fyrir aftan bak, af ótta við að hún kynni að gera einhvern óskunda. Annar sjúklingur átti í mestu vandræðum með að borða fisk þar sem stjómlausa höndin gerði ekki annað en reyna að troða fiskbeinun- um upp í hann aftur. Tr«iif»wiii*i»gifrrB!TiíiíiMiiir»ri Sjúkimgumm míssít þá Hún é þsð þá íii sið t&ka upp á ýmsu sem sjúklíngurlnn hafdí ails ekki ætlað sér að gera. „Þetta veldur sjúklingunum mikl- um þjáningum og raskar daglegu lífi þeirra," segir Della Sala og bæt- ir við að einkennin séu stundum svo stórkarlaleg að þau jaðri við að vera kómisk. Fyrsta tilfelli heilkennis þessa var skráð í Þýskalandi árið 1909. En þótt aðeins fjörutíu tilfelli séu skráð á bókum segir Della Sala að þau séu áreiðanlega fleiri þar sem sjúkling- arnir séu greindir með geðrænar trutlanir. Á síðustu árum hafa að minnsta kosti tveir sjúklingar með heilkenni þetta komið til meðferðar á Grensásdeild Borgarspítalans. Della Sala segir að eitt tilfelli stjómlauss fótar hafl verið skráð í læknisfræðibækur. Norður-írskur vísindamaöur teiur líklegt aö brot úr halastjörnu hafi gert mik- inn usla á jöröinni fyrir 1500 árum. Hamfarir geröu usla í heiminum fyrir 1500 árum: Lesið í árhringi trjánna Eitthvað hræði- legt kom fyrir á jörðinni fyrir tæpum fimmtán hundruð árum, reyndar svo hræðilegt að það kann að hafa getið af sér hinar myrku miðaldir. Atburður þessi gerðist á sama tíma og Artúr kon- ungur lést og rómverska heimsveld- ið leið undir lok. Mike Baillie, prófessor við Queen’s háskólann i Belfast á Norð- ur-írlandi, segir ekki ljóst hvað hafi gerst en hugsanlega hafi brotum úr halastjömu rignt yfir jörðina, eða þá að einhver ofureldgígur hafi spú- að eldi og eimyrju. BaOlie ræddi þetta á visindaráðstefnu í Englandi á dögunum. En hvað svo sem þetta var er það kirfilega greypt í árhringi trjáa frá þessum tíma um víða veröld. Sögubækur greina ekki frá at- burði þessum sem varð um árið 540 að okkar tímatali en úr árhringjun- um má greinilega lesa að hér hafi verið á ferðinni eitthvað meira en lítið. „Þetta voru miklar náttúruham- farir sem koma fram í trjám um all- an heim,“ segir Baillie. Hæð trés er vísbending um gæði jarðvegsins sem það vex í en ár- hringimir geyma upplýsingar um Mike Baillie, prófessor við Queen’s háskólann í Beifast á Norður-ír- lancii, segír ekkl Ijóst hvað hafí gerst en hugsanlega hafl brot- um úr halastjörnu rígnt yfir jörðina, eða þá að einhver ofureld- gígur hafi spúð eldi og eimyrju, loftslag fyrri tíma og hafa verið not- aðir til að dagsetja atburði í fortíð- inni. Þannig má til dæmis lesa úr árhringjum að árið 1816 hafi ekkert sumar komið í Norður-Ameríku. Baillie telur að hægari vöxt í trjám um árið 540 megi rekja til brota úr halastjömu. Gamlar sögu- sagnir sem skráðar voru á 13. öld greina frá því að árið 540 hafi hala- stjama farið yfir Gallíu og var sem himininn logaði, að sögn BaiUies. Háskólamenn hafa hins vegar ætíð stimplað goðsagnir þessar sem hel- beran hugarburð. Baillie hvetur sagnfræðinga til að viðurkenna að eitthvað hræðilegt hafi gerst árið 540 og hvetur þá jafn- framt til að finna gögn þar um. hinr ...I Rúmensk börn sem voru ættleidd til Bretlands: Aldur við ættleiðingu skiptir máli Böm sem ætt- leidd eru mjög ung að árum eiga meiri mögu- leika á að þroskast á eðli- j legan hátt og yfírvinna erfiðleika en 1 þau sem eldri eru. Þetta kom fram í máli breska sál- ; ffæðingsins Michaels Rutters á vís- S indaráðstefnu í London fyrir J skömmu. Rutter sagði að rannsókn á ! rúmenskum bömum hefði leitt í ljós að börn sem voru sex mánaða eða | yngri þegar þau voru ættleidd hefðu hærri greindarvísitölu