Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Side 2
18
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000
Vikingsstuikur geröu goöa ferö i Safamýr-
ina og unnu Fram i miklum spennuleik.
Guörún Drifa Hólmgeirsdóttir, Víkingi. fer
her inn ur horninu en Hugrún Þorsteins-
dóttir er til varnar i markinu. DV-mynd E.ÓI
Sport
Stjarnan taplaus
Stjörnustúlkur unnu sinn 4. sigur í
vetur þegar þær sigruðu Gróttu/KR,
20-18, á Seltjamamesinu á laugardag-
inn. Bæði lið virtust vera óöragg til
að byrja með í leiknum, mikið var
um klaufaleg mistök í sókn og vöm
og sem dæmi vora dæmd 7 víti á
fyrstu 10 mínútum leiksins. Þegar
stúlkurnar höfðu hrist mesta skjálft-
ann úr sér tók Stjarnan að síga fram
úr en þá kom Ágústa Edda Bjöms-
dóttir inn á og tókst þá Gróttu/KR að
skora þrjú mörk í röð og halda marki
sínu hreinu i 10 mínútur.
Fyrstu mínútur seinni hálfleiks
voru líkar byrjun leiksins, liðin skipt-
ust á að henda knettinum í hendur
andstæðinganna eða fengu dæmda á
sig leiktöf. Stjaman náði svo góðri
forystu en þá meiddist Nína K.
Björnsdóttir og við það riðlaðist sókn-
arleikur liðsins og Gróttu/KR tókst
að minnka muninn í eitt mark þegar
þrjár minútur vora eftir.
Þá tók Siggeir Magnússon, þjálfari
Stjömunnar, leikhlé og strax að því
loknu skoraði Jóna Margrét Ragnars-
dóttir mikilvægt mark og hinum meg-
in varði Lijana Sadzon í næstu sókn
og þar með var björninn unninn.
Grótta/KR reyndi að taka tvo leik-
menn úr umferð í lokin en við það
opnaðist vömin aftan við og Stjörnu-
stúlkur löbbuðu í gegn.
Nina lék mjög vel fyr Stjörnuna i
þessum leik og stjómaði sókn liðs
síns mjög vel. Hún var fyrst fram í
hraðaupphlaupum og braust
nokkram sinnum vel í gegn, það kom
líka í ljós þegar hún meiddist hvað
hún var liðinu mikilvæg. Einnig lék
Jóna Margrét prýðilega og sömuleiðis
léku flestar stúlkur liðsins ágætlega.
Hjá Gróttu/KR lék Ágústa Edda
mjög vel, hún hóf ekki leikinn en
náði að rífa félaga sína áfram þegar
hún kom inn á. Ragna Karen Sigurð-
ardóttir lék einnig ágætlega en liðið
virtist óöraggt í hinum mikla hávaða
sem myndaðist við trommuslátt
áhorfenda.
Siggeir var að vonum ánægður
með sigurinn. Hann sagði þegar hann
var spurður hvernig hann hefði lagt á
ráðin í leikhléinu í lokin, þegar
Stjaman var einu marki yflr, að hann
hefði bara verið að leyfa leikmönnum
að pústa og ná áttum fyrir síðustu
mínútumar. Segja þeim að leika af
skynsemi og ekki taka neina áhættu.
Aðspurður sagði hann að vissulega
hefði komið bakslag hjá þeim þegar
Nína meiddist, en þetta hefði hafst og
það sýndi karakter liðsins og
ákveðna breidd.
Þjálfari Gróttu/KR, Guðmundur
Árni Sigfússon, var hins vegar niður-
lútur þegar hann gekk af velli að leik
loknum. Hann sagði sínar stúlkur
ekki hafa nýtt sóknarfæri sín nógu
vel, klikkað á mörgum vítum og
aldrei náð að brúa bilið sem myndað-
ist í fyrri hálfleik. -RG
Það voru Víkingsstúlkur sem
fóru með sigur af hólmi í viðureign
þeirra gegn Framstúlkum í Safa-
mýrinni á laugardag. Leikurinn
einkenndist af gífurlegri baráttu,
töluverðum hraða og of mörgum
mistökum í sóknarleik beggja liða.
