Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 6
Nú er komið haust og skólarnir byrjaðir aftur. Nemendur mæta í skólann eftir sumarið og við tekur alvara
lífsins. Félagslífið er mikilvægur þáttur í skólastarfinu og er það gífurlega öflugt í flestum skólum, bæði á
háskóla- og menntaskólastigi, hér á klakanum. Til að komast að því hvað er á seyði var haft samband
við nokkra af þeim sem bera hitann og þungann af félagslífinu, þeir spurðir hvort félagslífið sé í raun
nauðsynlegt og hvort það sé kannski orðið svo viðamikið að fólk komist ekki yfir allt saman.
Hvað er á seyði í vetur?
„Félagslíílð er byrjað af fullum
krafti, leiklistamámskeið er hafíð
og skráning I leikprufur fyrir nem-
endamótssýninguna okkar sem er í
febrúar. Þetta árið ætlum við að
setja upp Wake me up (before you
go go) þar sem tónlistin frá árun-
um 1980-85 ræður ríkjum. Ný-
nemaballið var haldið I vikunni en
það er fyrsta ball vetrarins. Dag-
skráin er þétt í vetur, fjölmörg
böll, og við stöndum fyrir nám-
skeiðum og ferðum. Við reynum að
virkja sem flesta til að taka þátt i
félagslífinu og höfum það fjöl-
breytt. Markmið okkar í ár er að
hafa sem minnsta klíku í félagslíf-
inu, við reynum að taka nýja inn
og kynna þeim starfsemina í nem-
endafélaginu. Að taka virkan þátt í
félagslífi er tímafrekt en þetta er
allt spurning um skipulagningu.
Það er nauðsynlegt að geta tekið
þátt í félagsstarfi og vera ekki bara
„Félagslífið er komið á fullt og
við höfum nú þegar farið í tvær
vísindaferðir en þær eru á tveggja
vikna fresti allt skólaáriö. Fólk
þarf að skrá sig í ferðina og slóg-
um við met um daginn þegar ferð-
in fylltist á 45 sekúndmn. Fram
undan hjá okkur er m.a. „paint-
ball“-mót, sameiginlegt ball með
Tækniskólanum og svo auðvitað
visindaferðimar vinsælu. Það er
nóg um að vera hjá okkur og fólk
ræður því auðvitað sjálft hversu
virkt það er. í góðum skóla er auð-
vitað gott félagslif og allir frnna
eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem
standa í þessu kynnast fjölda fólks
og einnig er alveg nauðsynlegt að
lyfta sér upp öðru hverju. Félags-
störfin taka sinn toll en það er
bara af hinu góða, þetta er bara
spuming um að finna hinn gullna
meðalveg."
Davíð Olgeirsson, formaður nem-
endafélags Háskólans í Reykjavík
Tvífaramir koma að þessu sinni úr heimi stjómmálanna. Sverri Her-
mannsson þekkja allir enda hefur pUtur staðið í eldlínunni svo áratug-
um skiptir. Suharto var mn langt skeið forseti í Indónesíu, eða allt þar
til hann var hrakinn frá völdum. Það er ekki nóg með aö þessir kappar
séu á svipuðum aldri heldur eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Eins og sjá
má em blessaðir mennimir sláandi líkir en auk þess hafa þeir í gegnum
tíðina báðir verið bendlaðir við spillingu af ýmsum toga. Sverrir var sak-
aður um að hafa farið frjálslega með fé Landsbankans þegar hann var
þar bankastjóri og frægar em sögumar af laxveiðiferðunum á meðan alls
kyns sögur gengu um óheilindi Suhartos þegar hann var við völd. Það
eina sem greina má á milli er að Suharto er víst eitthvað veikur núna
um stimdir á meðan Sverrir er við hestaheilsu.
Sverrir Hermannsson alþingismaður.
Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu.
bundinn við bækumar.“
Ari Björnsson, féhirðir nemenda-
félags Verzlunarskóla íslands
„Við erum nú þegar búin að
halda eitt bjórkvöld. Þannig kvöld
em haldin að prófum loknum en
við tökum próf á sex vikna fresti
hér í Tækniskólanum. Bekkimir
era svo með visindaferðir í tengsl-
um við þessi bjórkvöld. Við höldum
auðvitað árshátið sem er hápunkt-
urinn á vetrinum. Einnig höfum
við staðið fýrir íþróttamótum sem
hafa mælst ágætlega fyrir. Félags-
lífið er alveg nóg eins og það er, við
erum með viðráðanlegri bekkjar-
stærðir heldur en háskólarnir
þannig að við höfum ýmsa mögu-
leika. Klúbbastarfsemi hefur ekki
gengið hjá okkur því að margir
vinna með náminu og em kannski
komnir með fjölskyldu; við erum
meira í þvi að fagna stórum áföng-
um. Það er viss kjarni sem er virk-
ari en aðrir í félagslífinu og er það
eðlilegt. Það em ekki allir sem eiga
þess kost að stunda félagslífið mik-
ið vegna vinnu og heimilis. Ég er
ekki að segja að þetta komi niður á
náminu, maður fer ekki ef maður
hefur áhyggjur af náminu."
