Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000
47
Sport
Aö neöan:
Siguröur Þór Jonsson hafnaöi i
4. sæti keppninnar aö þessu
sinní. Hann missti 3. sætiö i
opna flokknum fil Ragnars ' nmr ýy
Róbertssonar en Siguröur hefur
nánast veriö áskrifandi aö því i
sumar.
DV-myndír JAK -
Það má með sanni segja að Ragn-
ar Róbertsson hafi endað keppnina
á toppnum. Hann innsiglaði sigur
sinn með glæsilegum akstri i síð-
ustu brautinni þar sem hann náði
bestum tíma alira keppendanna og
velti Pizza 67 Willysnum í gegnum
endahliðið svo að hann lá þar á
toppnum. Með þessum glæsilega
sigri sinum er Ragnar nánast búinn
að tryggja sér heimsbikartitilinn en
honum nægir 5. sætið í síðustu
keppninni til þess þar sem hann
hefur 13 stiga forystu á Gunnar
Staðan
1. Ragnar Róbertsson....98
1. Gunnar Gunnarsson ...85
3. Ásgeir Jamil Allansson .57
4. Rafn A. Guöjónsson......49
5. Daníel G. Ingimundarson.48
6. Hrólfur Ámi Borgarsson..20
7. Árni Kópsson.........15
8. Hans Maki, Noregi....12
Gunnarsson á Trúðnum.
„Þetta var drepskemmtileg
keppni, sérstaklega að ná þriðja
sætinu í heildina," sagði Ragnar
eftir að hafa tekið við verðlaunum
sinum. „Þetta var það sem mig
langaði í, og auðvitað sigurinn í
götubílaflokknum. Það skemmir
ekkert að Gunni var langt fyrir neð-
an i götubílaflokknum svo að ég á
mjög mikla möguleika á að vinna
mótið.
Ég varð ekkert stressaður þegar
líða tók að lokum keppninnar. Ég
var bara ánægður þegar ég frétti að
það væru 100 stig á milli okkar
Gunna fyrir tímabrautimar, sem
mér fannst langskemmtilegustu
brautimar. Þá ákvað ég bara að
gera mitt besta til að hann myndi
ekki saxa of mikið á mig. Það virk-
aði enda lenti hann í bilunum í
tímabrautunum og ég náði ótrúlega
góðum tíma,“ bætti Ragnar við.
„Nú þarf ég að laga Pizza 67
Willysinn, hann er eitthvað laskað-
ur eftir veltumar. Ég tók reyndar
nítrókútinn úr bílnum í gær og
skildi hann eftir heima, létti bílinn.
Nítrókúturinn verður kannski tek-
inn með næsta sumar, i fyrsta lagi.
Ég hef tapað miklu meira á nítró-
inu þegar það hefur svikið mig
heldur en ég hef grætt á því. í
fyrstu keppninni í Stapafellinu í
vor tapaði ég í einu brautinni sem
ég notaði nítróið, þá kokaði bíllinn
og dó.
Þá vantaði mig 80 stig til að
vinna götubílaflokkinn, stig sem ég
hefði sennilega náð ef ég hefði ekki
verið með nitróið á. Ég vil bara fá
fleiri hestöfl í vélina og helst sleppa
nítróinu alveg,“ sagði Ragnar.
„Ég vil bara þakka aðstoðar-
mönnum mínum og kostendunum
fyrir þennan sigur og einnig benda
öllum á að hægt verður að skoða
myndir af Pizza 67 Willysnum strax
um helgina á vefnum mínum en
slóðin að honum er www.4x4.is,“
sagði Ragnar að lokum.
-JAK
Rjúpnaveiðin byrjaði í gærmorgun:
Fáir á Lyngdalsheiðinni
- en margir að skjóta víða um land
„Við erum búnir að fá fjórar
rjúpur hérna á Lyngdalsheiöinni,
en við höfum ekki séð neitt af
skotveiðimönnum ennþá og það
kom okkur á óvart,“ sögðu þeir fé-
lagamir Hilmar Hjartarson og
Hjörtur Elvar Hilmarsson er DV-
Sport hitti þá á Lyngdalsheiðinni
í gærmorgun, skömmu eftir að
fyrstu rjúpnaveiðimennirnir fóru
til rjúpna á þessari vertíð sem
hófst þá í morgunsárið.
„Við erum að veiða okkur i
jólamatinn, fórum nokkrar helgar
og við þurfum svona 10-15 fugla.
Það er góð útivist í þessum
göngutúrum," sögðu þeir feðgar í
rigningunni á heiöinni.
Nokkru ofar en þeir feðgar voru
skotveiöimenn á gangi en þeir
voru ekki með neitt nema baka-
poka og byssur.
Skotveiðimenn fjölmenntu til
rjúpna í gær en veiðin var mis-
jöfh.
Mikið var um skotveiðimenn í
Borgarfirði og í Dölunum enda
hafði sést þar þónokkuð af fugli.
„Skotveiðimenn fóru hérna eitt-
hvað frá Höfn í morgun en maður
fréttir ekkert fyrr en á morgun,"
sagði Sverir Sch. Thorsteinsson á
Homafirði í gærdag er við spurð-
um um stöðuna.
„Maður bíður með að fara þang-
að til seinna, þegar snjórinn kem-
ur,“ sagði Sverrir enn fremur.
Á Holtavörðuheiðinni vom
margir og aðeins norðar eins og á
Auðkúluheiðinni vora líka skot-
veiðimenn. Þeir fengu ágæta veiði
þar en ekki er von á veiðimönn-
um til byggða fyrr en seint í kvöld
og þess vegna liggja tölur ekki
fyrir.
Á Austfjörðum var mikið um
sunnanmenn við skotveiðar og
lika heimamenn í bland. Veiði-
skapurinn gekk ágætlega þar,
enda margir að skjóta.
-G.Bender
Veiðivon
Feðgarnir Hilmar Hjartarson og Hjörtur Elvar Hilmarsson með fjórar rjúpur á
Lyngdalsheiðinni i gær. DV-mynd G. Bender
Blanda:
Lax-á leigir ána
til þriggja ára
- Búð leigir Svartá
„Þetta er meiri háttar að fá
Blöndu á leigu, það er ýmislegt
hægt að gera með hana, enda
veiðin oft verið mjög góð í
henni,“ sagði Árni Baldursson
hjá Veiðifélaginu Lax-á, en
hann leigði Blöndu um helgina
til þriggja ára. Alls komu 22 til-
boð i ána en Stangaveiðifélag
Reykjavíkur var með næsta til-
boð fyrir neðan Lax-á. Lax-á leig-
ir ána til þriggja ára og borgar
11 milljónir í leigu á ári.
Svartá var líka leigð út um
helgina og var hún leigð á 6,3
milljónir. Það er Búð sem leigir
ána og er Páll Magnússon for-
svarsmaður.
Stangaveiðifélgið Flugan á Ak-
ureyri hafði Blöndu á leigu en
Jón Steinar Gunnlaugsson og
fleiri voru með Svartá.
Blanda gaf 713 laxa í sumar og
Svartá 169 laxa.
Ekki hefur heyrst um neina
veiðiá á lausu þessa dagana.
-G.Bender
|
C,-
\
V