Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Blaðsíða 13
c Það eru 22 ár síðan nokkrir írskír skólastrákar rottuðu sig saman og stofnuðu band að frumkvæði Larrys nokkurs Mullens. Til liðs við sig fékk hann fugla sem hafa sumir skipt bæði um hljóðfæri og nöfn síðan lagt var upp. Nafnið vafðist nokkuð fyrir þeim fyrst í stað en þegar Rússar skutu niður bandaríska njósnaflugvél af U2-gerð var sá vandi úr sögunni. Kristján Már Ólafsson skoðaði hljómsveitina sem virðist alltaf ætla að verða vinsæl. Þó er ekki þar með sagt að öll þeirra vandamál hafl verið úr sög- unni. Líkt og svo mörg bönd sem komu fram með og í kjölfar pönk- bylgjunnar var fyrst á dagskrá að setja saman bandið og síðan að læra að spila. Fljótlega kom í ljós að sá sem síðar tók sér nafnið Bono (Paul Hewson) var ekki efni í gítarleikarann sem hann vildi verða. í sárabætur fékk hann emb- ætti söngvara og þó svo hann væri álíka hörmulegur í þeirri iön bætti hann getuleysið upp með eldmóðn- um. Adam Clayton fór á bassann, Dave Evans á gítar (siðar The Edge) og fyrmefndur Larry Mul- len sat við settið. Lærdómsferlið U2 liðar brýndu tennumar á klúbbum Dublinar og tóku upp EP plötuna U23 fyrir CBS-útgáfuna 1979. Sú kom einungis út á írlandi en tónleikaferðin sem þeir skipu- lögðu sjálfir í kjölfarið tók af allan vafa um hvert þeir ætluðu. Þeir lögðu í víking til Lundúna þar sem CBS höfðu ekki áhuga á að gera við þá plötusamning en höfðu þó ekki árangur sem erfíði. Þó er athyglis- vert að í lok þessarar ferðar spil- uðu þeir fyrir troðfullu húsi í Dublin, 2000 sálir eða svo, og topp- uðu ýmsa lista hjá þarlendu tónlist- artímariti í janúar 1980. Enda fór svo að Island Records tóku þá upp á sína arma og mánuði síðar kom fyrsta smáskifan, 11 O'Clock Tick Tock, út. Á vegum úti Sveitinni óx jafnt og þétt ásmeg- in næstu þrjú árin og orðsporið fór ekki varhluta af þvi. Þetta má að stórum hluta þakka linnulitilli spilamennsku þar sem Bono lagði sig allan fram, alltaf, í að ná og við- halda athygli þeirra sem tónleik- ana sóttu. Fyrstu 3 plöturnar þeirra - Boy (1980), October (1981) og War (1983) - hlóðu jafnt og þétt undir þá og sú síðastnefnda náði á topp breskra vinsældalista fyrir til- stilli frábærra laga á borð við New Year's Day og Two Hearts Beat as One. Þama var komin fram hljómsveit sem höföaði sterkt til fólksins og náði góðu sambandi við það á tónleikum og átti auk þess lögin líka. Stjómmálin rata líka inn í U2 jöfnuna og sveitin tók við af The Clash sem pólitískasta bandið á Bretlandseyjum. Öll þessi áhrif sem koma saman í karakter sveit- arinnar út á við náðust skemmti- lega á band á tónleikaplötunni Under a Blood Red Sky og vídeó- spólunni sem fylgdi með. Sú var tekin upp í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Colarado, og átti örugg- lega sinn þátt í því að sama ár út- nefndu blaðamenn Rolling Stone hljómsveitina hljómsveit ársins. The Unforgettable Fire og svo framvegis Snemma árs réðu U2 liðar til sín hljóðlækninn Brian Eno og kollega hans Daniel Lanois og vöktu með því nokkrar spurningar. Eno hafði jú búið til frábærar plöt- ur með David Bowie og Talking Heads en eitthvað fannst mönnum þessi samsuða þó undarleg. Hún bar þó ríkulegan ávöxt á plötunni The Unforgettable Fire og ríku- legri á plötunni The Joshua Tree en með henni merkti sveitin sér endanlega stað á stjömukortum. í kjölfar gríðarlegra vinsælda trésins tók við hliðarspor þar sem sveitin rakti blúsrætur sínar og skoruðu með því aukastig um víða veröld. Rattle and