Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 20 9 J UaiWiiiy ■ ■ ■ ■ ■ ■ Mi I tölvu-* takni og vísinda Ný tækni í framköllun DNA-mynda: Erföaefni a gullkulum - flýtir genaprófum margfalt Nú er verið að hanna nýja tækni fyrir gena- próf sem mun aðeins taka nokkra klukku- tíma að fram- kvæma í stað daga; er hægt að fram- kvæma á heilsugæslustöð í stað fjarlægrar rannsóknarstofu. Tveir vísindamenn við Nort- hwestern-háskólann í Bandaríkjun- um kynntu þessa nýju tækni í nýjasta tölublaði Science. Hún bygg- ist á notkun sömu DNA-flagna og notaðar eru í genarannsóknum núna. DNA-flögur eru glerflögur sem búið er að líma á lengjur af gervi-DNA. Þegar flögunum er dýft í DNA-sýni þá bindast DNA-lengjur í sýninu við þær sem eru á glerinu. Nýbreytnin er hins vegar sú að nú eru notaðar gullkúlur sem eru um einn nanómetri í ummál, 1 milljarðasti úr metra. Til saman- burðar er hár um 100 nanómetrar. Gullkúlurnar eru þaktar DNA-lengj- um og þeim er síðan dembt yfir flög- urnar. Kúlurnar bindast við réttar lengjur á flögunni og síðan er flög- unum dýft í framköllunarvökva þar sem silfurjónir bindast við gubið og Það virðist mikill kippur vera í rannsóknum á tækjabúnaði til DNA-rann- sókna og er það ekki skrýtið þar sem miklir peningar eru f spilinu. sýna hvar á glerinu gullið er og hvaða DNA það er eftir að hafa ver- ið sett í gegnum ljósmyndaskanna. Aðferðin er um 100 sinnum næm- ari en þær aðferðir sem notaðar hafa verið hingað til. Kostnaður er mun lægri. Ljósmyndaskanninn kostar undir 100 dollurum (undir 7000 ísl. kr.) á meðan aðrar fram- köllunaraðferðir þurfa að notast við Gullkúíurnar eru þakt- ar DNA-lengjum og þeim er síðan dembt yfir flögumar. Kúlumar þindast við réttar lengjurá flögunni og síðan er flögunum dýft í framköllunarvökva þar sem sUfurjónir bindast við gullið og sýna hvar á glerinu gullið er og hvaða DNA það er eftir að hafa verið sett í gegn- um Ijósmyndaskanna. 60.000 dollara (4.200.000 ísl. kr.). Nýja framköllunaraðferðin er enn í hönnun en þegar hún verður til verður hægt að nota hana til að finna flestalla sjúkdóma sem gena- breytingar. Einnig verður hægt að nota aðferðina i hemaði til þess að úrskurða hvers konar efnavopn er verið að nota ef til þess kemur. Formúlu-keppni á Shell-stöövunum: Keppni í Grand Prix 3 - besti ökumaðurinn fær ferö á Silverstone Fram til 5. október næst- komandi gefst viðskiptavin- um Shell-stöðv- anna kostur á að reyna fyrir sér í kappakstri í nýjum og full- komnum tölvuleik Grand Prix 3 sem nú er að koma á markað. Allir sem kaupa eldsneyti á Shell-stöðvunum munu fá gefins kynniseintak af leiknum sem gerður er fyrir PC-tölvur og sýn- ir kappakstur á Suzuka-braut- inni í Japan. Hægt verður að taka þátt í leiknum meö því að senda frammistöðu í tölvuleikn- um inn á heimasíðu Skeljungs Sá sem nær besta tímanum fær ferð fyrir tvo á Silverstone-keppnina næsta sumar þar sem Hákkinen og félagar etja kappi. www.shell.is. Þeir 10 keppendur sem senda inn bestu keppnistím- ana fyrir 5. október munu eiga þess kost að keppa sín á milli um verðlaunasætin í leiknum í sér- stakri keppni sem fram fer á Sel- ectstöðinni í Smáranum í Kópa- vogi laugardaginn 7. október. Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo á Formúlu 1 kappaksturinn á Silverstone í Bretlandi næsta sumar. Önnur verðlaun eru Compac Presario ferðatölva frá BT tölvum og þriöju til sjöundu verðlaun eru tölvustýri frá BT tölvum. Þá verða vikulega dregin 10 nöfn, óháð árangri, úr hópi þeirra sem taka þátt í leiknum og Allir sem kaupa elds- neyti á Shell-stöðvun- um munu fá gefins kynniseintak af leikn- um sem gerður er fyrir PC-tölvur og sýnir kappakstur á Suzuka- brautinni í Japan. Hægt verður að taka þátt í leiknum með því að senda frammistöðu í tölvuleiknum inn á heimasíðu Skeljungs www.shell.is. munu þeir fá Ferrari-bol að gjöf. Þess má geta að þessi sami leik- ur fer nú fram meðal viðskipta- vina Shell-stöðva víðar i Evrópu. Palm útvíkkar notkunarmöguleika lófatölva: Raddstýrð dagbók geymd á Netinu Lófatölvufram- leiðandinn Palm hefur nú hafið samvinnu við fyrirtækið SpeechWorks um aö gera not- endum Palm-lófatölva fært að kom- ast í upplýsingar af tölvunni sinni í gegnum síma. Fyrr á þessu ári keypti Palm net- fyrirtækið AnyDay.com sem sér- hæfir sig í dagbókum fyrir fólk á Netinu. Fólk geymir oft dagbækur sínar í lófatölvunni sinni