Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 11
Verslunin Hljómalind telst löngu hafa sannað sig sem uppspretta alls kyns jákvæðra
hluta er snúa að tónlist og næstkomandi fimmtudag býður hún upp á hljómsveitina
Trans Am á Gauki á Stöng. Sú sveit verður að teljast góð sending til landsins og af
því tilefni skoðaði Kristján MárÓlafsson þessa stórgóðu síðrokkara.
Trans Am teljast til síðrokks-
stefnunnar svokölluðu og hafa
starfað 1 ein tíu ár. Sá rekstur hef-
ur getið af sér einar 6 hljómplötur,
ef með er talið safh tónleikaupp-
takna og annars sjaldgæfs efnis, en
nýjasta afurðin, Red Line, er
einmitt við það að detta i búðir hér
á landi. Sveitin tilheyrir stórri fjöl-
skyldu síðrokkssveita sem heldur
til hjá Thrill Jockey-útgáfunni
amerísku og er koma hennar hing-
að til lands afrakstur samstarfs
sem Hljómalind og Thriil Jockey
hafa ræktað með sér um skeið.
ZZ Top, Rush og
Kraftwerk...
Þrátt fyrir að hafa starfað í tíu ár
er upptökuævin nálega helmingi
styttri en þeir félagar hófu ekki
upptökur fyrr en þeir höfðu lokið
námi í menntaskóla. Philip
Manley gítarleikari, Nathan
Means bassaleikari og Sebastian
Thomson trommuleikari kynntust
einmitt í þessum sama skóla, sem
er í Washington, og hófu að leggja
drögin að því sem seinna varð
Trans Am.
Þeir stimpluðu sig inn með sam-
nefndri plötu sem kom út 1996 og
nutu aðstoðar manns að nafni
John McEntire við upptökur, en
hljómsveit hans, Tortoise, naut
síðan aðstoðar þeirra á tónleika-
ferðalagi seinna það ár. Plötunni
var víðast vel tekið, bandið lét eiga
sig að nota söngvara en bætti það
upp með ýmsum ráðum og haft var
á orði að hér væri eitthvað ferskt í
fæðingu. Þeir renndu enn frekari
stoðum undir það með útgáfu plöt-
unnar Surrender to the Night árið
á eftir. Menn greindu þar áhrif
margra og ólíkra sveita, krydduð
sérstakri nálgun þremenninganna.
Ein á ári
Síðan hefur flæðið verið jafnt og
stöðugt hvað útgáfu varðar og
sveitin að sama skapi jafnt og þétt
unnið sér sess í hugum fólks víða
um lönd. The Surveillance kom út
1998 og markaði endapuntinn í
vissu mótunarferli - piltamir vom
búnir að þróa með sér ýmsar
vinnuaðferðir og leiðir að þeim
markmiðum sem þeir vildu ná
fram hverju sinni. Fjölbreytnin þó
enn í fyrirrúmi og fáar hömlur í
sköpuninni - allt sem gat hugsan-
lega fallið undir takmarkanir mis-
kunnarlaust brotið á bak aftur.
Future World kom síðan 1999 og
þykir aðgengilegasta og heil-
steyptasta plata hljómsveitarinncU'.
Sú blanda innihélt þægilega blöndu
rokks og gamaldags raftónlistar,
skreytta mjúkinn laglínum og fjöl-
breyttmn áslætti, og sums staðar
mátti heyra örla á söng. Hún hefur
enda verið kölluð besta plata sveit-
arinnar en hvort það kemur til
með að breytast við tilkomu nýju
plötunnar á eftir að koma í ljós.
Red Line
Þessi nýjasta plata piltanna er,
eins og áður sagði, við þaö að koma
út hérlendis. Hún er hljóörituð í
þeirra eigin hljóðveri, National
recording Studios, og algjörlega á
þeirra eigin forsendum. Það vekur
athygii að þrátt fyrir það keyrðu
piltarnir sig markvisst áfram,
unnu átta stunda vinnudag í
þónokkra mánuði og síðan nokkra
til viðbótar við að velja úr og fuil-
vinna úr þeim bing sem þannig
varð til. Ekki vanþörf á þar sem
heimsókn kunningja í stúdíóið gat
orðið kveikjan að nokkurra
klukkustunda djammi og höfuð-
verkurinn oft og tíðum sá að geisla-
diskur rúmar jú ekki nema tæpar
80 minútur. Allt tók þetta þó enda
um síðir og án þess ég ætli að fara
mikið út í innihaldið hér, aðallega
vegna þess hve ég þekki það tak-
markað, þá ber meira á söng en
nokkru sinni fyrr. Að öðru leyti
halda þeir félagar uppteknum
hætti við að virða engin landa-
mæri og ná að fara víða í þeim
rúmlega 20 titlum sem platan inni-
heldur.
Að endingu vil ég bara mælast
til þess aö fólk mæti á Gaukinn
fimmtudaginn 5. október. Trans
Am verða í góðum félagsskap
Stjömukisa, Úlpu og Súra gæjans
og óhætt að lofa góðri skemmtun.