Hum varð nafn- ið á pakka sem innihélt myndband tekið á Joshua Tree tónleikaferðinni og tvöfalda plötu með tónleikaefni og nýjum hljóðverslögum, meðal annars When Love Comes to Town þar sem BB King var til aðstoðar. Þegar tónleikaferðinni í kjölfarið lauk tilkynnti Bono að nú væri kom- ið að vendipunkti, orðið tímabært að fara að hugsa dæmið upp á nýtt. Bylting í tónlist og fram- setningu hennar Hansa stúdíóið í Berlín hafði áður verið vettvangur umbyltinga á dægiu-lagaforminu, þá á vegum Bowie og Eno. Nú fóru hins vegar Eno, Lanois og U2 þama inn og komu út með Achtung Baby! (1991), sem gerði allt vitlaust og tónleikaferðalagið sem piltarnir fóru í kjölfarið opnaði nýjar víddir. Öfgar neysluþjóðfélagsins voru fléttaðar inn í sviðsmyndina og allt gert svo stórt að slíkt hafði ekki sést síðan Pink Floyd riöu um hér- uð með The Wall í farteskinu. Á ferðalaginu fæddist næsta plata, Zooropa, og enn var bætt í hvað varðaði öfgar í lifandi framsetn- ingu. Þær náðu nýjum hæðum í kjölfar Pop-plötunnar, sem kom út “ 1997, og með henni má í raun segja að blaðra hafi sprungið. Ný plata, All That You Can’t Leave Behind, er síðan væntanleg á mánudaginn. Sú er unnin í sam- vinnu við Eno/Lanois teymið og er talað um afturhvarf í stefnu og nálgun. Rétt er að benda þeim sem sannarlega eru tileinkaðir á að Skífan verður með miðnæturopnun í verslun sinni að Laugavegi 26. Verði ykkur að góðu. plötudómar ★★★★ Hljómsveitin: DaVÍd BðWÍe piatan: Bowie at the Beeb Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: 215:24 ★★★★ Hljómsveitin: lan Pooley piatan: Since Then Útgefandi: V2/Japis Lengd: 75:45 mín. ★★★ Hljómsveltin: Lenny Kravitz Platan: Greatest Hits Útgefandi: EMI/Sk[fan Lengd: 62:20 hvaöf Tveggja diska safn upptakna sem David Bowie gerði fyrir hina ýmsu þætti breska rikisútvarpsins BBC á árunum 1968 til 1972, áður og eftir að hann varð fræg- ur. Þeir sem tryggja sér eintak í tíma fá í kaupbæti þriðja diskinn sem inniheld- ur skemmtilegan þverskurð af ferlinum sem greifinn lék ásamt hljómsveit sinni fyrir 250 manna hóp nú í sumar. lan Pooley er þýskur danstónlistar- maður sem vakti mikla athygli fyrir plötuna Meridian sem kom út fyrir tveimur árum. Á þessari plötu er hann að dufla við Brasilíu-skotið house. Á plötunni nýtur hann krafta nokkurra söngvara, þ. á m. Kirsty Hawkshaw og brasilísku söngkvennanna Rosanna og Zélia. Safnplata með úrvali þess besta sem hinn snaggaralegi Lenny Kravitz hefur sent frá sér. Hljóðversplöturnar eru orðnar fimm taisins og Ijóst að um ansi auöugan garð er orðið að gresja, alla vega stígur kappinn öldur Ijós- vakans reglulega, er ekki eitthvað að marka þaö? Svo er mér sagt. fyrir hvernf BBC-upptökurnar eru skemmtileg viöbót fýrir geðsjúklinga á borö við undirritaðan en þær spanna eitthvert frjóasta tímabil greifans, þó er spurning hvort þetta hent- ar bytjendum. Allir ættu auðvitaö að eiga plöturnar Space Oddity, Hunky Dory og Ziggy Stardust og The Man Who Sold the World sleppur alveg. Þetta eru hornstein- ar þess orðspors sem hann lifir á í dag. Þetta er eðal house með miklum Bras- illuáhrifum en líka með afróbít-, diskó, deep-house- og poppáhrifum. Þetta ætti að höfða til þeirra sem kunna að meta frekar léttleikandi house-tónlist. Platan minnir stundum á sumt af því sem snillingarnir I Basement Jaxx eru að gera. Mér hefur virst sem Lenny nái að höfða til ansi breiðs hóps, jafnt ungra sem aldinna af báöum kynjum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að draga frjálslega til sín