Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 8
I
t
►
I
I
>
I
I
I
\
t
!
I
\
i
f
rátt fyrir ungan aldur hefur Aslaug
Baldursdóttir komið til yfir 50 landa í
tengsium við starf sitt sem flugfreyja á
vegum flugféiagsins Atlanta. Hún flaug
eða! annars með The Rolling Stones á
ikaför þeirra i Bandaríkiunum. Nú hefur
ið heima i tvö ar og síðastliðið ár unnið
rifta a Stöð 2.
lœgö frœga fólksins?
„Jú, reyndar einu sinni, þegar við
ílugum með hljómsveitina U2. Þetta
var á afmælisdeginum minum og við
flugum með þá til Amsterdam á MTV
verðlaunaafhendinguna. Þeir unnu og
komu til baka um borð í vélina með
verðlaunagripinn. Svo horfðu þeir á
upptökuna á myndbandi um borð í
vélinni. Þá varð ég í fyrsta sinn svona
pínulítið „starstruck", þar sem tónlist
þeirra hefur verið í miklu uppáhaldi
hjá mér.“
Hvernig voru U2?
„Þeir voru allir alveg rosalega al-
mennilegir. Auðveldustu farþegar sem
ég hef flogið með. Þeir komu í vélina
og sögðu okkur bara að slaka á: „Við
tókum með okkur samlokur, ekki hafa
neitt fyrir okkur, slappið bara af, fáið
ykkur blund eða komið og spjaEið við
okkur.“ Það fór einstaklega lítið fyrir
þeim, enda engir lífverðir og fylgdar-
lið með í fór.“
Sprengjan í Kenía
Voru einhverjar feröir minnisstœö-
ari en aórar?
„Það eru 3 flug sem standa upp úr.
Fyrsta flugið var fyrir bandarísku rík-
isstjórnina. Þar flugum við með full-
trúa frá FBI, leitarhunda og björgun-
arsveit til að skoða rústir bandariska
sendiráðsins í Kenía eftir sprenging-
una. Þetta var sami hópur og skoðaði
rústirnar eftir Oklahoma-sprenging-
una. Við flugum svo tO baka með rúst-
ir til að rannsaka og lík þeirra Banda-
ríkjamanna sem létust í sprenghigí
unni. Þessi sprenging var mikiö áfaU
fyrir alla, lika björgunarmennina.
leiðinni til baka þurftu þeir að tala ol
fundu einhverja hjálp i að tala við
okkur sem reyndist okkur þó oft of-
viða. Við vorum þama í miðju atburð-
anna. Maður áttaði sig á hversu raun-
verulegir slíkir atburðir eru.
Næsta flug sem ég vil nefna var þeg-
ar við flugum með mann sem heitir
Baba og er frá Malí í Afríku. Honrnn
hafði verið vísað úr landi í Bandaríkj-
unum fyrir vopnasmygl. Þessi maður
á gullnámur víðs vegar um Afríku.
Föðurland hans, Malí, er eitt af fátæk-
ustu ríkjum Afríku. Á þessu svæði er
til dæmis svakalegur malaríufaraldur.
Þegar við lentum í Mali var eins og
þjóðhöfðingi væri mættur, slíkur var
fjöldinn af fólkinu. Baba er þekktur
fyrir að dreifa peningum til fólksfjöld-
ans þar sem hann kemur. Og það gerði
hann þegar hann steig út úr vélinni.
Allir stukku til og það bmtust út
slagsmál. Við horfðum á þetta og trúð-
um vart eigin augum.“
Kabila flughræddur
Þriðja flugið var svo með ríkis-
stjóm Kongó og forsetann Laurent
Kabila. Hann er vel þekktur þjóðhöfð-
ingi og þá einkum fyrir grimmdarverk
gagnvart eigin þjóð og fyrir að ganga
á auð þjóðar sinnar. Tilhugsunin um
að fljúga með hann var ekkert sérstak-
lega góð. Það var leitað í krókum og
kimum vélarinnar í dágóða stund að
hugsanlegum sprengjum áður en hann
kom um borð þar sem honum höfðu
borist sprengjuhótanir.
Hann bað um að fá aö taka i höndina
á allri áhöfninni. Ég er ekkert sérlega
stolt af að hafa tekið í höndina á slíkum
mannL Hann var flughræddur og hélt
sig uppi á annari hæð vélarinnar með
konunum sínum tveimur næstum allt
flugið. Lifverðirnir hans vom margir
og í skotheldum vestum allan tímann
um borð. yið flugum með hann í opin-
bera heimsókn til Kína. Þar tók forseti
Kína á móti vélinni ásamt fylgdarliði.
Þetta eribesta stopp sem ég hef
fengið. Við skoðuðum meðal annars
Kínamúrinn og Torg hins himneska
friðar. Klpaénmjög áhugavert land og
ég vona að^p'ái tækifæri til að fara
þangað aftur/
Fyrstu tvö árin í fluginu vann Ás-
laug í Sádi-Arabíu, á íslandi og víðs
vegar um Evrópu. Tvö siðustu árin
vann hún sem flugfreyja á lúxusvél í
Bandaríkjunum. Þar flaug hún með
fjöldann ailan af heimsfrægu fólki.
Á leið í aftöku
Áslaug byrjaði flugfreyjustarfið í
pílagrímaflugi úti í Sádi-Árabíu. Þar
var hún í heilt ár.
„Fyrsta flugið mitt var til Lahore í
Pakistan. Það er með erfiðari flugum
auk þess sem þar er mikil fátækt. Far-
þegamir hafa langflestir aldrei stigið
fæti um borð í flugvél. Þeir vita til
dæmis margir hverjir ekki að það em
salemi um borð. Áhafharmeðlimur
sem ég var að fljúga með lenti til dæm-
is í að einn farþeganna gerði þarfir
sínar í bolla sem hún hafði fengið hon-
um.“
Lentir þú ekki í ýmsum öórum uppá-
komum í pílagrímafluginu?
