Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 19 Knattspyma: Páll í viöræðum við Dalvíkinga Allar líkur benda til þess að Páll Guðmundsson verði næsti þjálfari 1. deildarliðs Dalvíkinga í knatt- spymu. Dalvíkingar hafa átt í við- ræðum við Pál síðustu daga og stóðu vonir til þess að hægt yrði að ganga frá ráðningunni strax eftir helgi. Páll lék með Eyjamönnum 1 sumar og Leiftri í fyrra. -JKS McLeish ánægður með Harald Alex Mcleish, knattspyrnu- stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Hibernian, er ánægður með það sem hann hefur séð til Keflvík- ingsins Haralds Guðmundssonar. Haraldur æfði alla síðustu viku með skoska liðinu, sem er í næst- efsta sætinu í úrvalsdeildinni, og eftir þá veru stóð upphaflega til að hann kæmi þá heim. McLeish vill hafa hann lengur og til stend- ur að hann leiki með 21-árs lið- inu gegn Rangers í kvöld. -JKS Borðtennis: Ósigur gegn Lúxemborg íslenska karlalandsliðið i borð- tennis tapaði fyrir Lúxemborg í 2. deild Evrópukeppni landsliða 1 TBR-húsinu um helgina. Guðmundur Stephensen tapaði fyrir Trajan Ciociu, 1-2, Sigurður Jónsson tapaði fyrir Jerome Rai- son, 0-2, og Adam Harðarson lá fyrir Sandro Caenaro, 1-2. -JKS Gunnleifur og Guðmundur utan Guðmundur Steinarsson hélt utan til Englands í gærmorgun en hann mun leika næstu tvær vik- urnar hjá 2. deildarliðinu Stock- port. Liðið vantar tilfinnanlega markaskorara og kemur í ljós eft- ir veruna ytra hvort Stockport semur við Keflvíkinginn. Gunnleifur Gunnleifsson, mark- vörður Keflavíkur, fór í morgun til Englands en hann verður til reynslu hjá 1. deildarliðinu Shef- field í eina viku. Þangað fer hann á vegum breskrar umboðsskrif- stofu. -JKS Karl besti maður aldarinnar Knattspymumenn á Akranesi héldu uppskeruhátið sína um helgina. í meistaraflokki karla var Grétar Örn Steinsson valinn efnilegastur og Gunnlaugur Jónsson bestur. Búnaðarbanka- leikmaður ársins 2000 í meist- araflokki karla var valinn Ólaf- ur Þór Gunnarsson og Ingibjörg Ólafsdóttir í meistaraflokki kvenna. í sama flokki var Elín Anna Steinarsdóttir, sem gengin er í raðir Valsmanna, valin efni- legust og best var valin Margrét Ákadóttir þjálfari. Viðurkenningar fyrir 100 leiki fékk Reynir Leósson, fyrir 200 leiki Haraldur Hinriksson og Kári Steinn Reynisson, fyrir 250 leiki Pálmi og Sturlaugur Har- aldssynir og Alexander Högna- son fyrir 450 leiki. Þá var Karl Þórðarson valinn leikmaður ald- arinnar. Efnilegasti leikmaðurinn í 2. flokki karla var Garðar B. Gunnlaugsson og Grétar Örn Steinsson bestur. í tilefni af sigri Akurnesinga í COCA-COLA-bik- arnum ákvaö Akraneskaupstað- ur að veita Knattspyrnufélaginu 400.000 kr. fyrir þennan góða ár- angur. -DVÓ Sport I laJldór ingólfssön var markahæstur Haukamanna i leiknum við Braca i gaer og skóráði fímm mörk. línclir lokin var Halldór keyrður i gólfið, hann stokk- bóignaði i andiiti og i fyrstu var óttast aö hann hefði neíbrotnað en svo reýndist ekki vera. Brotið var íóiskuJeg) en harka hljóp í leikinn undir lokin. TTiniilBHn Forkeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik: Möguleikarnir teljast göðir - þrátt fyrir tap í fyrri leiknum gegn Braga, 25-22 Haukar töpuðu með þriggja marka mun fyrir portúgalska liðinu Braga, 25-22, í forkeppni Meistara- deildar Evrópu í handknattleik I Portúgal í gær. Leikurinn var lengst af í jámum og lengstum var Braga með 1-2 marka forystu. Heimavöllur Braga þykir mjög erfiður heim að sækja og hafa mörg sterk lið í Evrópu fengið að kenna á honum á sl. árum. Þessi úrslit gera það að verkum aö Haukarnir eiga góða möguleika á að komast áfram í aðalkeppni mótsins en síðari