og ættu í minni erfiðleikum en börn sem dvöldu lengur á munaðarleysingja- hælum. „Það sem skipti meira máli en nokkuð annað í þessu sambandi var aldur barnanna þegar þau voru ætt- leidd,“ sagði Rutter á fundi með fréttamönnum á ráðstefnunni. Rutter og samverkamenn hans rannsökuðu 165 böm sem bresk hjón höfðu ættleitt. Börnin voru á aldrin- um sex mánaða til þriggja og hálfs árs og var fylgst með þeim i sex ár. Flest bamanna höfðu búið við afar erfiðar aðstæður á munaðar- leysingjahælum. Þau voru vannærð mörg hver og ekki höfðu þeim ver- ið auösýnd nein blíðuhót. Engu að siður, sagði Rutter, sýndu þau mikla seiglu og þau sem vom ætt- leidd fyrir tveggja ára aldur stóðu sig best. Þriðjungur bamanna sem voru ættleidd eftir tveggja ára aldur átti áfram i vanda en meirihluti þeirra sem voru ættleidd áður en þau urðu sex mánaða var í engu frá- brugðinn öðrum börnum þegar þau voru skoðuð fjögurra og sex ára. Greindarvisitala bama sem dvöldu lengur en tvö ár á stofnun- um var 24 stigum lægri en þeirra sem voru skemur en sex mánuði á stofnunum. Þrátt fyrir þetta var breiddin af- skaplega mikil í elsta hópnum þar sem greindarvísitalan var frá þvi að vera undir 50 upp í að vera rúm- lega 130 sem er afburðagott. „Það er greinilegt að jafnvel langvarandi skortur gerir ekki öll börn eins,“ sagði Rutter. Börn sem ættleidd eru mjög ung eiga meiri möguleika á aö þroskast á eöli- legan hátt en börn sem hafa dvaliö lengi á stofnunum, segir í niðurstöðum breskrar rannsóknar. Á þessari mynd má sjá Sonju Noregsdrottningu í heimsókn á rúmensku munaðarleysingjahæli. r jjuhjj' Eilíf æska meö ösnu- mjólk Kleópatra drottning í Eg- yptalandi hinu forna var ekki svo vitlaus þegar hún baðaði sig í ösnumjólk fyr- ir tvö þúsund árum. Vísinda- menn við háskólann í borginni Lucknow á Indlandi hafa kom- ist að því að í ösnumjólk er að finna efni sem örvar ónæmis- kerfi líkamans, auk þess sem það vinnur á hrukkum. JJUJJUH ......... Skokkað fyrir lengra lífi Karlar sem skokka geta átt von á þvi að lifa lengur en kyn- bræður þeirra sem ekki eru jafnduglegir að i hreyfa sig. Danskir hjartasérfræðingar hafa skrifað grein í Breska læknablaðið þar sem þeir segja • frá rannsókn sinni á 4500 karl- j mönnum, á aldrinum 20 til 79 ára. Niðurstaðan varð sú að ; dánartíðnin var lægri hjá þeim sem skokkuðu reglulega. Þættir eins og reykingar, lík- ; amsþyngd, blóðþrýstingur og j kólesteról voru ekki teknir með I í reikninginn. „Þó svo að létt líkamsrækt geri nokkurt gagn er nú álitið að miðlungs og röskleg líkams- rækt sé betri fyrir heilsuna," segir í grein dönsku vísinda- mannanna. jjajjj-i! Indversku vísindamennirnir hafa þegar sótt um einkaleyfi á efni þessu sem einnig á að virka vel gegn lifrarsjúkdómum og fleiri meinum. Þegar hafa verið gerðar til- raunir á dýrum en á haustmán- uðum stendur til að hefja til- raunir á mönnum. Snuð valda eyrnabólgu Finnskir vís- indamenn telja að tengsl séu milli mikillar snuðnotkunar ungbarna og hættunnar á eyrnabólgu. Talið er að sogið setji loftþrýstinginn í eyranu úr skorðum og komi í veg fyrir að eyrað geti losað sig á eðlilegan hátt við vökva sem safnast fyrir í því. Rannsókn á rúmlega fjögur hundruð börnum í Finnlandi leiddi í ljós að eyrnabólgutilfelli voru 33 prósentum færri hjá börnum sem ekki tottuðu snuð- ið stöðugt. Eyrnabólga er ein al- gengasta ástæðan fyrir því að farið er með ungbörn til læknis og fyrir því að þeim eru gefin sýklalyf. Niðurstöður fmnsku rann- sóknarinnar eru birtar í banda- ríska bamalækningatímaritinu Pediatrics. JJalJj-J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.