Það getur ekki Emnað gerst þegar
hljómsveit sem hlustar á og spilar
allt nema nútímarokk á I hlut.
plötudómar
Fréttir af
Doors
Eftirlifandi meðlimir hljóm-
sveitarinnar Doors, þeir Robby
Krieger, Ray Manzarek og John
Densmore, hafa stofnað nýtt
plötuútgáfufyrirtæki
með umboðsmanni sín-
um og heitir það
Bright Midnight
Records. Stefnan er
að fyrirtækið gefi út
sex plötur á ári næstu
sex árin. Aðdáendur
Doors geta nú farið á
heimsíðu hljómsveit-
arinnar og hlustað á áður óútgefh-
ar tónleika- og stúdíóútgáfur, en
slóðin er www.thedoors.com.
Þeir félagar eru þessa dagana við
tökur á þættinum Storytellers
fyrir tónlistarsjónvarpsstöðina
VH-1 og verður þátturinn sýndur
um þakkargjörðarhelgina. Nú er
loksins kominn útgáfudagur á tri-
bute-plötuna sem margir hafa beð-
ið eftir, en hún mun heita „Sto-
ned Immaculate“ og kemur út 14.
nóvember næstkomandi. Margir
góðir tónlistarmenn munu spreyta
sig á gömlu góðu Doors-smellun-
um, s.s. Stone Temple Pilots,
Creed, Train og Days of the new.
Símakerfið
hrundi
Um daginn fóru þær sögusagnir
af stað að Madonna ætlaði að
halda sína fyrstu tónleika í Bret-
landi í 7 ár i lok nóvember og að
tónleikarnir yrðu haldnir í
Brixton Academy í Lundúnum.
Ekki kom á óvart að það var
breska æsifréttablaðið the Sun
sem kom þessari m
sögu af stað og full- "
yrti blaðið að tón- ,
leikarnir yrðu 28.
nóvember og auk # 4
Madonnu kæmu I
fram Prodigy og »
Chemical j
Brothers. Um leið
og fréttin birtist
urðu aUar símalínur rauðglóandi
á skrifstofu Brixton Academy en á
þeim bænum vissu menn enga
dagsetningu né höfðu þeir fengið
staðfest að drottningin myndi
spila þar. Álagið á simakerfinu
hefúr verið gífurlegt síðustu daga
og hefur það hrunið a.m.k.
tvisvar. Starfsmenn eru orðnir
mjög pirraðir því þeir ná ekki
einu sinni línu út vegna álagsins.
hvaö? fyrir hvernf
★★★★ Flytjandi: BjÖrk piatan: Selma Songs Útgefandi: One Little Indian/Univer- sal Music Publishing/EMI Lengd: 32:16 mln. Björk. Einfaldlega. Það grípur mann vissulega sú tilfinning að fyrirbærið þarfnist vart nánari skilgreiningar þegar Islenskir lesendur eru annars vegar. Selma Songs er tónlistarlegt dótturfyrir- tæki Dancer in the Dark, nýjustu afurðar Lars von Triers, en auk þess aö semja tónlistina hlaut Björk einnig Gullpálmann fyrir leik sinn I kvikmyndinni. Fyrst og fremst fyrir alla sanna aðdá- endur Bjarkar, svo og Radiohead, en forsprakki þeirra, Thom Yorke, sýnir vönduð söngtilþrif I einu svalasta lagi plötunnan ,1've Seen It All." Óháð öllu mætti þó mæla með Selma Songs fyr- ir hvern þann sem hefur gaman af til- raunakenndri en jafnframt vandaðri tónlist.
$★★★ Ftytjandi: Trans Am piatan: You Can Always Get What You Want Útgefandi: Thrill Jockey/Hljómalind Lengd: 65:50 mín. Þetta er ný safnplata með bandarísku hljómsveitinni Trans Am, sem ervænt- anleg til íslands og mun spila á Gauki á Stöng 5. okt. Platan inniheldur 17 áður óútgefin lög, hljóðrituð á árunum 1993-1998. Trans Am er hluti af Post Rock senunni sem kom fram um miðj- an tíunda áratuginn með hljómsveitum eins og Tortoise og Ui. Bandariska tlmaritið CMJ kallaði Trans Am sambland af Kraftwerk og ZZ Top. Eitt af einkennum Trans Am er að þeir fara fyrirvaralaust og að þvl er virðist fyrirhafnarlaust úr rólegu núðluteknói yfir I kraftmikla rokkkeyrslu. Þessi plata ætti að höfða til allra áhuga- manna um fjölbreytta raf- og rokktón- list.