viður- eign liðanna verður í Hafnarflrði um næstu helgi. Mikil harka var í leiknum undir lokin og var Halldór Ingólfsson keyrður í gólfið og þurfti að stöðva leikinn í fimm mínútur af þeim sök- um. Haukamenn voru utan vallar í 18 mínútur eða þriðjung leiksins. Þegar leiktíminn var úti áttu Haukarnir möguleika á að minnka forskot Braga í tvö mörk en vítakast þeirra fór forgörðum. -JKS Þýski handboltinn: Magdeburg lagði Essen Lærisveinar Aifreðs Gíslasonar i Magdeburg unnu góðan útisigur, 18-19, á Essen í þýsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær. Patrekur Jóhannesson skoraði tvö mörk fyrir Essen og Ólafur Stefánsson tvö mörk fyrir Magde- burg. Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark fyrir Bayer Dormagen sem tapaði fyrir Willstatt, 23-18. Wuppertal tapaði á heimavelli fyrir Solingen, 20-21, og það var Dimitri Torgowanov sem skoraði sigurmark Solingen i leiknum. Dimitri Filippov skoraði 7 mörk fyrir Wuppertal og Heiðmar Felixson eitt. Kiel vann Wetzlar, 31-26, og skoraði Nokalj Jakobsen 13 mörk fyrir Kiel. Sigurður Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Wetzlar. Róbert Duranona skoraði þrjú mörk fyrir Nettelstedt sem tapaði fyrir Gummersbach á útivelli, 22-18. Wallau Massenheim heldur sínu striki og sigraöi Hameln, 25-23, Felnsburg sigraði Grosswaldstadt, 29-21, og Eisencah vann Hildes- heim, 26-16. Massenheim er efst með 12 stig eftir sjö leiki en Magdeburg er i öðru sæti með 11 stig eftir sex leiki og er taplaust til þessa. Kiel er í þriðja sæti með 10 stig eins og Flensburg og Grosswaldstadt. Bayer Dormagen er í 18. sæti með eitt stig úr fimm leikjum en neðst og stigalaus eftir fimm leiki eru Hildesheim og Wuppertal. -JKS Ólafur Stefánsson og samherjar í Magdeburg standa vel að vígi ( þýska handboltanum. Viggó Sigurösson, þjálfari Hauka: Toppleikur hjá liðinu „Við eigum möguleika en Portú- galarnir eru sýnd veiði en ekki gef- in. Þetta var mjög erfiður leikur en svissnesku dómararnir voru okkur mjög erfiðir og höfðu lítil tök á leiknum. Það verður að segjast eins og er að það hallaði verulega á okk- ur i dómgæslunni. Við lékum ann- ars mjög vel, bæði í vörn og sókn, og enn fremur var markvarslan meö ágætum. Þetta var toppleikur og miðað við allar aðstæður er gott að fara héðan með þriggja marka ósigur. Við vorum klaufar undir lokin, misstum boltann og vítakast fór forgörðum. Nú er bara að undir- búa sig vel í vikunni fyrir síðari leikinn 1 Hafnarflrði," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, í sam- tali við DV eftir leikinn. „Það er vinnandi vegur að leggja Braga i heimaleiknum en liðið lék fantavel I þessum leik. Þetta var tví- mælalaust einn besti leikur liðsins í langan tíma og með sömu baráttu getur maður ekki annað en verið bjartsýnn fyrir síðari leikinn," sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir leikinn. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 5, Petr Baumruk 4, Einar Örn Jóns- son 4, Alexsandr Shamkuts 3, Óskar Ármannsson 2, Jón Karl Björnsson 2, Rúnar Sigtryggsson 1, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 1. Magnús Sigmundsson varði 11 skot í markinu og Bjami Frostason varði 11 skot. Haukar voru utan vallar 1 18 mínútur og Braga i 12 mínútur. -JKS Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Njálsgötu Nesveg Grettisgötu Sörlaskjól Frostaskjól Granaskjól Seiðakvísl Silungakvísl Urriðakvísl Bakkastaðir Barðastaðir Brúnastaðir Seltjarnarnes Selbraut Sólbraut Sæbraut Bankastræti Laugaveg 1-45 Kringluna Neðstaleiti Austurstræti Pósthússtræti Hafnarstræti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.