úr fortíðinni en flest gerir hann svo vel að ekki stoöar aö álasa honum. Sérstaklega er gaman að sjá til hans og hljómsveitar á tórr- leikum. skemmtileqar staöreyncfir Upptökumar spanna eins og áður sagði fjögur ár og eru teknar úr 10 heimsóknum kappans á stöðina. Bandiö sem styður er í ýmsum mynd- um en í einum þættinum er einmitt kynntur til sögunnar ungur örlagavald- ur, Mick Ronson aö nafni, sem þá er nýkominn í bæinn frá Hull. The rest is history... lan Pooley vakti fyrst athygli fyrir að spila teknó, bæði sem plötusnúður og pródúser. Hann er enn mjög vinsæll dj., spilar að jafnaði tvisvar í viku úti um allan heim. Hann er frá Mainz, borg í nágrenni Frankfurt, en kynntist brasilískri tónlist á flækingi sínum um heiminn. Þegar Lenny var að skreiöast fram á sjónarsviðið var hann aðallega þekktur sem þessi kærasti hennar Lisu Bonet, einnar dótturinnar í Cosby show. Þau eru löngu hætt saman og hlutföllin hafa algiöriega snúist við, allir þekkja Lenny en Lisa er að falla í gleymsku. Ég sá þó til hennar í Bullworth fyrir skemmstu og get vottað að hún er ennþá flott. Það má tína ýmislegt til sem betur hefði mátt fara í BBC-upptökunum en ég hef hins vegar svo gaman af þessu að ég ætla að láta þaö vera. Þaö er gaman aö hlusta á Ronson rembast við bakröddina í Starman, þess háttar atriði gefa þessu meiri sögulega dýpt en ella. Tónleikadiskurinn er aö megn- inu til snilld. kristján már ólafsson Þetta er fyrsta flotta danstónlistar- plata vetrarins. Hún er mjög heilsteypt og sándiö er flott. Tónlistin er mishörð og mishröð, en alltaf grúví og lifandi. Þetta er plata til þess að spila á fullu blasti og dilla sér með, hvort sem það er heima í eldhúsi, í bílnum eða á dansgólfinu. trausti júlíusson Eins og oft vill verða meö safnplötur, alla vega hvað mér finnst, þá er laga- valið hlutur sem auðvelt er að klúðra. Hér er flestallt í lagi én þó setja þeir inn eina lagið af 5 sem ég þoli ekki, Black Velveteen. Auk þess hefði Amer- ican Woman vel mátt hvíla í friöi í sinni upprunalegu mynd. Þá er það versta upptalið. kristján már ólafsson ★★★ Hljómsveitin: Em6St Ranglin piatan: Modern Answers to Old Útgefandi: Telarc Jazz/12 Tónar Lengd: 61:06 mín. Ernest Ranglin er gítarleikari frá Jama- ica sem hefur verið að spila tónlist síðan á fyrri hluta síðustu aldar. Á þessari plötu er nýtt efni sem hann gerir meö hljómsveit sem m.a. Tony Allen, (trommari Fela Kuti), saxófón- leikarinn Denys Baptiste og söngkon- an Sylvia Tella eru í. Tónlistin á plötunni er sambland af djass-spilirii og heimstónlist. Sums staðar læðist hún líka út í reggae og fönk þannig að þetta ætti að geta höfðað til margra. Þetta er samt kannski fyrst og fremst plata fyrir þá sem vilja heyra alvöruspilamennsku, lifandi og án hjálpartækja. Ernest Ranglin er löngu orðinn goð- sögn á Jamaica. Hann var á svæðinu þegar ska- og reggae- tóniistin varð til og sagan segir aö hann hafl kennt Bob Marley á gítar. Hann tók llka upp fyrsta smell eyjunnar, My Boy Lollipop, með Millie Smalls. Nýlega spilaði hann inn á margrómaða piötu; Saint Germain, Tourist. Þetta er fin plata. Það er klárlega ekki veriö að gera neitt sem hefur ekki ver- ið gert áður en þetta er bara svo vel útfært að maður getur ekki annað en hrifist með. Spilamennskan er blátt áfram og virkar áreynslulaus en um leið fullkomin. Lögin eru samt misgóö, Sound Invasion er t.d. snilld. trausti júlíusson ERPJEST % BWGUN;\ .) •v í i 27. október 2000 f Ó k U 13 ir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.