Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 17
 klæddu Það er ekki heíglum hent að tolla í tískunni nú þegar allt og ekk ert gengur. Fókus fékk til liðs við sig fimm ráðgjafa til að hjálpa sér að velja best klæddu karlmenn íslands í dag - en líka þá verst klæddu. Valið reyndist ráðgjöfunum strembið en tókst þó sem betur fer að lokum. Þessir voru líka nefndir í hópi þeirra bestu: Sigurrós „Þetta eru „plain“ gaurar með sinn eigin stil - látlaus heild.“ Johnny national / Erpur „Krúsilegur og sniðugur." Bolli í 17 „Alltaf voða finn.“ Sölvi Maóhönnuður „Soldið eins og hann sé nývaknað- ur en samt alltaf töffaralegur. Alveg sama hvort hann er í gallabuxum eða jakkafótum." Rúnar í Adrenalín „Flottur „casual" brettastíll." Raggi í Spúútnik „með sinn eigin stíl og flottur, en skeggið er ekki málið.“ Simbi „Er alltaf fmn og ógeðslega mikill töffari. Hann er „cool“, sama í hverju hann er og spilar mikið á sexið en það passar honum vel.“ Herb Legowits „Batikbolir eru ekki „cool“, eru ekki í tisku og hafa aldrei verið í tísku, en þetta er hann.“ Þessir voru líka nefndir í hópi þeirra verstu: Friðrik Þór „Eins og hann búi á Hemum, það verður að fara að gera eitthvað fyrir hann.“ Páll Óskar „Geðveikt „hit and miss“. Er bú- inn að vera allt of lengi í þrönga bolnum og leðurbuxunum. Er stundum í einhverju sem fer hon- um vel en gæti verið flottari. Þó sagði ein: „fila hann alltaf, hvemig sem hann er klæddur." Venus „Er oftast vel klæddur og ber vel margs konar fót.“ Guðmundur Karl Vel klæddur og elegant, hár og spengilegur. Grásprengt eða blásvarta hárið slær í gegn. Kristján, Magni og Ingvi á Rauðhettu og úlfurínum Allar voru þær sammál um að þeir væru allir „cool“ og töffaralegir og virtust pæla aðeins i í hverju þeir væru. Guðmundur og Jakob, eigendur Jómfrúrinnar „Þeir eru rosalega flottir þegar þeir hafa sig til, i Gucci-jakkafötum og og snákaskóm. Þeir eru elegant og „high class“. Svavar Öm „Er „kjút“ en engin tískulögga, ef eitthvað er hann frekar fómarlamb. Hann er þó engin lumma, hann ber vel það sem hann klæðist." Ámi Sveins „Persónulegur stíll, þó soldið eins og jólatré." Sindrí Páll Kjartansson Eins og fleiri hefur hann persónu- legan stíl en þó íhaldssaman eins til dæmis í litavali. Illugi Jökulsson „Hann er eins og niðursetningur í rauðu buxunum, flauelsjakka og bleikum bómullarbol sem er mis- síður og teygður, hann er ekki einu sinni jafn í hálsmálið.“ Hrafn Gunnlaugsson „í einu orði sagt hræðilegur og íslensku þjóðinni til skammar. Hvað er með þessa stétt kvik- myndagerðarmanna?“ 10 verst kSæddu karimennimir Oddur Oddur er án efa númer eitt á lista yfir verst klæddu karlmenn ís- lands í dag. „Honum finnst hann vera flottastur en í rauninni er hann eins og Ken klipptur út úr Free- mansbæklingi." Oddur er klipptur og skorinn eins og bibl- íuskóladrengur eða mor- mónatrúboði. Honum er ráð- lagt að hætta að versla hjá Freemans og losa sig við uppstopp- aða filinginn. Davíð Þór Davíð Þór þykir í einu orði hræðilegur, ein stór krumpa. Einn meðlima mnefndar innar spurði einfaldlega: Hvað kom fyrir hann, I hverju lenti hann?