Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 4
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 m m tttiiiasr ■ vwn ■ ■ ■• ■ tölvui tskni og vísinda Þeir Guöjón og Ari segja gervihnatta-netsamband meira hugsaö sem varakerfi hjá fyrirtækjum í landi þegar jarðlínan rofnar. Netsamband um gervihnött: Rofnar aðeins ef slökkt er á tækjunum - segja sérfræöingar erlendis „Notkun gervi- hnatta fyrir internetsam- band hefur verið við lýði erlendis um nokkurn tíma og þar er talað um að kerflð sé það öruggt að samband rofni ekki nema þegar slökkt er á tækjunum," segir Guðjón Helgi Egilsson. Hann ásamt Ara Jóhannessyni hefur yflr- umsjón með nýrri netþjónustu sem Tæknival bíður nú upp á fyrir fyrir- tæki sem byggist upp á þvi að not- aður er gervihnöttur til sendingar og móttöku upplýsinga í gegnum Netið. Ari segir að kerfið hafl verið próf- að á einu íslensku fraktskipi í nokkurn tíma. „Það varð skamm- hlaup i skipinu og bæði aðal- og varaaflsstöð skipsins duttu út. Net- kerfið var tengt við litla aukaraf- stöð og það var það eina sem virk- aði um borð. Skipið sem sagt hélt netsambandi allan tímann og gat þar með verið í sambandi við land- ið.“ Nú í byrjun er þetta kerfi aðal- lega hugsað fyrir útgerðir og fyrir- tæki sem byggja afkomu sína mikið til á góðu sambandi við umheim- inn.“ Of dýrt fyrir einstaklinga Guðjón bendir á að það sé orðin nokkurs konar regla að netsamband við útlönd liggi niðri að meðaltali tvisvar í mánuði. „Það er náttúrlega óþolandi fyrir fyrirtæki sem byggja afkomu sina að miklu leyti á net- sambandi, eins og t.d. fjármálafyrir- tæki. Það situr kannski einhver og ætlar að fara að selja bréf fyrir tíu mifljónir og þá dettur Netið allt í einu niður með símasambandinu. Síðan líður og bíður og þegar Netið er aftur komið á þá hafa bréfin fall- ið um eina milljón. í tilviki sem slíku er nauðsynlegt að hafa gervi- hnattatenginguna tilbúna. Það eina sem þyrfti að gera væri að skipta yfir á tölvunni og sambandið væri komið á aftur.“ Geta einstaklingar notad sér þetta kerfl á einhvern hátt? „Eins og staðan er í dag er það of stór biti fjárhagslega fyrir einstak- linga að nota gervihnetti bæði til sendinga og móttöku. Hins vegar er lítill aukakostnaður fyrir fólk sem á gervihnattamóttakara fyrir að nýta sér þessa þjónustu til að taka á móti gögnum af Netinu. Það er nú einu sinni þannig að venjulegur notandi sækir meira efni á Netið heldur en hann sendir," segir Ari. Þeir bæta báðir við að það sé veruleg hagræðing í því upp á tím- ann sem niðurhleðsla gagna tekur á venjulegri nettengingu á heimilum. Aðalástæðan liggur í því að með gervihnetti er hægt að flytja 4 Mega- bit á sekúndu sem er mun betra heldur en venjulegt 34 kílóbita sam- band. Þeir slá þó ekki loku fyrir að einhvern tímann muni einstakling- ar geta nýtt sér kerfið þegar það verður orðiö útbreiddara. „Eins og staðan erí dag er það of stár biti fjárhagsiega fyrirein- staklinga að nota gervíhnettí bæði tif sendínga og méttöku„ Hins vegar er Utiff aukakostnaður fyrir fóik sem á gervihnatta- móttakara fyrír að nýta sér þessa þjónustu tíf að taka mótí gögmtm af Netínu.