„Jú. Við flugum til dæmis einu
sinni með látinn mann frá Lahore til
Jedda. Þar sem hinsta ósk mannsins
hafði verið að komast til Mekka leyfðu
starfsmenn flugvallarins í Lahore
samferðafólki hans að fara með hann í
vélina látinn. Það virtist engan trufla
að maðurinn lá lífVana í sæti sínu inn-
an um aðra farþega, þeim fannst ekk-
ert athugavert við þetta. Þegar komið
var til Sádi-Arabíu var maðurinn
færður frá borði og hefur eflaust feng-
ið að fara með til Mekka.
„í einni ferðanna flugum við með
farþega frá Abu Dhabi til Jedda. Þar
var á meðal maður sem verið var að
færa til Jedda til að hálshöggva. Það
var sérkennileg tilfmning að þjóna
manni sem maður vissi að væri á leið
til aftöku. Tilfinningin varði lengi á
eftir."
Potað með priki
Hvernig var aö vera úti í Sádi-Arab-
íu?
„Það
fyrir íslei
sem við
ræði í þjól
það sem ol
gjamar í ai
dag að möri
Því er hins
mjög skrýtið, sérstaklega
stelpur eins og mig, þar
vanar ríkjandi frjáls-
ginu. Við gerum bara
sýnist, erum frama-
u og stöndum í
jafnfætis körlum.
öfugt farið í
Islamríkinu Sádi-Arabíu.
Við stelpurnar þurftum allar að
ganga með abaiju, eins konar kufl, og
strákamir í síðbuxum. Sumar búðir
höfðu skilti fyrir utan sem sýndu að
hundar og konur væru bannaðar þar.
Ég fór til dæmis inn í geisladiskabúö
þar sem slíkt skilti var fyrir utan en
ég hafði ekki tekið eftir því. Mér var í
orðsins fyllstu merkingu hrint út.
Ég lenti í því tvisvar að ég fór ein í
bæinn og var að flýta mér. Slæðan á
höfðinu hafði því runnið af. Að mér
komu tveir trúarlögreglumenn og þar
sem þeir mega ekki koma við mann
nota þeir prik til að benda og pota
með. Ég stóð þama meðan þeir potuðu
í mig og bentu mér á að laga slæðuna
og fannst mér þessar uppákomur mjög
niðurlægjandi. Andrúmsloftið í land-
inu er mjög spennuþrungið og óþægi-
legt.“
Þaðan fór Áslaug í flug hingað og
þangað innan Evrópu og svo til Sádi-
Arabíu aftur i 3 mánuði. Eftir stutt
stopp á íslandi var förinni heitið til
Pabn Beach í Kalifomíu í vinnu á lúx-
usvél á vegum Atlanta. Þar var Áslaug
í tvö ár ásamt fimm öðrum íslending-
um. Til að teljast hæfur til starfa á
slíkri lúxusþotu þurfti Áslaug ásamt
öðrum meðlimum áhafnarinnar að
fara á sérstakt námskeið í þjónustu
fyrir flug af þessum toga. Því má bæta
við að vélin kostaði litla 20.000 dollara
á klukkutimann.
Með Rolling Stones
„Fyrsta flugið okkar var meö fjóra
umboðsmenn The Rolling Stones. Þeir
komu til að kanna aðstæður um borð
í vélinni og leist vel á.
Það varð því úr að við flugum með
hljómsveitina í einn og hálfan mánuð
á milli staða í „síðustu" tónleikaferð
þeirra um Bandaríkin og Kanada."
Var ykkur ekki boóió á tónleika meö
þeim?
„Jú, þeir buðu okkur á tónleika í
Edmonton í Kanada. Fyrst buðu þeir
okkur reyndar á boxkeppni sem þeir
voru að horfa á uppi á hótelherbergi
hjá sér. Þar var fuÚt af fólki og fullt af
mat. Seinna fórum við á tónleika og
fengum sæti á besta stað. Okkur var
boðið baksviðs bæði fyrir og eftir tón-
leikana. Maður spáði auðvitað í hvað
þeir gerðu fyrir tónleika. Þeir voru
bara að slappa af og borða og spjalia."
Hvernig voru svo gömlu kempumar
í Stones?
„Alveg meiriháttar. Þeir voru ofsa-
lega þægilegir og ekkert vesen á þeim.
Það lenti reyndar ein flugfreyjan í
fanginu á Keith Richards, gítarleikara
hljómsveitarinnar, þegar hún var að
fara í gegnum öryggisatriði vélarinnar
fyrir flugtak og hnykkur kom á vélina.
Hún átti í smáerfiðleikum með að
halda andlitinu í framhaldinu."
Vinir Bill Gates
Áslaug flaug einnig með Chicago
Bulls, New York Yankees, U2, soldán-
inn af Brunei, Ólympíulið Kanada í ís-
hokkí á vetrarólympíuleika í Japan,
forsetafiölskylduna frá Indónesiu (þó
ekki forsetann Suharto) og vini Bill
Gates til Alaska í hóf sem hann held-
ur á nýjum stað á hverju ári.
í fylgdarliði Gates voru meðal ann-
ars Jerry Hall, Peter Gabriel, George
Lucas og Francis Ford Coppola . „Þeir
Lucas og Coppola sátu hlið við hlið og
reyktu og spiluðu allan tímann.
Coppola hafði mikinn áhuga á íslandi
og spurði mikið um landið."
U2 með samlokur
Varðsf þú aldrei vandrœöaleg í ná
f Ó k U S 29. september 2000
8