Leikurinn var æsispennandi allan
timann og réðust úrslit hans ekki
fyrr en á síðustu sekúndunum.
Það voru Vikingsstúlkur sem
hófu leikinn betur og náðu foryst-
unni. Um miðjan hálfleikinn sigu
Framstúlkur síöan fram úr og
höfðu tveggja marka forystu í hálf-
leik. 1 upphafi síðari hálfleiks skor-
uðu Víkingsstúlkur fjögur mörk og
lentu eftir það aldrei undir í leikn-
um. Framstúlkur náðu í þrígang
að jafna í hálfleiknum en komust
aldrei lengra en það.
Varnarleikurinn var sterkur og
markmenn liðanna voru góðir þar
fyrir aftan. En þar lá samt munur-
inn á liðunum því Helga Torfadótt-
ir átti mjög góðan leik fyrir Víking
og varði tuttugu skot, þar af fjögur
víti.
Hjá Vikingum voru það Guð-
björg Guðmannsdóttir, Kristín
Guðmundsdóttir og Gerður Beta
Jóhannesdóttir sem voru mest
áberandi i markaskorun. Allt liðið
á svo heiður skilinn fyrir varnar-
leikinn.
Hjá Fram var Marina Zoueva
langmarkahæst þrátt fyrir að vera
tekin úr umferð allan leikinn. Hug-
rún Þorsteinsdóttir var góð í mark-
inu.
Eftir leikinn í dag eru bæði liðin
búin að vinna tvo leiki og tapa
tveimur. Það er þvi útlit fyrir
skemmtilegan og spennandi
kvennahandboltavetur. -MOS
Æsispennandi
- Víkingsstúlkur unnu heimamenn í Safamýrinni
Yfirburðir
- þegar FH vann Val, 27-15, í Krikanum
FH-stúlkur fóru nokkuð létt með
að sigra Valsstúlkur á heimavelli
sínum í Kaplakrika á fóstudags-
kvöldið. Lokatölurnar urðu tólf
marka sigur, 27-15, eftir að Vals-
stúlkur höfðu haldið nokkuð vel í
við FH-inga í fyrri hálfleik.
Til að byrja með var leikurinn þó
nokkuð jafti. FH-ingar komust
reyndar í 4-1 en Valur nartaði þó
sífellt í hælana á þeim og hleypti
þeim aldrei of langt frá sér. En það
breyttist á síðustu tíu mínútum
fyrri hálfleiks en þá náðu FH-stúlk-
ur fjögurra marka forskoti þegar
sókn Valsmanna fór að bila.
Enn syrti i álinn fyrir Valsstúlk-
ur í seinni hálfleik þegar FH-ingar
gerðu fjögur fyrstu mörkin í síðari
hálfleik. Þetta var allt of mikið fyr-
ir hið unga Valslið og FH-ingar
juku smám saman muninn.
í raun sýndi þessi leikur vel
styrkleikamuninn á liðunum. Vals-
stúlkur striddu reyndar FH-ingum
vel í fyrri hálfleik en þegar þær síð-
amefndu náðu sér á strik var fátt
til varnar.
Hjá FH-ingum bar mest á Hörpu
Vífilsdóttur sem nýtti færi sín vel í
hominu auk þess sem hún gerði
einnig glæsileg mörk utan af velli.
Einnig átti Kristín ágæta innkomu
í markið. Hjá Valsmönnum varði
Berglind oft ágætlega og Marín og
Ámý komust ágætlega frá sínu. -HI
Fram - Víkingur 16-18
I- 0, 2-2, 2-4, 4-4, 6-5, 8-6, (9-7), 9-11,
II- 11,18-13, 15-15,15-17,16-17,16-18.
Fram
Mörk/víti (skot/víti): Marina
Zoueva 9/6 (17/10), Díana
Guöjónsdöttir 3 (6/1) Kristín Brynja
Gústafsdóttir 2 (6), Guðrún Þóra
Hálfdánardóttir 1 (1), Björg
Tómasdóttir 1 (6) Svanhildur
Þengilsdóttir (1), Katrín Tómasdóttir
(1), Olga Prokhorova (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 2
(Díana og Guðrún).