^ Merkur fundur á botni Svartahafs: Er staðurinn fundinn þar sem syndaflóðið var? - ekkert sem mælir á móti því Hér gefur að Ifta myndir af rústunum sem fundust á botni Svartahafs. Fomleifafræð- ingar hafa nú gert merka upp- götvun á botni Svartahafsins. Fundist hafa leifar bygginga sem taldar eru vera um 7500 ára gamlar. Hér er um að ræða leifar mannabyggða sem lentu í stóru flóði í fymdinni og hefur þetta sett af stað þær vangaveltur hvort hér sé um að ræða staðsetningu synda- flóðsins sem sagt er frá í Biblíunni. Yfirmaður leiðangursins, Robert Ballard, sá hinn sami og fann Titan- ic árið 1985, segir að neðansjávar- myndavél, sem notast er við í leið- angrinum, hafi fundið bygginguna sem sé ferhyrningslöguð og ber þess greinileg merki að um mannabú- stað sé að ræða. Vitað er að fólk bjó á þessum slóðum fyrir þúsundum ára og talið er að mun fleiri bygg- ingar sé þar að flnna. Leifamar eru ótrúfega vel varðveíttar og tefja leíðangursmerm það tíi komið vegna þess að rústímar figgja í neðri vatnslögum Svartahafs sem er nokkum veginn súr- efnissnautt, sem aftur feiðir tilþess að rotn- un á sér ekki stað. DNA-sýni sem sönnunar- gögn Það hefur verið sannað að mik- ið flóð reið yfir þetta svæði þegar Miðjarðarhafið hækkaði skyndi- lega og flæddi yfir í Svartahafið, sem þá var aðeins stöðuvatn. Árið 1997 settu tveir jarðfræðingar fram þá kenningu að syndaflóðið, sem sagt er frá í Biblíunni, hafi í raun átt sér stað við Svartahaf en ekki í Mið-Austurlöndum eins og flestir telja. Ballard segir of snemmt að segja nokkuð um það með vissu en hingað til hafi ekk- ert komið fram í rannsóknum sem mæli á móti þeirri kenningu að þetta sé einmitt staðurinn þar sem Nói byggði Örkina sína. Fornleifafræðingar og aðrir vís- indamenn eru vissir um að nú muni umræðan um staðsetningu syndaflóðsins hefjast á ný. Byggingin er 4 metrar á breidd og 15 á lengd. Útskornir loftbitar úr tré standa enn auk þess sem trjágreinar og áhöld úr steini liggja inn í byggingunni. Leifarn- ar eru ótrúlega vel á sig komnar og telja leiðangursmenn það til- komið vegna þess að rústirnar liggja í neðri vatnslögum Svarta- hafs sem er nokkurn veginn súr- efnissnautt, sem aftur leiðir til þess að rotnun á sér ekki stað. Þetta hefur gefið vísindamönnum vonir um það finna megi heflleg- ar beinaleifar þeirra sem bjuggu á þessu svæði. Með því væri hægt að taka DNA-sýni og þannig væri hægt að komast að uppruna fólks- ins á svæðinu. —~———— ■eHLLetúci- iluiCL Fulltrúar frá VA, Tölvusmiuöjunni og Nýherja við undirritun samnings- ins. Tölvuvæðing í skólum: VA semur við Nýherja og Tölvusmiðjuna Nýherji og Tölvu- smiðjan annars vegar og Verk- menntaskóli Aust- urlands hins vegar hafa gert með sér samning um innleiðingu á þráðlausu netkerfi og fartölvum fyrir nemendur og kennara skólans ásamt uppbygg- ingu tölvukerfis og fjarkennslu- búnaðar. Sameiginlegt markmið þessara aðila er að uppbyggingu upplýsingatæknikerfis VA verði lokið á 4 árum með það að heild- armarkmiði að það teljist með því fremsta sem þekkist hjá slikri stofnun. Innleiðing þessa búnaðar felur m.a. í sér uppsetningu og notkun á þráðlausu netkerfi, útvegun á netkortum og fartölvur, aðstoð við val á netþjónum og uppbygg- ingu innra nets skólans, miðlun upplýsinga, kennslu fyrir kenn- ara og starfsfólk skólans og upp- byggingu tölvukerfis skólans. Notkun tölva í námi, kennslu og rannsóknum hefur stóraukist undanfarið og má segja að tölvu- eign og notkun sé nauðsynlegur hluti alls náms. Varla er til það starf í dag sem ekki krefst tölvu- notkunar og mikillar kunnáttu starfsmanna að því leyti. Því hef- ur VA ákveðið að ganga til sam- starfs við Nýherja og Tölvu- smiðjunna til að uppfylla þarfir nemenda, sem og kennara, um tölvuvæðingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.