Nína Hjaltadóttir, formaður
nemendaráös Tœkniskóla íslands
„Haustönnin er aðeins rólegri en
vorönnin í félagslífinu hér í FB en
við emm byijuð af fullum krafti og
fram undan hjá okkur er t.d. busa-
ball og afmæli skólans, sem verður
haldið 4. október næstkomandi, og
verða mikil hátíðarhöld í kringum
það. Við tökum þátt í ræðukeppni
framhaldsskólanna og höldum
söngvakeppni, svo eitthvað sé
nefrit. Við foram í ferðir út á land,
höldum þemakvöld og tónleika og
svo er það árshátíðin sem er topp-
urinn á árinu. Við hér í FB getum
valið hraðann í námi okkar og tek
„Það eru fjórar deildir innan
Kennaraháskólans og er félagslífið
því mjög fjölbreytt og skemmtilegt.
Við byijuðum af krafti nú í haust
þegar deildirnar fjórar (grunn-
skólaskor, leikskólaskor, þroska-
þjálfaraskólinn og íþróttakennar-
háskólinn á Laugarvatni) fóru sam-
an til Laugarvatns. Þar grilluðum
við og skemmtum okkur saman,
það var brjáluð stemning hjá okk-
ur. Við verðum með menningcU•-
kvöld einu sinni í mánuði þar sem
listafólk innan skólans mun láta
ljós sitt skína. Einnig ætlum við að
halda málfundi þar sem málefni
kennarastarfsins verða rædd, við
fáum góða gesti til að halda fyrir-
lestra og við nemendumir fáum að
spyrja þá spjörunum úr. Svo eru
það fostu dagskrárliðimir, eins og
jólaball, árshátíð og minni uppá-
komur. Félagslífið er ekki of mikið
en auðvitað er þetta aukaálag að
standa að þessu fyrir utan námið
sjálft, en þetta gefur mikla reynslu
sem á eftir að nýtast manni, þetta
er allt spuming um skipulagningu.
Gott félagslíf gefur jákvæða ímynd
og það er gaman að vera í skólan-
um þegar félagslífið er öflugt."
Sara Dögg Jónsdóttir, formaður
nemendafélags grunnskólaskorar
Kennaraháskóla íslands
„Við stöndum fyrir nýliðaráð-
stefnu í næstu viku fyrir fyrsta árs
nema í viðskiptafræðinni. Á ráð-
stefiiunni er starfið kynnt og verð-
ur boðið upp á ýmiss konar nám-
skeið, auk þess sem farið verður í
óvissuferð og skemmtilega leiki.
Aðalmarkmið AIESEC er stúdenta-
skipti og í febrúar förum við á ráð-
stefnu erlendis þar sem við kynn-
umst kollegum okkar frá hinum
ýmsu löndum. Þar öðlast maður
mikla reynslu í t.d. að koma fram
og við stjómun. Starfið í kringum
AIESEC gefur okkur sem stöndum
að þessu gildi í náminu. Það sem
maður lærir í skólanum er grunn-
urinn en í þessu starfi er það
mannlega hliðin - að starfa með
fólki, læra að vinna undir álagi,
annast skipulagningu og vera í
sambandi við fólk utan úr heimi.
Starfið er vissulega tímafrekt en
það kemur frekar niður á vinnu
eftir skóla heldur en á náminu
sjálfú. AIESEC er opið fyrir alla og
þetta er orðinn einn stór vinahóp-
ur.“
Bergljót Steinsdóttir, mannauós-
stjóri AIESEC, alþjóðlegs félags há-
skólanema
Inglbjor;
ég t.d. færri einingar í ár því ég vil
einbeita mér að formannsstarftnu.
Ég lít á þetta sem stórkostlegan
undirbúning fyrir lífið sjálft, ég
læri mikið og kynnist mörgu nýju
fólki, þetta er þroskandi og ómet-
anleg reynsla. Þetta er eitthvað
sem maður lærir ekki í skólanum
eða heima hjá sér. Það er sérstök
menning sem skapast í kringum fé-
lagslífið og þátttaka í því er vissu-
lega þroskandi fyrir hvem sem er.“
Ingibjörg Högna Jónasdóttir,
formaður nemendafélags FB
6
f Ó k U S 29. september 2000