Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Page 4
Vikan 2 2. september til 2 8 . s e a t e m to e r ...1.1—f—Í—ð—E- F T J R Ifókus „Það var frábært á ballinu í gær. Það var reyndar algjör snilld. Skólaböll Menntaskólans við Sund klikka aldrei, Sálin spilaði og allt gekk snurðulaust. í hléinu voru svo bara dj-ar. Þessi vika er búin aö vera mjög erfíð vegna skipu- lagningar á skólaballinu, þá bæði gæslumál og miðasala, en allt gekk þetta vel.“ Ómar Örn Ólafsson, ármaður Menntaskólans viö Sund og fim- leikastjarna. Mjög góð bók „Ég var mjög ánægður með lasagnað sem ég fékk um helgina og kærastan mín útbjó handa mér, það var alveg frábært. Við vorum bæði með svona ljósar og grænar lasagnaplötur og svo var kjötrétt- urinn sjálfur mjög góður. Þetta var svona afmælisveisla sem var haldin fyrir mig. Ég var líka að klára bók sem heitir Meistarinn og Margaríta eftir Mik- ael Búrgakov, mjög góð bók.“ Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður Nemendafé- lags MH. „Nemendafélagið stóð fyrir golf- móti á föstudaginn; það var haldið í Hvammsvik i Hvalfirði. Það var metþátttaka hjá okkur þetta árið, ég held að það hafi verið hátt í 160 manns. Það var mikið fjör á mót- inu sjálfu, við grilluðum pylsur og héldum svo hlöðupartí um kvöld- ið. Allir skemmtu sér rosalega vel ... ehh, nema kannski einn sem tók leigubíl heim i bæinn og borg- aði fyrir það 9000 kall.“ Davíð Már Bjarnason, forseti Nemendafélags Verzló. Rífandi stemning „Það var náttúrlega ball hjá okkur MR-ingum á fimmtudaginn á Astró. Maus lék fyrir dansi, þetta var alveg príma. Ég var al- veg búinn á fostudag- inn þannig ég var bara í rólegheitun- um um kvöldið. Á laugardagskvöldið j fór ég í tvítugsaf- i mæli hjá bekkjarfé- j laga mínum, það j var haldið á j Dubliners, þar varj rífandi stemning. Síðan kíkti maður aðeins á röltið. Þetta var svona klassískt djamm í Reykjavík." Gunnar Thorarensen, inspector scholae MR. Dancer in the Dark er nýjasta afkvæmi frænda okkar, Baunans Lars von Triers. Um er að ræða dans- og söngvamynd sem var verðlaunuð á kvikmynda- hátíðinni í Cannes við frumsýningu. Fjölhæfa lukkutröllið Björk leikur aðalhlutverkið, hina sjónskertu Selmu, og sló íslandsmetið í gullpálma þegar hún var verðlaunuð sem besta aðalleikkona hátíðarinnar. Auk leiksins samdi hún tónlistina: Aðstandendur „Myrkradansarans" veita verölaunum móttöku og ræða við fréttafólk á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Von Trier fékk í lið með sér úrval leikara til að taka lagið og sprella í Dancer in the Dark. Margir þeirra hafa lítið fengist við kvikmyndaleik og var kippt beint af leikhússviðinu og varpað á hvíta tjaldið. Við handritsgerðina hafði Trier ekki Björk i huga en í vinnslunni sá hann myndband hennar við lagið “It’s oh so Quiet“ og hreifst af persónunni, ekki siður en söngkon- unni. Þau hittust og Trier féll fyrir hugmyndinni um að fela Björk tón- smíðamar og hafa hana í aðalhlut- verki. Brösótt samstarf Von Trier átti bágt með að ákveða hvemig tónlist hann vildi nota í mynd- inni en þegar Björk kom inn í dæmið varpaði hann boltanum til hennar. Hún bjó til tónlistina og Trier segist ánægður með framlagið þó að hann þyrfti tíma til að venjast lögunum. Dag- inn sem tökur áttu að hefjast uppgötv- aði leikstjórinn sér til skelfingar að hann hafði ekki prófað Björk formlega fyrir framan myndavél. Ekki kom það að sök því leikurinn gekk snurðulaust fyrir sig. Trier segist ekki geta hugsað sér betri aðalleikara, þó að gengið hafi á ýmsu þeirra á milli. Hann segir ekk- ert óeðlilegt að upp komi ágreiningur þegar ólíkir listamenn, sem era upp- teknir af að skila góðu verki, leiða sam- an hesta sína. Björk er óspör að lýsa hæfileikum Triers en lýsir innra manni hans sem togstreitu á milli Napóleons og Línu langsokks. Heimtaði hlutverk Fyrst átti Björk aðeins að semja tón- listina en Lars tókst að sannfæra hana um að leika