Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Page 10
» Þá er Robbie Williams hruninn niður eftir gott gengi en i efstu sætin eru komnar þrjár af falle- gustu og vinsælustu konum heims um þessar mundir. Þær raða sér líka skemmtilega í aldursröð, i fimmta sæti er Britney Spears, í þrið- ja Jennifer Lopez og sú elsta, Madonna er búin að skjóta sér í toppsætið. Madonna lætur nefni- lega engna bilbug á sér finna þó hún sé komin á fimmtugsaldurinn en við sjáum hvað hinar gera næst. > y Topp 20 Vikur 1 ® C <í) o Madonna á lista^ t 21 02 Could 1 have this kiss Houston/lglesias U 3 03 Lucky Britney Spears * 5| (04) It’s my life Bon Jovi 4 7 05) Let’sgetloud Jennifer Lopez t 4 (06 Yellow Coldplay t 5 07) Rock Dj Robbie Williams 4, 7 08) Lady Modjo t 4 09) Wasting Time Kid Rock 4r 5 10 Life is a ... Ronan Keating t 2 11 Með þér Skítamórall t 4 (12) Wonderful Everclear 4, 7 13 Most girls Pink t 2 14 Out of your mind Stepper & Victoria * 2 Groovejet (15) Jumpin’Jumpin’ Spiller Destiny’s Child 4 7 (16) Spinning Around Kylie Minogue f 4 ■4, 6 18 Seven Days Craig David 4r 6 19 We Will Rock You Five & Queen 4, 6 20 Öll sem eitt Sálin hans Jóns míns X 1 Sætin 21 til 40 Q topplag vikunnar Natural Blues Moby 4 8 4 6| . Why didn’t... Macy Gray J hástökkvari jf vikunnar Absolutely Nine Days T 4 ! Generator Foo Fighters J, 8 nýtt á listanum Tom’s Diner Kenny Blake : 4- 3 | t n lí stendurístad 1" 2| hækkar sig trá Eg hef ekki augun af... Sóldögg 4, "l ( ■ siðustu viku Eins og þú ert Greifamir u 5| L lækkarsigfrá v siðustu viku Try Again Where do 1 begin Aaliyah Shirley & Away T. | 4* 14j 4- 11 faii vikunnar Good Stuff Doesn't really... Californication Kelis feat. Terrar Janet Jackson Red Hot Chilli... : 4-1(1 4- 8 4,1° Stopp nr. 7 200.000 naglbítar * i The Real Slim... Eminem 4-12 If 1 told you that Whitney/Michael H Take a look... Limp Bizkit * 3 I’m outta love Anastacia 4,12 Woman Trouble Artfui D. & Robbie X 1 I think l’m in love Jessica Simpson Jr13 fókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega í Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Víðissonar. Madonna er orðin 42 ára. Hún vai að eignast sitt annað barn, strákinn Rocco, og var að senda frá sér sína áttundu plötu. f|i Trausti Julius- | son skoðaði J_ gnpinn. 1 ■ B áíká Æ M ' 1 s m.m . C M .t I 1 ifl m Madonna í kúrekadressinu. Kúrekaímyndin er í andstöðu viö tónlist plötunnar. Kúrekatónlistin er órafmögnuð og amer- ísk, tónlistin á Music er hlaðin rafgervlum og með evrópskum blæ... Velgengni Madonnu virðast engin takmörk sett. Hún er nýbúin að eignast sitt annað bam, strákinn Rocco (sem hún á með breska kvik- myndagerðarmanninum Guy Richie, leikstjóra Lock, Stock & Two Smoking Barrels), og hún var að senda frá sér sina áttundu plötu, Music, sem fór beint í fyrsta sætið á breska listanum. Stóra platan Music kemur í kjölfar smáskifunnar Music, en hún fór sömuleiðis á topp- inn bæði austan hafs og vestan. Music Music er unnin með fjórum pródúserum. Fyrstan skal nefna franska teknópródúserinn Mirwa- is Ahmadzai, sem vinnur með henni 6 lög, þá á William Or- bit<P> 3 lög og Guy Sigsworth og Mark „Spike“ Stent eiga afgang- inn. Síðasta plata Madonnu, Ray of Light, sem kom út fyrir tveimur árum og hún vann með William Orbit, var ágæt og stórt skref fram á við miðað við næstu plötur á undan. Á henni birtist í fyrsta sinn hin fullorðna Madonna, tónlistin var ekki lengur stíluð beint inn á unglingana og yrkisefnin voru breytt. Tónlistin á Ray of Light var einhvers konar létt transpopp- blanda og var ágæt þó að hún væri kannski helst til nýaldarleg á köfl- um. Á Music kveður við annan tón. Hér er tónlistin ennþá teknó og tölvuskotin, en í þetta skiptið hefur franskt rafdiskó og evrópskt teknópopp tekið við af trans- stemmningunni. Platan er bæði fjölbreyttari og skemmtilegri en Ray of Light. En kíkjum nánar á lögin ellefu. Titillagið Music er fyrsta lagið á plötunni. Lagið er einhvers konar elektródiskó. Lagið er unnið af