Vitanýting: Skorað úr 6 af 11.
Varin skot/viti (skot á sig): Hugrún
Þorsteinsdóttir 11/1 (29/5, 34%)
Brottvísanir: 4 mínútur.
Vikineur
Mörk/viti (skot/viti): Guðbjörg
Guðmannsdóttir 6 (7), Gerður Beta
Jóhannesdóttir 5/3 (10/5), Kristín
Guðmundsdóttir 4 (7), Heiðrún Guð-
mundsdóttir 2 (2) Guðrún Hólm-
geirsdóttir 1 (2), Steinunn
Bjarnadóttir (3), Margrét Elín
Egilsdóttir (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4
(Guðbjörg 4).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Helga
Torfadóttir 20/4 (36/11, 51%)
Brottvísanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og
Þorlákur Kjartansson (7)
Gteöi leiks (1-10): 8.
Áhorfendur: 100.
Maður leiksins: Helga
Torfadóttir, Víkingum.
Grótta/KR - Stjarnan 18-20
1-0, 2-1, 2-4, 4-5, 5-8, 8-8, 8-10, 9-10,
10-11, 10-14, 11-15, 14-16,16-17, 17-18,
17-20, 18-20
Grótta/KR
Mörk/viti (skot/viti): Ágústa Edda
Björnsdóttir 6 (15/1), Alla Gokorian
4?2 (11/4), Ragna Karen Sigurðardótt-
ir 4 (6), Jóna Björg Pálmadóttir 2/1
(4/1), Edda Hrönn Kristinsdóttir 1 (4),
Eva Þórðardóttir 1 (4), Eva Björk
Hlöðversdóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4
(Ragna 3, Ágústa 1)
Vitanýting: Skoraö úr 3 af 6.
Varin skot/víti (skot á sig): Þóra
Hlíf Jónsdóttir 9 (29/4, 31%)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Stiarnan
Mörk/viti (skot/víti): Nína Kristín
Björnsdóttir 7/4 (7/4), Jóna Margrét
Ragnarsdóttir 4 (7), Guðný Gunn-
steinsdóttir 4 (5), Margrét Vilhjálms-
dóttir 2 (5), Hrund Grétarsdóttir 2 (4),
Halla María Helgadóttir 1 (6), Hind
Hannesdóttir (1)
Mörk úr hraðaupphlaupum: 3
(Nína 2, Hrund 1).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Varin skot/víti (skot á sig):
Lijana Sadzon 13/2 (31/6)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (7).
Gœði leiks (1-10): 6.
Áhorfendur: 108.
Maður leiksins: Nína K.
Björnsdóttir, Stjörnunni.
KA/Þór - ÍBV 20-21
1-1, 5-5, 6-9, 8-10, 9-14, (11-14), 13-14,
14-15, 15-17, 17-18, 19-19, 19-21, 20-21.
KA/Þór
Mörk/víti (skot/viti): Eyrún Gígja
Karlsdóttir 6 (9), Ásdís Sigurðardóttir
5/2 (8/2), Elsa Birgisdóttir 4 (4), Klara
Fanney Stefánsdóttir 2 (2), Inga Dís
Sigurðardóttir 1 (6/1), Martha Her-
mannsdóttir 1 (5), Ása Maren Gunn-
arsdóttir 1 (3).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 1 (Ás-
dís).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig):
Sigurbjörg Hjartardóttir 15/2 (36/4,
42,%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
ÍBV
Mörk/viti (skot/viti):
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir 6/1 (9/3),
Gunnleif Pálsdóttir 4 (6), Amela Hegic
3 (7/1), Eyrún Sigurjónsdóttir 3 (7),
Edda B. Eggertsdóttir 3 (3), Bjarný Þor-
varðardóttir 1 (3), Iris Sigurðardóttir 1
(3).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Edda,
Amela, tris og Eyrún)
Vitanýting: Skorað úr 1 af 4.
Varin skot/viti (skot á sig): Vigdís
Sigurðardóttir 11 (26/3, 42,3%),
Lukrecija Bokan 4/1 (9/2, 44,4%)
Brottvisanir: 4 mínútur.
Dómarar (1-10): Ingi Már Gunnars-
son og Tómas Úlfar Sigurdórsson (3).