Selmu svo að tónlistin kæmist almennilega til skila og þurfti miklar fortölur. Björk lét hafa eftir sér í viðtali að hún hefði engan áhuga á að verða kvikmyndastjama og liði eins og hún væri að halda fram hjá tónlistinni með því að feta sig út á leiklistarbraut- ina. Hún segist hafa hugsað um tónlist- ina ailan sólarhringinn. „Ég er búin að skrifa um mig og mínar tilfinningar á síðustu þremur plötrnn og nú hður mér vel með að skrifa frekar um Selmu," sagði hún. Mótleikari Bjarkar, Catherine Deneuve, réð sig hins veg- ar sjálf til starfa. Hún sendi Trier bón um að fá hlutverk og hann þurfti eng- an umhugsunarfrest. Blind eftir teiknimyndagláp Sagan er harmleikur. Selma (Björk) er tékkneskur nýbúi í Bandaríkjunum árið 1964. Hún þjáist af hræðilegum augnsjúkdómi, svo hræðilegum að yfir hann er ekki til latneskt fræðiheiti. Á endanum munu augu hennar hætta að nema það sem fyrir þau ber, og hún neyðast til að fá sér schafer-hund og hvítan staf fyrir milligöngu Helga Hjörvars. Selma vinnur eins og skepna í verksmiðju auðvaldsins til þess að framfleyta sér og syni sínum, Gene. Gene hefur erft sjúkdóm móður sinnar og hætt er við að hann muni líka missa sjónina ef ekkert verður að gert. Selma verður að gera tilraun til þess að koma honum undir læknis- hendur en slíkt er dýrt. Leyndarmál Selmu er áhuginn á söngleikjum. Hún lifir sig inn í atburöarás þeirra, gleym- ir vandamálum sínum og ber sigurorð af óréttlæti, eins og von Trapp-familí- an sigraði nasista með laginu Edelweiss i myndinni Söngvaseiður. í frumgerð handritsins, sem Björk fékk í hendur, þjáðist Selma ekki af augn- sjúkdómi. Hugmyndin að blindu henn- ar kviknaði í kolli von Triers eftir að hann hafði horft á teiknimynd Wamer Brothers, frá fjórða áratugnum, um blinda stúlku sem skynjaði heiminn með augum leikfangadúkku sinnar. Nýjar og endurunnar að- ferðir Að gera söngleik," segir Trier. „En hver kann að búa til söngleik?,“ spyr hann. Hann kaus að blanda tónlistaratriðum saman við önnur í heimildamyndastíl og notaði fríhendistökur mikið til að nálgast raunveruleikan betur. Einnig voru sumar tökur gerðar á 100 myndavélum, með ólíkum sjónarhomum. Trier segir Selma er að vonum ánægð með nýju gleraugun sín, en sér varla hálfa sjón. þessa leið hafa sparað mikinn tíma og minnkað útgjöldin. „100 vélar ná öllu sem gerist á tökustað, spuna leikara og óvæntar uppákomur og bjóða upp á færri tilraunir. Dansatriði sem tóku tvo daga, hefðu tekið tvær vikur með nokkrum vélurn," segir Bauninn. í staðinn fyrir að nota sígildar aðferðir i kvikmyndun á tónlist, að hafa myndavélina á hreyfingu í samræmi við tónlistina, með hjálp krana og vagna, notaði von Trier kyrrar tökur. Samt vill leikstjórinn ekki eigna sér heiðurinn af neinu varðandi gerð myndarinnar. „Til er mergð af söngleikjum, og engin hugmyndanna er ný - þetta er allt endurvinnsla," viðurkennir hann. ITéikaralið | BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR - Selma (frumraun sem kvikmyndaleikari) ÍCATHERINE DENEUVE - Kathy (Repulsion) IPETER STORMARE - Jeff (Uie Big Lebowski, Fargo, Awakenings) IDAVID MORSE - Bill (The Green Miie. The Negotiator og Twelve Mon- keys.) ICARA SEYMOUR - Unda (American Psycho. The Good Baby og Tbu've got - Mail) IJEAN-MARC BARR - Norman " (The Big Blue, Brimbrot og Europa) IEUKO IVANEK - lögmaður (Donnie Brasco, Courage Under Fire og The Associ- Iate) JOEL GREY - Oldrich Novy (Cabaret, The Player og Kafka) I REATHEL BEAN - dómari ® (Sviösleikari á Broadway, leikift í nokkrum myndum Iog þáttum.) LUKE REILLY - vamarráðsmaður _ (Private Parts, Imaginary Crimes og Bye Bye Blues) 1 SIOBHAN FALLON - Brenda " (Men in Black, Forrest Gump og Striptease) IUDO KIER - Dr. Porkomy (Ógrynnl lélegra hryllingsmynda, Brimbrot, Arma- Igeddon) STELLAN SKARSGÁRD - Doctor (Good Will Hunting, Amistad og The Hunt for Red j^ctober)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.