Mirwais og það má heyra í því sömu einkennin og í tónlist t.d. Daft Punk. Þetta er hálfgert retrófönk og er að gera allt vitlaust á öldum ljós- vakans um víða veröld. Ekki skemmir myndbandið fyrir, en í því fer breski grínistinn Ali G á kostum sem einkabílstjóri söngkonunnar. Lag nr. 2. Impressive Instant er líka unnið af Mirwais, en í þetta skiptið er útkoman þyngri og meira í ætt við t.d. Chemical Brothers heldur en Daft Punk. Flott lag sem ætti að virka vel á klúbbunum. Runaway Lover er næst. Það er unnið af William Orbit og er kraft- mikið og grípandi teknópopp. Fjórða lagið, I Deserve It, er rólegt popplag í þjóðlagastíl, með kassagít- ar og tilheyrandi, en undir malar rafgutlið hans Mirwais. Rödd Madonnu er tekin upp án allra effekta, sem er eitthvað sem hún hefur ekki gert áður. Fimmta lagið, Amazing, er unnið af William Orbit og takturinn og stemningin í því minnir mikið á Beautiful Stranger. Sjötta lagið, Nobody’s Perfect, er elektrópopp með sterkum 80’s áhrif- um, bæði í sándunum í laginu og söngnum, en Madonna syngur hér í gegnum vocoder eins og Cher gerði í hryllingnum Believe. Lag nr. 7, Don’t Tell Me, er rólegt og meinlaust popplag, frekar lit- laust. Áttunda lagið, What it Feels Like For A Girl, er unnið með Guy Sigsworth, sem er þekktastur fyrir að hafa unnið með Björk og Seal. Lagið byrjar á rödd Charlotte Gainsbourg úr kvikmyndinni Sem- entsgarðurinn. Þetta er lunkið lag sem vinnur á við frekari hlustun. Níunda lagið, Paradise (Not For Me), er það síðasta á plötunni sem Madonna vinnur með Mirwais. Þetta er rólegt popplag með evr- ópskri stemningu. Madonna syngur hluta af því á frönsku. Lagið var líka á Production, plötunni hans Mirwais frá því í vor. Tíunda lagið, Gone, er enn ein kassagítarballaðan með rafmagns- flúri i, en í þetta skiptið er það í boði þeirra William Orbit og Mark „Spike“ Stent. Lokalagið á plötunni er svo hin frekar andlausa útgáfa á American Pie. Hefur alltaf verið umdeild Madonna hefur alltaf verið um- deild. Hún hefur marghneykslað heimsbyggðina með djörfum uppá- tækjum. Blond Ambition tónleika- ferðalagið hennar árið 1990 fékk einkunnina „ein djöfullegasta sýn- ingin í mannkynssögunni" hjá ka- þólsku kirkjunni og þegar bókin hennar, Sex, sem hafði að geyma djarfa texta og ljósmyndir af henni sjálfri, kom út fáum árum seinna þá seldist hún í metupplögum á met- tíma, en samt urðu ótrúlega margir sárreiðir yfir þvi að hún skyldi láta sér detta i hug að bjóða kynóra sína til kaups. Nú, þegar hún hefur róast og er orð- in tveggja barna móðir sem stundar jóga og stúderar austurlenska heimsspeki, eru samt enn margir sem geta ekki sætt sig við hana. Nú á hún að vera útsmoginn tæki- færissinni sem svifst einskis til að ná árangri. Hörðustu Madonnuhat- ararnir ganga svo langt að segja að hún skipuleggi meira að segja barn- eignir og ástarsambönd til þess eins að auka vinsældir sinar og selja plötur. Fyrsta power-konan í poppheiminum Það er ekki gott að segja hvað það er sem veldur þessari andstöðu en líklegasta skýringin er sú að samfélaginu standi enn ógn af konu sem er jafn framagjöm og valdamikil. Madonna er fyrsta power-konan í poppinu. Hún á ekki bara velgengni að fagna sem tón- listarmaður sjálf heldur stýrir hún líka plötufyrirtæki, Maverick Records, sem er að gera það gott með listamönnum eins og Alanis Morisette og Prodigy. Madonna er einfaldlega klár, veit hvað hún vill og ber sig eftir því. Eins og Björk (sem Madonna tekur sér til fyrirmyndar með eitt og annað) þá kann hún að velja sér samstarfs- menn og hefur vit á því að skoða það sem er að gerast í kringum hana. Það er lykillinn að hennar velgengni í dag og ástæðan fyrir því að hún er enn, nýorðin 42ja ára, að gefa út plötur sem skipta máli. Kóngurinn sjálfur, Elvis Presley, dó 42ja ára úr pilluáti og órækt eftir áralangt niðurlæging- artímabil. Á sama aldri hefur Madonna hins vegar aldrei verið betri. f ó k u s 29. september 2000 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.