“ Valli Sport og Siggi Hlö Þeir félagar þykja algjörlega smekklausir, þrátt fyrir að þeir virðist eitthvað spá í hverju þeir klæðist. Siggi Hlö þykir vera Bónustöffari eða eins og Miklagarðs- töffaramir voru hér áður fyrr. Um Valla var sagt: „Það er eins og hann versli í Holtagörðum eða Mjóddinni og detti í það á Nikka-bar, fari síöan heim til sín í Grafarvoginn." Vilhjálmur Goði Ásta Kristjáns- dóttir, hjá Ungfrú ísland.is Hrönn Sveinsdóttir, pró- dúser á Skjá 1 Marta María Jónasdóttir, fatahönnuöur Ingibjörg Rnnbogadóttir, fatahönnuður Rúni Júl E i n sagði: „Rúni er alltaf geð- veikt flottur." Hinar virtust alls ekki sammála. Þor- steinn Joð Eixmi þótti Þorsteinn Joð vera „alltaf voða fínn.“ Annarri fannst hann bara ^ vera algjört „slís“. j F ‘ ” Þessi maður verður að fara að gera eitthvað í sínum málum. Hann vantar að einhver banki í hausinn á honum og bendi hon- um á að kíkja í spegil. Hárgreiðslan nær engri átt. Hann er fastur í emhverju „early nineties" Versló- þungarokks „looki“ virðist ekki geta fundið leið- ina út. Sigurjón Kjartansson „Guð minn almáttugur,“ var það eina sem einn ráðgjafanna gat sagt um útganginn á Sigurjóni. Peysumar hans þykja hræðilegar, virðast vera beint úr hillunum í Hagkaupi fyrir mörgum árum eða það sem verra er úr The Cosby Show áttunda áratugarins. Ef ætti að finna nafn á „stíl“ Sigurjóns yrði lúðastíll fyrir val- f inu. „Hann klæðir sig eins og vistmaður á hjúkr- unarheimili sem fer í iðju- þjálfun í skóm með frönskum rennilás." Einhver lagði til að alla- vega yrði skotið saman í eina úlpu fyrir hann til að græna hettuhermannaúlpan fengi að hverfa. „Hann er allavega ekki að reyna að yngja sig upp í útliti eða halda aldrin- um.“ Páll Pétursson Ráðherrann þykir ekki finn í tauinu í ár frekar en í fyrra. Óspennandi og kmmpaður í sauðalit- unum. Óskaplega bóndadurgslegur og jakkafötin hans líta út fyr- ir að vera mjög gömul úr einhverri „second hand“ búð. Hvar finnur hann þessi föt, hjá Hjálpræðishemum? Addi Fannar í Skítamóral Hann þykir bera af í hallærisheitum hljóm- sveitarinnar. Einnota magabolir sem þarf að klippa utan af viðkom- andi eftir notkun og Buffaloskór virðast ekki vera það sem blífur. Addi Fann- ar reynir að vera töflf og „flippað- ur“ en þvl miður er það allt innan reglna „choko“bókarinnar. „Hann jaðrar við að vera eins og fermingar- W stelpa, i mallabol og buffaloskóm" Mikið hefur hann samt vístJjatnað síðan hann klippti af sér „dreddana“. Hann reynir að láta fótin passa saman en það tekst alls ekki. Hann reynir alltof mikið. og virkar bara „desperat“. Hann ásamt öörum meðlimum Skímo klæða sig eins og þeir séu að biðja um að vera sviptir sjálfræði. Nonni í Quest Öll dómnefndin var sammála um að hann væri vægast sagt hallærislegur. Mjóa skegg- ið uppásnúið, mann- broddaskórnir frá Xl8 og blái liturinn í hárinum yirka bara ekk||f. Hann reynir að vera öðruvísi og flippaður en mistekst hrapallega. Arnar Gauti :fjf Allar voru þær sámmála um að segja ætti Amari Gauta upp sem tísku- löggu. „Hann er al- gjört fórnarlamb." Klæðnaðurinn þykir yfir- borðskennd- ur og ömurleg- ur og auk þes^ fara honum illa. Hann er alltof mikið að rembast og hefur alls ekki efni á því, hann ætti að reyna að slappa aðeins af.“ Baltasar Þykir ekki | finn í hvítu skyrttmni með hneppt frá niður á bringu. Hann þótti sætur og snyrtilegur hér áður fyrr en nú virðist sjúskað róna“lookið“ vera allsráðandi. „ Hann er eins og róni frá Barcelona.“ 27. október 2000 ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.