Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Page 10
46
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000
DV
Sport
ar
Haraldur Pétursson á Musso
sigraöi í opnum flokki keppn-
innar og nú munar einungis
einu stigi á honum og Gísla
G. Jónssyni.
DV-myndir JAK
D V-Sport-heimsbikarmótið:
Mögnuð spenna
Jöfn og hörkuspennandi keppni
einkenndi sjöttu og næstsíðustu um-
ferð DV-Sport heimsbikarmótsins í
torfæruakstri sem fram fór á laugar-
daginn í gryfjunum við Litlu kaffistof-
una. Hart var barist um hvert stig og
stóð aðalbaráttan á milli Gísla Gunn-
ars Jónssonar á Arctic Trucks Toyot-
unni og Haralds Péturssonar á Musso.
Fyrir keppnina hafði Gísli 6 stiga
forskot á Harald en ljóst var að að-
albaráttan myndi standa á milli
þeirra tveggja. Það var svo Haraldur
sem sigraði í keppninni - í þriðja sinn
sem hann sigrar í þessum gryfjum -
en Gísli varð að láta sér lynda 2. sæt-
ið.
Eftir þessa keppni skilur einungis
eitt stig þá félaga og er ljóst að barátt-
an milli þeirra verður hörð í lokaum-
ferðinni um næstu helgi en það er
enginn annar sem á möguleika á titl-
'
Sendlar óskast
Sendlar óskast
á blaðadreifingu DV
eftir hádegi.
Æskilegur aldur 13-15 ára.
Upplýsingar í síma 550 5746.
inum.
„Það hittist einhvern veginn svona
á að ég sigra í þessum gryfjum,"
sagði Haraldur Pétursson eftir keppn-
ina. „Ég hef voða litla trú á því að það
hafi eitthvað með svæðið að gera en ef
til vill hentar sandur Mussonum vel.
Ég er í rauninni hissa á þvi að mér
skuli ganga svona vel 1 þessum gryfj-
um þar sem brautirnar hérna eru
mjög þröngar og henta Mussonum
ekki vel þar sem beygjuradíusinn á
bílnum er svo stór. Bíllinn er ekki
nógu góður hvað þetta varðar og er
þetta eitt af þeim atriðum sem við ætl-
um að laga í vetur. Þetta virðist samt
ganga upp hérna. Gísli braut reyndar
drifskaft í 7. brautinni en ég var þá
kominn með það gott forskot á hann
að það skipti ekki öllu máli.
Ég var meira en 100 stigum á und-
an honum fyrir 7. brautina og slakaði
á í tveimur síðust brautunum. Maður
er ekkert að gera meira en þarf,“
sagði Haraldur.
„Mér fannst þetta fin keppni og
þrautirnar skemmtilegar. Fyrsta
brautin var flóknust og erfiðust, held
ég. Sólin truflaði mann dálítið þar,
maður sá ekkert þegar komið var yfir
hólinn. Mussoinn bilaði ekkert hjá
okkur í dag enda vorum við búnir að
taka hann í gegn frá A til Ö þar sem
til stóð að fara til Noregs. Það var far-
ið yfir allt; ekkert átti að geta bilað.
Við yfirfórum bílinn alltaf fyrir
hverja keppni en það var gert sérstak-
lega vel núna.
Við erum aðeins búnir að bæta við
kraftinn í bílnum, breyttum stilling-
um á vélinni og jukum nítróskammt-
inn. Mussoinn er svolítið frískari
núna. Við ætlum að bæta við hann
smátt og smátt. í vetur ætlum við síð-
an að breyta fjöðruninni og fleiru. Við
eigum helling eftir fyrir næsta ár og
vitum um mörg atriði sem við ætlum
að laga í vetur. Maður getur ekki ann-
að en verið ánægður með Mussoinn
þar sem við erum enn þá á frumstigi
með hann,“ sagði Haraldur að lokum
en hann vill ekki síst þakka aðstoðar-
mönnum sínum og styrktaraðilum ár-
angur sinn í sumar.
-JAK
Kvikmynclatökumaöur
Stöövar 2 átti fotum
fjör aö launa þegar
Daniel G. Ingirnundar-
son missti Grænu
þrumuna út úr 1.
brautinni.
