Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 8
f Ó k U S 27. október 2000
„Góðir tónleikar einkennast af
blóði, svita og tárum. Því fleiri
marbletti sem maður hefur eftir
tónleikana, því betri voru þeir,“
segja þeir félagar Frosti Logason og
Krummi Björgvinsson í harð-
kjarnasveitinni Mínus sem gefur út
nýja plötu fyrir jólin.
Nýja platan hefur hlotið nafnið
Jesus Christ Bobby en það nafn
ku vera tilvísun í viðbrögð áheyr-
endanna, sem í stuttu máli eru upp-
hrópun. Nafnið á einnig uppruna
sinn í röklegri ályktun Minusliða,
að ef Jesús Kristur gengi endurlífg-
aður hér á jörð í dag, væri ekki
ólíklegt að hann bæri nafnið
Bobby.
Platan verður með öðru sniði en
sú fyrsta, Hey Johrrny, og verður
mikið um tilraunastarfsemi á
þeirri nýju.
„Við biöjum fólk að vera opið
fyrir tónlistinni okkar. Nýja platan
er talsvert öðruvísi en sú fyrri.
Hún er einbeittari og tilrauna-
kenndari og við opnum okkur mun
meira í textunum. Það verður gam-
an að sjá hvemig fólk tekur í
þetta,“ segir Krummi.
Að sögn Mínusmanna er platan
þeirra án efa jólagjöfin í ár. „Það er
eitthvað fyrir alla á þessari plötu á
meðan þeir hafa áhuga á tónlist og
era opnir fyrir henni. Auðvitað eru
til þeir sem ekki eru opnir fyrir
tónlistinni okkar, eins og á tónleik-
unum í Höllinni á síðustu helgi þar
sem við hituðum upp fyrir Suede.
Þetta var lið sem veit ekkert í sinn
haus. Sumir héldu fyrir eyrun en
þetta eru ekki þeir áheyrendur sem
við vildum spila fyrir og ekki þær
aðstæður. Þetta voru ömurlegir
tónleikar."
Bjórleysið fyllti mælinn
Mínus tróðu fyrstir upp á tón-
leikunum í Laugardalshöll um
helgina, þar sem Suede, Flaming
Lips og Thievery Corporation spil-
uðu meðal annarra.
„Þetta er risastór salur og þegar
við spiluðum voru einhverjar
fimmtán hræður fyrir framan svið-
ið og það er ómögulegt að ná upp
stemningu í þeim aðstæðum. Þetta
var allt of ópersónulegt og tónlistin
okkar er einfaldlega ekki gerð fyrir
höllina. Við hugsum okkur um
áður en við hoppum aftur út í
svona poll fullan af Rex-uppum,“
segja Krummi og Frosti.
Brett Anderson, söngvari
Suede, lét þau ummæli falla eftir
framkomu Mínusar að þeir væru
það háværasta sem hann hefði
heyrt í. „Hann meinti það jákvætt
og við tókum því sem hóli. En okk-
ur er auðvitað alveg sama hvað
svona popparar segja, þeir era úr
öðru umhverfi og koma úr allt
annarri vídd.“
Að mislukkuðum tónleikunum
loknum fóru Mínusamir baksviðs
og helltu sig fulla og gætti nokkurs
biturleika i þeirra röðum. Tveir í
bandinu misstu síðar stjórn á sér
og rústuðu herbergi baksviðs.
„Það varð einhver óánægja með
að bjórinn kláraðist og það var lát-
ið bitna á speglum og fleiru inni i
herberginu. Kannski var ekki við
öðru að búast þegar menn eru fyllt-
ir og svo fá þeir ekki meiri bjór.
Þetta var mjög leiðinlegt," segja
þeir.
Skapa skrímsli
Uppáhaldstónleikastaður Mínuss
er Norðurkjallarinn í MH en ennig „Við værum til í að halda ur Spotlight eru vinsamlegast
er á óskalistanum að spila á Smash-homophobia tónleika til beðnir að hafa samband," segir
Spotlight. styrktar samkynhneigðum. Eigend- Krummi.