★ ★★★ Fiytjandi: The Flaming Lips piatan: The Soft Bulletin Útgefandi: Warner/Skífan Lengd: 58:15 Hljómsveitin The Flaming Lips var stofh- uð I Oklahoma-riki I Bandarikjunum fyrir einum sautján árum. Á þeim tíma hefur hún gefið út bunka af hljómplötum. Sú er hér um ræðir kom út I fyrra en mér þykir ástæða að minna á hana, bæði vegna þess hve hún er góð og einnig af því tilefni að Lips-menn eru væntanlegir aö spila á lceland Airwaves. Alla sem flla framsækna og innblásna tónlist. Meðlimir eru kannski ekki bestu hljóðfæraleikarar I heimi og söngvarinn Wayne Coyne segir sjálfur að hann sé vondur söngvari, en það þara kemur ekki að sök. Platan var tvö ár I vinnslu og ef maður nálgast hana með opnum huga þá fer hún með mann á flug.
★ ★★★ Flytjandi: UtÓpía Piatan: Efnasambönd Útgefandi: Útópíum ehf/Japis Lengd: 69:33 Efnasambönd er afrakstur tveggja ára vinnu hljómsveitarinnar Útóplu. Kannski man einhver til þess aö hafa heyrt .Sól- myrkva" þeirra á Radíó áður en sú ágæta útvarpsstöö og X-iö runnu saman I eitt. Samruninn hafði I för með sér að það hvarf af spilunarskrá og verður það að teljast sérkennilegt þar sem um verulega sterkt lag er að ræða. í víðum skilningi mætti segja að Efnasam- bönd Útópíu búi yfir þematlskum skyldleika við meistarana David Bowie, Lou Reed og fleiri, en nöfnin Radiohead, Smashing Pumpkins og The Smiths detta mér einna helst I hug tónlistinni sjálfri til skilgreining- ar. Útópla vinnur þó vel úr sínum áhrifum og skapar sér sinn eigin persónuleika.
skemmtilegar
staöreyndir
niöurstaöa
Fyrir nokkrum árum rakst ég á blaöa-
grein þar sem sagt var af því hvernig
fyrrnefndur Thom Vorke hefði opinber-
lega játað ást sína á Björk. í þvl Ijósi
er það vissulega gaman að hlusta á
innilega og jafnvel ástriðufulla sam-
ræöu þeirra 1,1've Seen It All."
Auk þessarar safnplötu hafa Trans Am
sent frá sér fimm plötur. Sú fyrsta,
Trans Am, kom út áriö 1996, Surrend-
er to the Night kom 1997, The Sur-
veillance 1998, Futureworld 1999 og
sú nýjasta, Red Line, var að koma út
núna I september.
Það geröist fyrir nokkrum árum að lagið
She don't use jelly sló í gegn og í kjölfarið
var þeim boðið gestahlutverk í Beverly Hills
90210. í þættinum fór slektið sem allt
snýst um á klúbb sem þeir voru aö spila á
og fílaði sig svo vel að þegar þau fóru lét
snillingurinn Steve þennan gullmola fjúka:
.l’m usually not a big fan of alternative
music, but these guys rocked the house!"
Utopia er griskt orð að uppruna og var fyrst
notað af Thomas More fyrir 500 árum I bók
hans. Þar lýsir More eigin sýn á fýrirmyndar-
riki. í aldanna rás hefur þetta viðfangsefni
birst oft I sögu bókmennta og heimspeki og
heppilegast væri að kynnast þessu nýjasta
birtingarformi hugtaksins I tónlist, svo og á
heimaslðu sveitarinnar, www.utopia.vor-
tex.is.
Ætla má að erfitt sé að smíða hálftíma
af tónlist þar sem efniviðurinn er meðal
annars stóriðjuhávaði, pönkaðir söng-
leikjasprettir I bland við hefðbundna og
svo Ijúfsárar ballöður, án þess að sund-
urieitni geri vart við sig. Björk heldur
samt vel utan um þetta og platan er heil-
steypt þrátt fyrir alla þá óreiðu sem þar
er aö finna. hilmar öm óskarsson
Þetta er mjög flott plata. Lögin eru
kannski ekki öll óviðjafnanleg meist-
arastykki, en stemningin á plötunni er
frábær. Það er einhver neisti I þessu
hjá þeim sem maður finnur hvorki hjá
hreinræktuðu rokkbandi né hjá teknó-
artistum. Gefur fyrirheit um skemmti-
lega tónleika.
trausti júlíusson
Platan er meira og minna tengd sam-
an sem heild og best aö upplifa hana
sem sllka. Platan sveiflast til og fré T
stílbrigðum og kemst upp með það I
langflestum tilfellum, veiku þlettimir
eru I formi einstaka kafla sem verða
of mikið. Ég trúi því staðfastlega að
þessi komi til með að lifa um ókomin
ár. kristján már ólafsson
Efnasambönd er heiðarlegt og hug-
myndarikt verk. Fagmannlega er staö-
ið að hljóöfæraleik og útsetningum
þar sem ýmsar frjóar tilraunir eiga sér
staö. Platan krefst yfirlegu en til
þráðaþirgöa get ég þent á þá titla sem
heilluðu mig fyrst: Sameinumst himn-
inum, Sólmyrkvi, Komdu á flug og svo
Brotlending. hiimar öm óskarsson
f
29. september 2000 f Ó k U S
11
t