Bensín-
dropar
Toshiba-trölliö y/ljá Sigurði Þór
Jónssyni var .-iUa útleikið eftir síð-
ustu keppni'sem haldin var í Mos-
feilsbæ. (jirkassinn vár ðnýtur, milli-
kassinp'bilaður og öxlar Érotnir. Sig-
urðun' og aðstoðarmenn háns voru
búnjf að setja nýja skiptingu Ihílinn
fyrif keppnina í Jósepsdal og ei\ það
þrjöja skipingin sem fer í bílinn í
sumar. Einnig var sett allt nýtt i ýél-
a, millikassann og hásingarnar.
Siguróur Þór og hans menn smlð-
uðu, nýjan bíl sl. vor sem þeir mspttu
með'í fyrstu keppnina við Stapáfell.
Síðan pá eru þeir búnir að skipta um
svo aö ségajiyert einasta^stykki i
bílnum en TosKlBatrölIið er einn létt-
asti bíllinn í torfærunni - vegur ein-
ungis um 1310 kg. t
Fyrsta brautin íjkeppmnni reyndist
mörgum keppandanum érfið. Nokkrir
þeirra veltu háum sínumxog meðal
þeirra voru Hrólfur Árni Bargars-
son, Danieí G. Ingimundarsoti og
Ragnar Róbcrtsson.
Engufn keppendanna tókst aö aka '
brautina á enda en í henni vor
margir hólar sem reyndust möimu
og jeppum erfiðir, eins og t.d. Pálj
Antonssyni sem festi sig á ööru
hólnum.
Gisli G. Jónsson sýndi frábær tilþrif
i 1. brautiniii þegar hann bjargáði sér
frá veltu með-þsd_að-srfua Arctic
Trucks Toyotunni 180 gráður, lóð-
réttri, á vinstra afturhjólinu og skella
henni aftur niðup^ hjólin.
Rallkappinuog Rallícross-ökumaó-
urinn Henning Ólctfjsson var að
keppa Lsinni fyrstu torfærukeppni og
vonandi sannast orðtakið 'Tajl er far-
arheill" á honum því hann feáti jepp-
anti sinn í fyrsta hólnum í fyrstu
byautinni.
laraldur Pétursson átti oft erfítt áð
halda sigginn í brautunum vegrja
iþess hversu þröngar þær voru cn
^týrisradíus Mussosins er frekar stor.
tjjörn Ingi Jóhannsson varð að
háitta keppni eftir 2. brautina'vegna
bilanaj rafkerfi Fríðu Gra
GunnarÁsgeirsson átti í erfiðleikum
með Örnin í flestumfirautum þar sem
miklar gangtruflaníllvoru í vélinni og
gekk Gunnari/ög'áostoðarmönnum
hans lítið aðjía góðuiikgangi í vélina.
Gísli G.Jónsson hreppti\tilþrifaverð-
laun képpninnar fýrir að áka Arctic
Trucks Toyotunni iangar lelðir á aft-
urhjólunum í miklum hliðarhalla í 6.
braat.
Sipurður Þór braut stýrisdæluna í
Thoshiba tröllinu í 7. brautinniiog
tqkst ekki að ljúka henni þegar bjí]
itin hætti að láta að stjórn.
Gisli G. Jónsson braut afturcfrif-
skaftið í Arctic Trucks Toyotupni í
sjöuiniu þrautinni og tókst ekki að
ljúka henni. Endastúturinn á skifting-
unni brolhaþieinnig og tókst Gísla að
komast 8. braútma-á-ertda með þvi að
aka ofurvarlega.
Ragnar Róbertsson náði lang besta
tímanum í 7. braútkmi á Pizza 67
Willysnum þrátlf fyhir að vera á
aflminnsta bilnum. -JAK
Úrslitin
1. Haraldur Pétursson .......1715
2. Gísli G. Jónsson........1505
3. Ragnar Róbertsson.......1410
4. Sigurður Þór Jónsson.......1390
5. Rafn A. Guðjónsson ............1140
6. Hrólfur Árni Borgarsson ... 1120
7. Gunnar Gunnarsson..........1080
8. Daníel G. Ingimundarson . . . 1060
9. Páll Antonsson..........1014
10. Gunnar Ásgeirsson........810
Staðan
1. Gísli G. Jónsson............93
2. Haraldur Pétursson..........92
3. Sigurður Þór Jónsson .......58
4. Ragnar Róbertsson...........39
5. Páll Antonsson..............38
6. Gunnar Ásgeirsson ..........33
7. Gunnar Gunnarsson ..........24
8. -9. Gunnar EgUsson .........21
8.-9. Guðmundur Pálsson .......21
10.-11. Bjöm Ingi Jónsson......18
10.-11. Ásgeir JamU Allansson ... 18