Lykillinn að góðum tónleikum er
að mati Minusmanna að persónu-
legt samband náist á milli áheyr-
enda og hljómsveitarinnar.
„Áheyrendurnir verða að finna
kraftinn frá sviðsframkomunni
okkar. Það verður allt brjálað. Við
verðum trylltir og fólkið verður
tryllt og stundum dettum við um
hvern annan. Sumir festa síða hár-
ið sitt í gitarstrengjunum og bolur-
inn hefur verið rifinn af Krumma.
Það kemur geðveikisglampi í aug-
un á þeim og stundum hættir
manni að standa á sama. Tónlistin
skapar einhvers konar skrímsli og
allir fá útrás,“ segja þeir.
Einmitt í þessu, segja Mínuslið-
ar, að samfélagslegt gildi hljóm-
sveitarinnar liggi. Krakkarnir fá
útrás og þeim er haldið af götunni.
„Alls kyns fólk kemur á tónleik-
ana okkar en ungu krakkamir eru
skemmtilegastir. Þeir eru villtir
og eru ekkert hræddir við að tjá
sig. Þetta er manísk upplifun og
maður fer allan tilfmningaskal-
ann. Krakkarnir fá útrás með tón-
listinni sem annars hefði birst í
öðrum hvötum. Þeim er haldið frá
götunum og veitt útrás. Þannig
erum við ekkert verri en íþróttafé-
lög eins og Fram og Valur,“ segja
þeir.
Stór í Japan
Að sögn Frosta er markmið
hljómsveitarinnar ekki að öðlast
heimsyfirráð.
„Við erum staðráðnir í að túra
um meginlandið og spila á und-
erground-klúbbunum þar. Taka
smá sénsa og vera kannski rændir.
En stærsta markmiðið okkar er að
verða stórir í Japan því það er
rosalega mikið að gerast í harð-
kjarnatónlist þar,“ segir hann.
Þrátt fyrir að Mínus hafi ekki
enn látið þýða texta sína yflr á
japönsku skipa textarnir stærri
sess í nýju plötunni en áður.
„Textamir eru tjáning hljóm-
sveitarinnar, eins og sviðsfram-
koman og tónlistin. Við opnum
okkur meira á nýju plötunni og það
er ekki laust við að það skíni í
meyrar tiifmningarnir. Textamir
era einfaldir en ýmsar pælingar
koma fram í þeim. Umfjöllunarefn-
ið spannar allt frá samskiptum við
hitt kynið í grjónagraut hjá
mömmu. Þeir eru að verða já-
kvæðari hjá okkur og fjalla um
skemmtilegri hluti,“ segja þeir og
reifa þá hugmynd að breyta nafni
hljómsveitarinnar í Plús.
En úrkynjaðar og skuggalegar
pælirigar fá líka sitt pláss á plöt-
unni og var til þess fenginn Einar
Öm Benediktsson, fyrrum sykur-
moli.
„Einar Öm kom með sitt innlegg
úr sinum snilldar huga og gerði ná-
kvæmlega það sem við vildum.
Hann bætti við nokkrum línum í
textana og syngur eitt lag,“ segir
Krammi.
Kunnuglegar hliðar munu því
einnig sjást á jólaframlagi Mínuss.
Þeir óttast ekki samkeppni um
þessi jól og ítreka að um sé að ræða
jólagjöfina í ár.
„í raun era það bara við og
Botnleðja sem erum með plötur
þessi jól og við lítum ekki svo á að
við séum að keppa við þá. Það verð-
ur ekkert sorp á jólamarkaðnum í
ár,“ segja Krummi og Frosti í
Mínusi.
Harðkjarnarokksveitin Mínus er á lokasprettínum með nýja plötu sína Jesus Chrísl Bobby.
Jón Trausti Reynisson tók Frosta og Krumma á tal og spurði þá meðal annars út í atvikið í
Laugardalshöll og samfélagslegt gildi hljómsveitarinnar.
Rústuðu herbergi í
■ ■ ■ ■■
lOll
8