Gœði leiks (1-10): 7.
Áhorfendur: 75.
Maður leiksins: Eyrún
Gígja Káradóttir, KA/Þór.
FH-Valur 27-15
0-1, 4-1, 4-3, 6A, 7-6, 8-7, 11-7, 12-9,
(14-10), 18-10, 19-12, 23-13, 26-14, 27-15.
FH
Mörk/viti (skot/viti): Hafdís Hinriks-
dóttir 6/4 (9/5), Harpa Vífilsdóttir 5 (7),
Sigrún Gilsdóttir 4 (4), Björk Ægisdóttir
3(5), Gunnur Sveinsdóttir 3 (7), Judith
Rán Esztergal 2 (5), Ragnhildur Guð-
mundsdóttir 1 (1), Hildur Erlingsdótir 1
(1) , Hildur Pálsdóttir 1 (2), Eva Albrecht-
sen 1 (2), Dagný Skúladóttir (3), Dröfn
Sæmundsdóttir (2).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sigrún
1, Hafdís 1, Björk 1, Harpa 1).
Vítanýting: Skoruöu úr 4 af 5.
Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta
Slapikiene 4 (13/2, 31%), Kristín Guð-
jónsdóttir 7 (13/1, 54%).
Brottvisanir: Engar.
Valur
Mörk/viti (skot/víti): Marín Sörens
Madsen 4/1 (9/1), Ámý Björg ísberg
3(5), Anna M. Guðmundsdóttir 2 (4),
Eivor Pála Blöndal 2/2 (2/2), Arna
Grímsdóttir 2 (6), Hafrún Kristjánsdótt-
ir 1 (2), Elva Björk Hreggviðsdóttir 1 (4),
Eygló Jónsdóttir (3), Kolbrún Franklín
(2) , Elfsa Sigurðardóttir (2), Svanhildur
Þorbjömsdóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupunu 3 (Arna
1, Elva 1, Anna 1).
Vitanýting: Skoruðu úr 3 af 3.
Varin skot/viti (skot á sig): Berglind
Hansdóttir 11/1 (36/5, 31%), María
Magnúsdóttir 0 (2, 0%)
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Árni Sverrisson og
Guðmundur Stefánsson (6).
Gceði leiks (1-10): 4.
Áhorfendur: 100.
Maður leiksins: Harpa
Vífilsdóttir, FH.
Óvænt spenna
Það var mikil spenna í leik
KA/Þórs á móti ÍBV á iaugardaginn.
Fyrir fram höfðu menn búist við auð-
veldum sigri Eyjastúlkna en þær
þurftu heldur betur að vinna fyrir
honum.
íslandsmeistararnir lentu oft í basli
og náðu sér aldrei á strik í leiknum.
KA/Þór spilaði öfluga vöm og sást
mikill munur á leik þeirra frá því í
fyrsta leik. ÍBV var þremur mörkum
yfir í hálfleik - KA/Þór náði að
minnka muninn niður í eitt mark en
ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í seinni
hálfleik þegar átta og hálf mínúta var
liðin.
ÍBV var með forystu nánast allan
leikinn en þegar um 7 mínútur vora
eftir af leiktímanum jafnaði Eyrún
Gígja Káradóttir fyrir KA/Þór, 19-19.
Það var svo reynslan sem skilaði
tveimur stigum fyrir ÍBV. Ljóst er á
leik KA/Þórs að stelpumar eru sterk-
ar en þær era allar ungar að árum. Sú
elsta í KA/Þór er 22 ára en þær era
allflestar 17-18 ára gamlar.
„Þetta er að nálgast. Við erum að
safna í sarpinn. Þetta fer stigvaxandi
með hverjum leik og hefðum við getað
unnið leikinn með smáheppni," sagði
Hlynur Jóhannsson, þjálfari KA/Þórs,
eftir leikinn. KA/Þór er að styrkjast í
vikunni en tvær rússneskar stelpur
era að koma til liðsins. Erfiðlega hef-
ur gengið að koma þeim til landsins
en þeim var í fyrstu neitað um at-
vinnuleyfi en nú era þær væntanlegar
með flugi á miðvikudag. -JJ