og það er Með raddskipunum er hægt að komast f dag- bókina og hún gefur upp þær upplýslngar sem leltað er eftlr. Með þvf er fólk f raunínní á Netlnu án þeas að sjá það. Áætlað erað þessí þjönusta verði tllbúln fbyrjun næsta árs. einnig geymt á AnyDay. Með hug- búnaðinum frá SpeechWorks geta þær þrjár milljónir einstaklinga sem skráðar eru hjá AnyDay nálg- ast þær upplýsingar sem þeir þarfn- ast í gegnum síma ef lófatölvan hefur gleymst heima. Með raddskipun- um er hægt að komast í dagbókina og hún gefúr upp þær upplýs- ingar sem leitað er eftir. Með því er fólk í rauninni á Net- inu án þess aö sjá það Áætlað er að þjónusta verði tilbúin í byrjun næsta árs. Ef þessi tækni kemur til með að virka hjá notendum er það stefnan hjá Palm að gera öO lófatölvuforrit sín aðgengileg í gegnum sima. í framtíðaráætlunum fyrirtækisins er einnig gert ráð fyrir að hægt verði að raddstýra sjálfum Palm- tölvunum. Það verður jafnvel hægt að hringja úr þeim. Palm er nú þegar búið að lýsa því yfir að á fyrri helmingi næsta árs muni það koma með nýja lófatölvu á markað í Japan sem hægt verður að komast á Net- ið á og senda og taka á móti ímeilum. Það verður gert í samvinnu við japanska far- símafyrirtækið NTT DoCoMo. Hægt er aö nálgast dagbókina sína á Netinu úr sfma ef svo illa vill til aö lófa- tölvan gleymist heima. Corning-fyrirtækið: Tölvukubbarí genarannsóknir - leiðir í ljósleiðaragerð Nú hefur fyrirtækið Coming ákveðið að hefja framleiðlsu á tölvukubbum til vinnslu á upplýsing- um þúsunda gena í einu. Corning er þekktast fyrir það að hafa fundið upp og komið fyrst á markað með ljósleiðaratæknina. Talsmenn fyrirtækisins segjast hafa komið með tækni sem muni flýta framleiöslu tölvukubbanna. Ætlunin er að framleiða einn kubb á mínútu sem er um 10-20 sinnum hraðar en hægt er að gera í dag. Þetta mun þýöa að rannsóknir á genum munu ganga hraöar auk þess sem lyf byggð á genaupplýsing- um munu koma fyrr á markað. Coming er með háar hugmyndir og stefnir að því að taka forystuna á þessum markaði, eða alla vega vera í ööra sæti. ilílJJiiÚilf [ j'jJ'jJhj1 SÍH gengur í Sl lÓH^ÍÖllT aðalfundi Samtaka ís- lenskra hugbún- aðarfyrirtækja (SÍH) sem hald- inn var nýlega var sú tillaga samþykkt að færa starfsemi SÍH alfarið undir hatt Samtaka iön- aðarins (SI). í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mynda nýjan starfsgreinahóp í upplýsinga- tækniiðnaði innan SI og um leiö víkka starfsemina þannig að hópurinn sé opinn öllum aðilum að SI sem starfa á sviði upplýs- ingatækni- eða þekkingariðnaö- ar. Undanfarin 2 ár hafa Samtök iðnaðarins átt gott samstarf við Samtök íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja (SÍH) og í raun hefur það félag virkað sem starfs- greinahópur í upplýsingatækni- iðnaði innan SI enda flestir aðil- ar innan SÍH einnig aðilar að SI. Stofnun starfsgreinahópsins er því rökrétt þróun á málum. Örskjáir á leiðinni Áætlað er að 1 enda þessa árs þurfi fólk ekki lengur að nota venjulega skjái til þess að vinna við tölvur. Á leiðinni eru svokaUaðir örskjáir sem eru það litlir að þeir kom- ast fyrir á litlum tölvukubb. Ör- skjárinn er ekki nema um 1/10 úr tommu og til að horfa á hann er notuð sérstök tækni sem myndi fylla upp í sjónsviðið á sérstökum gleraugum eða ann- ars konar höfuðbúnaði. Það væri jafnvel hægt að stækka hann upp í bíótjaldsstærð. Eitt af fyrstu tækjum þessarar teg- undar er þegar tUbúið og mun koma á markað innan skamms. Þetta eru sólgleraugu sem kaU- ast eShades og það er fyrirtækið inViso sem framleiðir þau. Nú getur fólk setið rólegt að horfa á eina bláa í DVD á fartölvunni sinni án þess að hafa áhyggjur af því að sá í næsta sæti sé að horfa yfir öxlina á honum. |- i--- /S. V; , I -, Fyrsti gallinn í Windows ME 1" '*■!•""' j Nú þegar nýja ÍJilíj* | stýrikerfið frá UÍlJJlÖiljj windows' MU- wifnrmwminíii ' lenium, er búið að vera á markaði í rétt rúma viku þá er strax búið að fmna öryggisgaUa í því. GaUinn er tengdur vefsjónvarpsforritinu WebTV frá Microsoft. Tölvunot- endur með Ult 1 huga geta tekið yfir tölvrn- þeirra sem era með WebTV og slökkt á viðkomandi tölvu eða endurræst hana. Þessi gaUi fannst reyndar einnig I Windows 98 um miðjan ágúst síðastliðinn. Talsmenn Micro- soft segja að verið sé að fara yfir stýrikerfið með það að mark- miði að lagfæra gaUann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.