Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2000 KagasMg Gamli PlayStation- leikjavélin er án efa ein vin- sælasta leikjavél sem framleidd hefur verið. Ótrúlegur fjöldi eintaka hefur ratað í hendur tölvu- leikjavina og leikjavélin selst enn þá betur heldur en vélar keppinautanna, Sega og Nintendo, i Japan. Þegar PlayStation-leikjavélin kom á markað hafði Nintendo-fyrirtækið öll tögl og hagldir á markaðinum. Reyndar byrjaði PlayStation upp úr samkrulli hjá Sony og Nintendo i kringum árið 1990. Sony hafði gert samning við Nintendo um fram- leiðslu á aukabúnaði fyrir SNES- Það er ekki hvað síst leikjum eins og Resident Evil að þakka að PlayStation hefur haldið velli. PlayStation-leikjavélin í fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur: grái jálkurinn er orðinn 5 ára - enn söluhærri en Sega og Nintendo í Japan leikjavélina sem gerði henni kleift að nota sér nýja tækni sem nefndist CD Rom. Sony gerði þá einnig samning um að fyrirtækið mætti framleiða eig- in leikjakerfi sem gæti nýtt sér aukabúnaðinn og fékk það kerfi nafnið Play Station. Nintendo ákvað hins vegar að virða ekki samkomulagið og sleit samstarfmu við Sony áður en að framleiðslu aukabúnað- arins kom. Nintendo gerði þess í stað samning við Phillips um framleiðslu sams konar búnað- ar. Sony ákvað þá að henda Play Station i ruslið og byrjaði þróunarvinnu á leikjavéi sem bar vinnuheitið PlayStation X eöa PSX. Lítil samkeppni Loks þann 9. september 1995 kom PlayStation-íeikjavélin á markað. Vélinni fylgdi einn stýripinni, sjónvarpssnúra og geisladiskur með alls konar demóum. Fullt af leikjum kom út um leið og vélin kom á markaö, eins og Ridge Racer akstursleikurinn vinsæli sem átti eftir að koma út aftur og aftur, Battle Arena Toshinden, frekar slappur bardagaleikur í ætt við Tekken, og The DNA Imperative sem lítið er vitað um en var víst fyrstu persónu skot- leikur. Fleiri tölvuleikir fylgdu svo í kjölfarið og ekki leið á löngu þar til Sony hafði gert samninga við yfir 150 tölvu- leikjaframleiðendur. Þegar PlayStation kom á mark- að voru fyrir leikjavélar eins og Sega Saturn sem var ein sorgar- saga frá upphafi, Atari Jaguar sem hvarf og leikjavél frá Pana- sonic-fyrirtækinu sem ekki margir muna eftir. Það má því segja að PlayStation-leikjavélin hafi fengið kjörið markaðsum- hverfi strax i byrjun. Magn og smávegis gæði Það má segja að velgengni PlayStation hafi verið þvi að þakka að ótrúlegt magn leikja hefur komið út fyrir leikjavél- ina. Þó svo að meirihlutinn af þessum leikjum hafi ekki verið upp á marga fiska þá komu alltaf fLottir leikir út með reglu- legu millibili. Ekki má svo gleyma því að Sony-fyrirtækið í Japan er aöeins PlayStation2-leikjatölvan sölu- hefur alltaf lagt mikið upp úr hærri en gamli grái jálkurinn. auglýsingum og einnig hefur Það má segja að vel- gengni PlayStatíon hafí verið þvi að þakka að ótrúlegt magn leikja hefur komið út fyrir leikjavélina. Þó svo að meirihlutinn afþessum leikjum hafí ekki verið upp á marga fiska þá komu alltaf flottir leikir út með reglulegu milli- bili. það alltaf verið frumlegt í þeim efn- um. PlayStation-leikjavélinni hefur gengið allt í haginn á þessum fimm árum sem hún hefur verið á markan- um. Reyndar er búið að hressa upp á vélina og gefa hana út aftur sem PlayStation One og er PlayStation- vélin í ööru sæti á sölulistum í Japan enn þann dag í dag, í fyrsta sætinu er PlayStation2-leikjavélin. Það verður gaman að fylgjast með hvort sagan endurtaki sig og PlayStation2 eigi eft- ir að ná sömu velgengni og gamli grái jálkurinn. -sno ItflT'WirillWIIHMU — Föt og tölvuleikir: Diesel auglýsir í Driver 2 Það er margt skrýt- ið gert til að aug- lýsa vörur og er tölvuleikjaiðnaður- inn engin undan- tekning þar á. Nú hefur tölvu- leikjafyrirtækið Infogames gert samning við fataframleiðandann Diesel, sem er best þekktur fyrir gallabuxurnar sínar, um sam- vinnu í kynningarmálum fyrir- tækjanna. Samningurinn felur í sér að að- alsöguhetjan og aukaleikarar í tölvuleiknum Driver 2 munu allir klæðast fötum frá Diesel og aug- lýsingaskilti frá fataframleiðand- anum munu birtast sem partur af umhverfinu í leiknum. Það sem Infogames fær á móti er að Driver 2 mun vera auglýstur í búðum Diesel-fyrirtækisins, sem eru ansi margar og fjölsóttar. Einnig verð- ur hægt að bragða á sýnisútgáfu af leiknum i verslunum Diesel um leið og slík útgáfa verður fá- anleg. Þetta er auðvitað bráðsnið- ugt fyrir bæði fyrirtækin þar sem markhópur þeirra er af svipuðum toga. Þaö verður hátískuklæönaöur á persónunum í nýja Driver-leiknum. Þótt Advance-útgáfan sé komin a< Game heldur Konami áfram aö framleiöa leiki á Color-vélina. Konami-leikjafyrirtækið: Með Game Boy á heilanum - bæði Color og Advance Leikjafyrirtæk- ið Konami er án efa best þekkt fyrir hinn frá- bæra leik, Metal Gear Solid. Ekki er það þó það eina sem Konami-fyr- irtækið gerir því það er einnig af- kastamikið í framleiðslu á leikjum fyrir Game Boy Color og Game Boy Advance-leikjavélamar. Um síðustu helgi kynnti einmitt Konami-fyrirtækið nýjustu afurðir sínar fyrir þessar leikjavélar. Það sem er helst á döfmni hjá Konami fyrir Game Boy Advance er útgáfa af leiknum Castlevania: Circle of the Moon sem er hlutverka/ævin- týraleikur af bestu gerð. Einnig eru þeir hjá Konami aö leggja lokahönd á leikina Mail de Cute og Monster Breeder. Konami er ekki búið að gleyma Game Boy Color, þó svo að arftaki þeirrar leikjavélar sé aö taka við. Þeir eru með í smíðum leik sem nefnist Mini Game Hajime Mashita fyrir Game Boy Color. Leikurinn er í raun safn af alls konar litlum leikjum og er hann einn fyrsti leik- urinn sem nýtir sér samtengingar- möguleika Game Boy Color við far- síma. Það gerir notendum kleift að hlaða niður nýjum mini-leikjum í Game Boy Color leikjavélina. Það er greinilega nóg að gera í herbúðum Það sem er helst á döfinni hjá Konami fyr- ir Game Boy Advance erútgáfa af leiknum Castlevania Circle of the Moon sem er hlut- t verka/ævintýraleikur1 * afbestu gerð. Einnig eru þeir hjá Konami að leggja lokahönd á leik- i ina Mail de Cute og Monster Breeder. ■jrsiýip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.