Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 4
 iMS* m .»■ : v,:-. öáÉ» í'-fiS - -í ■ : ' ■■: Haraldur kemur samræðunum af stað: „Er það ekki bara Dollý? ... stærsta ferðadiskótek á íslandi og ódýrasta. Og elsta.“ „Nei,“ skýtur Jó- hannes inn, „eitt elsta.“ „Já, ókei,“ segir Haraldur. „Þó að við séum diskótekarar, þá erum við líka skemmtanastjórar kvöldsins," segir hann og Jóhannes er með á því. „Maður tekur alveg fólkið frá A til Ö og kemur því bara í stuð, hvað sem raular og tautar,“ bætir hann við. Nýtt diskóæði Diskótekið stofnaði Jóhannes 1978, að eigin frumkvæði. „Maður gat ekki spilað á hljóðfæri, þannig að þá var bara spilað á plötuspilara," segir hann um tildrög þess. Sjálfur er hann Gaflari og telur raunar öll diskótek síðasta áratuginn hafa sprottið upp úr þröngum vinahópi sínum úr Hafn- arfirði. Frá upphafi hefur verið harð- vítug samkeppni á milli Dollýjar annars vegar og aðalkeppinautarins, Dísu, hins vegar. Jóhannes þekkir aðstandendur Dísu vel en fullyrðir að sitt diskó sé miklu, miklu stærra. Á þeim tima þegar Jóhannes steig sín fyrstu skref var diskóæðið í hámarki, og hann segir svipaða stemningu ríkja nú, þó flestir eigi bágt með að Jóhannes Gunnars- son og Haraldur Júlíusson eru plötu- snúðar, eða eigin- lega frekar diskó- tekarar ferðadiskó- teksins Dollýjar. Því þegar Jóhannes byrjaði í bransanum var ekki hægt að þjösnast á plötuspil- urunum með klóri og útúrsnúningum, eins og nú tíðkast, og það hétu ekki allir fjórum erlendum DJ-nöfnum sem enduðu á Dog, en Haraldur fékk þó smjörþefinn af þessu nýja æði á frægðardögum sínum í búrinu í Hollywood. koma auga á hana. „Þessi lög sem eru í gangi, þetta er bara diskó. Eins og Britney Spears og klæðnaðurinn og ljósin lika.“ Sjálfur segist hann hafa gaman af allri tónlist, en reynir að afmá tímabilið ‘82 til ‘86 úr minn- ingunni, það hafi verið niðurlæging- arskeið diskótekara. Frá vöggu til grafar Dollý mætir með diskóið á alla mannfagnaði þar sem þess er ósk- að, en stærsti og eftirminnilegasti dansleikurinn þar sem Dollý hefur komið við sögu segir Jóhannes úti- hátíð Stuðmanna í Húsafelli ‘87, en þar voru um 10.000 manns. Aldrei hefur hann þó spilað fyrir færri en þegar Alþýðuflokkurinn sálugi hélt skemmtun í Ártúni í upphafi 9. áratugarins. Það mættu hvorki meira né minna en 11 manns, rifjar hann upp. Aldurinn skiptir þá félaga engu máli. „Mað- ur er kannski að spila Strauss og Örvar Kristjánsson á elliheimili á fostudegi og Skríplana og Limp Bizkit daginn eftir á leikskóla eða skólaballi," segja þeir. „Við erum að spila fyrir fólk frá vöggu til graf- ar.“ Jóhannes telur Gypsy Kings og Björgvin Halldórsson helst vera þá tónlist sem gengur í alla aldurs- hópa. Rammstein í brúðkaupi „Maður hefur lent í ýmsu, en það tengist flest fullu fólki,“ segir Jó- hannes og er tregur til sagna þegar hann er inntur eftir skringilegum uppákomum úr búrinu. Haraldur minnist þess að hafa lent í heldur pínlegu atviki. Nýgift brúðhjón voru ekki búin að velja neitt sér- stakt lag til að dansa fyrsta dans- inn við og snúðurinn setti óvart á „Please Release Me“, með Engil- bert Humperdink. „Textinn er „Please release me, let me go. Because I don’t love you anymore“, það var frekar óviðeigandi, en sem betur fer þótti fólki þetta bara fynd- ið,“ segir hann og hlær. Fyrir skemmstu lenti hann í svipuðum aðstæðum í öðru brúðkaupi. Brúð- urin hafði látið brúðgumanum eftir að velja fyrsta lagið og honum datt fátt í hug. Haraldur segir mikinn fögnuð hafa brotist út þegar komið var að dansinum og val brúð- gumans ómaði undir. „Du hast mich“, í flutningi leðurhommanna í þýsku þungarokkssveitinni Rammstein, hafði orðið fyrir val- inu. Jóhannes lumar líka á sögu úr bransanum. „Einu sinni reyndi ég að forðast að spila eitt vinsælasta lagið á þeim tíma. Sniglarnir voru með dansleik úti í Viðey. Mikið var af sérstaklega stórum og stæðileg- um karlmönnum í leðurfotum sem fékk mig til að hugsa mig rúmlega tvisvar um það hvort ég ætti að þora að spila lagið. Að lokum lét ég undan og án nokkurra eftirmála. Lagið heitir „Hang the DJ“ eða „Hengjum diskótekarann“og er með Smiths. Heimasíðan Á heimasíðu Dollýjar, http://www.disko.is/, má fmna all- ar upplýsingar um fyrirtækið og þjónustuna. Meðal efnis er frásögn af því hvemig diskótekið hefur þurft að sjá á eftir tveimur slagorðum í aug- lýsingaherferðir stórfyrirtækja, „Létt og laggott" og „Hljómar betur“, og harðorða gagnrýni Jóhannesar á tón- listargagnrýnendur, meðal annars samsæriskenningu um svokölluð prómóeintök. Sömuleiðis eru allar upplýsingar um hvað þarf til að búa til pottþétt teiti og til dæmis hægt að skoða lista með vinsælustu lögum út- skriftarárganga. Stjörnurnar heim Bíósjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn hjá OLÍS Gullinbrú í Grafarvogi, SELECT Smáranum í Kópavogi og NESTI Lækjargötu í Hafnarfirði. Bíósjálfsalinn er einnig opinn á venjulegum afgreiðslu- tíma hjá OLÍS Mjódd og Álfheimum og hjá NESTI Ártúnshöfða. Bamaleikur að velja mynd - bara aö muna eftir kreditkortinu. Aðeins 300 kr. á spólu* fyrir sólarhringsleigu! *Kynningarvera Bíósjálfsalinn mtmam alltaf opinn f Ó k U S 27. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.