Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2000, Blaðsíða 3
g f n i
Allt bendir nú til að
framhaldsskóla-
kennarar skeíli sér í
verkfall eftir helgi.
Ef að líkum lætur
sitja þá þúsundir
skólakrakka að-
gerðalausir í ein
hvern tíma en nú
hefur verið séð til
þess að verkfallið
fari vel af stað.
Tveir ungir skóla-
strákar hafa skipu-
lagt hörkuskemmt-
un á Kaffi Reykja
vík á mánudags
kvöld sem ætti að
leggjast vel í
menntskælinga.
„Það er ótrúlega gaman að sjá
fólk skemmta sér við eitthvaö sem
ég hef búið til. Þess vegna er ég
aldrei drukkinn á þeim skemmtun-
um sem ég hef staðið fyrir,“ segir
Torfi G. Yngvason sem bíður
spenntur eftir mánudagskvöldinu.
Hánn skipuleggur kvöldið ásamt
félaga sínum, Loga Karlssyni.
Ensími og Rottweiler
Nóg verður um að vera á Kaffi
Reykjavík á mánudagskvöld en
helstu atriði sem boðið verður upp
á eru Ensími, xxx Rottweiler, DJ
Fingaprint, DJ Magic og Poetic
Reflections sem gefa einmitt út
sína fyrstu plötu fyrir jólin. Yfir-
skrift kvöldsins er Verkfallsdjamm
og eru allir framhaldsskólanem-
endur, 18 ára og eldri, velkomnir.
Aðgangseyrir er litlar 500 krónur.
Torfi segir að Kaffi Reykjavík sé
afar hentugur staður fyrir svona
uppákomu því hann sé á mikilli
uppleið meðal ungs fólks. „Þetta er
voða happening place, ég var sjálf-
ur að vinna þarna og hann virkar
vel,“ segir Torfi.
KK og Megas næstir
Þrátt fyrir að Torfi sé ekki
nema 19 ára hefur hann þegar
fengist við ýmislegt í skemmt-
anabransanum. Á dögunum
skipulagði hann tónleika með
Bubba Morthens á Gauki á
Stöng þar sem færri komust að
en vildu, hann hefur séð um böll
fyrir Verslunarskólann og haldið
sveitaball með Sálinni. Á döf-
inni eru svo tónleikar með KK
og Megasi. Þá hefur Torfi meðal
annars starfað sem rekstrar-
stjóri Paintball og skemmtana-
stjóri 1 Menntaskólanum við
Hamrahlíð þar sem hann stund-
ar nám. Þar hefur hann haldið
nokkur bjórkvöld og segist í
raun hafa byrjað á því um leið
og hann varð fjárráða.
Aðspurður segir Torfi að hann
verði nú seint ríkur á þessu öllu
en viðurkennir að hann hafi
samt nokkuð upp úr krafsinu.
„Ég fæ allavega nóg til að þurfa
ekki að vinna en get samt borg-
að af bílnum, gemsanum og farið
í bíó og leigt videóspólur."
Og hann er bjartsýnn fyrir
mánudagskvöldið. „Við hvetjum
auðvitað alla til að mæta og lifa
með byltingunni."
Um helgina ætlar nýkrýnd fitness-drottning íslands í
af
báðum kynjum
Síðustu helgi fór fram í Reykja-
nesbæ íslandsmótið í fitness, en það
var um leið undankeppni fyrir al-
þjóðlega Galaxy Fitness 2000-mót-
ið sem haldið verður í Laugardals-
höll annað kvöld. Freyja Sigurðar-
dóttir, 19 ára Keflavíkurmær, varð
hlutskörpust og bíður spennt eftir
næstu helgi.
Erfiðara í annað sinn
Hvaó gerirðu?
„Ég er nemi við Fjölbrautaskóla
Suðumesja og vinn í líkamsræktar-
stöðinni Perlunni í Keflavík. Það er
vel nóg.“
Hvernig var íslandsmótið?
„Mjög gott, ég náði að halda titl-
inum sem ég vann i fyrra. Keppnin
núna var hins vegar miklu sterkari
og erfiðara að vinna hana, en það
hafðist.“
7 hverju felst keppnin, hvað þarf
að gera til að vinna?
„Það þarf auðvitað að passa
mataræðið og æfa vel en keppnin
skiptist í þrjá hluta. Fyrst er saman-
burður þar sem gott útlit og vaxtar-
lag skiptir mjög miklu máli. Við
stöndum á sviðinu og snúum okkur
á allar hliðar. Síðan koma hraða-
þrautir sem segja til um hvað mað-
ur er raunverulega í góðu formi og
líkamlega sterkur, það er hlaupið á
bekkjum og fleira. Það er mjög erfitt
og ég bý að því í þeim að hafa verið
í fimleikum í níu ár. Svo er það
gladiator. „
Hallærisiegar
púðastangir
Já, hvað er þaö eiginlega?
Það er svolítið hallærislegt og er
eiginlega bara fyrir áhorfendur. Við
stöndum þá tvær uppi á palli og
erum að berjast með svona stöngum
með púðum á. Pínu asnalegt.
Hefuróu einbeitt þér að fitness-
dœminu lengi?
„Nei, þetta kom eiginlega alveg
óvænt í fyrra. Ég var nýhætt í fim-
leikum og ákvað að prófa eitthvað
annað. Ég er eiginlega búin að vera
fost í þessu síðan, hef ekkert étið
annað en fisk.“
Hvernig verður mótiö á laugar-
daginn?
„Það verður mjög sterkt. Það er
ein stelpa frá Rúmeníu sem varð
Evrópumeistari í sumar og líka
keppendur frá Bandaríkjunum,
Finnlandi og Hollandi, þannig að ég
verð að taka vel á því til að standa
mig.“
annað sinn, Freyja Sigurðardóttir, að skunda í Laug-
ardalshöll og sýna hvað hún getur í alþjóðlegu Galaxy
Fitness 2000-keppninni. Fókus tók stúlkuna tali til að
fræðast um fitness-fílinginn.
Siggi og Addi:
Trúarbrögð
eru sam-
særi
Skiki Dr. Gunna:
Er Sri svona góður?
HMeistari Megas:
Við lifum á
sjúkum
tímum
Útvarpsþátt-
urinn Party-
zone:
Ekki hætt-
ir þrátt
fyrir 10 ár
í loftinu
eins
góður og
Prodigy
Polly Jean
Harvey:
Kveður
sér hljóðs
á ný
SkjarEmn
10 nýir
þættir
Bjarna
Margrét Mar-
teinsdóttir:
Byrjaði
sem sendill
á Pressunni
Heiða Eiríksdóttir:
Er með alla þá bestu
úr bransanum
»1 i f i ð
Teknóqúrú á Thomsen
Excorcist endurvakin
Tónleikar tilheiðurs Óla Palla
The Kid frurnsvnd
■ f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíðumyndina tók Teitur af Megasi
3. nóvember 2000 f ÓkUS
i f i
lli